Morgunblaðið - 01.11.1977, Page 19

Morgunblaðið - 01.11.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 19 Fjögurra ára áætlun um hafn- argerðir lögð fram á Alþingi AÆTLUN Hafnamálastofnunar rikisins um Hafnargerðir á árunum 1977—1980 var lögð fram á Alþingi í gær. f tillögu til þingsályktunar um hafnaáætlun fyrir árin 1977—1980 segir, að áætlunin byggi á sókum hafnarstjórna um framkvæmdir og mati Hafnamálastofnunarinnar á raunhæfri framkvæmdaþörf á hverjum stað. Aætlunin er miðuð við verðlag í árslok 1976 og segir í þingsályktunartillögunni að óhægt sé um allan verðsamanburð, þar sem kostnaðartölur í áætluninni eru þegar orðnar of lágar. Framkvæmdir á yfirstandandi ári ættu þó að standast nokkurn veginn, en til þeirra er varið á fjárlögum 931.6 millj.kr. 1 fjárlagafrumvarpinu fyrir 1978 er ríkishluti almennra hafnarframkvæmd áætlaður 1.170 millj.kr.. en hefði til að ná því framkvæmdamagni, sem gert er ráð fyrir I áætluninni, þurft að vera um 1.400 millj.kr., eins og samgöngur.n. lagði til við gerð fjárlagafrv. Munar þvl hér um 230 millj.kr., en þess ber að gæta, að fjárveitinganefnd á eftir að fjalla um málið. Rétt er að vekja athygli á, að áætlunin nær aðeins til svokallaðra almennra hafna, sem vfirleitt njóta 75% rikisframlags. Hún nær hins vegar ekki til framkvæmda við landshafnir og ferjuhafnir, sem greiddar eru að fullu af ríkissjóði, og heldur ekki til Reykjavfkurhafnar, sem greiðir sjálf allar sfnar framkvæmdir. Loks nær ályktunin ekki til framkvæmda við höfn á Grundartanga, en þótt sú hafnargerð falli undir hafnarlögin að öllu leyti, er hún nokkuð sérstaks eðlis og verður um sérstaka fjáröflun til hennar að ræða. Hér fara á eftir áætlanir þær, sem tíundaðar eru í samantekt hafnamálastofnunar ríkisins um hafnargerðir 1977—1980. AKRANES: 1977 — 15 milljón- ir til uppsetningar vigtar og 104 milljónir til lengingar og styrk- ingar hafnargarðs með grjóti. 1978 — 150 milljónir til áfram- halds við hafnargarðinn og 100 milljónir 1979—80. Á þeim árum einnig 40 milljónir í þekju og lagnir á hafnargarð og 20 milljón- ir í dýpkanir; samtals 160 millj.kr. 1979—80. BORGARNES: 25 milljónir 1978 til endurbyggingu hafnar- kants með stálþili og 40 milljónir til áframhalds 1979—80. Þau ár einnig tíu milljónir í hafnarvog. HELLNAR: 5 milljónir 1979—80 i endurbætur á aðstöðu. ÓLAFSVÍK: 10 milljónir 1977 til frágangs á stálþili, 150 milljón- ir 1978 til norðurgarðs úr grjóti og 50 milljónir til áframhajds 1979—80. Þau ár einnig 25 milljónir til dýpkunar og 60 milljónir til hafnarkants fyrir tog- ara; samtals 135 millj.kr. 1979—80. GRUNDARFJÖRÐUR: 25 millj.kr. 1977 til dýpkunar á end- urbyggingar bátabryggu og 40 milljónir 1979—80 til dýpkunar og frágangs stálþils og viðlegu- bryggu. STYKKISHÓLMUR: 32 millj.kr. 1977 til endurbóta á dráttarbraut og hafnarvogar, 20 milljónir 1978 til hækkunar og lengingar bryggju og 145 milljón- ir 1979—80 til viðgerðarkants i Skipavík og vörukants. HAUKABERGSVAÐALL: 20 millj.kr. 1979—80 til viðlegu og löndunarbryggju fyrir trillur. ÖRLYGSHÖFN: 15 milljónir 1979—80 til grjótvarnar. PATREKSFJÖRÐUR: 40 milljónir 1978 i styrkingu granda ásamt dýpkun rennu og 35 milljónir 1979—80 í „stálbrúsa". TALKNAFJÖRÐUR: 60 milljónir 1979—80 til lengingaf hafnarbakka. SELARDALUR: 20 milljónir 1979—80 til löndunarbryggju fyri trillur. BÍLDUDALUR: 49 milljónir 1977 til stálþils og dýpkunar og 8 milljónir 1978 til stálþils. ÞINGEYRI: 34 milljónir 1977 til frágangs stálþilsbakka og dýpkunar og 8 milljónir 1978 til stálþilsbakkans. FLATEYRI: 10 milljónir 1977 til dýpkunar við þil og 85 milljón- ir 1979—80 i grjótgarð, dýpkun og viðlegukant. StJGANDAFJÖRÐUR: 8 miiljón- ir 1977 til uppsetningar á bílavog og 100 milljónir 1979—80 til dýpkunar, löndurarbakka togara og smábátaaðstöðu. BÖLUNGARVlK: 70 milljónir 1978 til dýpkunar og löndunar- bryggju. ÍSAFJÖRÐUR: 37 milljónir 1977 fyrir hafnarbát og lengingu hafskipabakka, 35 milljónir 1978 i lagnir í gömlu höfnina, flot- bryggju og stálþilsbakka og 80 milljónir 1979—80 til stálþils- bakkans. SÚÐAVÍK: 41 milljón 1977 lil grjótgarðs og 15 milljónir 1978 til viðlegubryggju. NORÐURFJÖRÐUR, DJÚPA- VlK OG GJÖGÚR: 40 milljónir 1978 og aðrar 40 1979—80 til hafnarbóta, en tekið er fram, að rannsaka þurfi á hvaða stað er hagkvæmast að koma upp hafnar- aðstöðunni. DRANGSNES: 10 milljónir 1979—80 til endurbóta á bryggju. HÓLMAVÍK: 10 milljónir 1977 tii að steypa þekju, í grjótvörn o.fl., 30 milljónir 1978 í dýpkun og bílavog og 20 milljónir 1979—80 til viðlegubryggju. HVAMMSTANGI: 18 milljónir 1977 í frágang og lagnir og lok trébryggju. BLÖNDUÓS: 40 milljónir 1978 í' styrkingu hafnargarðs og 70 milljónir 1979—80 til lengingar hafnargarðs. SKAGASTRÖND: 70 milljónir 1977 i stálþil og dýpkun, 10 milljónir 1978 í kant og lagnir og 40 milljónir 1979—80 í grjótgarð og dælingu. SAUÐARKRÓKUR: 15 milljón- ir 1977 í þekju-malbikun, 15 milljónir 1978 í bílavog og 75 milljónir 1979—80 í viðleguhöfn fyrir báta og dýpkun. HOFSÓS: 55 milljónir 1979—80; 20 i grjótvörn, 15 i end- urbyggingu þekju og 20 í dýpkun. SIGLUFJÖRÐUR: 30 milljónir 1977 í bryggju á Siglunesi og tog- arabryggju, 85 milljónir 1978 í togarabryggju (55) og dýpkun og 75 milljónir 1979—80; 30 til tog- arabryggju, 20 í smábátahöfn og 25 í kant og þekju á „Öldubrjót- inn“. ÓLAFSFJÖRÐUR: 35 milljónir 1977 í frágang við stálþil, lýsingu og grjót, 55 milljónir 1978 í tog- arakant og dýpkun og 55 milljónir i togarakant, varnir gegn sand- Keppt um hylli Flugleiða AKVÖRÐUNAR forráðainanna Cargolux um hvaða tegund breið- þotu verði kevpt fyrir félagið er að vænta um miðjan þennan mán- uð, að því er Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, tjáði Mbl. í gær, en Flugleiðir eru einn aðaleigenda Cargolux ásamt Lux- air og sænska skipafélaginu Salena. Sölumenn stærstu flugvéla- verksmiðjanna — Douglas og Boeing — hafa verið tíðir gestir hér á landi í tengslum við fyrir- huguð flugvélakaup Cargolux, þvi að i ljósi fyrri reynslu má telja líklegt að val Flugleiðamanna sjálfra á breiðþotu i framtíðinni markist mjög af þvi hvaða þota verður keypt fyrir Cargolux. Sveinn Sæmundsson sagði að þessir sölumenn hefðu um skeið verið fastagestir á Loftleiðahótel- inu með jöfnu millibili. „Sjái maður fulltrúa annars framleið- andans ganga f.vrir glugga, má nánast ganga út frá þvi sem visu að fulltrúar hins gangi þar hjá litlu síðar.“ burði, hafnarvog og grjót á norð- ur- og vesturgarð. DALVlK: 18 milljónir 1977 í stálþil og 135 milljónir 1979—80; 25 i smábátaaðstöðu, 90 i lengingu norðurgarðs, 10 i dýpkun og 10 i lagnir. HRlSEY: 20 milljónir 1977 i létta viðlegubryggju og 25 millj- ónir 1979—80 i haus á grjótgarð. ARSKÓGSSANDUR: 10 millj- önir i dýpkun 1978 og 25 milljónir 1979—80 í lengingu. HAUGANES: 10 milljónir 1978 til dýpkunar. IIJALTEYRI: 15 milljónir 1977 til smábátahafnar og 5 milljónir i sömu framkvæmd, bryggju, 1978. AKUREYRI: 30 milJjónir 1977 til frágangs i viiruhöfn og leng- ingu dráttarbrautar, 65 milljónir 1978 til frágangs á stálþili, bíla- vogar og dýpkunar og 120 milijón- ir 1979—80 til annars áfanga vöruhafnar (60) og í löndunar- kant togara. SVALBARÐSEYRI: 10 milljón- ir 1979—80 til endurbyggingar landgangsbryggju. GRENIVÍK: 70 milljónir 1979—80 til grjótvarnar og kants. GRlMSEY: 10 milljónir 1977 til frágangs á hafnargarði, 15 millj- ónir 1978 til dýpkunar og 25 millj- ónir 1979—80 til grjótgarðs. HÚSAVÍK: 30 milljónir 1977 til smábátahafnar og aðtar 30 millj- ónir til hennar á næsta ári. 160 milljónir 1979—80 í grjótvörn, dýpkun og lengingu norðurgarðs. HALLBJARNARSTAÐAR- KRÓKUR: 15 milljónir 1979—80 til lengingar trillubryggju. KÖPASKER: 20 milljónir 1978 til dýpkunar og 25 milljónir 1979—80 í grjótgarð. LEIRHÖFN: 20 milljónir 1979—80 til löndunarbryggju fyrir trillur. RAUFARHÖFN: 25 milljónir 1977 til bátahafnar, 35 milljónir 1978 til viðlegubryggju og dýpk- unar og 40 milljónir 1979—80 til löndunarkánts. ÞÓRSHÖFN: 15 milljónir 1977 í styrkingu grjótgarðs, 40 milljónir 1978 i dýpkun og 40 milljónir 1979—80 til löndunarkants fyrir togara. BAKKAFJÖRÐUR: 5 milljónir 1978 til rannsókna á hafnarstæði fyrir viðlegu. VOPNAFJÖRÐUR: 50 milljón- ir 1977, 40 milljónir 1978 og 20 milíjónir 1979—80; til togara- bryggju. BORGARFJÖRÐÐUR EYSTRI: 22 milljónir 1977 til við- legukants, 10 milljónir 1978 til dýpkunar og 15 milljónir 1979—80 til viðgerðar hafnar- garðs. „Krummi krunk- ar úti” í erlendri fréttakvikmynd I fréttamyndasyrpu, sem sýnd er sem aukamynd í Háskólabíói um þessar mundir, kemur kór Söngskólans i Reykjavík fram og syngur lagið „Krummi krunkar úti“. i útsetningu Jóns Asgeirs- sonar. M.vndin er í litum og var hún tekin á kóraihóti " Wales í sumar. SEYÐISFJÖRÐUR: 30 milljón- ir 1978 til londunarkants við fisk- iðju og 45 milljónir 1979—80 til löndunarkantsins, varnargarðs og smábátaaðstöðu. NESKAUPSTAÐUR: 15 millj- ónir 1978 i kant, þekju og lagnir. 115 milljónir 1979—80 til sama verkefnis, einnig tveggja stál- brúsa og i i ppgröft og dýpkun. ESKIFJÖRÐUR: 30 milljónir 1978 i stálpil við frystihús og 15 milljónir 1979—80 til saina verk- efnis, auk þess 45 milljónir til stálþils. REYÐARFJÖRÐUR: 10 millj- ónir 1977 til frágangs á slálþils- bakka. FASKRÚÐSFJÖRÐUR: 34 milljónir 1977 til hafskipa- bryggju, 15 milljónir 1978 til sama verks og aðrar 15 1979—80 auk þess 40 milljónir þá til smá- bátahafnar og 30 milljónir til dráttarbrautar; samtals 85 millj- ónir 1979—80. Litlar breyt- ingar hjá Framsókn á Suðurlandi Á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördæmi, sem haldið var á Selfossi um helg- ina var ákveðið hverjir skipuðu efsta' sæti lista Framsóknar- flokksins við næst komandi alþingiskosningar. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson formaður kjör- dæmisráðsins sagði í samtali við Morgunblaðið að eftirtaldir skipuðu efstu sætin: 1. Þórarinn Sigurjónsson alþing- ismaður, Laugardælunv. 2. Jón Helgason alþingismaður, Seglbúðum, 3. Hilmar Rósmundsson skip- stjóri, Vestmannaeyjum 4. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiðabólstað 5. Garðar Hannesson, Hveragerði 6. Ágúsl Ingi Ólafsson, Hvols- velli. Röð efstu manna á lista flokks- ins hefur þvi ekki breylzt nema hvaö Hilmar Rósmundsson kemur i þriðja sætið í stað Guðmundar G. Þórarinssonar. „ÞAÐ er ekki búið að taka loka- ákvörðun um málið og það er nokkuð óljóst, hvernig verður far- ið með þetta, en ég býst einna helzt við því að einhverjar við- ræður fari fram fyrir norðan á næstunni,“ sagði Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans, er Mbl. spurði hann í gær, hvot ákvörðun hefði verið tekin varð- andi tilboð. sem bárust í Hjalt- eyrareignir. Þau tvö megintilboð, sem bár- ust i Hjalteyrareignirnar eru frá Arnarneshreppi og Davíö Kristjánssyni á Akureyri. Ingi- mar Brynjólfsson, oddviti Arnarneshrepps, sagði að af hreppsins hálfu hefði ekkert gerzt í málinu frá tilboðinu, en STÖÐVARFJÖRÐUR: 5 millj- ónir 1977 til frágangs þekju og 70 milljónir 1979—80 til lengingar hafnargarðs. BREIÐDALSVlK: 17 milljónir 1977 til frágangsvinnu og 60 millj- ónir 1979—80 til dýpkurrar og hafnarkants fyrir togara. DJÚPIVOGUR: 30 milljónir til löndunarkants við frystihús og 85 milljónir 1979—80 til að fjarlægja sker í innsiglingu og grjótgarðs. HORNAFJÖRÐUR: 15 milljón- ir 1977 til dýpkunar, 15 milljónir 1978 í hafnarvog og 30 milljónir 1979—80 til dýpkunar. VESTMANNAEYJAR: 40 millj- ónir 1977 í þekjur og lagnir, 70 milljónir 1978 til vöruhafnar og 90 milljónír 1979—80 lil viðgerð- arkanls og dýpkunar. STOKKSEYRI: 25 milljónir 1979—80 til dýpkunar á innsigl- ingu. EYRARBAKKI: 30 milljónir 1977 til viðlegukanls. GRINDAVlK: 40 milljönir 1978 til að hreinsa innsiglingu í rennu. HARNIR: 4 milljónir 1977 til dýpkunar. SANDGERÐI: 50 milljónir 1977 til löndunarbryggju, aðrar 50 milljónir til sama verkefnis 1978 og sama ár 40 miiljónir til dýpk- unar innsiglingar og hafnar. GERÐAR: 20 milljónir 1979—80 til dýpkunar. VOGAR: 30 milljónir 1979—80 til grjótgarðs. HAFNARFJÖRÐUR: 40 millj- ónir 1977 til frágangs og hreins- unar, 60 milljónir 1978 til dýpk- unar og styrkingar og endurbygg- ingar á norðurgarði og 140 millj- ónir 1979—80 i lengingu norður- garðs (100) og styrkingu. suður- garðs. Nýtt hassmál er í rannsókn LIÐLEGA tvítugur tslendingur var handtekinn á laugardaginn, er hann var að koma til íslands frá Luxemburg. í fórum mannsins fundust fíkniefni og þar eð grunur leikur á að þarna sé um að ræða anga af stærra fíkniefnamáli, hefur maðurinn veriö úrskurðaður i allt að 20 daga gæzluvarðhald á með- an rannsókn máisins fer fram. ljóst væri að hreppurinn treysti sér ekki til að ganga inn í tilboö Davíðs. Davið Kristjánsson kvað heldur ekkert hafa gerzt af sinni hálfu frá tilboðinu. „Það er senni- lega landið undir húseignunum. á eyrinni, sem nienn eru að hugsa um,“ sagði Davið. „Ætli það sé ekki allra manna skoðun að hreppurinn eigi að eiga landið og einstaklingarnir siðan húsakynn- in, eins og þeir vilja til atvinnu- rekstrar og ibúðar." Þær viðræður, sem væntanlega fara fram á Akureyri á næstunni munu eiga að leiöa i ljós. hvorl hægt er að samræma tilboðin þannig, að báðir aðilar geti vel viö unað og L:ndsbankinn þá sell þannig. að Arnarneshreppur eignist landið. Hjalteyri: Möguleikar kannað- ir á því að samræma tvö megintilboðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.