Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 48 Séra Páll Björnsson w 1 Selárdal: Fiallið helga Nær vora tekur, hefja sjó- fuglarnir að elska björgin og búa sér hreiður í hrufunum og skútum klettanna. Æðifuglinn safnast að eyjunum, og storkur- inn undir himninum þekkir sinn tilsetta tíma. Sumar- fuglarnir aðkomandi vita af sín- um tíma og tilskikkuðu plássi. Turtildúfan, tranan og svalan vita af tíma sinnar tilkomu. Þetta uppkvæði heimfærir Dav- íð til sinnar hjartsáru eftirlöng- unar, segjandi: Svo sem titilingurinn girnist að finna hreiður, hvar hann leggi sína unga, svo girnist eg að finna, Jehóva Zebaót minn kóngur og minn Guð, þin ölturu. Þvi er þessi samlíking grundvölluð í Guðs orði og má þess heldur minna oss á nærverandi tíma, já, þennan föstutima, sem enn nú af Guðs náð er oss gefinn, vesölum sjófuglum, turtildúf- um og titlingum, til að sjá oss hreiður fyrir vora andarunga, þá að útleiða og síðan fóstra. Nú er enn tími hagkvæmur, hafi það hingað til undan dreg- ist að elska bjargið hjálpræðis- ins og flökta að því. Hvörjir eru þeir, sem saman fljúga sem ský- flóki, og sem dúfur í sinar bjarghrufur? Ég svara: Það eru elskendur krossins Kristi, sem kunngjöra hans dauða, þar til hann kemur. Þetta eru sjófugl- ar mótlætis og harmabörn, er finna hvörgi dúdaím nema í krossi Kristi. Þetta eru æðifugl- ar sem að eyjunum leita, sér- deilis síðan heyrðu það orð: því að eyjarnar væntu mín. Þetta er storkurinn á eyðimörkinni, sem nú fer á kreik að vita hvar orpið fár. Þetta er turtildúfan sem biður: Gef ei sálir þinna turtildúfna vörgum, flokk þinna aumingja gleym ei að eil- ífu. Þetta er tranan, sem tistir-á sóttarsænginni, og svalan, sem sífellt kallar. Þetta eru titlingarnir, lítilf jörlegir og munaðarlausir. Hvört strengir eru mikill fugla flokkur, allir í sömu átt, allir að einu bjargi, hvar Jesú blóði svitnar, svo að biessist ungarnir? Til þinna alt- ara, minn konungur og guð, á hvörjum forðum báluðust synda offurin og friðþægingar fórnirnar, og stóðu jafnan í sífelldum blossa. Hvörnin ætlar þú titlingur Davið að leggja þar unga þína? Annað er þér í hug að hugsa um fuglahreiðurin. Hann segir ei sig langi í Zíon eður Milló, ekki nema að vera þar dag og nótt við það forna altari. Skyldum vér ei innvortis brenna, nær slíkt heyrum. Jes- ús sá krossfesti, en ekkert ann- að nafn undir himninum, er vort bjarg. Jesú pínu og dauða áminning er umflotin ey, sem skrifað er: Sá mikli Jehóva mun vera oss í staðinn fljót- anna og breiðra vatnsfalla, ei skal þangað koma skip með ár- um róið, eigi megtarskip að komast. Krossinn Jesú er það eina einnar fórnar altari. Jesú undir og sár kölluðu feðurnir mæddra bjarghrufur. Komaþví allir, óskandi: Ég vildi eg hefði vængi eins og dúfa. Flöktið hingað allir fjaðrasárir. Nú er ekki blístrað eftir býflugum Egyptalands, heldur öllum örn- um að hræinu vísað. Leggið hér niður alla yðar andarunga og útklekið andvörpum, eftirlöng- un, trú, von og þolinmæði. Jesú pina og dauði er friðarskjól þreyttra, vermir jöklabarna, hreiður volaðra, friðarborg of- sóktra, náðarstóll iðrandi synd- ara. Nú vel, komið til þessara vatna allir þyrstir, sá ei hefur gjald, komi, öðlist óg etið. Eg segi komið og eignist án gjalds og betalings vin og mjólk. Þvi sóið þér yðrum peningum fyrir öngva fæðu, og yðar erfiði fyrir þann hlut, sem öngva saðning hefur. Hlustið jafnan til mín og etið það góða, og yðar sála lysti sig í þessari feiti. Paulus þóttist ekkert vita vilja nema Jesúm krossfesta. Nú tekur að vora. Lítið því þetta lifsins tré, Jesúm á sinum krossi. Þess aldin tekur nú út að springa og gjörast nú fríð. Mun þvi sumar endurlausnar- innar vera i nánd. Turtildúfan kvakar í voru landi. Jesú pina og dauði er mér svo ferskur, sagði Lútherus, sem hann hefði liðið pínu á þessum degi. Og með þvi svo er komið, að allur þessi floti skriður undir þína vængi, vor guð, þá lát nú soninn þinn, Jesúm, liggja á eggjum þessum vorra hjartna, og þau blessuðu miskunnar íður, sem úthelltust og kvöldust í pínunni vor vegna, breiðist yfir vor hugskot og hjörtu, þú, Ur prédikun 1684 sem öllum skepnum gefur sína frjóvgun með þínum guðdóms krafti. Lát nú kvala og pínu krafts þíns sonar, Jesú, fyrir yfirfærslu Heilags anda gefa frjóvgun vorum freðnum slál- um, svo að þær sem fugla- kindurnar komi á fætur sínum ungum, svo þeir syndi og fljúgi eftir móðurinni, þá verða ei vorir kostir síðri: að komast á legg í þeim nýja manni, eftir guði sköpuðum, og flökta svo eftir þér, herra Jesú, og synda með þér í gegnum Belíals straum, þar til afleggjum hold- ið auma, og komustum út af Kedrons myrkrum upp á hæð þeirra himnesku Olíutrjánna á himnum. Framkvæmi það og fullgjöri Jehóva. A hvörju helst bjargi vor Jesús staðar nemur, það taka nú fuglarnir að elska. Fprðum þegar hann bjó meðal Israel á fjallinu Mória, þá elskuðu það pláss öll Guðs börn. Þar útheltu þau sér fyrir Jehóva, þar undu þau sér, sem nálega allareiðu væru í Himninum. Þangað flykktust þau sem annar fugla- floti. Þar lofsungu þeir lausnaranum. Þar prédikuðu þeir hans pinu og dauða. Davið bevísar þennan framburð: Hvað elskulegar eru þýnar tjaldbúðir, ó Jehóva allsherjar. Mína sálu lángar og ómættir af ástundan að koma til fordyra Jehóva, Já, og elska staðinn fóta þinna. Þá Jesús eftir upprisuna opinberaði sig á fjallinu Galíl- eæ, flykktust þangað meir en 500 bræðrá í senn. Þá hann gekk upp á fjallið leit hann margt fólk koma til sin, austan til við Jordán. Þá hann hékk á Golgata komu á það bjarg fjöldi kvenna, sem honum höfðu fylgt af Galílea. Oftlega þegar hann var á fjallinu Ólívetí, flykktust margir til hans að heyra hann. En nú síðast fer hann alleina með sínum ellefu lærisveinum. En vor sála á að elska það OIíu- bjarg vegna þess sem þar fram fór á fimmtudags líðandi nóttu. Hvar fyrir lækkið þér yður ei gnípóttu fjöll. Fjallið Guðs er fjall sem Basjan, sem fjallið gnipótta, fjallið Basjan. Er þá ei best að rekja ferilinn Jesú út á þetta Oliufjall, svo vér séum þar í andanum, sem Jesús er, og ef Pétur kallar fjallið á hverju Jesús forkláraðist fjallið helga, því má ei Oliubjargið kallast heilagt fjall, á hvörju þeir heilögu Guðs blóðdropar og blóðhnettir féllu, á hvörju þeir dýrðarfullu fætur stóðu undir uppstigninguna, á hvjöru svo margt lífsins orð kom af Jesú ástúðlegum vörum. Skýringar Veturinn 1684 skrifaði séra Páll Björnsson í Selárdal fyrri helming föstuprédikana sinna. Afganginum lauk hann 1689. Þessar hugvekjur kallaði hann: Guðrækilega yfirvegan pínunn- ar og dauðans Drottins vors Jesú Kristí í tuttugu og þremur merkilegum predikunum inni- bundna. Kafli sá sem hér er birtur er formáli fyrstu prédikunar- innar. Af ásettu ráði eru ritningartilvitnanir ekki settar inn i textann hér, til þess að eftirtekt lesandans truflist ekki af sifelldu skriftarinnar kapítula tali, eins og séra Páll mundi sjálfur hafa orðað það. Hér er um að ræða alle- góríska útleggingu á hugtakinu fjallið helga, eða bjarg hjálp- ræðisins. Allegóría var tákn- mál, sem á miðöldum þótti best fallið til að útskýra himnesk sannindi. í þessari prédikun er fjallið helga Olíufjallið og Golgata. 1 þessum fjöllum eru Iika fjöllin sem máli skiptu í sögu Israelsmanna, og fjöllin sem komu við sögu Krists. Séra Páll notar í skýringu sinni ritningartexta, sem um þetta efni fjalla; Jer. 6, Jes. 60, Es. 38, Jes. 33, Jes. 2, Jes. 7, Jes. 55. Sálm. 84, Sálm. 34, Sálm. 55, Sálm. 68. Öllu þessu er hagan- lega niðurraðað. Inn i myndina bætir séra Páll ,,æðifuglinum“ og ,,andarungunum“. Þar með hefur hann islenzkað tákn- málið. Fuglarnir eru sálirnar, sem flýja að krossi Krists. Andarungarnir eru bænarand- vörpin, sem borin eru til krossins. Krossinn er nefndur lífsins tré og dúdaím. Dúdaím er alrúnarrótin svo kallaða, (mandragóra) sem var í lögun eins og maður, og hafði lækningagildi. Um hana mynd- uðust ýmsar þjóðsögur, m.a. að hún hefði fyrst vaxið á Golgata og fengið lækningamátt sinn af Lausnarans blóði. Orðið Dúdaím kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu, í 1. Mós. 30. og i Ljóðaljóðum Salómons, 7, 13. Nú er það þýtt ástarepli, en ætti fremur að þýða það ástar- gras eða brönugras, því Dúdaim þótti gott til ásta. Þess vegna er það notað hér. Síon og Milló eru hvort- tveggja staðir eða hús utan við musterissvæðið í Jesúsalem. Belíals straumar er líkinga- mál um ofsóknir, sem kristnir menn verða fyrir. Lokið 3. nóv. 1977. Kolbeinn Þorleifsson. króna vent/úúú I fjórðu milljónustu fernunni af eru i 00.000 kr. verðlaun Fékkst þú þér i morgun Sólargeislinn frá Florida

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.