Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 6
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 VERÖLD SVIPUR „Engill í mannsmynd 99 FYRIR nukkru birlu 23 Sovétmunn, andófsmunn og allt fyrrverandi fangar, sem nú eru komnir úr landi, bréf stílað á stjórnvöld Sovétrfkj- anna. Þar er skorað á þau að leyfa konu nokkurri, Idu Nudel, sem lengi hefur sætt ofsóknum, að flytjast úr landi og fara til Israels, þar sem fjölskylda hennar er saman komin. 1 bréfinu er konu þessari lýst með nokkuð óvanalegum hætti: hún er kölluð „engill f mannsmynd". Þetta er hástemmt orðalag. En það er ekki alveg ástæðulaust. Ida Nudel er 47 ára að aldri og hagfræðingur að mennl. Árið 1971 sótti hún, systir hennar og mágur og þeirra börn um að mega flytjast frá Sovétríkjunum. Það leið á löngu þar til beiðninni var svaráð og þau sættu ýmsum óþæg- indum á meðan. En það er alvana- legt. Þeim var veitt leyfið á endanum — öllum nema Idu. Var engin ástæða tilgreind til þess, að henni var neitað. Hún hafði aldrei komið nálægt neinum ríkis- leyndarmálum og yfirvöldin höfðu alls enga frambærilega ástæðu til þess að kyrrsetja hana. Systir hennar og mágur ætluðu að hætta við, þegar henni var synjað, en hún taldi þau á að fara samt. Hún hefur sótt um brottfararleyfi oftar, en þvi hefur ekki verið anz- að. Þau sex ár, sem liðin eru frá því, að hún sótti um fyrst hefur hún sætt sífelldum ofsóknum. Hún hefur ekki verið handtekin. En kostir hennar hafa verið þrengdir svo, að hún væri varla verr sett í fangelsi. Ida Nudel er sjúklingur. Hún er veil fyrir hjarta og hefur auk þess þjáðst af magasári í nokkur ár. Þegar eftir að hún sótti fyrst um Ieyfi til að flytjast úr Iandi, var henni sagt upp starfi sínu. Öilum, sem sækja um leyfi til flutnings úr landi er undir eins sagt upp starfi — og skiptir ekki máli hvort á að veita þeim leyfið eða ekki. Eftir það fá þeir hvergi vinnu og verða að ganga atvinnu- lausir. En þá má kæra þá fyrir það að „lifa á sníkjum“ og hneppa þá í fangelsi fyrir! Menn hætta sem sé á mikið, er þeir sækja um brottflutningsleyfi. Sé þeim synj- að um leyfið eiga þeir sér yfirleitt ekki viðreisnar von. Idu tókst þó með herkjum að fá svolitla vinnu við hreingerningar. Það er bæði illa launað starf og aldrei að yita, hve lengi hún fær að halda því. Mundu nú líklega flestir hafa hægt um sig eftirleið- is, ef þeir væru í hennar sporum, í þeirri von, að yfirvöldin létu þá fremur í friði. En hún hefur ekki látið beygja sig. Öllum frístund- um sínum ver hún til þess að skrifa fólki, sem situr í fangelsi fyrir skoðanir sínar víða um Sovétríkin, telja í það kjark og halda í því voninni. Hún sendir því jafnvel gjafir af naumum efn- um sínum. Hafa ýmsir vottað það, að bréf hennar og bögglar hafi hreinlega haldið í þeim h'finu í fangavistinni. En það þarf vart að taka fram, að þetta líknarstarf mildar ekki hug yfirvaldanna til hennar. Systir hennar og mágur skrifa henni endrum og eins frá Israel. Hún fær hins vegar ekki að senda bréf úr landi, aðeins póstkort með hversdagslegum fréttum, sem engu máli skipta. Siminn var tek- inn af henni fyrir fjórum árum — og sú ástæða tilgreind, að sfmtæk- ið væri „eign sovézku þjóðarinn- ar“! Hún fær engar fréttir nema þá sjaldan, að ferðamenn heim- sækja hana. Stöðugt eftirlit er haft með ibúð hennar, þótt gest- um sé ekki vísað frá. íbúðin er i útjaðri Moskvu og Ida býr þar ein. Hún er ekki í neinum tengsl- um við andófsmenn, svo að vitað sé. Og hún hefur ekki brotið nein skráð, sovézk lög. Það brýtur í bága við Helsinkisáttmálann, sem Sovétmenn undirrituðu og höfðu um mörg og fögur orð, að henni skuli meinað að fara úr landi. Þar er ákvæði þess efnis, að ekki megi IDA NUDEL: Sex ára ofsóknir sem sovésk stjórnvöld geta hvorki varið, skýrt né réttlætt. skilja sundur fjölskyldur. Öll fjöl- skylda Idu er komin úr landi. Hún er ein eftir. I bréfinu, sem nefnt var i upp- hafi, stendur þetta m.a.: „Vió, sem komizt höfum undan og feng- ið tækifæri til að hefja nýtt líf getum ekki setið hjá aðgerðalaus meðan Ida þjáist enn.“ Það er ekki orðum aukið, að hún þjáist. Hún er ein á báti, hefur mjög lítið samband við aðra, það er stöðugt njósnað um hana, heilsa hennar er slæm og fer versnandi (það þyrfti að skera hana upp innan skamms — en svo kann að fara, að yfirvöldin neiti henni um lækn- ingu í refsingarskyni). Hún hjar- ir, en það er ekki meira en svo. Hún væri tæpast verr stödd í fangelsi, og er þó ekki vel látið af vistinni í sovézkum fangelsum ... Mál hennar er nokkuð sérstaks eðlis, eins og fram er komið. Hún hefur aldrei tekið virkan þátt í andófi. Samt féll hún í ónáð. Yfir- völdin höfðu aldrei neina fram- bærilega ástæðu til þess að leggja hana í einelti. Hún er alsaklaust fórnarlamb harðstjórnarinnar. Hún hefur ekkert af sér gert, nema sótt um leyfi til að flytjast úr landi (það er fyllilega löglegt), og líknað þjáningarsystkinum sín- um, öðrum fórnarlömbum kerfis- ins. Þeir glæpir skulu henni ekki fyrirgefnir. Að vísu er hugsanleg ein gild ástæða til þess, að henni var bannað að flytjast úr landi og hún hefur verið ofsótt allar götur upp frá því. Yfirvöldin kunna að hafa hugsað sem svo, að dæmi hennar yrði gott víti til varnaðar öðrum þeim, sem hygðust sækja um leyfi til brottflutnings. Þeir, sem sækja um slíkt leyfi vita ekkert fyrir fram, hvort það verður veitt eða ekki, og jrótt það verði veitt geta liðið þrfr, eða sex mánuðir þangað til og jafnvel hálft annað ár. Aft- ur á móti vita þeir, að um leið og þeir eru búnir að sækja um, eiga þeir vís ýmiss konar óþægindi. Þeir mega búast við því að verða reknir úr starfi, svo og allir nán- ustu ættingjar þeirra. Og þeir mega búast við því að sæta stöð- ugum ofsóknum æ síðan. Þetta aftrar mörgum frá því að sækja um leyfi og er það engin furóa. Það er hins vegar furða, að marg- ir sækja samt um leyfi upp á þessar vonir . .. Það kann sem sé að hafa verið ætlun yfirvaldanna, að dæmi Idu Nudel aftraði öðrum frá því að sækja um leyfi til að flytjast úr landi. Og vel getur verið, að það hafi aftrað mörgum frá því. En þar er einmitt mergurinn máls- ins. Ida er löngu búin að gera sitt gagn, ef svo má að orði komast. Hún er búin að sæta ofsóknum í sex ár samfleytt. Örlög hennar eru örugglega löngu búin að hafa öll þau áhrif, sem þeim var ætlað. Sovézk yfirvöld eru löngu búin að hafa af henni allt það gagn, sem þau gátu; þau hafa engan hag af því að ofsækja hana áfram. Þau hafa, þvert á móti, mikinn óhag af því. Sovétríkjunum hljóta að bæt- ast nýjir andstæðingar i hvert sinn, sem nýjar fregnir berast af Idu Nudel. Sovézkum yfirvöldum er ekki einungis gagnslaust að halda henni áfram — það er þeim til tjóns. Hvers vegna halda þau þessum tilgangslausu ofsóknum áfram? Það er mér hulið. Það er aðeins einiæg von mín, að stjórnvöld Sovétríkjanna vitkist, láti hér staðar numið og leyfi Idu Nudel að fara i friði. Það er löngu komið -BERNARD LEVIN. AÐ TJALDABAKI Lykill að leyndarmáli FYRIR nokkrum vikum var gert opinbert mikið safn skeyta, sem Þjóðverjar sendu á dulmáli í heimsstyrjöldínni síðari og Bret- um tókst að ráða. Þetta eru 28 þusund skeyti alls. Flest eru um fyrirætlanir Þjóðverja — en einn- ig eru þarna mörg, sem Bretar höfðu sent á dulmáli, Þjóðverjar ráðið og sent sínum mönnum á dulmáli Og Bretar þá ráðið þau aftur! Þaó vekur furðu manns, þegar hann lítur yfir þetta grfðarmikla skeytasafn hve síyrigir Bretar voru að ráða dulmáislykla Þjóð- verja. En Bretar höfðu einvalalið til þess arna: Það voru allt há- lærðir stærðfræðingar. Það er af mörgu að taka í skeytasafninu. Það er ljóst, að stærðfræðingarnir riafa unnið ómetanlegt verk. Ráðningar þeirra höfðu oft og tíðum úrslita- þýðingu. Og þeir réðu flest skeyti Þjóðverja fyrr eða síðar — þótt ekki værí það alltaf í tæka tið. Til dæmis um það má nefna leitina að Bismarck, hinum mikla vigdreka Þjóðverja, sem brezk flotadeild elti um hálft Atlantshaf áður en tókst að sökkva honum. Aðförin stóð frá 23. til 27. maí 1941; þá sökk Bismarck njeð mest- allri áhöfn. En það var ekki fyrr en 29. maí, að stærðfræðingarnir réðu þau skeyti Þjóðverja, sem hefðu getað komið brezku flota- deildinni að gagni í aðförinni. Samt höfðu Bretar gagn af skeytasendingum Þjóðverja í elt- ingarleiknum. Hinn 25. maí sendi þýzki flotaforinginn, Lutjens, dul- málsskeyti þess efnis, að skip hans hefði orðið fyrir skotum brezka herskipsins Prince of Wal- es og einnig tundurskeyti, og væri þaö ílla laskað. Sir Jack S. Tovey flotaforingi, sem var fyrir brezku flotadeildinni, skildi ekki skeytið. En það var langt og tók nokkurn tima að senda það — og það varð til þess, að Tovey gat látið miða hnattstöðu Þjóðverjanna út. Hann vissi þá nákvæmlega hvar þeir voru staddir og hélt þegar rakleitt á eftir þeim. Ltitjens flotaforingi hafði komið upp unt sig með því að senda skeytið — enda þótt ekki skildist orð af því. Allir aðiljar í heimsstyrjöldinni fyrri voru furðu kærulaúsir um skeytasendingar, enda kom það þeim oft í koll. Tovey kom auga á Þjóðverjann um hálfníuleytið um morguninn I A mannaveið- um við bað- strendurnar Baðstrendur þykja miklir land- kostir nú á tímum. Og óvíða eru baðstrendur meiri en I Astralíu. En baðströndunum í Ástralíu fylgja dálftil óþægindi. Bað- strandargestir eiga nefnilega allt- af á hættu að verða étnir ... Frá því um sfðustu aldamót hafa einir 100 manns orðir há- körlum að bráð við strendur Astralíu. Og þremur hafa þeir grandað það, sem af er þessu ári. Hinir eru svo ótaldir, sem komazt f kast við hákarla en sleppa lif- andi þótt oft séu þeir illa leiknir. 17 ára piltur, Philip Horley, er til dæmis um þá heppnu. Eitt sinn sem oftar f sumar fór hann í sjóinn undan ströndinni neðan við heimili sitt í Suður- Ástralíu. Hann hafði með sér brimbretti, lá á því f makindum og lét ölduna fleyta sér til lands. Hann átti skammt upp í fjöru, þegar fjög- urra metra langur hákarl skauzt upp úr sjóskorpunni og réðist um- svifalaust á hann. „Hann kom allt í einu upp rétt fyrir framan mig“, segir Philip, „og við horfðumst í augu nokkur sekúndubrot. Mér kom ekki annað til hugar en dag- ar mfnir væru taldir. Hákarlinn henti sér upp á brettið og yfir mig. Skrápurinn á kviði hans var svo harður, að ég var allur fleiðr- aður og blóðrisa eftir. Svo réðist 27. maí, og þá var komið að leiks- lokum. Klukkan rúmlega sex um kvöldið útvarpaði þýzka flota- stjórnin þeirri orðsendingu til þýzkra skipa, að „Bismarck hefði hvað eftir annað verið getið í skeytum óvinarins — þangað til kl. 9.15“ ... Um hálftvöleytið að- fararnótt hins 27. höfðu þeir Hitl- er og Raeder flotaforingi, yfir- maður þýzka sjóhersins, ávarpað áhöfn Bismarcks í útvarp. Þá var ljóst, að Bismarck átti skammt eftir: Hitler komst svo að orði í ávarpi sínu til hinnar dauða- dæmdu áhafnar: „Eg þakka yður í nafni þýzku þjóðarinnar. Öll þjóðin er með yður í anda. Einskis verður látið ófreistað yður til hjálpar. Skyldurækni yðar mun styrkja þjóð vora í baráttunni fyr- ir lífi sínu.“ Lutjens flotaforingi var sæmdur Riddarakrossinum æ) sér fjarverandi og honum til- kynnt, að „allir hugsuðu til hans með stolti“. Síðan urðu hann og menn hans að bjarga sér af eigin rammleik. Það komust 100 manns af úr áhöfninni, sem taldi nokkuð á annað þúsund... — MARK ARNOLD- FORSTER. SUÐUR AMERIKAM Ættarstjóm riðar til falls N(J HEFUR sama ættin ráðið rlki í Nicaragua f 40 ár. Stjórn hennar hefur löngum verið illa þokkuð, enda var ekki vel til hennar stofn- að: hún hófst á manndrápi og valdráni. Það var árið 1937, að Anastasio Somoza tók sér forseta- völd og hefur stjórn landsins verið einkamál fjölskyldunnar allar götur upp frá þvf. Somoza ríkti f 20 ár, nema hvað hann tók sér frí f þrjú ár og leyfði frænda sfnum að stjórna á meðan. Somoza var drepinn árið 1957. Þá tók eldri sonur hans við, og loks yngri sonur og alnafni, sem nú situr að völdunum. En nú hillir undir endalok þessarar ættarstjórnar. Samtök í fótspor föðurins Stjórn þeirra Duvalierfeðga i Haiti hefur löngum veirð orðlögð fyrir grimmd og hörku Gamli maðurinn, Francois Duvalier, sem nefndur var ..Papa Doc' . kvaddi þennan heim fyrir sex árum, en sonur hans Jean Claude tók við og hefur hann haldið merki föður síns á lofti með heiðri og sóma Að sögn fyrrverandi fanga, sem gistu Dimanchefangelsí á Haiti en voru gerðir útlægir fyrir skömmu látast daglega tveir eða þrir fangar af illri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.