Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
- Skammdegid kallar á aukna adgæzlu Skammdegid kallar á aukba adgæzlu
Aldrei meiri ástæða til að
sýna ýtrustu varkárni í um-
ferðinni en í skammdeginu
SLYSUM í umferdinni
hefur í raun fækkað veru-
le«a í Reykjavík í ár, en
því er þð ekki að neita að
árekstrar eru orðnir harð-
ari og slysin, sem verða,
því alvarlegri. Nú fer í
hönd sá tími, sem undan-
farin ár hefur verið hættu-
legastur í umferðinni,
skammdegið kallar á
aukna aðgæzlu og til að sú
skeflilega slysaalda, sem
reið yfir í skammdeginu
árin 1974 og 1975 endur-
taki sig ekki þurfa allir
ökumenn að halda vöku
siiini í umferðinni.
Undanfarið hefur veðr-
áttan verið hagstæð til
aksturs í Reykjavík, götur
hafa verið auðar og engin
hálka. Ur þessu má reikna
með að allra veðra geti
verið von og erfið aksturs-
skilyrði kalla á enn aukna
aðgát í umferðinni, tillits-
semi og varúð umfram allt.
Morgunblaðið ræddi í vik-
unni við Óskar Ólason,
yfirlögregluþjðn hjá Um-
ferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík. Var Óskar fyrst
spurður hvort uggur væri í
lögreglumönnum vegna
tímans sem í hönd færi.
— Því er ekki að neita að ég
ber nokkurn kvíðboga fyrir
Betri er skömm dvöl en sár kvöl.
skammdeginu, sagði Öskar.
— Undanfarin ár hafa ill tíðindi
úr umferðinni fylgt þessum árs-
tíma, einmitt þá er sérstök og
aldrei meiri ástæða fyrir öku-
menn að þeir sýni að þeir séu
færir um að fara með bifreið og
haldi vöku sinni í hvivetna. Það
er alltof algengt að fólk hugsi sem
svo, að það komi ekkert fyrir það í
umferðinni og verði hreinlega
undrandi lendi það í umferðar-
óhappi. Það er viss áhætta, sem
fylgir þvi að aka bifreið og við
verðum að hafa það í huga að á
íslandi voru um 74 þúsund bif-
reiðar skráðar um síðustu áramót,
siðan hefur fjölgun bifreiða verið
veruleg og nú er meira en einn
bíll á hverja þrjá íslendinga á
götum. Er þá allt talið með, börn,
unglingar og aðrir, sem ekki
geta né mega aka bifreið.
Umferðin er mikil og fer síellt
vaxandi, svo að það er alltaf nauð-
synlegt að sýna aðgát — og aldrei
meiri en einmitt í skammdeginu.
— Það kom fram á blaða-
mannafundi hjá Slysavarnafélagi
Islands í vikunni að 26 íslending-
ar hefðu látizt í umferðarslysum
það sem af er árinu. Hve mörg
siik slys hafa orðið í Reykjavík?
— Það sem af er þessu ári hafa
orðið 6 banaslys í umferðinni i
Reykjavík og er það heldur meira
en undanfarin ár, því miður. Hins
vegar hefur óhöppum í umferð-
inni fækkað í ár verulega frá sið-
ustú árum og er það vel. Banaslys-
um í umferðinni úti á landi hefur
hins vegar fjölgað geigvænlega
mikið á síðustu árum og virðist
fólk alls ekki taka tillit til okkar
misjöfnu vega úti á landsbyggð-
inni. Hversu oft sér maður ekki
fréttir í fjölmiðlum enda á því að
Rætt við
Óskar Óla-
son, yfir-
lögregluþjón
Umferða-
deildarinnar
í Reykjavík
óhappið hafi orðið við brýr eða
ræsi. Það eru eins og þessir hlutir
séu settir upp fyrir ökumenn svo
þeir hafi eitthvað til að skella
skuldinni á eða afsaka sig með.
Fólk hugsi hins vegar ekki um að
slíkt kallar á aukna varkárni.
Þetta er þó ekki einhlítt og við
höfum hryggileg dæmi um slys á
góðum vegum eins og á Hellis-
heiði og Keflavíkurveginum.
— Hverju þakkarðu það að um-
ferðaróhöppum hefur fækkaó í
Reykjavík með hverju árinu?
— Sektir voru hækkaðar veru-
lega á síðasta ári, önnur viðurlög
voru einnig þyngd, þá er öku-
leyfissvipting vopn, sem notað er
í meira mæli, en áður var slíkt
aðeins gert vegna ölvunar. Þetta
Eiga 108 okkar eftir að slas-
ast 1 umferðinni í Reykjavík
það sem eftir er þessa árs?
NÚ ERU tæpir þrír mán-
uðir eftir af árinu, en þaö
er sá tími, sem erfiðastur
er f umferðinni.
Ef litið er á þróunina í
október, nóvember og
desember á undanförnum
árum kemur í Ijós að 1974
slösuðust 139 f umferðinni
þessa mánuði, 1975 voru
slysin 107 og í fyrra voru
þau á þessum tíma 77.
Ef tekið er meðaltal af
þessum tölum kemur út
talan 108 og við getum því
spurt: EIGA 108 OKKAR
EFTIR AÐ SLASAST I
UMFERÐINNI I
REYKJAVÍK ÞAÐ SEM
EFTIR ER ÞESSA AR
Hér fara á eftir töflur
yfir slys í umferðinni í
Reykjavík þrjá síðustu
mánuði síðustu ára.
Umferðaróhöpp og fjöldi slasaðra þrjá síðustu mánuði ársins síðustu
þrjú árin í Reykjavík: OKTÓBER 1974 1975 1976
Slasaðir samtals 46 55 23
Slys með meiðslum 34 45 20
Barn fyrir bifreið 5 6 5
Slasaður hjólreiðamaður 5 9 1
Fuliorðnir fyrir bifreið 10 8 7
Slasaður ökumaður bifr. 10 13 6
Slasaður farþegi 16 19 4
Dauðasiys 0 2 0
NÓVEMBER 1974 1975 1976
Slasaðir samtals 66 29 27
Slys með meiðslum 50 20 22
Barn fyrir bifreið 9 3 4
Fullorðnir fyrir bifreið 10 6 8
Slasaður hjóleiðramaður 6 1 2
Slasaður ökumaður 21 10 6
Slasaður farþegi 20 9 7
Dauðaslys 0 1 0
DESEMBER 1974 1975 1976
Slasaðir samtais 27 23 27
Slys með meiðslum 20 20 23
Barn fyrir bifreið 3 1 6
Fullorðnir fyrir bifreið 7 6 4
Slasaður hjólreiðamaður 2 4 2
Siasaður ökumaðru bifreiðar 7 7 4
Slasaður farþegi 8 5 11
Dauðasiys 2 3 1
Mjög misjafnt er hversu lengi hinir slösuðu hafa þurft
að dvelja á sjúkrahúsum, en þróunin hefur verið sú í
Reykjavík undanfarið að þó slysum fækki þá verða
árekstrar harðari og slysin þá um leið alvarlegri.