Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977
Þegarviö VEGUM kostina, þá veröur svarið
ISHIDA
Höfum fengið einkaumboð fyrir ISHIDA eletróniskar vogir og flytjum þær beint inn frá
framleiðenda í Japan.
VERÐSTIMPLUNARVOG
AL SJÁLFVIRK VOG
Verð áætlað m/sölusk T.052.000.-
Sýnishorn fyrirliggjandi
Phstns lil' GRENSÁSVEGI 7
þessi vog tekur frá 10gr. til 8kg.
Veró ááetlað m/sölusk. 290.000-
Sýnishorn fyrirliggjandi
SÍMAR 82655 & 82639
— Mennsk
rödd
Framhald af bls. 23
Viöhorf barns til fullorðins
fólks er einkennandi fyrir ljóð-
in í Life Studies. Barnsleg for-
vitni og undrun setur svip á
ljóðin, en skilningur lífsreynds
manns vegur þyngra. Ekki er
úr vegi að ætla að Robert
Lowell sé oft að lýsa sjálfum
sér í vægðai'lausri könnun á ætt
sinni og uppruna, ekki sfst þeg-
ar geðræn vandamál eru yrkis-
efni, en við þau átti Lowell
löngum að striða.
Robert Lowell fæddist í Bost-
on 1917. 1 ætt hans voru skáld
og bókmenntamenn eins og
Sskáldkonan Amy Lowell og bók-
menntaprófessorinn James
Russell Lowell. 1 ættinni voru
einnig framámenn í hernum,
faðir hans var sjóliðsforingi.
Lowell lauk háskólaprófi frá
Keynon College og Harvard og
hann átti sæti í bandarisku
lista- og bókmenntaakademí-
unni. Eftir lát Roberts Frosts
1963 hlaut Lowell stól hans í
akademiunni. Asamt skáld-
skapnum fékkst Lowell vió há-
skólakennslu og flutti fyrir-
lestra um bókmenntir. Hann
var þrikvæntur. Einkalíf hans
var stormasamt og kostaði hann
nokkrum sinnum dvöl á tauga-
hælum. I ljóðum hans er mikið
um innri átök og mótsagnir.
Hann sækir yrkisefni í líf sitt
og umhverfi og í vestu ljóðum
hans af því tagi kynnumst við
manninum og skáldinu náið.
Þótt Lowell verði liklega ekki
talinn dæmigert játningaskáld
eru ljóð hans óvenju berorð.
I ljóðabókum eins og Lord
Weary’s Castle (1946) og The
gpiÖRYGGI—ÞJÓIMUSTA
SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT
FYRIR GOODfYEAR HJÓLBARÐA
REYKJAVÍK:
Hjólbarðaþjónusta Heklu
Laug'avegi 170—172,
sími 28080.
Gúmmívinnustofan,
Skipholti 35, simi 31055.
Sigurjón Gíslason,
Laugavegi 1 71, sími 1 5508
BORGARNES:
H/F, Guðsteinn Sigurjónsson,
Kjartansgötu 12,
sími 93-7395.
ÓLAFSVÍK:
Maris Gilsfjörð,
bifreiðastjóri,
simi 93-6283
GRUNDARFJÖRÐUR:
H jól ba rða verkstæði
Grundarfjarðar,
sími 93-861 1
ÍSAFJÖRÐUR:
H jól ba rða verkstæði,
Björns Guðmundssonar,
sími 94-3501.
HÚNAVATNSSÝSLA:
Vélaverkstæðið Viðir,
Víðidal.
SAUÐARKROKUR:
Vélsmiðjan Logi,
sími 96-51 65
HOFSÓS:
Bílaverkstæði
Páls Magnússonar,
sími 96-6380.
SELFOSS:
Gúmmivinnustofa K Á ,
sími 99-1 260.
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Bilaverkstæðið Múlatindur,
sími 96-621 94.
DALVÍK:
Bílaverkstæði Dalvíkur,
sími 96-61 122.
AKUREYRI:
Hjólbarðaþjónustan,
Glerárgötu 34,
sími 96-22840
EGILSSTAÐIR:
Vélatækni S/F,
sími 97-1455.
SEYÐISFJÖRÐUR:
Jón Gunnþórsson,
simi 97-2305.
ESKIFJÖRÐUR:
Bilaverkstæði
Benna og Svenna,
sími 97-6299.
REYÐARFJÖRÐUR:
Bifreiðaverkstæðið Lykill,
sími 97-4199
STÖÐVARFJÖRÐUR:
Sveinn Ingimundarson,
sími 97-5808.
KIRKJUBÆJAR-
KLAUSTUR:
Bílaverkstæði,
Gunnars Valdimarssonar.
GRINDAVÍK:
Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur,
sími 92-8179.
VESTMANNAEYJAR:
Hjólbarðaverkstæði Guðna,
v/Strandveg,
simi 98-1414.
HAFNARFJÖRÐUR:
H jól ba rða verkstæðið,
Reykjavíkurvegi 56,
sími 51 538.
Millsof the Kavanaughs (1951)
er form ljóðanna yfirleitt hefð-
bundið, hrynjandi og rim skipa
þar veglegt rúm. Eins og fyrr
segir verður breyting á með
Life Studies, en i bókum eins
og For the Union Dead (1964),
Near The Ocean (1967) og
Notebook (1969) yrkir Lowell
jöfnum höndum rímað og órím-
að. Svo persónulegur er Lowell
í skáldskap sínum að formið
skiptir ekki máli. Hann hefur
það mikið að segja að ljóð hans
verða aldrei gælur við form eða
leiikur einn þrátt fyrir mikla
kunnáttu í ljóðagerð. Hann er
einnig skáld klassískrar
menntunar, skáldskapur hans
fullur af skírskotunum. 1 sum-
um verka sinna er Lowell
kannski um of mælskur, of hrif-
inn af sjaldgæfum orðum, of
heillaður af goðafræði. Það
sannar aðeins fjölbreytni skáld-
skapar hans.
Lowell snerist til kaþólsku,
en hjónaband hans og kaþólsku
kirkjunnar var ekki árekstra-
laust fremur en önnur hjóna-
bönd hans. Mig minnir að hann
hafi sagt skilið við kaþólsku á
timabili og síðan gerst kaþólsk-
ur aftur. En kaþólskan hefur
óneitanlega sett mark á skáld-
skap hans.
Aðalyrkisefni Lowells var
lengi lif betri borgara í Boston.
En í For the Union Dead brydd-
ir á samfélagsgagnrýni hjá
hinu lærða skáldi. Athygli vakti
þegar hann skipaði sér i sveit
þeirra sem hvað ákafast mót-
mæltu þátttöku Bandaríkja-
manna í Víetnamstríðinu.
Lowell var í hinni margum-
ræddu Washington-
mótmælagöngu og hefur ort
ljóð um hana þar sem hann
skopast að sjálfum sér, segist
hafa verið hræddur. Þátttak-
endum lýsir hann svo að flestir
hafi þeir verið „gráhærðir,
sköllóttir eða konur. . . dapur-
lega þróttlitlir til að láta
drauma sína rætast”.
I síðustu bókum sínum orti
Lowell töluvert um sögufrægt
fólk. 1 ljóði um Che Guevara
sem hann kallar síðasta vopn-
aða spámanninn er skáldið bit-
urt vegna þess ofbeldis sem rík-
ir í heiminum. Skýjakljúfar
New York borgar ógna hinum
fátæku og vesölu.
Notebook kom i aukinni út-
gáfu 1970. Bókin er ein viða-
mesta ljóðabók bandarisks
skálds, metnaðarfullt verk þar
sem leitast er við að draga upp
víðtæka mynd af lífi og baráttu
nútímamannsins, sigrum hans,
en þó einkum ósigrum. Þrátt
fyrir frábær ljóð í Notebook
held ég að Lowell hafi náð
einna lengst í Life Studies og í
ljóðum sem eru líkt og fram-
hald þeirrar bókar, ljóðum þar
sem hann yrkir um einkalíf sitt
með þeim hætti að lesendur
þekkja þar sjálfa sig. I þessum
ljóðum eru yrkisefnin mannleg
vandamál, erfiðleikar sambúð-
ar, gleði og sorgir lífsins. Vit-
undin um það hvernig tíminn
breytir öllu er nærgöngul í
þessum ljóðum og þar er engu
leynt.
Robert Lowell samdi einnig
leikrit sem birtust í The Old
Glory (1965). Meðal bók-
menntalegra afreka hans eru
ljóðaþýðingarnar Imitations
(1961), en þær er réttara að
kalla enduryrkingar.
Væntanleg er ný ljóðabók eft-
ir Lowell. Hann lést i New York
þar sem hann bjó siðustu árin.
Dauða hans bar að höndum í
leigubíl á leið frá Kennedyflug-
velli, en hann var að koma úr
utanlandsferð. Þannig endaði
síðasta Life Studies ljóðið.