Morgunblaðið - 09.10.1977, Side 37

Morgunblaðið - 09.10.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 37 „Ikaros sér á parti' Magnús Tómas son í SUM Það hefur verið nokkurt hlé á sýningum í SUM að undan- förnu, enda eru yngri menn ný- lega búnir að setja i gang gallerí í Suðurgötu 7, sem að ýmsu leyti starfar í sama anda og Súmmarar gerðu f sinni tið. Það var Kristján Kristjánsson, sem seinastur var með sýningu í SUM, og því miður sá ég ekki þá sýningu, en nú er það Magnús Tómasson, sem efnt hefur til sýningar á verkum sín- um, en hann er prímus mótór i rekstri staðarins. Magnús hefur hingað til aðalega sýnt verk, sem frekar hafa talist til skúlp- túrs (flugur til dæmis), en nú bregður svo við, að flest það, sem sýnt er á þessari sýningu, hangir á veggjum, og mætti ef til vill nefna þetta upphieypt myndverk eða „perskektífa póesíu". Samt mun alþjóða heitið vera „visual poetry“, en ekki kann ég nokkurt orð á íslensku, sem fyllilega nær því að skýra þetta fyrirbæri. Það eru fjórtán myndverk á þessari sýningu Magnúsar, og sum þeirra eru i fleiri eining- um. Þarna getur að lita ýmis- legt laglegt og ekki neitt, er kemur veruiega á óvart. Til dæmis munu íslendingar ekki verða hissa á, að myndverk, sem byggt er á veðurfarslýs- ingu og ber nafnið „I leit að Myndllst eftir VALTÝR PÉTURSSON Snæfellsjökli", skuli vera í sex einingum. Við hér við flóann vitum vel, að margbreytilegt veðurfar er svo daglegt brauð, að það er í frasögu færandi, ef veður helst stöðugt meir en tvær stundir í senn. Hér nefni ég eitt af viðfagsefnum Magnúsar, og svo að ég nefni annað, er það saga flugsins, sem hann glímir við i fjórum verkum. Samanburðar- landafræði, griskar goðsögur og ýmislegt annað kemur þarna við sögu. Þetta eru allt fremur snotur verk, en ekki sérlega kraftmikil og heidur bitlitii i eðli sinu. Litir eru þægilegir og allt er snyrtilega unnið. Ég get þó ekki að því gert, að mér finnsÞ' eins og vanti svolítið meiri kraft og öryggi í þessi verk, þannig að áhrifin sitji eft- ir i huga manns, þegar út er komið af þessari sýningu Magnúsar Tómassonar. Sýning þessi verkaði samt vel á mig, og ég hafði fremur skemmtan af þessum verkum en hið gagn- stæða, og ég held ég megi segja, að engin sýning Magnúsar Tómassonar hafi orðið mér til meiri yndis en þessi, ef frá er tekin sýning, er hann hélt á málverkum fyrir mörgum árum i Bogasalnum og mér þótti mjög skemmtileg, ef ég man rétt. Þar sem Magnús Tómasson er nýlega búinn að lýsa gáfnafari þess, er þessar línur ritar, i víðlesnu tímariti, verð ég að slá þann varnagla að sinni, að eftir þeirri iýsingu verður að taka þessa jákvæðu umsögn mína með fyrirvara. Ég endurtek: snotur sýning í SUM, sem stendur til 10. októ- ber. V erðlagsþróun í löndum EBE SAMKVÆMT nýlegum upplýsingum frá Efnahags- bandalaginu lækkaði verölag í flestum löndum þess í júlí-mánuði s.l. Lækkunin var mjög lítil og má sem dæmi nefna, að í Vestur-Þýzkalandi nam hún 0.1%, sem einnig þýddi að verðbólgan á ársgrundvelli var orðin 4.3%. Samsvarandi tala fyrir Frakkland var 10.1%, Bretland 18.8% og ítalíu 17.5%. Geta má þess að síðasta spá fyrir fsland hljóðar upp á 35% verðbólgu á ársgrundvelli. Renault 12. TL Stöðugt hcekkandi bensínverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að sparneytnum bifreiðum. Renault 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. Renault 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhcefni við allar aðstceður. Renault, mest seldi bíllirm íEvrópu 1976 KRISTIMN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Hvað er gullið þrnigtO ( V~| »V Frú GuSlaug ásamt eiginmanni sinum tekur viS verSlaununum frá Jóni og Óskari. A borðinu^ sjíst svörin 18200 sem bárust i getrauninni. „Gullið, sem um er að ræða var til sýnis í deild okkar á sýningunni Iðnkynning í Laugardal og var 2913 kg. Alls bárust 18200 svör, og hafði frú Guðlaug Björnsdóttir, svarið ’hárrétt uppá gramm og fékk því verðlaunin, módel gullhring eftir-t eigin vali. ) Vegna fjölda áskoranna sýnum við nú í verzlunargluggum okkar að Laugavegi 70, sömu vörur og voru á sýningunni. ►Þökkum öllum sem bátt tóku í getrauninni. Ur og skartgripir, / Jón & Oskar VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.