Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 15

Morgunblaðið - 09.10.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 15 Skammdegið kallar á aukna aðgæzlu - Skammdegið kallar á aukna aðgæzlu Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn Umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík. Fyrsta óhappið f hægri umferð á Islandi, 26. maí 1968. I ár er fjöldi umferðarslysa svipaður og fyrstu níu mánuði þess árs, en mesti slysatíminn er eftir miðað við fyrri ár. Það kostar mik- ið að brjóta af sér í umferðinni aðeins gert vegna ölvunar. Nú er og gengið ákveðnara eftir að menn mæti hjá iögreglunni, geri grein fyrir broti sínu og greiði sektir. Það angrar mann vissulega að þurfa að sekta allt þetta fólk, sem brýtur umferðarlögin. Lögreglan er alls ekki refsiglöð, en það er eins og buddan sé það eina sem fólk er sárt um og virðir. — Aukin umferðarfræðsla í skólum er tvimælalaust mjög já- kvæð og við sjáum að slys á börn- um i umferðinni eru færri nú en áður. Hvert einasta barn á land- inu fær á þriggja ára afmæli sinu sendingu frá Umferðarráði og er þar með komið i umferðarskólann „Ungir vegfarendur“. Ég el þá von i brjósti að með aukinni fræðslu verði sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, betri vegfar- endur, en við hin eldri erum. ÞRÓUNIN í umferðinni ■ Reykja- vfk hefur undanfarið verið já- kvæð á margan hátt. Umferðar- óhöppun í Reykjavík hefur fækkað verulega, en hins vegar hefur hanaslysum í umferðinni fjölgað en ekki fækkað það sem af er þessu ári miðað við árin á undan. Þá er það skoðun Óskars Ólasonar yfirlögregluþjóns, að árekstrar verði sffellt harðari, m.a. vegna aukins hámarkshraða, og slysin þar af leiðandi alvar- legri. Kemur sfðastnefnda atriðið glögglega í ljós ef litið er á töflur yfir þróun slysa í umferðinni í Reykjavík sfðustu ár, minni hátt- ar slysum fækkar mun meira en þeim sem alvarlegri eru. Síðasti mánuður var mun betri í umferðinni en september undan- farinna ára. Voru slasaðir samtals i síðasta mánuði 21 vegna óhappa í umferðinni i Reykjavík. Sam- bærilegar tölur fyrir árin á undan voru 26 1976, 36 1975 og 46 árið 1974. Banaslys urðu 2 i síðasta mánuði í umferðinni í Reykjavík; árin 1975 og 1976, urðu engin banaslys en 1 hins vegar 1974. Fyrstu níu mánuði þessa árs gaf lögreglan skýrslur um 1959 árekstra i Reykjavík og er þessi tala mun lægri en á sama tíma tvö — Ég vil minnast á eitt atriði, sem ég tel mjög veigamikið. Það er að með útþenslu Reykjavíkur og nýjum fjölmennum hverfum vex starf lögreglunnar mikið og dreifist. Vinnutími hefur stytzt á undanförnum árum, en or- lofstiminn hins vegar lengst. Lítið hefur þó verið fjölgað í lög- reglunni og ég tel því ekki óeðli- legt að lögreglustjói hafi farið fram á 100 manna fjölgun í lög- regluliði Reykjavíkur. Ef sú aukning fengist væri hægt að sinna öryggi borgaranna og ýms- um aðkallandi verkefnum enn betur en nú er gert. — Nú hefur ökuhraði verið hækkaður nýlega á beztu götum í Reykjavík, hefur það í einhverju breytt umferðinnni og slysum e.t.v. fjölgað eftir það. — í byrjun september var öku- siðustu ár. Oft gefur Iögreglan ekk'i skýrslur um minnstu óhöpp- in og hefur svo verið undanfarin ár. Árið 1976 voru þeir 2183, en 2490 árið á undan. Ef litið er á tölur varðandi umferðarslys fyrstu 9 mánuðina í ár, þá töldust 70 lítið slasaðir og fengu að fara fljótlega heim af Slysavarðstof- unni, aðeins þremur færri, eða 67, slösuðust mikið og þurftu að dvelja lengri eða skemmri tima á sjúkrahúsum. Samtals eru þetta 137 manns, en voru 176 1976 og 255 árið 1974, sem var mikið slysaár. Arið 1975 var skipting sú að 83 töldust mikið siasaðir, en 93 lítið. Árið 1974 slösuðust 114 mik- ið, en 141 iitið. Banaslys i umferðinni urðu 4 fyrstu 9 mánuðina 1975, 5 árið á eftir og 6 árið 1977. Árið 1974 urðu þau hins vegar 7 banaslys fyrstu 9 mánuðina. Ef litið er á lögregluskýrslur um umferðaróhöpp i september í ár og undanfarin ár eru tölurnar þessar: 1974 _ 270 1975 — 319 1976 — 257 1977 — 233 hraðinn aukinn á nokkrum götum í 70 km á klukkustund og á öðrum i 50 km á klst. Ég var meðmæltur þessari breytingu, sem ég taldi eðlilega miðað við batnandi gatnakerfi og til samræmingar við reglur nágrannaþjóða okkar. Því miður hefur reynslan orðið sú að ökumenn hafi tekið það þannig að nú mættu þeir aðeins bæta við sig, aka aðeins hraðar en áður. Afleiðingin hefur siðan orðið sú, þó ekki hafi orðið merkjanlegur meiri fjöldi árekstra, en þeir hafa orðið harðari en áður og slysin þar af leiðandi enn alvarlegri. — Nú er það að sjálfsögðu þannig að hámarkshraðinn er miðaður við beztu skilyrði og það væri betur að allir ökumenn hefðu í huga 49. grein umferðar- laganna, sem ég tel vera biblíuna um hraða ökutækis hverju sinni. Þar segir m.a. að ökuhraða skuli „ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig, að aksturinn valdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfar- endur né geri þeim óþarfa tálm- anir“. — Ef þú ættir að gefa öku- mönnum eitt heilræði, hvað kem- ur þá fyrst upp í hugann? — Ökumenn ráða aðeins þvi ökutæki, sem þeir sjálfir stjórna. Það þýðir ekki fyrir þá að bolla- ieggja um hvað aðrir ökumenn hefðu átt að gera. Meinsemdin er sú að við getum ekki treyst sam-1 ferðarfólkinu, hvorki gangandi eða akandi. Þess vegna er bezt að treysta fyrst og fremst á sjálfan sig. — Það er engin tilviljun hvern- ig slys eða óhöpp verða, en brot á lögum um biðskyldu og almennan umferðarrétt hafa verið helztu or- sakir umferðarslysa árum saman. Þetta á hver einasti ökumaður að hafa hugfast þegar hann sezt und- ir stýri. Þvi ef við virðum rétt hvers annars i umferðinni verður akstur á götum og g.tnamótum öruggari en hann er í dag. Annars virðist frekja og tillitsleysi i öllu þjóðlífi okkar koma einna bezt fram í umferðinni. A.m.k. valda þessi einkenni okkar mestum sýnilegum skaða þar. I Hér á eftir birtist tafla yfir um- ferðarslys i septembermánuði síð- astliðnum og sama mánuði undan- farin ár. Allar upplýsingar í sam- antekt þessari eru fengnar hjá Umferðardeild lögreglunnar i Reykjavik. Fróðlegt er að lita aftur i tim- ann og sjá hver fjöldi slysa var í septembermánuði árið 1968. I mai það ár tók hægri umferð við og mikil umferðarfræðsla fór fram á vegum lögreglu, forystumanna I umferðarmálum og að sjálfsögðu í fjölmiðlum. SEPTEMBER 1968: Börn fyrir bifreið 2 Fullorðnir fyrir bifreið 2 UMFERÐARSLYS I SEPTEMBER Slasaðir samtals Slys með meiðslum Barn fyrir bifreið Fullorðnir fyrir bifreið Slasaður vélhjólamaður Slasaður hjólreiðamaður Slasaðir ökumenn bifreiða Slasaðir farþegar Dauðaslys SAMTALS voru 11580 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot í Reykjavik fyrstu niu mánuði árs- ins. Sektir eru mjög mismunandi, en ef þeir ökumenn, sem kærðir hafa verið, greiða allir sektir sin- ar má ætla að upphæðin nemi um 100 milljónum króna. Eru þá ekki taldar með stöðumælasektir, en þær nema milljónum króna. Al- gengustu brot önnur eru vegna rangstöðu ökutækja eða 5100, 2965 hafa verið kærðir vegna of hraðs aksturs og 886 vegna meintrar ölvunar við akstur. 1 Reykjavik voru um síðustu ára- mót skráð 29.100 ökutæki. Ökuhraðabrot eru orðin 2965 á árinu, en lágmarkssekt fyrir slik brot er krónur 8.000. Ef um mjög gróft brot er að ræða er sektin hærri og sömuleiðis ef um itrek- Hjólreiðamaður fyrir bifreið 10 Slasaðir ökumenn 6 Slasaðir farþegar 5 Dauðaslys 0 Slasaðir samtals í september 1968 voru því 25, en lögreglu- skýrslur um fjölda árekstra í um- ferðinni í mánuðinum voru 232. 1 september í ár skráði lögreglan í Reykjavik nær sama fjölda árekstra i umferðinni, eða 233. Um síðustu mánaðamót höfðu 1959 árekstrar orðið í umferðinni í Reykjavik á þessu ári miðað við lögresluskýrslur. Fyrstu níu mán- uði 1968 skráði lögreglan hins vegar 1846 árekstra. 1974 1975 1976 1977 46 36 26 21 37 31 35 19 6 3 4 4 6 10 4 5 6 2 4 1 2 1 2 0 13 12 6 6 13 8 6 5 1 0 0 2 un er að ræða. Ef reiknað er með að allir þeir sem fá sekt vegna ökuhraða fái lágmarkssekt, nema heildarsektir vegna þessa brots 23,7 milljónum króna. 525 bifreiðar hafa verið teknar úr umferð í Reykjavik i ár og lágmarkssekt vegna þess brots er krónur 5 þúsund. Samtals sektir vegna þessa brots eru því a.m.k. 2,6 milljónir kröna. 242 ökumenn hafa verið teknir réttindalausir við akstur. Lág- markssekt ef ökumaður létts bif- hjóls er tekinn réttindaiaus er krónur 3.500, en 6.500 hjá rétt- indalausum bilstjóra. Má þannig ætla að alls séu sektir vegna þess- arra brota í ár, 1,4 milljónir. 174 hafa verið kærðir fyrir að fara yfir á rauðu ljósi i Reykjavik í ár. Lágmarkssekt fyrir slíkt brot er yfirleitt 15 þúsund krónur og heildarupphæðin er því a.m.k. 2,6 milljónir króna. í Reykjavik hafa 780 manns verið teknir vegna gruns um ölv- un við akstur, en 106 á vegum embættisins i Reykjavik úti á landi. Samtals eru þetta 886 manns og er lágmarkssekt vegna ölvunar við akstur 30 þúsund krónur. Heildarupphæðin verður þvi ekki undir 26,5 milljónum króna. Alls voru 1959 árekstrar skráðir af lögreglunni i Reykjavik fyrstu níu mánuði ársins. Eru sektir vegna árekstra frá 9.000 upp i 15.000 krónur og er ekki fjarri lagi að áætla sektarupphæðin:. vegna árekstra 30 milljónir króna. Margir ökumenn, eða 1216, hafa verið kærðir fyrir önnur brot en að framan greinir og eru sektir vegna þeirra brota frá 1 þúsund upp í 10 þúsund krónur. Mætti áætla sektir vegna þessara liða 7,5 milljónir króna. Loks eru siðan þeir ökumenn, sem sektaður hafa verið vegna þess að þeir hafa lagt bifreiðum sínum ólöglega, fengið bláan miða á framrúðuna. Eru þeir orðnir 5100 i ár og er sekt vegna þessa 3 þúsund krónur eða samanlagt 15,3 milljónir króna. Eins og áður sagði eru óteljandi stöðumæla- sektir ekki með í þessu dæmi, en án þeirra er hægt að áætla að sektir, sem borgarar í Reykjavík þurfa að greiða vegna brota i um- ferðinni fyrstu níu mánuði ársins, séu um 103 milljónir króna og er þá yfirleitt reiknað með lág- markssektum. Jákvæð þróun í umferðinni í Reykiavík undanfarin ár Samantekt: Ágúst I. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.