Morgunblaðið - 01.11.1977, Síða 39

Morgunblaðið - 01.11.1977, Síða 39
Aðallífsstarf Óla var kaupsýsla, sem hann stundaði af kappi og með góðri forsjá, en hann var svo mikið náttúrubarn, að þegar svo bar undir gat hann lagt allt á hilluna, útilokað sig frá stressinu og samlagað sig fslenskri náttúru og þeim unaðssemdum sem hún hefur ávallt upp á að bjóða. Á langri ævi þegar árin líða hvert af öðru í aldanna skaut, verður með hverju árinu stærra skarðið í vinahópnum. „Yinir berast burt mert tímans straumi ofí blomin fölna á einni hélunótt'* Óli virtist oft hinn sterki, en fagurt gaf hann fordæmi með drenglyndi sínu og prúðmennsku. Hann var ábyggilegur og heið- arlégur í öllum viðskiptum og samstarfi. Hann var vinnusamur og átti mikla starfsgleði. Hann var vandvirkur í öllum störfum er hann gekk að, og mæltist til hins sama af öðrum. Við okkar fyrstu kynni vorum við báðir ungkarlar. Seinna komu þau tímamót í lífi okkar beggja, að við eignuðumst okkar elsku- legu konur og eigið heimiii. Þetta breytti engu í vinskap okkar Óla, nema síður væri. Frú Sigriður Ágústsdóttir kona Óla, hefur staðió við hlið manns síns með miklum sóma, fyrst sem húsmóðir og svo nú á seinni árum við verzlunarstörfin. Heimili mynduðu þau sér fag- urt og aðlaðandi fyrir þá sem að garói bar. í fyllingu tímans eign- MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 Björn Svanbergsson forstjóri — Minning uðust þau tvær dætur, tvfbura, þær Ólöfu og Sigrúnu, elskulegar stúlkui' og var það mikil gleði þeirra hjóna, og heillastjörnur heimilisins. Nú sfðar bættist tengdasonur, Ari Bergmann, í hópinn, en hann er giftur Ólöfu. Hann er snilldar drenguur, sem mér virðist kunna að meta sína tengdaforeldra og forsjá þeirra. Á þessu yndislega heimili, þeirra Óia og frú Sigríðar, höfum við hjónin notið margra ánægju- legra stunda. Það var alltaf hátíð fyrir okkur að koma þangað, og eigum við því þaðan ljúfar endur- minningar, sem við viljum einnig hér með þakka fyrir. Óli var hraustmenni, glæsilegur og ntikill að vallarsýn, þess vegna hafði hann af miklu að taka, þeg- ar hinn ólæknandi sjúkdómur herjaði fyrst á hann eða fyrir þremur árum. Allir sem næst honum stóðu, þó sérstaklega eiginkonan, frú Sig- ríður, reyndu á allan hátt að létta honum þetta erfiða tímabil, sem að sfðustu varð svo þungbært að lofa má þá líknarhönd er úrslitum réð að siðustu. „Miskunnsemd (iurts má ei sleyma** Að línum þessum enduðum vilj- um við hjónin þakka fyrir vin- skap á liðnum árum. Biðjum Guð að blessa vininn framliðna, og öll- um ástvinum hans færum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Bjarnason. Hvor kan den sunde mand forsla al oj>sa lian enganK skal «a. Han Rik. II vor gruset knaser nu. j?ar med cijjar i niunden du. Fyrir hálfri öld reit Joh. V. Jen- sen þessar línur í ljóði um Adam Oehlenschlager og spyr þar sjálf- an sig þessarar spurningar, þegar honum verður hugsað til hins látna. Þeir, sem þekkt hafa Björn lengi og einkuni þeir, sent hafa rætt við hann og unnið með hon- um örfáum dögum áður en dauða hans bar svo skyndilega að, kom- ast að raun um að þeirn fer eins og skáldinu; þeir eiga bágt með að skilja og sætta sig við, að ein- hverjum sem við umgöngumst og það oft daglega, skuli skyndilega svipt af sjónarsviðinu. Þótt ég hafi eðeins þekkt Björn rúmlega ei.tt ár er mér óhætt að segja, að ég hafi þekkt hann vel, því að hann var að eðlisfari ein- lægur og'opinn. Hann naut þess að ræða við aðra, segja frá reynslu sinni, hlýða á frásagnir annarra. Hann var glaðlyndur og því voru samverustundir með honum ævinlega ánægjustundir. Björn var í viðkynningu glaður, hjartanlegur og einaróur, hann hafði sanna kímnigáfu og gott auga fyrir hinu „skringilega" í tilverunni. Starf hans veitti hon- um sýn inn í margar kynlegar aðstæður mannlifsins, svo og rangleitni þess. Snemma tengdist Björn starf- semi Norræna hússins og annað- ist bókhald þeirrar stofnunar af mikilli starfskunnáttu og meó þeirri óþreytandi starfsgleði, sem einnig var þáttur í fari hans. For- stjórar hússins hafa yfirleitt ekki búið- yfir mikilli bókhaldsþekk- ingu, en einn fundur með Birni nægði til að róa þá. Frá honum stafaði beinlínis öryggi, þekkingu og skilningi á högum hússins. Honum tókst á ótrúlega skömm- um tíma að rniðla okkur, þessum farfuglum, af þekkingu sinni og þá komu í ljós ágætir hæfileikar hans til að fræða og útlista ýmis- legt það, sem ókunnum virtist óskiljanlegt. Þessi atriði urðu ekki einungis auðskilin, heldur varð leiðin að sjálfum grund- vallaratriðum við bókhald svo viðamiklar starfsemi, sem rekin er í Norræna húsinu, ljós. Björn var af þeirri kynslóð ís- lendinga, sem naut ekki mikillar skólamenntunar. Hann gekk á vit við lífið haldinn óseðjandi fróð- leiksfýsn og lærði af eigin ramm- leik miklu meira en mörgum með langa skólagöngu að baki hefur tekist. Björn Svanbergsson var ef til vill úr síðasta hópi þeirra Is- lendinga, sem í nieir en hálfa öld hafa komið útlendingum á óvart vegna þeirrar óvenjulegu sjálfs- menntunar, sem þeir hafa tileink- að sér á lífsleiðinni. Fróðleiks- fýsn, gáfur, lífsgleði og lífsorka hefur einkennt þessar kynslóðir Islendinga. Þetta átti allt við um Björn. Norræna húsið stendur t mikilli þakkarskuld við Björn, og allt starfslið stofnunarinnar, sem unnið hefur með honum, saknar þessa gjöfula og viðmótsþýða manns, sem gat jafnvel látið bók- hald og gerð fjárhagsáætlana verða okkur að ánægjustundum. Erik Sönderholm. Oddng Fr. Arnadótt- ir — Minningarorð Þann 29. september siðasthðinn andaðist áð heimili sínu, Ingi- marsstöðum á Þórshöfn, frú Oddný Friðrikka Árnadóttir, 84 ára að aldri. Með henni er til foldar hnigin glæsileg og mikilhæf kona, minnisstæð öllum þeim, sem kynntust henni. Naut hún aó verðugu vinsælda og virðingar þar nyrðra og bar margt til. Hún stóð um langt skeið í fremstu röð þeirra, er unnu að málefnum Kvenfélags Langnesinga, hún var einnig um langt árabil organisti í Sauðaneskirkju, stjórnaði kirkju- kór sóknarinnar, kenndi söng við barnaskólann á Þórshöfn. Síðast en ekki sízt var hún gædd slíku glaðlyndi, ljúflyndi og góðvild, að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. Fædd var hún að Felli í Vopna- firði, þ. 16. júlí árið 1893. Foreldr- ar henriar voru Árni póstur Sigur- björnsson prests að Sandfelli og Kálfafellsstað Sigfússonar prests í Hofteigi, Jónssonar prest í Þing- múla, Hallgrímssonar, og kona hans, Þórdis Benediktsdóttir, Ein- arssonar Eirfkssonar bónda að Brunnum í Suðursveit, Einars- sonar. Sex ára gömul tóku hjónin á Skeggjastöðum í Bakkafirði, séra Jón Halldórsson og Soffía Daníelsdóttir, Oddnýju í fóstur, og ólu hana upp sem eigin dóttir væri. Naut hún hjá þeim hins bezta atlætis og uppeldis. Séra Jón fékk Sauðanes árið 1906, og þar lifði Oddný sin æsku- ár. 13. janúar árið 1912 giftist hún Ingimar Baldvinssyni, miklum ágætis- og dugnaðarmanni. Ungu hjónin dvöldusl þó áfram í Sauða- nesi i 3 ár, og störfuðu að búi séra Jöns. En árið 1915 flultust þau til Þórshafnar og hafa átt þar heim- ili sitt síðan. Ingimar gerðisl bóndi á hluta þeirn af Syðra-Lóni, er hann hafði fengið i sinn hlut eflir fóslurfor- eldra sina, Jóhann Jónsson borg- ara á Þórshöfn og konu hans, Arn- þrúði Jónsdóttur, og ungu hjónin settust að i húsi þeirra, sem enn stendur og mun vera elsta hús á Þórshöfn. Lét Ingimar endurbæta það og lagfæra verulega rneðan þau bjuggu þar. Og i þessu húsi þjuggu þau i hart nær hálfa öld við mikil umsvif og fjölþætt, enda heimilið Iöngum mannmargt. Þar var unt langt skeið póstaf- greiðsla og símavarsla, sem Ingi- mar hafði á hendi. Búskap rak hann einnig, eins og áður var get- ið, og trúnaðarstörf komu einnig í hans hlut. En hann var frábær að dugnaði og áhuga og lét sér fátt i augum v'axa. Og húsfreyjan lét sinn hlut ekki eftir liggja, síður en svo. Þau eignuðust stóran og fríðan barnahóp, sem þau studdu til þroska og mennta, en börnin urðu ellefu. Soffia Arnþrúður, gift Helga Guðnasyni póstmeistara á Þórs- höfn, ættuðum frá Karlskála við Reyðarfjörð; Hólmfríður Þórdís, ekkja Karls sáluga Hjálmarssonar kaupfélagstjóra á Þórshöfn og víðar; Helga Aðalbjörg, sem lést árið 1945 i aldursblöma. Hún var gifl Björgvin Sigurjónssyni vél- stjóra frá Vestmannaeyjum; Steinunn Birna, gift Sigurði Sigurjónssyni, útgerðarmanni á Þórshöfn; Arnþrúður, gift Jóni Kristinssyni forstöðumanni elli- heimilanna á Akureyri og i Skjaldarvík; Halldóra, gift Jóhanni Gunnari Benediktssyni, tannlækni á Akureyri; Oddný Friðrikka, ekkja Ásgeirs heitins Hjartarsonar, sagnfræðings og bókavarðar i Reykjavik; Jóna F. 30. október 1898. D. 17. febrúar 1977. I dag hefði hún orðið 79 ára, og langar níig þess vegna að rita nokkur orð um æviferil hennar. Ég var nú svo lánsöm að eiga hana fyrir ömmu. Elisabet lést þann 17. febrúar s.l., eftir annasama ævi, rnörg voru þau störfin sent úr hennar hendi unnust, og það með mikilli prýði. Amma giftist ung. Eftirlifandi maður hennar er Valdimar Þor- valdsson og eignuðust þau 6 börn, sem öll eru á lífi. Margar voru þær stundirnar Gunnlaug. áður gift Davið Sig- urðssyni framkvæmdaslj. í Reykjavík; Jóhann, forstjóri á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur; Ingimar, sóknar- prestur og oddviti i Vik i Mýrdal; Árni Sigfús Páll, sem lést i frum- bernsku árið 1935. Um vorið 1963 hóf Ingimar byggingu nýs húss á jarðarparti Syðra-Lóns, sem hann á og að hausti 1964 var þar risið smekk- legt og slilhreiril hús, þar sem til alls var vandað utan húss sem innan. Og þar hafa þau hjónin átt heimili sitt síðan, friðsælt, smekk- legt og fagurt heimili. Frú Oddný heitin var þegar á bernskuárum mjög hneig fyrir tónlist og söng, og fékk nokkra undirstöðumenntun á þvi sviði. Ofan á þá undirstöóu byggði hún siðan af kostgæfni með sjálfsnámi og æfingum. Og þegar hún var aðeins 14 ára hóf hún að leika á orgelið í Sauðaneskirkju við messur og aðrar kirkjulegar at- hafnir. Og ávallt síðan var tónlistin ein kærasta tómstundaiðja hennar. Aður hef ég minnst á störf henn- ar á þessu sviði i þágu kirkju og sveitarfélags. En heimiliö naut ekki síður þeirrar ununar og sálu- bótar, sem tónlislin megnar að veita. Félagsmál lét Oddný líka til sin taka. Hún starfaði mikið i Kven- félagi sveitarfélags sins, var iðu- lega í stjórn þess og á stundum fulltrúi þess á sambandsþingum kvenfélaganna nyrðra. Ég kynntist Oddnýju sálugu sem ég dvaldisl á Brekkustig 16 og lærði öll versin, allt sem fallegt var, þvi þannig var hún gerð. All- ir sem þurftu á hjálp aö halda gálu kontið á hvaða lima sólar- hrings, alltaf var amma tilbúin að hlúa að þeim. Amma var víðlesin kona, því bækur voru henni mikiö gleði- efni, auk þess sem hún lagði mikla stund á handavinnu. Tæplega ári áöur en hún kvaddi þennan heim, missti hún máttinn öðru megin, það var erfitt f.vrir svona vinnusama konu. En ekki gafsl hún upp. það var útbúin fyrir hana slokkur. scm var liægt skylda mín flultumsl í Sauðanes. Þá var hún enn organisti Sauða- nessóknar. Hreifst ég strax af lif- andi áhuga hennar á söngmálum, svo og færni hennar, dugnaði og smekkvísi sent kirkjuorganisti. En aðlaðandi og elskulegt við- mót þessarar glæsilegu konu leiddi fljótlega lil einlægrar vin- áttu milli okkar og heimila okkar. Á þá vináttu bar aldrei sk'ugga. Og upp rifjast margar ljúfar minningar frá samverustundum liðinna ára. Það var alltaf hátíð að koma i Ingimarsstaði til Oddnýjar og Ingimars. Innileg gestrisni. frið- að vefja garn á, og þannig prjónaði hún trefla. Félagslynd var hún og hafði gaman af, þegar margt var i kringum hana. Við ræddum oft saman um heima og geima. hún var rnjög trúuð, líf eftir þetta líf efaðist hún ekki um, og vona ég að það séu orð að sönnu, vona að hún sé i hópi margra kunningja. auk fööur niíns sem lézt fyrir 15 árum á sama degi og hún. Hún lifir í mínu minni sem ljós- geisli lifs, kona sem ég var stolt af. Guð blessi minningu hennar. I»<> missi cj* licyrn inál «,u rrtm «j> máttiun cj> þicrra l'inni. þá solna cj> liin/.l \ irt (laurtadrtm. rt Drottinn. j>cf sáln minni art vakna \ irt srtnj-sins liclj>a hl.irtm íhimncskri kirkju þinni. O.A. Jónfna Bliindal. fyrir ellefu árurn, er ég og fjöl- Elísabet Jónsdótt- ir - Minningarorð sæld og hógvær gleöi heilsaöi gestum. Þar leið öllum vel. Oddný heitin var ekki aöoins vel gefin kona, hún var einnig í ríkum mæli gæll því hlýja hugar- þeli, sem öllum vildi vel. Glaðlyndi var henni eiginlegt. og elskulegt viðmót var henni santgróið. Mikið var ævistarfið og fagurt varð ævikvöldið. Umvafin var hún ástúð og umhyggju barna sinna og barnabarna. Harm og sársauka hafði hún orðið að reyna, missi barna og síðast sviplegan missi tveggja dóttursci, Slfkar stundir bar hún með stillingu. Harma sína bar hún ekki á torg. Þ. 8. október síðaslliöinn fór útför hennar frant með húskveðju á heimili hennar og kveðjualhöfn í Sauðaneskirkju, þar sem hún hafði sjálf átt svo margar helgar og dýrmætar stundir. F'ylgdi henni fjölmenni hinstu förina og kom þar fram, hve hún var vinmörg. Síðbúnar þakkir mínar. konu minnar og barna. fyigja fátækleg- um minningarorðum. Þakkir fyr- ir að íiafa eignast vináttu göfugr- ar konu. Hjarlanlegar samúðar- kveðjur sendi ég mínum góða vini Ingimar Baldvinssyni og ástvin- um hans öllurn. Guð blessi vkkur öll St. Hveragerði 25. október 1977. Marinó Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.