Morgunblaðið - 01.11.1977, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977
12
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum:
Skógarmál
Þórarinn frá Eiðum.
ÞEGAR Hákon Bjarnason fyrrv.
skógræktarstjóri varð sjötugur á
síðast liðnu sumri, beittu nokkrir
áhugamenn um skógrækt og
gróðurvernd sér fyrir þvi, að út
var gefið l*it í heiðurs og þakk-
lætisskyni við hann. Rit þetta er
ný komið út í vönduðu bókar-
formi, 280 bls. að stærð og nefnist
Skógarmál. Fjallar það um efni er
Hákoni var sérlega hugleikið á
starfsævi sinni.
Tólf höfundar leggja til efni í
rit þetta, flestir sérfróðir á sviði
jarðfræði og jarðargróðurs. Einn
þeirra er Hákon Bjarnason sjálf-
ur, því hér er endurprentuð rit-
gerð eftir hann er birtist í Arsriti
Skógræktarfélags íslands 1942 og
nefndist Ábúð og örtröð. Ritgerð
þessi fjallaði um sambúð þjóðar-
innar við land sitt og verður að
teljast tímamótaritsmíð, þar sem
aldrei fyrr hafði það verið stutt
jafn fræðilegum rökum að hverju
stefndi með ábúð þjóðarinnar í
landinu. Við endurlestur þessarar
greinar, 35 árum síðar, verður
manni enn ljósara en fyrr,
hvílíkur hrópandi í eyðimörkinni
hann hefur verið þessi ungi skóg-
ræktarstjóri, að enn skuli gróður-
lendi á íslandi vera að hörfa und-
an uppblæstrinum.
Bókin Skógarmál hefst á grein
eftir Hákon Guðmundsson fyrrv.
formann Skógræktarfélag
Islands, er hann kallar Hann gaf
landi sínu nýjan gróður. Fjallar
hún um margháttuð störf
Hákonar að skógræktar- ogöðrum
gróðurmálum, sem eru á fiestra
vitorði, er láti sig þau mál
eitthvað skifta. Rétt sem dæmi má
nefna, að Hákon Guðmundsson
telur að nafni hans Bjarnason,
hafi fyrstur manna vakið máls á
friðun Heiðmerkur, þessarar úti-
vistarparadísar Reykvíkinga.
Þorleifur Einarsson
jarðfræðingur skrifar greinina
Um gróður á ísöld á Islandi. Það
er méð ólíkindum, a.m.k. i augum
þeirra sem fákunnandi eru í
jarðfræði, hve margt höf. týnir til
úr jarð- og berglögum til vitnis-
burðar um ótrúlega fjölbreyttan
gróður á ísöld. Frjókorna-
greiningin er þar drýgst á
metunum.
Rödd hrópandans heitir grein
sem Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðiingur á í riti þessu.
Segir hann tvo hafa verið meiri
hrópendur en allir aðrir, ekki
hrópendur í eyðimörkinni, heldur
miklu fremur um eyðimörkina.
Þessir tveir, segir hann, að hafi
verið þeir Hákon Bjarnason og
Þorvaldur Thoroddsen, „þar sem
þeir hafi reynt öðrum fremur að
vekja skilning a því, hvað það er,
sem á umliðnum öldum hefur
breytt svo miklu af gróðurlendi
íslands í eyðimörk". Fjallar grein
Sigurðar aðallega um þann siðar-
nefnda.
Þessu næst kemur afarfróðleg
grein eftir Bjarna Helgason jarð-
vegsfræðing og Grétar Guðbergs-
son B.Sc. er þeir nefna Jarðvegur
í Hallormsstaðaskógi. Telja þeir
félágar að gildi jarðvegsins sem
umhverfisþáttar hafi oftast verið
vanmetið og misskilið í íslensku
skógræktarstarfi. Nefna þeir skýr
^dæmi máli sínu til stuðnings.
Hörður Kristinsson grasfr. á
næstu grein og ber hún nafnið:
Lágplöntur í íslenskum birki-
skógum. Þar er okkur kennt að
eigi maður að njóta þess unaðar
sem fólginn er í birkiskógunum
okkar, þá sé sist minni ástæða til
að horfa ofan fyrir fæturnar á sér
og virða fyrir sér Iággróðurinn
þar en að einblína á lim og vaxtar-
sprota. Það væri vissulega fengur
í því að fá svona grein með mynd-
um í bók sem einhvern tima
hlýtur að koma út um það,
hvernig við fáum notið skóganna
okkar þótt við getum ekki notað
þá til auðsöfnunar.
Grein Steindórs Steindórssonar
frá Hlöðum, fyrrv. skólameistara,
Um skógsvarðargróður á Islandi
fjallar um svipað efni, fróðleg
grein og fræðimannleg.
Er þá komið að þeim hrópand-
anum um eyðimörkina sem lagt
hefur fram hvað óvéfengjan-
legastar staðreyndir, varðandi
framtíð íslensks gróðurlendis,
Ingva Þorsteinssyni gróður-
fræðingi. Hann á grein i ritinu er
hann kallar Landnýting og land-
gæði. Það má furðulegt heita ef
fleirum óar ekki en mér við lestur
þessarar greinar hans. Hann
hefur undanfarin ár verið að
hrópa þessar staðreyndir í eyra
þjóðarinnar án þess að séð verði
að hún, eða forráðamenn hennar
hafi vaknað upp með ýkja
miklum andfælum. Það er
sitthvað að svíkja framtíðina
vitandi vits, eða vita ekki hvað
menn voru að gera, eins og var
áður fyrri, varðandi nýtingu
landsgæðanna.
Snorri Sigurðsson skógfræðing-
ur á hér stórfróðlega grein um
Birki á Islandi, en svo nefnir
hann grein sína, útbreiðslu þess
og ástand. I grein þessari fást
svör við ýmsum þeim spurningum
sem hljóta að leita á hugann
þegar skoðaðir eru íslenskir birki-
skógar, svo ólíkir sem þeir eru
innbyrðis, svo ólíkir að maður
gæti ætlað að um óskyldar
tegundir væri að ræða en ekki
kvæmi sömu tegundar. Snorri
rekur í stórum dráttum sögu
íslenskra skóga, útbreiðslu þeirra
og eyðingu.
Er þá komið að viðamestu grein
Skógarmála eftir hinn nýja skóg-
ræktarstjóra, Sigurð Blöndal, sem
hann nefnir Innflutningur trjá-
tegunda til Islands. Segir hann
þar sögu þessa innflutnings allt
frá fyrstu hugmyndum til þess
tíma að útlendar trjátegundir, lik-
legar til gagnviðar á íslandi, eru
orðnar að þeirri staðreynd í
islensku gróðurríki að þær eru
farnar að geta af sér afkvæmi af
sjálfsdáðum og þar með verða að
innbornum þegnum hinnar
íslensku flóru. Það eru þrír barr-
viðir sem þetta hafa gert, þ.e. sáð
sér út og komist á legg af eigin
rammleik, rússalerki, sitkagreni
og bergfura. Hins vegar hafa
þrettán barrviðir og sjö laufviðir
borið þroskað fræ. Fallegar
myndir fylgja grein Sigurðar og
er ein af sjálfsánu lerkitré í jaðri
Guttormslundar. í máli hins nýja
skógræktarstjóra kemur vel fram
þáttur Hákonar Bjarnasonar, for-
vera hans, í innflutningi erlendra
trjátegunda, og hvernig kveður
við annan tón í þvi efni, er hann
kemur heim að námi loknu, þar
sem hann fer að sækjast eftir fræi
frá þeim stöðum, er svipi til
islands að veðurfari og jarðvegi.
Greininni fylgir tafla er sýnir
hæð ýmissa trjátegunda og
kvæma í Hallormsstað í ársbyrjun
1977. Þar kennir margra grasa, er
réttar sagt trjáa. Hæst er
blágrenitré, 15,30 m., þeim vexti
hefur það náð á 72 árum. Hins
vegar er þarna lerkitré sem orðið
er 15 m. á 40 árum. 1 hraðvexti
slær ekkert tré út Alaskaöspina,
sem vaxið hefur 6.60 m. á þeim 7
árum sem liðin eru síðan henni
var plantað.
Öll er greinin merkileg og fróð-
leg fyrir þá sem fylgjast vilja með
þróun og framtíðarmöguleikum
hinna erlendu trjátegunda og
hvernig þeim hefur vegnað í
blíðu og stríðu íslensks veðurfars.
Næstur i röð þeirra skógræktar-
manna, er í bókina rita, er Hauk-
ur Ragnarsson, forstöðumaður til-
raunastöðvarinnar á Mógilsá.
Heitir grein hans Um skógræktar-
skilyrði á Islandi. Fjallar hún um
vaxtarskilyrði ýmissa trjátegunda
á íslandi. Greinarhöfundur
skoðar þetta mál frá mun fleiri
hliðum en áður hefur verið gert.
Teknir eru m.a. til athugunar
þættir einsog meðalhámarkshiti
sumars, meðal vindhraði og lengd
árlegs vaxtartíma athugaður á
mörgum stöðum á íslandi. Að
loknum þessum athugunum,
skiptir Haukur landinu i skóg-
ræktarsvæði eftir veðurskil-
yrðum og mæiir síðan vöxt
trjánna á hinum ýmsu skóg-
ræktarsvæðum. Ekki er ástæða til
að rekja frekar niðurstöður
höfundar, en mörgum mun koma
það á óvart að svo virðist, eftir
mælingum hans, að bestur
árangur fáist, með tiltölulega
flestar barrtrjáategundir i
norðurhluta Borgarfjarðar, á
Mýrum, innanv. Snæfellsnesi, i
Dölum og Reykhólasveit. Við sem
þekkjum til Hallormsstaðar og
árangurs þess sem þar virðist
blasa við augum, þurfum að láta
segja okkur þetta tvisvar áður en
við trúum. A Hallormsstað vex
hins vegar lerkið mun betur en
annars staðar, eftir mælingum
Hauks að dæma. Eins og sjá má af
því sem hér er tilfært úr grein
Hauks, má vera ljóst, að hún er
ákaflega forvitnileg og næsta
ótrúleg fyrir þá sem gert hafa sér
fyrirfram ákveðnar skoðanir um
skógræktarskilyrði hinna ýmsu
sveita landsins.
Formaður Skógræktarfélags
Islands, Jónas Jónsson, ritstjóri
rekur svo lestina í afmælisritinu
með grein er hann skírir Þættir
úr sögu skógræktar og skóg-
ræktarfélaga. Þetta er yfirgrips-
mikil og fróðleg grein þar sem
höf. tilfærir í stórum en skýrum
dráttum sögu skógræktar á
tslandi, bæði á vegum ríkisins og
þeirrar sem skógræktarféögin,
hafa staðið að víðsvegar um
landið, en þau hafa gert tilraunir
með skógrækt mun víðar en Skóg-
rækt ríkisins hefur getað. En það
voru einmitt þessir dreifðu skóg-
ræktarstaðir seth gerðu rannsókn-
ir Hauks, sem fyr var minnst á,
jafnvíðtæka og raun ber vitni.
I grein Jónasar kemur og fram
að á árabilinu 1970—75 hafa skóg-
ræktarfélögin framleitt 40 % af
öllum þeim plöntum sem fram-
leiddar eru í landinu, og þau hafa
annast um gróðursetningu á 44%
af þeim plöntum sem afhentar
eru úr gróðrarstöðvum. Þessar
tölur tala sínu máli um það, að
enn sem komið er, er skógræktar-
starf á íslandi að umtalsverðu
leyti á vegum áhugamanna, þótt
þáttur Skógræktar ríkisins í skóg-
ræktarstarfinu sé á engan hátt
vanmetinn. Það var einn þáttur-
inn í starfsgæfu Hákonar Bjarna-
sonar að skilja það þegar í upp-
hafi síns starfsferils sem skóg-
ræktarmaður, að framtið og
viðgangur skógræktar á íslandi,
jafn trúlausu landi um skógrækt,
varð að byggjast á samstarfi
áhugamanna og fagmanna.
Aður en skilist er við grein
Jónasar, er rétt, þar sem það gæti
valdið misskiningi, að skýra lítil-
lega það sem hann segir á bls. 253
um töfina á því að friða Hallorms-
staðaskóg, en þar segir: „Fyrst
hafði þessu verið hreyft á þingi
1897. En þrátt fyrir heimildina
gekk það í þófi að fá Hallormsstað
losaðan undan umráðum Valla-
nessprests." Klausu þessa hefur
höf. tekið orðrétt upp eftir Sögu
Alþingis IV, eftir Þorkel
Jóhannesson. (1 heimildaskrá er
ranglega talað um Sögu
íslendinga í þessu sambandi.)
Hið rétta er að Vallanessprestar
höfðu þá engin umráð yfir
Hallormsstað en staðurinn átti
þar gamalt skógarhöggsitak og
því þurfti sérstaka lagasetningu
til að taka ítakið undan prests-
setrinu, og var það gert samkv.
frumvarpi er séra Sigurður
Gunnarsson þingm. Sunnm. o.fl.
lögðu fram á þingi 1897. Alþing
kom þá saman aðeins annað hvort
ár og kann það að hafa valdið
þeim seinagangi sem á málinu
varð. Vallanessprestur átti ekki
ítakið heldur staðurinn sem hann
sat og bar ábyrgð á.
Hér að framan hefur verið stikl-
að á stóru um efni Skógarmála,
afmælisritsins sem tileinkað er
Hákoni Bjarnasyni fyrrv. skóg-
ræktarstj. sjötugum. Svo sem sjá
má, er hér um gagnmerkt og
forvitnilegt rit að ræða, vissulega
verðskuldað minningarit um
starfsævi þess manns er ég veit
bjartsýnastan á framtíð íslensks
gróðurríkis, — ef íslendinga
sjálfa brestur ekki manndóm og
þor, eftir að hann og aðrir eru
búnir að koma vitinu fyrir þá.
Eggert Hauksson;
10 milljarða
fjárdráttur
Atvinnurekendur bera sig il'
undan ýmsu. Þeir telja m.a. eftir
sér að greiða hinar og þessar álög-
ur. Einn er þó sá hlutur, er ég sem
atvinnurekandi vildi greiða meira
fyrir en fyrirtækið gerir, sem ég
starfa vió. Það eru peningar.
M.ö.o., ég vil greiða hærri útláns
vexti.
Annað atriði; Sem hugsanlegui
sparifjáreigandi tími ég ekkí að
leggja fé í banka. Ég vil ekki né
hef efni á slíkri „ráðdeild og spar-
semi“, nema ég fái hærri innláns-
vexti.
Niðurstaða: Ég vil hvorki fé-
fletta sparifjáreigendur, er leggja
til það fé, sem bankar lána mínum
atvinnurekstri, — né vil ég sjálf-
ur vera féflettur með slíkum
hætti.
Þetta þykja e.t.v. einfaldir og
sjálfsagðir hlutir, einkum i aug-
um sparifjáreigenda. En í einfald-
leika sínum hefur núverandi
ástandi í vaxtamálum leitt til
þess, að Iántakendur hafa féflett
sparifjáreigendur um 10 millj-
arða kr. á einu ári, ef marka má
upplýsingar úr útvarpsþætti um
efnahagsmál nýlega, þar sem mál-
Eggert Hauksson
ið var m.a. kynnt Ólafi Jóhannes-
syni.
Ég kann illa við mig i hópi
slikra fjáraflamanna, sem „draga
meir en Drottinn gefur“.
Barnauppeldi
Er ég var i barnaskóla, kom
Snorri Sigfússon, fyrrv. náms-
'stjóri í heimsókn til að kenna
okkur börnunum að fara vel með
peninga. Heimsókn og hvatning
þessa merka og lífsreynda manns
hafði mikil áhrif. Hann vidli af-
henda okkur börnunum eina dýr-
mætustu arfleifð kynslóðar sinn-
ar; ráðdeild og sparsemi.
Ég á enn bankabók, — þá fyrstu
sem ég eignaðist —, er Snorri
fékk okkur í hendur. I henni
stendur: „Græddur er geymdur
eyrir“. Hann trúði þessu og fékk
einnig mörg okkar til þess. Hann
sagði okkur líka það sem var satt
þá.
Síðan hefur margt breytzt. Nú
er ég uppkominn og á tvö börn.
Mig langar til að þau hljóti gott
uppeldi og beri m.a. virðíngu
fyrir verðmætum, — sínum sem
annarra. En hvað á ég að gera?
Ekki get ég farið að trúa börnun-
um mínum fyrir þvi, sem Aron
Guðbrandsson segir: „Glötuð er
geymd króna“. Þó veit ég, að það
er jafn satt i dag og hitt, sem
Snorri mælti til okkar barnanna
fyrir 23 árum. — Getur nokkur á
Tímanum hjálpað mér?
Verðbólgukynslóðin
Því miður getur mín kynslóð
litlu miðað af ráðdeild og spar-
semi til barna sinna. Við mörg
hver höfum ekki aðeir.s bruðlað
með okkar eigið aflafé heldur
einnig það fé, sem kynslóð Snorra
Sigfússsonar lagði til hliðar,- Sú
kynslóð er nú óðum að hverfa og
því komið að „verðbólgukynslóð-
inni“ að ávaxta sitt sparifé handa
þeirri næstu, svo að allt geti geng-
ið koll af kolli og snurðulaust
fyrir sig.
En þá er óðara komið babb i
bátinn. „Verðbólgukynslóðin"
hvorki á né vill leggja fé i banka.
Hún eyðir öllu jafnharðan, enda
sést þess stað. Bankakerfið hefur
skroppið saman um 40 milljarða
kr. á þessum áratug.
Lánsfjárskortur
Ég vendi mínu kvæði i kross,
Framhaíd á bls. 31