Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977
23
Mennsk rödd
í auðninni
Louis Simpson hefur ort ljóð
sem nefnist Bandarískur skáld-
skapur og gæti það verið eins
konar stefnuskrá þeirra skálda
sem mest hafa lagt af mörkum
til þróunar bandarískrar ljóð-
listar:
Hvað sem hann er, verður hann
að hafa
maga til að melta
togleður, kol, úranfum, tungl, Ijóð.
Eins og hákarlinn er hann með skó
inni f sér.
Hann verður að synda margar mflur
gegnum auðnina
og gefa frá sér öskur, allt að þvf
mennsk.
Gagnrýnandinn M.L. Rosent-
hal sagði í frægri grein um
'bandariska ljóðlist að i ljóði i
Simpsons kæmi senn fram mis-
kunnarlaus afstaða og fyndni.
Simpson sér framundan nýjan
og skelfilegan heim þar sem hið
mannlega er á undanhaldi.
Mörg bandarísk skáld yrkja
eins og maðurinn hafi beðið
ósigur, reyni að synda gegnum
auðnina.
Þannig er týlkun Rosenthals
á ljóði Simpsons.
En ef við gefum lokalínunni
gaum, hinu mennska öskri sem
Simpson yrkir um, getum við
fallist á að með því sé skáld-
skapnum ætlað veigamikið
hlutverk. Þegar ég velti fyrir
mér þessari linu tengi ég hana
ósjálfrátt skáldskap Roberts
Lowells sem lést fyrir skömmu.
Ég skal fúslega játa að mörg
bandarísk nútimaskáld hafa
verið mér hugstæðari en Ro-
bert Lowell. Ég nefni fáein
nöfn: Robert Bly, Robert
Creeley, Allen Ginsberg, Frank
O’Hare, Louis Simpson og Jam-
es Wright. Bandarísk nútíma-
ljóðlist er óvenju auðug. En því
ber ekki að neita að i skáldskap
Roberts Lowells átti sér stað
sífellt endurnýjun, erindi hans
til lesandans varð æ brýnni eft-
ir því sem á ævi hans leið.
Ég held að flestir geti verið
sammála um að merkasta verk
Roberts Lowells sé Life Studies
(1959). I þessari bók snýr hann
baki við akademiskum og hefð-
bundnum skáldskap að dæmi
Williams Carlos Williams. J_Jfe
Studies eru endurminningar
skáldsins í frjálsu Ijóðaformi,
oft á mörkum ljóðs og prósa.
Hann yrkir um foreldra sina og
ættingja á persónulegan hátt.
ROBERT LOWELL
T^.nnarsso^.
Mntan lslandf
ÍflfallL^o^teinSr
urlöndum, Sjálfstæðisflokkurinn
er miklu víðsýnni og frjálslyndari
flokkur en hægri flokkarnir á
Norðurlöndum eru yfirleitt og
hann nær til miklu fleira fólks en
hægri flokkarnir á Norðurlönd-
um. Astæðan er auðvitað sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð
til allra stétta í borgaralegu Is-
lenzku þjóðlífi, en það hafa hægri
flokkarnir á Norðurlöndum yfir-
leitt ekki getað svo þröngir sem
þeir hafa verið oft og einatt. Ekki
verður farið út í það hér að lýsa
mismuni á hægri flokkum á
Norðurlöndum og annars staðar
og Sjálfstæðisflokknum, en ein-
ungis látið nægja að minna unga
sjálfstæðismenn á þessa stað-
reynd og jafnframt það, að brezki
Ihaldsflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn eru t.a.m. ólíkir flokk-
ar á margan hátt og er ástæðan
auðvitað sú, að þjóðfélagslegar
forsendur eru allt aðrar í Bret-
landi en hér á landi. Það er i raun
og veru ekki gæfa Sjálfstæðis-
flokksins, hver hefur orðið þróun
hans, heldur íslenzku þjóðarinn-
ar, sem á því láni að fagna að geta
stutt stóran, víðsýnan borgaraleg-
an flokk, sem er laus við þau
tengsl við þröngsýnar eiginhags-
munaklikur, sem íhaldsflokkar
ánetjast oft og einatt, eins og
kunnugt er. Við þurfum ekki að
fá neinn formann Samtaka ungra
hægrimanna á Norðurlöndum til
að fagna lýðræðislegri þróun á
Spáni eða segja okkur að lýðræðið
sé bezt tryggt hér á landi með þvi
að Sjálfstæðisflokkurinn haldi
um stjórnvölinn, þetta vita Is-
lendingar miklu betur en nokkur
útlendingur. Þessi leiðtogi
sænskra ungmoderata er fulltrúi
/lokks, sem er sér-sænskt fyrir-
brigði og við skulum fara varlega
i innflutningi á stjórnmálaskoð-
unum með allri virðingu fyrir
sænskum moderötum. En sjálf-
stæðismenn ættu að muna, að
Ólafur Thors varaði þá við að
hafa sérstök samskipti t.a.m. við
konservativa í Danmörku — þeir
ættu ekkert erindi við þá. Sjálf-
stæðisflokkurinn á rætur I lýð-
ræðislegri hefð Islendinga, og er
ávöxtur þessarar hefðar. Hann
hefur verið opinn fyrir margvís-
íminningu Roberts LoweUs
Svo opinskár er Lowell í þess-
um ljóðum að þau voru að ýmsu
leyti nýjung í bandarískum
skáldskap og er þá vert að hafa
í huga að bandarisk skáld eiga
sér fáa jafningja í játnngum.
Meðal þeirra skálda sem Life
Studies hafði mikið gildi fyrir
var Sylvia Plath, skáldkona
sem varð eins konar popp-
stjarna í ljóðlist eftir að hún
framdi sjálfsmorð 1963.
Ljóðin í Life Studies eru flest
i breiðum stil. Lowell hefur
yndi af að lýsa ýmsum smáatr-
iðum i lifi fólks. Siðir þess, ekki
síst sérviska, varpa ljósi á heila
mannsævi, afdráttarlaus hrein-
skilni skáldsins kemur þvi til
leiðar að við þykjumst þekkja
þetta fólk vel eftir lestur ljóð-
Bókmenntlr
%
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
anna. Það er einkum faðirinn
sem við kynnumst náið. Dauða
hans er lýst með hversdagslegu
orðfæri. Hvergi í bókinni er
reynt að slá á strengi sem
kenna má við hátíðleik. 1 ljóð-
inu Sailing Home from Rapollo
er sagt frá ferð skáldsins frá
Italíu með lik móður sinnar:
While the passengers were tanning
on the Mediterranean in deck chairs,
our family cemetery in Hunharton
lay under the White Mountains
in the sub-zero weather.
Eitt af stystu ljóðunum í Life
Studies er For Sale. Það er
hnitmiðuð örlagasaga, einfalt,
sterkt:
Poor sheepish plaything,
organized with prodigal animosity,
lived in just a year —
my Father’s cottage at Beverly Farms
was on the market the month he died.
Empty. open, intimate,
its town-house furniture
had an on tiptoe air
of waiting for the mover
on the heels of the undertaker.
Ready. afraid
of living alone till eighty,
Mother mooned in a window.
as if she had stayed on a train
one stop past her destinatíon.
Framhald á bls. 32.
legum utanaðkomandi áhrifum og
gæfa hans er ekki sizt sú, að hann
hefur tileinkað ser viðhorf frjáls-
lyndra flokka (enda sprottinn úr
Frjálslynda flokknum) og hug-
sjónum forystumanna frjáls-
hyggjunnar, sem létu sér jafn
annt um velferð einstaklingsins
og þess þjóðfélags, sem hann lifir
í. Hægri flokkar erlendis hafa,
a.m.k. oft og einatt, átt erfitt með
að tileinka sér velferóarhugtakið
í ofurkappi sínu að vernda hags-
muni þeirra, sem frekastir eru til
fjörsins. Nú er þetta þó eitthvað
að breytast og gæti sú þróun orðið
stjórnmálabaráttu á Norðurlönd-
um til mikilla heilla. Kosningar i
Noregi benda t.a.m. mjög í þá átt
að hægri menn þar í landi séu
farnir að þekkja sinn vitjunar-
tima.
Menntastefna
Ungir sjálfstæðismenn hafa oft
sýnt meiri áhuga en eldri flokks-
bræður þeirra á lista- og mennta-
málum, góðu heilli. Æskan veit, í
hverju verðmæti eru fólgin. Hún
vill stinga við fótum og staldra við
i lífsgæðakapphlaupinu, og þá
hverfur hugurinn þangað þar sem
mölur og ryð eru ekki alls ráð-
andi. I vor efndu ungir sjálf-
stæðismenn til merkrar listkynn-
ingar í Sjálfstæðishúsinu i
Reykjavík, þar sem þeir fengu
ágæta lista- og menntamenn til að
fjalla um listir og menningu í
þjóðfélaginu og varð ráðstefna
þessi varða á þeirri leið, sem ungt
lýðræóissinnað fólk vill fara. Þá
hafa ungir sjálfstæðismenn gefið
út nýjan Stefni, sem fjallar um
menntunarmál, eins og getið var
um í síðasta Reykjavikurbréfi, og
eru I honum margar og merkar
greinar, sem almenningur ætti að
kynna sér. Það er ástæða til að
fagna þessu framtaki. Morgun-
blaðið vill nú minna sérstaklega á
grein Kristjáns J. Gunnarssonar,
fræðslustjóra í Reykjavik, sem
hann nefnir Hugleiðingar um
menntastefnu. Þar segir fræóslu-
stjóri m.a.: „Ymsum stjórnmála-
mönnum, sem halda að til stjórn-
mála teljist varla annað en efna-
hagsmál, kynni að koma sú kenn-
ing undarlega fyrir sjónir, að
menntamál séu í eðli sínu einhver
„pólitískasti málaflokkurinn”
sem til meðferðar er innan lýð-
ræðisþjóðfélags. Það ætti þó að
liggja í augum uppi, að svo er.
Með menntastefnu er beint og
óbeint tekin afstaða til margra
grundvallarþátta almennrar
stjórnmálalegrar stefnumótunar,,
sem um er deilt meðal lýðræðis-
þjóða. Og menntastefnan ber þess
oftast merki að vera aó meira eða
minna leyti málamiðlun milli
ólikra sjónarmiða, jafnt hug-
myndafræðilegs og stjórnsýslu-
Jegs eðlis.. . *
... með því að mennta þegn-
anna tekur hvert ríkjandi þjóð-
skipulag þá áhættu, að þeir kunni
að snúast gegn þvi, er það stendur
höllum fæti gagnvart öðru skipu-
lagi, sem nemendur kynnast og
kynnu að telja betra. Með sumum
þjóðum er óttinn i þessum efnum
svo mikill, að stjórnvöld hafa
hindrað, að þær geti t.d. átt að-
gang að erlendum blöðum og út-
varpi. Hjá þjóðum, sem búa við
slíkt stjórnarfar, er menntakerfið
þjóðnýtt í þágu ríkjandi þjóð-
skipulags og þvi beitt til innræt-
ingar á hinni einu viðurkenndu
skoðun, en ekki til upplýsingar
um aðrar skoðanir. Hver er staða
islenzka skólans í þessu efni? Sú
sama að ég held og yfirleitt gerist.
i löndum hins vestræna lýðræðis-
skipulags, þ.e.a.s. „kerfið" er
bæði ihaldssamt og frjálslegt, þó
að það kunni að hljóma sem þver-
sögn. Ihaldssamt að þvi leyti að
auðvitað leitast skólinn við að ala
fólk upp og mennta til að þjóna og
falla inn í ríkjandi samfélag. Slík
stefna felst beint og óbeint i
skipulagningu skólans og við
framkvæmum hana vitandi vits,
en einnig stundum án þess að
okkur sé það sjálfum Ijóst. Frjáls-
lynt er islenzka menntakerfið að
þvi leyti að löggjöfin gerir beinlín-
is ráð fyrir að aukið sé viðsýni
nemendanna með þvi að kynna
sem flest sjónarmið og þar af leið-
andi, að innræting eigi sér ekki
stað í þá veru að eitt viðhorf sé
öðru réttara, hvað þá að það sé
allur sannleikurinn.
Framkvæmd þessarar stefnu
leggur mikla ábyrgð á hendur
kennara og gerir til þeirra kröfur
um, að þeirra eigin skoðanir og
sannfæring verói ekki svo rikj-
andi, að það hindri að um aðrar
skoðanir sé fjallað af óhlutdrægni
og þeim gert jafnhátt undir höfði
i kennslunni..
Innræting
eða fræðsla
Þannig farast fræðslumála-
stjóra orð. Morgunblaðið vill
vekja sérstaka athygli á ummæl-
um hans, ekki sizt vegna þess, að
hér i blaðinu hafa farið fram
miklar og víðtækar umræður um
mennta- og skólamál, þar sem
sýnzt hefur sitt hverjum. Stund-
um hafa birzt greinar hér í blaó-
inu frá öfgamönnum, sem telja að
ekkert sé sjálfsagóara en að nota
kennslustundirnar til að innræta
nemendum eigin skoðanir í stað
þess að auka víðsýni nemendanna
með því að kynna sem flest sjón-
armið — en þvi hefur einmitt
verið haldið fram af hálfu
Morgunblaðsins, að hér sé um
tvær stefnur að ræða og sé ekki
unnt að samræma þær. Blaðið
hefur því gagnrýnt harðlega þá
tilhneigingu, sem borið hefur á,
að sumir kennarar viróast ekki
hafa getað greint á milli þess að
auka nemendum sínum víðsýni og
innræta þeim eigin skoóanir, sem
oft eiga rætur i prédikunum eóa
kenningum þeirra öfgamanna,
sem bera ábyrgð á mestu af því
ófrelsi og mannúðarleysi, sem
einkðnnir svo mjög okkar tima.
Það er vonandi að kennarar
íhugi grein Kristjáns J. Gunnars-
sonar og slái skjaldborg um þann
kjarna þessara umræóna, að eitt
sé að auka mönnum víósýni, en
annað að innræta þeim skoðanir
eða kenningar, sem hafa beðið
skipbrot i veruleikanum.