Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 > ~ — Jassað í Sviss Framhald af bls. 26 ásamt Ursulu til Þýskalands og síðan Sviss árið 1971 og til Banda- ríkjanna árið 1974 og hvarvetna hlutu þau mikla athygli og vin- sældir. Sá jass sem Urbaníak leik- ur er mjög biandaður pólskri þjóðlagahefð og á köflum minnir tónlistin einna mest á fiðluspil sigauna. Ursula Dudziak er söng- kona sveitarinnar. Hún á þó ekk- ert skylt með þessum venjulegu söngkonum eins og Svanhildi eða Lindu Walker. Ursula syngur til dæmis engan texta og í öðru lagi syngur hún margraddað (þú þjá- ist ekki af nærsýni, þetta er rétt). Hún syngur í gegnum allra handa raftæki og tóntölvur, sem gera henni kleift að syngja marg- raddað sem og að víkka raddsvið hennar gifurlega til beggja átta, svo Rebroff verður bara litill feit- ur karl (hvað hann hefur alltaf verið). Hljómsveit Mikjáis lék lengi kvölds og bar að vonum mest á fiðlaranum sjálfum í leikn- um, að ógleymdri Ursulu, sem söng annað slagið sóló með þvílík- um hætti að ótrúlegt var á að hlýða, jafnt strigabassa sem yfir- náttúrulegan sópran eða jafnvel pólífóniu. Aðrir meðlimir sveitar- innar stóðu sig einnig af stakri prýði og undirritaður yfirgaf jass- inn hress í skapi um miðnættið og tók stefnu á draumalandið, sem nær með nes og skaga allt frá islandi til Sviss. — SIB — Þeir sem hafa rokkið í sér... Framhald af bls. 27 þar og telja þeir sig hala haft mjög gott af starfínu á þessum stað: Hans: ..Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur Þangað koma allar tegund ir af fólki og á öllum aldri og það hefur haldið kunnáttu okkar mjög vel við að þurfa að leika fyrir svo ólika hópa Berti: ..Okkar kjörorð hefur alltaf verið og verður alltaf Að leika tónlist fyrir fólkið Við þurfum að þjóna þeim hópum sem þangað koma á árshátíðir, félagadansleiki, skólaböll Við þurfum að geta leikið allt frá hálfgerðri klassik undir borðhaldi til gömlu dansanna, suðuramerískrar tónlistar, rokks, bumps, diskótónlistar og bittónlistar Einn daginn leikum við kannski fyrir skólakrakka. annan daginn fyrir forset- ann ." — sh. — Byssan og valdið . . . Framhald af bls. 16 hershöfðingi var ráðinn ritstjóri dagblaðsins La Opinión, sem gef- ið er út f Buenos Aires. Og er þá fáir einir taldir. Herinn er búinn að koma sér svo vel fyrir í stjórnsýslunni, at- vinnulífinu og fjölmiðlum, að enginn fær hróflað við honum. Hins vegar stendur hann ekki sameinaður. Mikill rígur er með sjóher, flugher og flota, og auk þess stöðugar deilur innbyrðis í öllum þessum deildum, einkum þó í landhernum. Þetta gekk svo langt á síðasta áratug, að kom til vopnaviðskipta hermanna á göt- um í Buenos Aires. Börðust þar tveir flokkar úr landhernum, „rauðstakkar", sem eru íhalds- samir, og „blástakkar", sem eru frjálslyndari og fremur við alþýðu skap. Þessar deilur hafa haldið áfram og reyna fhaldssam- ir liðsforingjar hvað þeir geta til að spilla viðleitni Videla forseta, sem hefur haft ýmsa tilburði til þess að minnka hlut hersins f stjórnun landsins og koma á borg- aralegri stjórn f einhverjum mæli. —HUGH O’SHAUGHNESSY. — Rifja upp Framhald af bls. 17 orrustuvellirnir þar, sem þeir háðu hildirnar forðum daga. Þeim veittist líka hálferfitt að trúa því, að svo mjög hafði skipt um til hins betra í stjórnmálum, sem raun bar vitni. Þeir höfðu farið halloka fyrir alræðissinnum forðum og siðan liðu nærri 40 ár þar til þeim var óhætt að koma aftur til Spánar. En þá voru víð- tökurnar líka slikar, að þeir sann- færðust um það í eitt skipti fyrir öll, hafi þéir efazt áður, að þeir höfðu ekki til einskis barizt. -WILLIAM CEMLYN-JONES. r — Ostjórnar- afmæli. . . Framhald af bls. 17 kaldhæðnislegt að hugsa til þess, að á Haiti var stofnað fyrsta, sjálfstæða lýðveldi blökkumanna f heiminum... — GREG CHAMBERLAIN. Nýr bíll á Islandi Komið og skoðið LADA 1600 Verð ca. 1585 þús. Hagstæðir greiðsluskilmálar Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudurlandsbraul 14 • Ileykjavík - Sími UlllíOtl frá Volkswagen árgerö glænýr. en jafnframt þraut- reyndur bíll frá Volkswagen, nýtízkulegur en þó sígildur i útliti. Stórar, gáttmiklar dyr. Sætisrými 2,34 ferm. Farangursrými 515 lítra, sem jafnframt er stærsta farangurs rými i sambærilegum bílum og það er til staðar. hvort sem þú ert einn eða 5 manns i bilnum. Tækniþróuð sparneytin 50 ha vatnskæld vél, sem liggur þversum frammi bilnum Gormafjóðrun á hverju hjóli. Tvöfalt hemlakerfi með kross- deilingu Framhjóladrif, alsam hæfður girkassi, 4 ganghraða- stig. er byggður á hinni velþekktu reynslu er fengist hefur af Golf og Passat. hann er þvi laus við alla ,,barnasjúkdóma'V_^——g(|(Íl er sá nýjasti af yngri kynslóð- inni frá Volkswagen. Sýnmgarbíll á staðnum Laugavegi 1 70—172 — Sfmi 21240 VESTUR-ÞYZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.