Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER
AUGLÝStNG
... Með pilsi til
að fá konur til
að vera konur...
— segir Guðlaugur í Kamabæ
Sem kunnugt er eru tvær mikl-
ar sýningar afstaðnar í Reykjavík.
Eitt þeirra fyrirtækja sem tók
þátt í þessum sýningum var
Karnabær h.f. Við spurðum
Guðlaug Bergmann, annan for-
stjóra Karnabæjar, hvaða
árangur fyrirtækið hefði haft af
þessum sýningum.
— Ég tel að árangurinn hafi
orðið með afbrigðum góður,
miklu betri en ég bjóst við
sjálfur, enda ekki á hverjum degi
sem maður getur náð til 138
þúsund fbúa af 220 þúsund
manna þjóð. Við lögðum höfuð-
áherzlu á hljómtækjadeild okkar
og framleiðsluvörur. Við tókum
strax eftir því að Sharp-
litasjónvörpin nutu geysilegrar
eftirtektar. Þessi tæki eru með
allra beztu tækninýjungum sem
völ er á hvað snertir myndlamp-
ann en hann skiptir mestu máli.
PIONEER A
TÍZKUSÝNINGUNNI.
Þar sem við höfum verið að
selja Pioneer- hljómtæki nokkuð
lengi þá urðum við mest hissa á,
hversu gífurlega eftirtekt þau
höfðu vakið, þegar sýningin fór
að haf a áhrif á söluna, en það
þakka ég m.a. því að tækin voru
notuð á tizkusýningum sýning-
anna, og hafði fólk orð á hvað
hljómburður væri góður. Raunar
höfðu þeir hjá Iðnkynningu ekki
ætlað sér að nota Pioneer-
hljómtæki, en kl. tvö aðfararnótt
föstudagsins, daginn sem Iðn-
kynningin átti að hefjast, var
hringt í okkur og við beðnir um
að bjarga þessum málum þar sem
tækin sem átti að nota væru
algerlega ófullnægjandi.
Þið voruð með fleira en Sharp-
litsjónvörp og Pioneer-hljómtæki
á sýningunum.
SÓLAR RAFHLÖÐU
TÖLVUR
— Sharp er geysistórt fýrirtæki
og línan sem þeir bjóða upp á er
mjög breið. Við höfum ákveðið að
kynna mjög gaumgæfilega hverja
vörutegund sem við tökum á
markaðinn, og nú þegar höfum
við náð umtalsverðum árangri í
sölu á sambyggðum Sharp-
stereohljómtækjum sem eru mjög
ódýr en fyrsta flokks. Þá höfum
við náð mikilli sölu í tölvum af
alls konar gerðum og mætti geta
þess, að Sharp hafa náð lengst í
tölvugerð í heiminum og eru m.a.
komnir með á markaðinn tölvu
sem fær orku af sólarrafhlöðum
og eru þvi eilífðartæki. Einnig
höfum við náð góðri sölu í raf-
eindabúðakössum, reiknivélum
svo og í örbylgju- bökunar- og
steikarofnum. Það sem framund-
an er hjá Sharp eru isskápar og
frystikistur, breiðari lína i hljóm-
tækjum, viftur, hárrúllur, hár-
þurrkur og margt fleira.
frAbær
„PICKUP“
I básunum voru einnig aug-
lýsingaspjöld yfir grammófón-
nálar?
Þessar nálar eru frá fyrirtæki
Isem heitir Ortofon og sérhæfa
þeir sig i gerð grammófónnála
,(pickup) en eins og allir vita
skiptir nálín ekki hvað sist máli.
Eg hef lesið í erlendum tæknirit-
Um um hljómtæki, að Ortofon eru
taldir þeir albeztu á þessu sviði.
HÖNNUÐURA
HEIMSMÆLIKVARÐA
Þið kynntuð einnig ykkar eigin
framleiðsluvörur á Iðnkynning-
unni?
Við höfum rekið eigin sauma-
stofu frá 1969 og hefur Colin
Porter stjórnað henni. Við erum
mjög stoltir af þessari saumastofu
okkar þar sem okkur hefur tekist
að gera hana há-tækniþróaða, og
segja okkur sænskir tækni-
fræðingar sem hingað koma
tvisvar á ári og fylgjast með öllum
tækninýjungum að framleiðnin
hjá okkur sé með því bezta á
öllum Norðurlöndunum. Þáttur
Colins Porters í samvinnu við
okkur sem kaupum inn tízku-
vörur fyrir Karnabæ er einstak-
ur. Við fullyrðum að ekki
einungis hvað viðkemur fyrsta
flokks framleiðslu heldur einnig
hvað viðkemur tízku í sniði og
efnum, erum við með það allra
nýjasta sem er að gerast í hinum
harðsoðna samkeppnisheimi vest-
rænnar tízku.
„SAMKYNJA“ FÖT.
Þið virtust vera með talsvert af
kvenfötum í básum ykkar?
Kvenfólk, eins og allir vita,
hefur heimtað jafnrétti á við karl-
menn og hefur því allur fatnaður
meira og minna orðið „sam-
kynja“. Nú er það hátízka í dag
frá hinni tízkuþróuðu París að
konur ganga I herrafatasniðnum
fötum. En eðlilega bjóðum við
konum líka upp á föt með pilsi til
þess að reyna að fá konur til þess
að vera konur.
BANDIDÓ
SPORTFATNAÐUR
Það vakti athygli á tízkusýning-
um Iðnkynningarinnar að þið vor-
uð þar með dansatriði.
Já, við fengum Heiðar Ástvalds-
son til að útbúa dans fyrir okkur
við gamla „beat“-lagið Tequila og
síðan létum við stytta lagið inn i
Hljóðrita og létum setja orðið
Bandido í stað Tequila, en
Bandido er nýja vörumerkið okk-
ar á sportfatnaði sem við erum
nýkomnir með og hefur þegar náð
geysilegum vinsældum. Við fram-
leiðum þessar buxur sjáifir og
ætlum að vera með allar nýjungar
í sniðum og efnum sem eru á
heimsmarkaðnum hverju sinni.
Þetta er því alíslenzk framleiðsla.
Hún er ekkert í líkingu við Lee-
Cooper, því eftir því sem ég bezt
veit þá fá Lee-Cooper buxur slnar
sniðnar til landsins ásamt tvinna,
rennilás og öllu tilheyrandi, og er
því aðeins um að ræða samsetn-
ingu hér. Mér finnst orka tvímæl-
is að kalla slfkt íslenzka fram-
leiðslu.
GRÓÐI
Að lokum Guðlaugur, hvernig
finnst þér að stunda verzlun og
viðskipti á Islandi?
— Ég þekki ekkert annað. En
ef bera á saman við kollega okkar
erlendis, sem ég hef kynnst náið
af tíðum ferðum mfnum undan-
farin 10 ár, virðist aðalmunurinn
liggja f þvf að hjá þeim er sjálf-
sagðast að græða, en hér er gróði
bannorð. Mér þótti forvitnilegt að
lesa f leiðara Tímans um daginn
vangaveltur um gróða þar sem
leiðarahöfundur (ÞÞ) telur að Is-
lendingar verði að breyta hugsun
sinni gagnvart gróða þannig að sá
sem græðir sé ekki talinn allt að
því glæpamaður heldur skyldi
undirstaða alls efnahagslífs þjóð-
félagsins byggð á gróða. Mín skoð-
un er sú, að stór hluti af vandræð-
um fslenzks efnahagslffs byggist
einmitt á þessari hugsunarvillu.
T.d. eru ríkisstarfsmenn núna að
fara í verkfall og vilja fá meira
kaup. Ég held að allir séu sam-
mála um að allflest rfkisfyrirtæki
séu illa rekin og hafi of margt
fólk í vinnu. Ef þessi fyrirtæki
væru betur rekin og þar af leið-
andi með færra fólk þá væri hægt
að borga hverjum einstökum sem
eftir væri mun betra kaup. Og
þetta á svo sem einnig við um hin
úreltu einokunarfyrirtæki sem
eru að tröllríða þjóðinni i skjóli
spillts pólitísks embættisvalds.
TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá sKiptlborðl 28155