Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 29 Félagssamtök og áfengismál BETRA ER HEILT EN VEL GRÓIÐ Þessa dagana er unnið að myndun samtaka áhugamanna um áfengismál: S.Á.Á. Þau samlök œtla sér fyrst ogfremst að koma upp og reka hjálparstöðvar fyrir ofdrykkjufólk. Ætlast er til að allir þeir sem i alvöru vilja afturhvarf slíkra til eðlilegs lifs geti verið aðilar þessara samtaka. Um þetta er gott eitt að segja. Þörfin fyrir slíka hjálp er geysileg. Og við skulum vona að það sé almennur vilji og áhugi til þessara liknarstarfa en litið um marklausa hrœsni þar sem um slíkt er talað. Hitt er annað mál að þegar drepsóttir geisa hefur það jafnan þótt sjálfsagður hlutur að reyna að hindra útbreiðslu þeirra jafnframt þvi að sjúkum er hjúkrað og reynt að lækna þá. Betra er heilt en vel gróið. Það urðu þáttaskil i baráttunni við barnsfararsóttina þegar Semmelweis hafði sannað að læknarnir sjálfir báru hana frá einni konu til annarrar, en fyrr ekki. Þá fyrst urðu þáttaskilin. Þangað til var viðleitnin vonlaus. Florence Nightingale varð heimsfræg vegna liknarstarfa sinna i Krimstriðinu. Henry Dunant varð heimsfrægur sem stofnandi Rauða krossins. Hugsjónir slikra eru alltaf i fullu gildi. En draumur mannkynsins er samt sem áður sá að styrjaldir hverfi úr sögu þess. 1 áfengismálunum verður ekki fullur sigur unninn fyrr en áfengis- bölinu er útrýmt. Það er ekki vanmat : líknarstofnunum og lækningahœlum þó að við höldum i þann draum og reynum að láta hann rætast. Þvískyldum við sætta okkur við annað en stefna að fullum sigri? Reynum að hrifa sem flesta frá hörmungum þeirrar drepsóttar sem hér er um að ræða en reynum eins og engu siður að stöðva drepsóttina sjálfa. HA LLDÓR KRISTJÁ NSSON Vetrardvöl í sólarlönd- um fyrir eftirlaunafólk FERÐASKRIFSTOFAN Sunna ' hefur tekið upp þá nýbreytni að gefa eftirlaunafólki kost á dvöl í sólarlöndum á þeim tfma sem hinn almenni ferðamannastraum- ur er ekki f hámarki. Hafa hópar þegar dvalizt erlendis á vegum Sunnu og er nú staddur á Mallorka hópur fólks úr Kópavogi og er fólkið flest á eftirlaunum. Hinn 16. október n.k. verður efnt til tveggja mánaða dvalar á Mallorka og í frétt frá Sunnu segir að eftirlaun og atvinnu- bætur frá Tryggingastofnuninni nægi fyrir dvölinni. Kostar hún 98.000 krónur en 129.000 ef dvalizt er á hóteli og fullt fæði keypt. Sérstakir fararstjórar verða í ferð þessari og verður efnt til skemmti- og skoðunarferða og á hótelinu sem flestir búa eru spila- stofur, leikherbergi, fundarher- bergi og kvikmyndasalur. Verður þar efnt til sérstakra kvikmynda- sýninga svo og skemmtikvölda og spilakvölda. Þá hefur Sunna ráðið Magnús Ágústsson fyrrverandi héraðslækni, til að dvelja á Mallorka þessa tvo mánuði og mun hann hafa fasta viðtalstíma fyrir gesti Sunnu og fylgjast með heilsufari þeirra. Sem fyrr segir kostar tveggja mánaða ferð með flugferðum, fæði og hótelgistingu 129 þúsund krónur og hægt verður að gefa nokkrum kost á dvöl í íbúðum, fólki er vill sjá um sig sjálft og kostar ferðin þá 98 þúsund krónur, en alls komast í ferðina 100 manns. harmonikuhurðiri leysir Er þetta hægt MATTHÍAS... Lindargötu 25 - símar 13743 • 15833 Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur heldur opið mót í badminton hinn 1 6. okt. kl. 2 síðdegis i íþróttahúsi T.B.R., keppt verður í einliðaleik og auka- flokki (fyrir þá, sem tapa fyrsta leik) karla og kvenna. Tekið verður á móti þátttökutilkynningum í íþróttahúsi T.B.R. við Gnoðarvog. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 12. þ.m. Tónleikar í Háteigskirkju sunnudaginn 9. október kl. 5. Á efnisskrá eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson (Lofsöngur — 1977) og Mendelsohn. Flytjendur: Elín Sigurvinsdóttir, Sigurður Björnsson, Guðfinna D. Ólafsdóttir, Rut Magnússon, Halldór Vilhelmsson. Kirkjukór Háteigskirkju og félagar úr Sinfóniuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriksson. Byggingavöru- verzlun í fullum gangi til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Sérlega góð erlend vöruumboð. Ársvelta ca: 50 millj. Einnig kæmi til greina að selja aðeins hluta í fyrirtækinu. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Bygg- ingavörur — 41 40". Kópavoiskadpsteður □ Starfsmaður óskast á bæjarskrifstofuna í Kópavogi. Umsóknir sendist undirrituðum á eyðublöðum, sem þar fást, fyrir 15. þ.m. Hálfs dags starf kemur til greina. Bæjarritari. ZTíp, hinna S>Ivia JóhamiMlóllir la*ró fiá i:aslr«nmÍNk ItisltUK. Kobt'nhatn DaKÖjöii Imsland la*ró fi á !)<*« Ciamlt* B> Arhus Björii Axclsson, v f I rmal rt'ióslu ni aðu r Einnig bendum við á okkar glæsilegu húsakynni sem yður standa til boða til hvers konar mannfagnaðar SÍMAR: 23333 - 23335 ki. i-4 dagiega j EINN GLÆSIL EGASTI SKEMMTISTAÐUR EVRÓPU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.