Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 73 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ekki til nálægt því nógu margra. Minnumst þess að hér eiga hlut að máli þeir sem um sárast eiga að binda í þjóðfélaginu; þeir sem sjúkir eru og einmana. Heiga Eirfksdóttir Grensásvegi 52.“ Hér er vissulega hreyft máli, sem þarfnast skilnings og síðan framkvæmdar og væri vel ef ein- hver félög, lfknar-, mannúðar- og kirkjufélög gætu tekið þetta verk- efni upp á sfna arma. Einnig má benda á að þessir sjúku einstæð- ingar eru ekki alltaf aóeins i heimahúsum, þá er oft að finna á sjúkrahúsum og þeim væri án efa gerður mjög mikill greiði með því að einhver byðist til að heim- sækja þá þar, lesa fyrir þá og reka erindi sem þeir e.t.v. þurfa að láta reka fyrir sig. Slíkt starf sem þetta hefur verið unnið, oft af einstaklingum fremur en félög- um, en án efa mætti gera hér meira. % Endurtekin morgunbæn? Þá er hér beiðni frá útvarps- hlustanda sem fer fram á að end- urtekin verði morgunbæn út- varpsins og er það varla mikil röskun á dagskránni að gera það, og sjálfsagt eru margir sem taka undir það: „Ég vil leyfa mér að vekja máls á og gagnrýna þá ráðstöfun hljóð- varps að morgunbæn er flutt á þeim tíma er fjöldi landsmanna hefur ekki tök á :ð hlýða. (Fyrir kl. 8 virka daga, kl. 8 á sunnud.) Sjálfsögð þjónusta við hlustendur væri að endurtaka bænastund síð- ar I morgunútvarpi, sbr. morgun- leikfimi. Hver er ástæðan fyrir að svo er ekki gert? Um tímaskort virðist ekki að ræða. Má það ráða af uppfyllingarhjali þulanna i morgunútvarpi. Veit ég það ósk fjölmargra að bænastund verði endurtekin virka daga og færð til á sunnu- dagsmorgnum. Vætni ég að hlust- endur bænastundar séu jafnrétt- háir þeim er iðka morgunleik- fimi. Þóra Jónsdóttir." f----------------\ Prlnsessustólar nýkomnir Eigum aðeins fáeina stóla. Erum að fá mjög fjölbreytta gjafa- vöru. Einnig okkar vinsælu steinstyttur. Tilvaldar jólagjafir. Verið velkomin. KIRKJUFELL Þessir hringdu . . . % Hvar er morgun- leikfimin? Einn stirður: — Mér finnst það alveg voðalagt að ekki skuli maður geta fengið smá hreyfingu á morgnana lengur, og á ég þá við að ekki er nein morgunleikfimi í útvarpinu. Á hverjum morgni í mörg ár hef- ur það verið venja að hefja dag- inn með sprikli eftir lýsingum Valdimars og við undirleik Magnúsar, en þetta er bara alveg horfið af dagskránni og einnig úr lífi manns, því ekki fer ég að gera þetta þegjandi og hljóðalaust heima í stofu og án hvatningar og aðstoðar þeirra félaga. Ég er satt að segja hissa af hverju ekki hef- ur verið um þetta spurt fyrr og af hverju þetta hefur ekki verið á dagskránni svo lengi. Ég minnist þess að vísu að hlé hafi komið i morgunleikfimina á sumrin en nú er þetta hlé orðið of langt. Það væri fróðlegt að heyra svör útvarpsmanna á þessu máli og ég vil leyfa mér að benda á að séu þeir félagar ekki tiltækir og ekki hafi orðið af þessu vegna þess, mætti fá einhverja aðra þótt það sé kannski ekki neinum ætlandi að „fara í þeirra föt“ i þessum efnum, þar sem þeir hafa áunnið sér tiltrú almennings um allt land. Nei, ef heilsu okkar stirðra SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á austurriska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra dr. Wittmanns, sem hafði hvítt og átti leik, og Janetscheks: 29. Hxf5! — gxf5 (Eða 29. . . . Dxe4 30. Bb5+) 30. Hxe7 + ! — Bxe7 31. Dxg8+ — Kd7 32. De6+ — Ke8 33. Dxe7 — Mát. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: I. dr. Dúckstein 13 v. af 17 mögulegum. 2.-3. Hölzl og Stoppel 12. v. 4. Röhrl ll'/4 v. 5.—6. dr. Wittmann og Dúr 11 v. manna á ekki að stefna í voða verður að gera eitthvað röttækt i málinu og það helzt sem fyrst. Það þýðir ekki að benda okkur á að fara í sund eða leggja stund á einhverja aðra tegund iþrótta, þvi við sem höfum ge.rt þetta í mörg ár getum ekki breytt til. HOGNI HREKKVÍSI Látum oss nú sjá: Níu stafa orð enda á i? hrekkvfsi — þarna koma það! Ingólfsstræti 6. Simi 21090. Rvk. V____________________________________ J LUBIN er komið / Nýtt ilmvatn á Islandi luNn LUBIN PARIS <zMmeriólzci * Tunguhálsi ll,Arha‘, sími 82700. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.