Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
35
höfum náð á Bandarikjamarkaði
með okkar frystu afurðir. Við höf-
unt átt að mæta skilningi Banda-
ríkjamanna í þessum efnum. En
það hefur jafnframt verið unnið
að þessum niálum vestra af niikl-
um dugnaði og framsýni . . . og við
höfurn ótrúlggá sterka stöðu á
þessum verðmæta markaði, sem
auðvitað á stóran þátt i þeirn lífs-
kjörurn seni raun ber vitni um
hér. Þau væru ntun lakari ef við
hefðum ekki þessa fótfestu. á
Bandaríkjamarkaði fyrir sjávar-
afurðir okkar.“
Tórnas ræddi um fyrirkomulag
Norðurlandaþjóða á samstarfi út-
flutningsgreina og markaðsöflun.
Ekki væri rétt að feta þar að öllu
troðnar slóðir, en margt mætti af
þeint læra. Tillaga þessi væri
timabær og greinargeðin með
henni frábærlega unnin og stór-
fróðleg.
varðandi ársreikninga, er m.a.
fjalla unt tæknileg bókhaldsatr-
iði.
I kaflanunt um skráningu hluta-
félags er að finna mikilvæga
breytingu. Samkvæmt gildandi
lögum er haldin sérstök hlutafé-
lagaskrá fyrir hvert lögsagnarum-
dænti. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að hverfa frá þessu en taka upp
eina heildarskrá fyrir landið allt.
Hagræði er að því að hafa slíka
heildarskrá á einum stað fyrir
landsbyggðina alla.
Dómsmálaráðherra sagði í lok
framsöguræðu sinnar, sem hér
hefur aðeins verið rakin í örfáum
efnisatriðum: ,,Ég lel hér vera urn
ntjög merkilegt mál að ræða. Eg
tel mikla þörf á nýrri löggjöf um
hlutafélög. Hitt skal ég-ekki full-
yrða, að hér'hafi verið i öllum
atriðum fundin hin rétta leið. En
það þori ég að fullyrða, að í stór-
um dráltum er þetta frumvarp til
mikilla bóta frá gildandi lögum
um þetta efni. Ég vil því vonast til
þess, að þetta frumvarp geti (með
hliðsjón af því að það var lagl
fram á síðasta þingi) fengið af-
greiðslu nú, þó að mér sé vel ljóst,
að það eru fjölmörg atriði i þvi,
sem eðlilegl er að háttvirt þing-
nefnd þurfi að hugsa um, skoða
og athuga. Eg leyfi mér að leggja
til aö fruntvarpið verði að lokinni
þessari umræðu vísað til 2. umr.
og hv. fjárhags- og viðskipta-
nefndar."
Hlulafélagafrumvarpið er þvi
nú í meðferö þeirrar þingnefnd-
ar.
„Aðeins hægt að kveða
upp meðlagsúrskurð á
Frumvarp ad barnalögum:
hendur föður”
— segir Svava Jakobsdóttir
Ólafur Jóhannesson,
dómsmálaráóherra, hefur
mælt fyrir stjórnarfrum-
varpi að barnalögum, sem
nú er lagt fram á þriðja
þinginu í röð. Frumvarpið
er samið af sifjanefnd (for-
maður Árni Snævarr hrl)
og því er ætlað að leysa af
hólmi tvenn stofnlög, sem
um þetta efni gilda: annars
vegar um réttarstöðu for-
eldra skilgetinna barna,
hins vegar um réttarstöðu
foreldra óskilgetinna
barna. Þessi gildandi lög
eru að stofni til frá árinu
1921, þó með síðari tíma
breytingum.
Aðalbreytinguna, sem í
þessu frumvarpi felst,
sagði ráðherra vera þá ,,að
frumvarpið fjallar samfellt
um skilgetin börn og óskil-
getin“ og stefndi að því að
gera hluta barna sem jafn-
astan. Þar sem í frumvarp-
inu séu ýmis veigamikil ný-
mæli, er þjóni í þessa átt,
sé e.t.v. eðlilegt, að skiptar
skoðanir séu um það. Hins
vegar hvatti ráðherra þing-
menn til a3 taka málefna-
lega afstöðu til frumvarps-
ins. Vafasamt væri að
leggja frumvarpió fram
óbreytt þing eftir þing, ef
ekki fengist fram nefndar-
álil um þaö.
Svava Jakobsdóttir
(Abl) sagði meginstefnu
frumvarpsins til bóta og að
Alþingi þyrfti að taka af-
stöðu til málsins og af-
greiða það. Svava vakti at-
hygli á því ósamræmi ' f
frumvarpinu, að aðeins
væri bægt að kveða upp
meðlagsiirskurð á bendur
föður. Sagói hún þetta
stangast á við önnur
ákvæði í frumvarpinu, þar
sem hið sama ætti að gilda
um móður.
Ólal'ur Jóbannesson,
dómsmáiaráðberra, sagði
það vel mega vera réll að
þarna væri vankantur á
frumvarpinu og þá væri
rétt að sníða hann af í með-
förum þingsins. C,æti við-
komandi þingnefnd haft
samband við sif janefnd þar
um. Meginmarkmiðið hefði
verið að ekki væri gerður
greinarmunur á stöðu
barna eftir þvi hvort þau
teljast skilgetin eða óskil-
getin, og ekki hefði veriö
ætlunin að gera mun á að-
stöðu móður og föður.
KENWOOD
heimilistæki
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
\l (.IA SIN(. \-
SÍMINN KK:
22480
spara fé og fyrirhöfn
strauvelin léttir heimilisstörfin.gerir
þau ánægjulegri og svo veröur þvotturinn
jafnvel enn fallegri en nokkru sinni áóur.
þurrkarmn er ómissandi á hverju
heimili og öll meóferó á þvotti er auöveld
ari, þegar hann er tekinn volgur úr þurrki.
THORN
HEKLA hf
Laugavegi 170-172. - Sími 21240