Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NOVEMBER 1977 55 af frumstarfi Hollendingsins Jan Hospers á þvi sviði hérlendis. Það yrði alltof langt að tíunda hér allt það, sem Trausti hefur skrifað síðustu áratugina. Hann hefur nú um alllangt skeið unnið markvisst að þvi að hrekja þá kenningu, kennda við skrið hafs- botna og Svokallaðar plötur, sem nú er mest í móð með jarðvisinda- mönnum. Svo margir hafa nú aðhyllzt þessa kenningu, að heita má að hérlendis standi Trausti nú einn, sem Héðinn í brennunni, en hann lætur engan bilbug á sér finna og ekki er ráðlegt neinum aukvisa i jarðfræðunum að fara að gantast við hann. Sá gæti fengið útreið ekki betri en Lambasonurinn forðum, því Trausti lumar á ýmsu í pússi sinu. Að vísu telur sá er þetta ritar rökin með botnskriðs- kenningunni sterkari en svo, að hann treysti sér til að mæla gegn þeim, enda trúandi á Alfred Wegenér áður fyrr, en þó er sitt hvað enn, sem torvelt er að skýra út frá plötum og botnskriði og því hollt jarðvísindunum að einhverj- ir haldi áfram að minna á þetta. Afköst Trausta Einarssonar á sviði jarðvísinda eru með ólíkind- um, þegar haft er í huga, að hann hefur ætíð haft kennslu að aðal- starfi og rækt það starf af stakri samvizkusemi, eins og önnur þau störf, sem hann hefur tekið að sér, svo sem vinnu að gerð almanaks i áratugi. Seint mun ég gleyma dugnaði hans og ósér- hlífni í sambandi við alþjóðlegu jarðfræðingaferðina um ísland sumarið 1960. fimmta áratug af fádæma áhuga og dugnaði. Það hefur verið honum ærinn styrkur á hans rannsóknaferli að vera ágætlega menntaður í stærðfræði og eðlis- fræði, svo að þar hefur hann heldur betur skákað jarðfræðing- unum, en þeir hafa á móti státað af meiri undirstöðumenntun f jarðfræðilegum vinnubrögðum. Framlag Trausta á sviði jarðvísinda er þvi eðlilega mikil- vægara á sviði jarðeðlisfræði en jarðfræði, þótt margt hafi hann einnig lagt af mörkum á siðar- nefnda sviðinu og láti þar fátt sér óviðkomandi. Fyrstu árin eftir heimkomuna vann Trausti einkum að könnun á eðli jarðhitans á íslandi. Hann birti um þetta greinar i greina- safni Vísindafélags Islendinga og dró saman niðurstöður sínar i ritinu Uber das Wesen der heissen Quellen Islands, sem út kom 1942 og er vissulega braut- ryðjandi rit. Umfangsmiklar jarðhitarannsóknir siðustu ára- tuga hafa i engu haggað grund- vallarniðurstöðum þeim, sem Trausti setti fram í þessu riti. Eftir að hafa gert jarðhitanum skil, tók Trausti móbergsmyndan- ir landsins til umfjöllunar. Hann birti um þær rannsóknir langa ritgerð: Origin of the basic tuffs of Iceland, árið 1946 og hefur sýnt mikinn áhuga á þessu viðfangs- efni æ siðan og verið þar, um margt á öndverðri skoðun við aðra íslenzka jarðvísindamenn. Áður en hann sendi frá sér þetta móbergsrit hafði hann birt gagn- merkar greinar um jarðfræði Vestmannaeyja og sýndi þar m.a. fram á, að Helgafell hefur ekki gosið á sögulegum tíma. Þann 29. apríl 1947 hófst mikið gos í Heklu eftir rúmlega aldar- hlé og varaði það i þrettán mánuði. Var Trausti í hópi þeirra, er mest lögðu á sig um rannsókn á því gosi. Kom það einkum í hans hlut að kanna nýja hraunið. Hann framkvæmdi m.a. mælingar á hita og seigju (viscosity) þess og var hvorttveggja nýiunda hérlendis. Hann gerði sér sjálfur einfalt tæki til mælinga á seigjunni, yddan járnstaf, sem heitir á vísindamáli þvi virðulega nafni penetrometer, og hafa ekki önnur tæki reynzt betri til seigju- mælinga, enda vitnað til þess í handbókum um eldfjallafræði. Eftir að hafa unnið úr rannsóknum sínum í sambandi Trausti Einars- son sjötugur Nú hin síðari árin hefur Trausti ekki gengið alheill til skógar, en visindaáhuginn er óbilaður og hann reitir af sér hverja ritgerð- ina af annarri. Hann hefur aldrei eytt kröftum sínum i sókn i sum þeirra veraldargæða sem girnileg þykja. Hann hefur aldrei reynt að pota sér áfram eftir framastigum pólitiskra sambanda, aldrei rennt augum í átt til Arnarness og ekki einu sinni krækt sér i prófessors- bústað á háskólasvæðinu, en unað sér með sínum við Sundlaugaveg- inn. Og nú afrekar hann það, sem íslenzkum jarðvísindamönnum hefur erfiðlega gengið og aðeins einum íslenzkum jarðfræðingi hefur áður tekizt, að leggja út á áttunda áratuginn. Góða ferð, Trausti. Sigurður Þórarinsson alfasud 5M er lítil fjölskyldubifreið með frábæra aksturseiginleika og er auk þess sérlega Spameytin JÖFUR hf AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGr - SÍMI 42600 Á morgun á sjötugsafmæli nestor þeirra, er nú starfa að jarðvísindum á Islandi, Trausti Einarsson, prófessor. Raunar voru það aðrir himinhnettir fremur en Tellus, sem Trausti hafði hug á að kanna, er hann hóf háskólanám, því það var stjörnu- fræði sem hann las sem aðalgrein við hinn fræga háskóla í Göttingen. Lauk hann doktors- prófi í þeirri fræðigrein 1934. En hér á landi er þess ekki kostur að keppa við vísindamenn annarra landa í stjarnfræðiiðkunum og fór Trausta þvi svipað og fyrir- rennara hans í þeirri fræðigrein, Steinþóri Sigurðssyni magister, að hann sneri sér að jarðvísindum, samfara kennslu sem aðalatvinnu. Hann gerðist kennari við Menntaskólann á Akureyri 1935 og kenndi þar stærðfræði og eðlisfræði þar til hann varð kennari við Verkfræði- deild Háskóla islands 1944 og prófessor ári síóar. Rannsóknum i jarðvisindum hefur Trausti nú sinnt nokkuð á við Heklugosið, sneri Trausti sér að öðru jarðeðlisfræðilegu verk- efni. Til landsins hafði verið keypt fullkomið tæki til þyngdar- mælinga. Með þetta tæki ferðaðist Trausti um landið þvert og endi- langt og mældi af miklu kappi og birti nióurstöðurnar 1954 í grund- vallarriti: A survey of gravity in Iceland með korti af þyngdar- frávikum á landinu og eru þær niðurstöður, sem þetta kort sýnir, enn óhaggaðar í höfuðatriðum. Einnig sinnti hann nú um skeið bergsegulmælingum í framhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.