Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.10.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 39 Góð hey hjá bænd- um í Skagafirði Bæ á Höfóastrond 1.10.1977 Ég held aö skagfirskir bændur þurfi ekki að kvarta yfir liðnu sumri. Þó að heyskapartið hafi verið tafsöm um mitt sumarið þá náðu menn miklum heyjum í hlöður og mörg hey sem sjást við bæi, eru þvi bændur óvenju vel heyjaðir eins og sagt er, og líkur eru til að margt verði sett á fóður á þessu hausti. Haustlegt er nú orðið og hvitt er nú niður að fjallsrótum, yfir- leitt er gott veður um hádaginn en kalt orðið um nætur. Kýr eru viða látnar út ennþá, a.m.k. þar Leiðrétting frá landlækni sem hafrasléttur eru til beitar. Mjólkurframleiðsla er að minnka eins og vanalegt er á þessum tíma, en nú er meirihluti mjólkur flutt- ur með tankbilum til Mjólkursam- iags. Sauðfjárslátrun er í fullum gangi, fé er talið misjafnt eftir bæjum eins og oft áður og fer nokkuð af sláturlömbum i annan flokk að sögn innleggjenda, enn- þá er þó ekki komin vissa um meðalvigt sláturfjár. Kartöflu- uppskera var mjög misjöfn og jafnvel svo, að sumir tóku ekki upp úr görðum en aðrir fengu ágæta uppskeru, veldur þar nokkru að viða féllu grös snemma. Krækiberjaspretta var talin góð en bláber voru misjafnlega sprottin. Nú er, að ég held, verið að setja handrið á nýja brú á Héraðsvötn eystri hjá Lóni í Viðvíkursveit og verður nýr aðalvegur opnaður til umferðar á þeim slóðum áður langt liður, verður það mikil sam- göngubót á leiðinni frá Sauðár- króki til Siglufjarðar. Sérstaklega kemur þar til greina samgöngu- bót að vetri þegar snjóa leggur til tafar á Eylendi austan Hegraness. Töluverður fiskur hefir komið inn f Skagafjörð í haust og seinni- partinn í sumar og er nú sýnilegt að friðun fyrir dragnótaveiði er að bera árangur, nú er meira að segja farið að verða vart við færa- fisk á firðinum sem ekki hefir orðið vart í mörg ár. Bátar hafa aflað mjög sæmileg í haust og seinnipart sumars í þorskanet, en nú er eitthvað að tragast. 1 Málmey á Skagafirði hefir ekki verið búið i mörg ár en selir eiga þar nú gott friðland nema þegar vitavörðurinn, Kjartan Hallgrímsson á Tjörnum, fer fram i eyna til vitavörslu. Nú ný- lega fór hann fram í eyna og kom til baka með fjóra væna seli. Er þetta ekki óvanalegt þvi að varla er komið svo að eynni að ekki sjáist selir og nú er fiskurinn einnig að koma á gamlar slóðir en oft var þar gott til fanga uppi i landsteinum. Ekki heyri ég annað en heilsu- far fólks sé sæmilegt, en garna- veiki er að stinga sér niður, sem er gamail og slæmur draugur. Björn i Bæ. Útför t TORFA GUÐBJARTSSONAR, yfirflugvirkja, Faxatúni 7 Garðakaupstað. sem andaðist 2 október sl. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 1 okt klukkan 1 5:00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Halldórsdóttir, Guðbjartur Torfason, Ásbjöm Torfason. Hr. ritstjóri. Ég óska eftir að koma á fram- færi leiðréttingu á töflu 4 i grein minni um kransæðasjúkdóma, sem birtist í Mbl. 1. október 1977. I töflunni er áætlaður fjöldi lát- inna vegna kransæðasjúkdóma á tímabilinu 1971—‘75 talinn hjá körlum 1259 en á að vera 1276 og hjá konum 798 en á að vera 782. Ástæðurnar fyrir þessum breyt- ingum eru tvær. 1. Dánartölur iátinna vegna kransæðasjúkdóma á timabilinu 1966—‘70 innihalda hóp fólks er var með langvarandi hjartaþelsbólgu, en ekki er rétt að telja það með. 2. I fjórða dálki töflunnar urðu einnig stafavíxl, neðsta talan er snertir karla átti upphaflega að vera 1298 en ekki 1259. Þrátt fyrir þessar breyting- ar hefur orðið fækkun á dauðs- föllum vegna kransæðasjúkdóma á síðara tímabilinu. í 8. útgáfu hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár eru skráningarskilyrði fyrir blóð- þurrðarsjúkdómum í hjarta (410—414, Morbi Cordis Ischaemici) víðtækari en í 7. út- gáfu skrárinnar. I Bandarikjun- um voru dánarvottorð frá árinu 1967, sem upphaflega voru flokk- uð eftir 7. útgáfu endurflokk.uð eftir 8. útgáfu og kom þá í ljós að dánarhlutfali vegna kransæða- sjúkdóma á 100 þúsund íbúa hækkaði úr 289.7 í 331.9 (Sjá „Comparability of Mortality Stati- stics, DHEW Plb. no. (HRA) 76- 1340, bls. 14, USA, október 1975). Athuganir, sem nú standa yfir hér í landi benda eindregið til að sams konar breytingar hafi orðið. Raunveruleg fækkun skráðra til- fella kransæðasjúkdóma á tima- bilinu 1971—‘75 samanborið við timabilið 1966—‘70 hefur því lik- lega orðið meiri en áður er fram komið. Olafur Olafsson, landlæknir. — Ný barna- löggjöf Framhald af bls. 1 Þá er ráð fyrir gert að hlut- verk umboðsmannsins verði i því fólgið að útkljá deiluefni milli barna og ungmenna ann- ars vegar og foreldra og/eða þjóðfélagsins hins vegar, en þó eru nokkrir þættir samskipta þessara aðila utan ramma laga- bálksins. Tilgangurinn með lagasetn- ingu þessari er ekki sizt sá að samræma tvo lagabálka sem hingað til hafa gilt um rétt óskilgetinna barna annars*veg- ar og skilgetinna hins vegar, en í frumvarpinu kemur hvergi fram mismunandi afstaða til þessara hópa, þótt í nokkrum atriðum séu mismunandi ákvæða varðandi það hvort for- eldrar barns búa saman eða ekki. I frumvarpinu er kveðið svo á að barn, sem orðið er sjö ára, hafi rétt til að láta í ljós skoðun sina varðandi hverja þá ákvörðun foreldra eða forráða- manna, sem hafa mun áhrif á velferð þess. SÉEHL BQÐ ALLT í EINU TÆKIFRÁ CROWN 170.000 kr. sambyjL^t stcrcosctt á 116.445 VIÐ HÖFUMNÁÐ VERÐINU SVONA NIÐUR MEÐ ÞVÍ AÐ: 0 Gera sérsamning við verksmiðjuna. © Forðast alla milliliði. 0 Panta verulegt magn með árs fyrirvara. 0 Flytja vöruna beint frá Japan með Síberíu-lestinni frægu til Þýzkalands og síðan sjóleiðina til Islands. Lang hagkvæmasta flutningaleiðin. AFLEIÐINGIN ER SÚ AÐ: 0 Þetta tæki jafnast á við 170.000.- kr. tæki annars staðar. 0 Tækið á sér engan keppinaut. 0 Draumur yðar getur orðið að veruleika. ALLT 1 EINU TÆKI: MAGNARI Fjögurra vidda stereo magnari 12,5w+- 12,5w, gerir yður kleift að njóta bestu hljömgæða með fjögurravídda kerfinu. PLÖTUSPILARI Fullkominn plötuspilari, allir hraðar vökvalyfta, handstýranlegur eða sjálfvirk- ur. Þetta tryggir góða upptöku af plötu. SEGULBAND Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspilaranum, útvarpinu og gegnum hljóðnema beint milliliðalaust og sjálf- virkt. Segulbandið er gert fyrir allar gerð- ir af cassettum, venjulegar og CROM- DIOXIÐ (Dro2). UTVARP Stereo útvarp með FM, LW og MW bylgju. Akaflega næmt og skemmtilegt tæki. HATALARAR Tvö stykki fyigja með. Bassahátalari 20 cm af konlskri gerð mið- og hátíðnihátalari 7.7 cm af konískri gerð. Tiðnisvið 40—20.000 rið. Crown SHC 3150 / / PANTIÐ STRAX1DAG TILBOÐIÐ STENDUR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST / á horni Skipholts og Nóatúns. Sími 29800 (5 línur)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.