Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
3tt«rgunI>Iabto
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
Miki! umferð hefur verið í Reykjavík að undanförnu og í gær urðu 14 árekstrar
borginni, enginn þó alvarlegu r. Ljósm.Mh..: Frióþjófur.
Kröflusvæðið:
Landris jókst
skyndikgaígaer
LANDRIS á Kröflusvæðinu jókst
J skyndilega um hádegisbilió í gær
ug var meira en oftast áóur ailt
fram til kl. 18, en þá hægói þaó á
sér á ný og í gærkvöldi var risið
eins og aó undanförnu. Þá hefur
gufuútstreymi haldið áfram aó
aukast í Bjarnarflagi og í fyrrinótt
myndaóist þar nýr leirhver. Eru
vísindamenn hræddir um að þar
geti oróið gufusprenging eða aó
horholurnar rífi af sér toppstykk-
in.
Axel Björnsson jarðeðlisfræð-
ingur, sem staddur er í Mývatns-
sveit, sagði i samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi, að í stórum
Framhald á bls. 30.
Mesta síldveiði í rek-
net sem sögur fara af
Hringur GK var með 900 tunnur
S j áv arútvegsr áðherr a:
Frystihús á SV-landi
standa verst að vígi
„ÞAÐ KEMUR í ljós í skýrslu
Þjóóhagsstofnunar um stöóu
hraófrystiiónaóararins í landinu,
að frystihúsin eru misjafnlega
veí á vegi stödd. Húsin á Reykja-
nesi, Reykjavfkursvæóinu og í
Vestmannaeyjum viróast standa
verst að vígi, en þó eru þar hús
sem viróast ganga vel og standa
upp úr. 1 öórum landsfjórðungum
er ástandió betra og mörg hús á
Vestfjörðum, Noróurlandi og
sum húsanna á Austfjöróum virð-
st standa ágætlega," sagói Matthf-
as Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra þegar Morgunblaðið spurði
hann út í skýrslu þá, sem Þjóó-
hagsstofnun hefur tekið saman
um afkomu frystihúsanna í land-
inu. Skýrslan veróur tekin fyrir á
ríkisstjórnarfundi í dag, en aó
sögn Matthíasar Bjarnasonar er
þess ekki aó vænta að neinar sér-
stakar ákvarðanir verói teknar i
þeim fundi.
Utanríkisráðherra í
opinbera heimsókn til
Danmerkur og Noregs
SAMKVÆMT þeim upplýsingum,
sem Morgunblaóið hefur aflaó
sér, þá mun nú ákveðið að Einar
Agústsson utanríkisráóherra fari
í opinbera heimsókn til Dan-
merkur og Noregs í lok þessa
mánóar.
Utanríkisráðherra mun fyrst
fara til Danmerkur og verður þar
síðustu dagana í nóvember og
fram í byrjun desember, og fara
síðan til Noregs, þar sem hann
verður í nokkra daga.
„Það er ekkert sem kemur mér
á óvart í skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar, og þa er þegar búið að gera
svo mikio sambandi við viðntið-
unarverðio. og við tókum mið af
því sem komið var í áfanga-
skýrslu Þjóðhagstofnunar. Hitt er
svo annað mál að vandi frystihús-
anna er mjög misjafn. Sum frysti-
hús hafa gert það gott á undan-
förnum árum og standa á traust-
| um grunni, en önnur aftur standa
| illa og hafa hlaöið upp lausaskuld-
1 um, en auðvitað verður ekkert
gert á grundvelli þessarar skýrslu
fyrr en könnun á lausafjárstöðu
hvers fyrirtækis fyrir sig liggur
■ fyrir og hvert eigið fé húsanna er.
i Þessi úttekt felur ekki í sér neina
I skuldbindingu um að öllum verði
I bjargað hvernig sem þeir eru
Framhald á bls. 30.
MESTA reknetaveiói sem sögur
fara af síðan slíkar veiðar hófust
við tsland fyrir mörgum áratug-
um var í fyrrinótt austur af Ing-
ólfshöfða, en þá veiddust milli 10
og 12 þúsund tunnur af síld í
reknet. Sá bátur, sem fékk
mestan afla, var Hringur GK með
900 tunnur og þeir bátar sem voru
meó minnstan afla voru meö í
kringum 200 tunnur, en fram til
þessa hefur þótt mjög gott aö fá
200 tunnur í reknet.
Samkvæmt því sem Morgun-
blaðinu var tjáð i gær var fjöldinn
af bátunum með þetta 300—400
tunnur.
Reknetabátarnir lönduðu síld-
inni allt frá Neskaupstað til Sand-
gerðis og t.d. var 8 Hornafjarðar-
bátum vísað frá sinni heimahöfn,
svo mikil sfld barst þangað í gær.
Allar geymslur i frystihúsi
Kaupfélagsins á Höfn eru nú
orðnar yfirfullar nema hvað hægt
var að losa 100 tonn af frystri síld
í Heklu. Þá voru fluttir nokkrir
Z í stofni orða:
Stafsetningarreglur
fram til 1973 gildi áný
Tillaga 11 þingmanna úr 4 þingflokkum
FRAM er komin á Alþingi tillaga
til þingályktunar um íslenzka
stafsetningu, flutt af 11 þing-
mönnum úr 4 þingflokkum, þess
efnis aö um hana skuli gilda þær
'reglur, sem voru ákveðnar í aug-
lýsingu 28. febrúar 1929 og farið
var eftir á tímabilinu 1929—1973,
meö því fráviki, aö um ritun z
skuli gilda eftirfarandi ákvæöi:
1. Rita skal z fyrir upprunalegt
tannhljóð (d, ð, t) + s í stofni, þar
sem tannhljóðið er fallið burt í
skýrum framburði, t.d. hanzki
(hand-ski), lenzka (lend-ska),
gæzka (gæð-ska) : józkur (jót-
skur), nýzkur (níð-skur) : anza
(and-sa), beizla (beit-sla), verzla
(verð-sla) : unz (und-s).
2. Ef stofn lýsingarorðs eða
sagnorðs endar á d, ö eða t
(einföidum samhljóða) og tann-
hljóðið fellur burt í skýrum fram-
burði á undan hástigsviðskeytinu
st eða sagnorðsendingunni st, skal
rita z, t.d. nyrztur (nyrð-stur),
elztur (eld-stur), beztur (bet-
stur); þú leizt (leit-st), þú hézt
Framhald á bls. 30.
tugir tonna milli húsa, en síðan er
ekki gert ráð fyrir að síld fari frá
Höfn fyrr en 10.—12. nóvember
en aðeins mun taka 2 daga að
fylla allar geymslur á ný.
Verk Muggs
og Schevings
fóru á hálfa
millj. króna
VERK nokkurra frægra málara
voru boóin upp á vegum borgar-
fógetans í Reykjavík á laugardag-
inn, en verkin voru úr dánarbúi
Ragnheiðar heitiiuiar Jónsdóttur
skólastjóra. Upp*öið fór fram í
uppboðssal tollstjóraembættisins
og var salurinn troðfullur.
Samkvæmt upplýsingum
uppboðshaldarans Jónasar
Gústavssonar fékkst hæst verð
fyrir 6 samstæðar teikningar eftir
Mugg, þar sem listamaðurinn leit-
aði viðfangsefna i þjóðsögurnar.
Fóru teikningarnar á 490 þúsund
krónur. Oliumálverk eftir Gunn-
laúg Seheving af norsku húsi á
Seyðisfirði, málað 1933, seldist á
480 þúsund krónur. Sami maður
keypti myndir Muggs og
Schevings. Vatnslitamynd eftir
Brynjólf Þórðarson, máluð 1932,
seldist á 180 þúsund, málverk
eftir Svein Þórarinsson var selt á
125 þúsund, málverk eftir Kára
Eiríksson seldist á 110 þúsund og
blýantsteikning eftir Mugg
seldist á lOOþúsund krónur.
2 togarar í árekstri á Halamiðum:
2-3 metra rifa kom á
Harald Böðvarsson
Akranesi, 31. oklóber.
TOGARINN Haraldur Böðvars-
son AK 12 kom hingaó í morgun
af Halamiðum, eftir aö hafa lent í
árekstri við togarann Framtíðin
frá Keflavík. Framtíöin sigldi á
Harald Böðvarsson bakhorðsmeg-
in, meó þeim afleiðingum, aö þar
kom 2—3 m Iöng, rifa f kinnung-
inn og flæddi sjórinn f einangrun
í íbúöarherbergjum og skeinmdi
Framhald á bls. 30.
Lá slasaður í híl sin-
um í 8 klukkustundir í
nístingskulda nætur
STÓR dráttarbíll frá GG-flutningafyrirtækinu f Reykjavfk fór útaf veginum undir Hafnarfjalli
aófararnótt sunnudagsins sfðasta. Bifreiöarst jórinn, 29 ára gamall, klemmdist inni f stýrishúsi bflsins
og gat hvorki hreyft legg né lið. Varð hann að dúsa þarna f nfstingskulda f fimm klukkutfma á þunnri
skyrtu, fótbrotinn og úr m jaðmarlið, áður en hjálp barst og þrfr tfmar til viðbótar liðu áöur en tókst aó
ná manninum út úr stýrishúsinu. Hann var fluttur á spffalann á Akranesi og var líðan hans þokkaleg
eftir atvikum í gær.
á hjólunum. Við óhappió færó-
ist spilið fram af vagninum og
lenti á stýriishúsinu og
klemmdi bilstjórann upp við
stýrið svo hann gat sig hvergi
Á vagni dráttarbflsins var 22
tonna spil, sem flytja átti út á
land. Um eittleytið um nóttina
vildi það óhapp ti) að bíllinn fór
útaf veginum en hann hélzt þó
hreyft. Allar rúður i stýrishús-
inu brotnuðu og varð því ekk-
ert skjól fyrir bilstjórann þar
inni. Hófst nú löng og erfið bið
Framhald á bls. 30.