Morgunblaðið - 09.10.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Grjótaþorp
Brattagata 3A
1904 Helgi Zoéga kaupmaður
1940 Geirþrúður Zoéga ekkja
1943 Silli & Valdi exgendur
Lóðin var óbyggð þar til Helgi Zoéga kaupmaður sem
þá var eigandi hússins Aðalstræti 10 lét reisa þar
hús 1904. Geymsluhús fyrir sunnan var byggt á sama
tima og var þar fjós, hesthús, heygeymslur og salerni.
Húsið er járnvarið timburhús, 2 hæðir, kjallari og
ris. íbuðir eru á báðum hæðum, þurrkloft í risi en
geymslur í kjallara. Húsið er áfast húsinu nr. 3 B,
sem er ekki venja þegar um timburhús er að ræða.
Litlar útlitsbreytingar virðast hafa verið gerðar,
gluggar og hurðir eru óbreytt, kvistir eru þó til-
komnir síðar. Grasblettur er fyrir austan húsið,
fyrir framan var áður girðing sem er horfin og er þar
nú bifreiðastæði.
Húsið er ómissandi þáttur í þeirri götumynd sem er
ein sú heillegasta í hverfinu. Pað er svipmikið og
gott dæmi um reisulegt timburhús frá aldamótunum.
Æskilegt væri að lóðin yrði ræktuð og girt með rimla-
girðingu.
Könnun á sögu og ástandi hús-
anna í Grjótaþorpi, sem unnin
hefur verið undir stjórn Nönnu
Hermannsson, borgarminjavaró-
ar, er lokið, og hefur verið lögð
fyrir borgarstjórn i itarlegri og
mjög vandaðri skýrslu með upp-
dráttum og myndum. Er þar rakin
saga þessarar fyrstu byggðar i
Reykjavik, og gerð grein fyrir
hverju húsi Grjótaþorps, sögu
þess, byggingarstíl, ástandi og
gildi þess í umhverfinu og vegna
þess sjálfs. Er ætlunin að leggja
þessa skýrslu fram sem undir-
stöðu við ákvarðanatöku um
skipulag á þessum stað og afdrif
húsanna og hefur henni verið vís-
að til skipulagsnefndar.
Könnunin hefur staðið yfir
undanfarin tvö ár. Þegar um-
hverfismálaráð Reykjavikur fékk
deiliskipulagstillögur arkitekt-
anna Guðmundar Kr. Guðmunds-
sonar og Óiafs Sigurðssonar tii
umsagnar fól það á fundi sínum
12. nóvember 1975 borgarminja-
verði að gera „úttekt á byggingar-
sögulegu gildi húsanna og ástandi
þeirra, auk þeirrar sögulegu
könnunar, sem þegar var byrjað
á“ að því er segir í skýrslunni.
Hófst þá gagnsöfnun en verkið
varð umfangsmeira en upphaf-
lega hafði verið gert ráð fyrir og
tók lengrí tíma. Að könnuninni
unnu Júlíana Gottskálksdóttir
fil.cand., safnvörður í Arbæ, og
Nanna Hermannsson borgar-
minjavörður. En að mælingum og
fl. unnu arkitektarnir Hjörleifur
Stefánsson og Stefán örn Stefáns-
son og svo Grétar Markússon og
Pétur Ottósson.
0 Hjálegan Grjóti
Þar sem fjallað er um sögu
Grjótaþorps seg ir m.a. um hjá-
leiguna Grjóti: Grjóti hét ein af
hjáleigum Reykjavíkur eða
Víkur, eins og bærinn er nefndur.
í jarðabók Árna Magnússonar
1703 er jörðum lýst og sagt er frá
gjöidum og sköttum. Þá var lög-
býlið Vik orðið konungseign og
hjáleigurnar átta: Landakot,
Götuhús, Grjóti, Melshús, ein
nafnlaus (síðar Suðurbær),
Stöðlakot, Skálakot og Hólakot.
Arió 1751 lagði Skúli Magnússon
landfógeti fram ýmsar tillögur til
að bæta og efla hag þjóðarinnar í
verklegum efnum, um landbúnað
með innlendum ullariðnaði og
sjávarútveg með því að fá hingað
fiskiduggur. Undir forustu hans
var stofnað hlutafélag og sótti
Skúli um að fá jarðirnar Reykja-
vík, Örfirisey og Hvaleyri fyrir
iðnaðarstofnanir, sem almennt
voru kallaðar innréttingarnar.
Ríkið veitti stuðning og byrjað
var að reisa hús fyrir verk-
smiðjurnar í Reykjavík 1752. Þá
var bóndabýli þar og bæjarhúsin
uróu sum hver að þoka fyrir nýj-
um timburbyggingum. Kirkja
með kirkjugarði var þar sem nú
er garður á horni Kirkjustrætis
og Aðalstrætis og líklegt að sjáv-
argata að lendíngunni hafi legið
þar sem nú er Aðalstræti. Húsin í
Grjóta voru efst í brekkunni fyrir
vestan bæjarhúsin.
Síðar i kaflanum er rætt um
götur. Þar segir ma: „Fyrsta
reglulega gatan í Reykjavík var
kölluð „Hovedgaden". Um tíma
(1820—1845) nefndist hún
„Klubgaden" eftir félagi sem hélt
samkomur sínar við suðurenda
hennar. Árið 1848 var ákveðið að
gefa götum nöfn formlega og
jafnframt tölusetja hús og var þá
heitið Aðalstræti staðfest. Götu-
nöfn voru samt á reiki og seinna
voru húsin tölusett að nýju. Eðli-
legt má telja að þvergötur hafi
snemma myndazt vestur úr Aðal-
stræti, leiðir lágu út í Hólminn, að
Götuhúsum, Landakoti og út á
Seltjarnarnes. ,JEr siðan gerð
grein fyrir því hvernig nýjar göt-
ur urðu til, sem eru þær hinar
sömu sem enn eru í Grjótaþorpi,
gatan úr Aðalstræti að Hákotslóð
frá 1856, sem seinna hlaut nafnið
Fishersund, Grjótagatan sem
virðist hafa verið leiðin út á Sel-
tjarnarnes, sjávargata Grjðta-
manna um Miðstræti o.s.frv. Sést
strax að þarna er upphaf Reykja-
víkurborgar enn.
Margar hugmyndir hafa komið
fram í skipulagstillögum um ger-
breytingar á Grjótaþorpi. Segir i
skýrslunni: Hugmyndir um breyt-
ingu á svæóinu hafa verið allt frá
1927 án þess að komast i fram-
kvæmd. Þess vegna hafa nýbygg-
ingar ekki verið reistar á einstök-
um lóóum og mörg gömlu hús-
anna fengið að standa. Eru í
skýrslunni raktar breytingar, sem
orðið hafa á hverfinu.
# Fjöldi húsagerða
Þá er fjallað um hinar ýmsu
húsagerðir og segir í lok þess
kafla: Auk þeirra sérstæðu bygg-
inga eins og Vinaminnis (Mjó-
strætis 3), Fjalakattarins (Aðal-
strætis 8), Verzlunarhúsanna
Aðalstræti 2, sem eru í Grjóta-
þorpi, er þar fjöldi húsagerða:
lítil og stór einbýlishús og fjöl-
býlishús, tvö vegleg hús með gafl-
sneiddu þaki, lítil einbýlishús úr
steini og stórt fjölbýlishús, stein-
steypt einbýlishús og randbygg-
ingar. Er margbreytileiki hús-
anna í sjálfu sér vottur og um leið
ávöxtur sögu svæðisihs.
Gerð er grein fyrir horfnum
húsum og síðan þeim húsum, sem
enn standa, hverju fyrir sig. Fjall-
aó er um framtið Grjótaþorps og
varðveizlu húsanna.
% 28 varðveitt hús
í niðurstöðum segir m.a. að
könnun á menningarsöguiegu
gildi byggðarinnar í Grjótaþorpi
sýni að þar eru 28 húseignir, sem
eru þess virði að vera varðveittar.
Reynt er að skipta þeim i fjóra
flokka á uppdrætti. I fyrsta flokki
eru hús sem talin eru hafa ein-
stætt. menningarsögulegt gildi,
svo að þau beri að friða sam-
kvæmt þjóðminjalögum. I þessum
flokki eru tvö hús eða hlutar
þeírra: ytra borð hússins Aðal-
stræti 10 og loftið i ibúðarhúsinu
Grjótagötu 12.
Könnunásögu og