Morgunblaðið - 01.11.1977, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977
Litháen:
Götuóeird-
ir í Vilnius
IVIoskvu ;H. oklóhrr. Hculer-AI*.
TIL mikilla óeirða k«m eftir
knaUspyrnuleik í burginni Viln-
ius í Litháen fvrir þremur vikum,
að því er haft er eftir áreiðanleg-
um heimildum í Moskvu. Bifreið-
um var vell, rúður brotnar og
áróðursspjöld vegna b.vltingar-
afmælis voru rifin niður. Daginn
eftir, eða hinn 11. október, voru
hermenn vopnaðir vélbyssum við
gæzlustörf á götum borgarinnar.
Ekki er Ijóst hversu margir (óku
þátt í þessum óeirðum, en sjön-
varpsútsending frá knattspyrnu-
leiknum þar sem um 15 þúsund
manns voru samankomin, var
stöðvuð „af tæknilegum ástæð-
um" þegar hróp voru tekin að
berast frá áhorfendapöllunum.
Helzti heimildamaður um upp-
þot þessi er Alexander Podrab-
inek, sem mikið hefur látið að sér
kveða meðal andðfsmanna í
Sovétríkjunum, en hann hefur
meðal annai s haft nána samvinnu
við Andrei Sakhai ov. Podrahinek
Nýtt met í
hnattflugi
San Francisco. .‘II. oklóhcr.
Kculcr.
RISAÞOTA Pan Ameriean-
flugfélagsins með 15« farþega
um borð lenti íSan Franeisco í
gærkvöldi eftir hnattflug á
nýjum mettíma, 54 klukkutíni-
um og sjö mínútum.
Gamal metið átti Boeing 707
flutningaþota og var 62
klukkutíma og 27 niínútur.
Það var selt 1965 og hefur nú
verið bætt um rúnta átla
klukkutíma.
Pan Am-þotan flaug rúmlega
26.000 mílna vegalengd og
flaug yfir bæði heimskautin i
hnattfluginu.
Tuttugu og tveir farþegar á
fyrsta farrými greiddu 3.333
dollara hver fyrir ferðina og
aðrir 2.222 dollara. Flugvélin
fór frá San Franciseo og flaug
um London, Höfðaborg og
Auckland.
Karl og Margaret Macklin
frá Delray Beach, Florida,
sögðu um flugið: ,,Við fórum
af þvi við/erum að eldast og við
vildum sjá allan heiminn á
stuttum tfma.“ Þau eru á
sjötugsaldri.
er nýkomin frá Litháen þar sem
hann grennslaðist fyrir um al-
burð þennan. Hann hefur eftir
sjónarvottum að eldur hafi verið
borinn að lögreglubifreiðum, og
að varalið lögreglu, öryggislið
KGB og vopnaðar borgarasveitir
hafi reynt að skakka leikinn, en
þegar handlökur hófust urðu mik-
il átök þegar reynt var að ná
föngum úr höndum lögreglunnar.
Podrabinek hefur ekki upplýsing-
ar um fjölda þeirra, sem hand-
teknir voru, en telur að þeir hafi
verið færðir til yfirheyrslu.
Nokkrum diigum eftir atburð
þennan skýrði dagblaðiö
Vacherniye Novosti, sem út kem-
ur í Vilnius, frá því að komiö
hefði til átaka í borginni, og hafi
upphafsmennirnir verið „drukkn-
ir æsingamenn".
Svo virðist sem óeirðirnar hafi
byrjað með hvatningarhrópum á
iþróttaleikvanginum, en þar átl-
ust við heimalið og rússneskt lið.
Hafi hrópin síðan fljótlega snúizl
upp í köll gegn Rússum almennt
og kröfur um að þeir yrðu á brott
úr landinu.
Af opinberri hálfu i Litháen er
því gersamlega vísað á bug að
alvarleg átiik hafi átt sér stað —
hér hafi aöeins verið um þaö aö
ræða að nokkrir baldnir ungling-
ar hafðu verið með ólæli eftir
kappleikinn. Hafi síðan fjórir
unglingar verið teknir höndum,
en verið sleppt fljótlega eftir að
vandaðTiafi verið um við þá.
Bankaræningi að nafni Silvio Porras kemur út úr
banka í Manajíua í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua
með konu sem hann tók í gíslingu þegar hann revndi
að ræna hankann. Hann var handtekinn skömmu
síðar fyrir utan bankann. Talið er að hann sé úr hópi
skæruliða.
Kref jast náðunar póli-
tískra fanga í tilefni
byltingarafmælis
IVIoskvii — 31. októbcr — AF
FJÖRUTÍU sovézkir
andófsmenn með Andrei
Sakharov í hroddi fylking-
ar hafa beint þeirri áskor-
un til sovezkra yfirvalda að
öllum pólitískum föngum í
landinu verði sleppt úr
haldi 7. nóvember n.k., en
þá er búizt við víðtækum
náðunum í tilefni þess að
þá verður hátíðlegt haldið
60 ára afmæli byltingar-
innar.
Áskorun þessi kemur fram í
opnu bréfi til yfirvalda, en þar er
krafizt „undantekningalausrar
náðunar allra pólitískra fanga, út-
laga innan Sovétríkjanna og
þeirra, sem dveljast á geðveikra-
hælum af pólitiskum ástæðum, án
tillits til þess hverjar sakargift-
irnar eru eða hversu lengi ætlun-
in er að hafa þá í haldi“.
„Það væri við hæfi að nefna
pólitíska fanga í Sovétríkjunum
,,samvizkufanga“ þar sem þeir
hafa ekki barizt gegn hinu
sovézka kerfi,“ segir í bréfinu,
„heldur hafa þeir aðeins krafizt
grundvallarréttinda í samræmi
við alþjóðlega sáttmála.“
2 teknir
fyrir rán
á dreng
Hamhorg. 31. oklóbcr. Rculer.
LÖGREGLAN í Hamborg
og London hefur handtekið
tvo menn í sambandi við
ránið á Felix Welles, fjög-
urra ára gömlum frænda
vestur-þýzks hryðjuverka-
manns, sem beið bana í
árásinni á þýzka sendiráð-
ið í Stokkhólmi í apríl
1975.
Hans Jurgen Wilsdorf var
handtekinn í íbúð fyrrverandi
konu sinnar í Hamborg. Háttsett-
ur vestur-þýzkur lögregluforingi
fór til London og hélt ásamt yfir-
mönnum frá Scotland Yard til
hótels þar sem Jilrgen Petersen
var handtekinn.
Felix var rænt frá heimili sínu
17. október og látinn laus sjö dög-
um síðar þegar milljón marka
lausnargjald hafði verið greitt,
þar af helmingurinn frá borgar-
stjórn Hamborgar.
Heimsins
mesta magn
af úraníum
Hamhorg, 31. oklóbcr. AF
VÍSINDAMENN frá
háskólanum í Hamborg
hafa fundið miklar úran-
íumbirgðir í þeim hluta
Svartahafs er tilheyrir
Tyrklandi og þetta kunna
að vera mestu úraníum-
birgðir heimsins að því er
háskólinn skýrði frá í dag.
Úranið fannst á 10.000 til 20.000
metra dýpi og t'alið er að, birgðirn-
ar nemi nokkrum milljónum
lesta. Verðmæti gæti verið allt að
100 milljarðar dollarar.
Nefnd jarðfræðinga undir
forystu prófessors E.T.Degens og
styrkt af vestur-þýzku stjórninni
fann úranið.
■ ■■
\f/
ERLENT
Voronezh-flugvélaverksmiðjurnar í Rússlandi hafa smíðað risaþotuna IL-86 í
tilefni 60 ára afmælis október- bvltingarinnar. Hún tekur 350 farþega, nær
900—950 km hraða á klst og getur flogið í allt að 9.000 til 10.000 metra hæð.
Rórra eftir hörð
átök við Zambesi
Salisbury, 31. oklóbcr.
Rculer.
TILTÖLULEGA kyrrt var á
lundamærum Rhódesíu og
Zambíu ( dag eftir alvarlegustu
átök iandanna síðan vopnavið-
skipti hófust fyrir fimm árum.
Átökin varpa skugga á heim-
sókn brezkra og bandarískra full-
trúa sem eru væntanlegir til
Salisbury til að ræða möguleika á
vopnahléi samkvæmt friðaráætl-
un Breta og Bandaríkjamanna.
Heryfirvöld í Rhódesíu sögðu i
gær, að haróir bardagar hefðu
geisað í 24 tima við Zambesifljót.
Þau segja að Zambíumenn hafi
haldið áfram að skjóta í nótt og að
skothríð hafi hafizt aftur i dag.
Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu svöruðu Rhódesiumenn ekki
skothríðinni í nótt og í dag. Sagt
var að einn rhódesískur hermað-
ur hafi særzt og að hann hafi
verið fluttur til Salisbury.
Tilvonandi stjórnarfulltrúi
Breta, Carver lávarður, og sérleg-
ur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna,
Prem Chand hershöfðingi, eru
væntanlegir til Salisbury á mið-
vikudag til vopnahlésviðræðna.
Þeir eru nú í Tanzaníu þar sem
þeir ræða við Joshua Isjkomo og
Robert Mugabe, leiðtoga föður-
landsfylkingarinnar sem styður
skæruliðana er hafa barizt fyrir
meirihlutástjórn blökkumanna i
Rhódesíu siðan 1972.
Gert er ráð fyrir því að Carver
lávarður og Chand hershöfðingi
komist að raun um að Rhódesíu-
menn leggjast eindregið gegn því
að öryggissveitir hvita minnihlut-
ans verði lagða-r niður eins og
kveðið er á um í áætlun Breta og
Bandarikjamanna ,um myndun
meirihlutastjórnar blökkumanna.
Zambíumenn, sem hafa Jeyft
skæruliðum er styðja Nkomo að
ráðast á Rhódesiu frá stöðvum í
Zambíu, hervæddust í maí. Alvar-
legasti atburðurinn á landamær-
unum þar til nú var 10 tíma skot-
árás Zambíumanna á Chirundu
fyrir norðan Karibavatn í júlí.