Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 3

Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 3 SLÁTURFÉLAG Suðurlands í Austurveri opnar f dag nýja deild sem hefur verið nefnd Sparimarkaðurinn. Jóhannes Jónsson verzlunar- stjóri sagði að opnun þessa Sparimarkaðar markaði tfmamót í verzlun- arháttum 1 Reykjavík þar sem gengið væri lengra til móts við neytendur er vilja kaupa til heimila sinna f stórum einingum og eiga með þvf kost á lægra vöruverði en dæmi eru til um áður. Sparimarkaðurinn er til húsa í sparnaðar. I fyrsta lagi að kaupa 500 fermetra húsnæði á jarðhæð Austurvers, verzlunarmiðstöð sem hafin var bygging á fyrir 11 árum og er nú verið að taka í notkun siðari áfanga hennar. Sunnan við háhýsið eru bílastæði fyrir 130 bíla og inngangur frá Háaleitisbraut. Jóhanncs Jónsson i) SPARIMflRKAÐURINN flUSTURVERI Leyfiiegtverö okkarverö 103 okkar verö.kassi 1 ó 48 mikið magn vara og fá magnaf- slátt þann sem í hoði væri og í öðru lagi að með þvi að kaupa svo mikið í einu tryggðu kaupendur sér að þurfa ekki að lenda i verð- hækkunum sem yrðu meðan birgðir þeirra entust. Að lokum sagði Jóhannes Jóns- son að lagt hefði verið kapp á að gera húsnæði markaðarins bjart og vistlegt og fyrir ávexti og land- búnaðarvörur væri sérstakur kæliklefi, sem viðskiptavinir yrðu aö fara inni til að velja vörurnar. Vöruvagna er siðan hægt að keyra út á bílastæði fyrir sunnan verzl- unarhúsnæðið. Sparimarkaður- inn — ný deild SS 1 Austurveri Þannig eru vörurnar merktar: annars vegar einingarverð Spari- markaðarins og heildarverð ein- ingarinnar og hins vegar leyft verð. sagði að Sparimarkaðurinn væri i raun vörulager stórmarkaðar SS i Austurveri árdegis og til kl. 2 eftir hádegi en þá yrði hann opn- aður almenningi og allar vörur þar fáanlegar í stórum einingum og heilum kössum. Sagði Jóhann- es að verzlun SS í Austurveri hefði viðskipti við allar heild- verzlanir sem verzluðu með mat- vörur, birgðastöð SÍS og allar þjónustustöðvar matvælaiðnaðar- ins og matvælaframleiðslunnar og aðra sem verzluðu með nauð- synjavörur til heimilishalds. Væri því Sparimarkaöurinn eins konar miðstöð allra heildverzlana og eins konar heildsölutorg sem opið væri almenningi. Um almenna álagningu Spari- markaðarins er það að segja að hún er 15% með frávikum í báðar áttir. Allar niðursuðuvörur fást með 15% álagningu i stað 41% álagningar, ávextir i kössum fást með 15% álagningu í stað 51% og ávextir í 5 kg pokum með 20% i stað 51% álagningar. Þá fást ostar og smjör á sama verði og er í Osta- og smjörsölunni. Kjöt er í sér- stöku frystiborði, heilir skrokkar niðursagaðir á ýmsan máta. Það er nýlunda að sögn verzlunar- stjórans að hægt sé að kaupa gos- drykki með afsláttarverði en af- slátturinn er 7% séu keyptir heil- ir kassar og afsláttur er á tóbaki 3% er keypt er i kartonum. Jóhannes Jónsson sagði að Sparimarkaöurinn veitti eigin- lega tvenns konar tækifæri til Hver sá slysið á Kleppsvegi? Þú notarhendumarekki bara í uppþvottinn Starfsfólk Sparimarkaðarins frá vinstri: Bjarni Sigurðsson, Jóhannes Jónsson, verzlunarstjóri SS, Gunnar Hannesson og Guðný Guðmundsdóttir. Ljósm. RAX. MANUDAGINN 26. september sl. klukkan 9.20 kom gömul kona upp í strætisvagn á Kleppsvegi ■nóts við hús númer 24. Spurði hún hílstjórann spurningar, en fór ekki með vagninum og ók hann á brott. Gamla konan datt, að þvi er hún telur vegna þess að vagninn fór of fljótt af stað. Strætisvagnstjórinn man ekki eftir þessum atburði, en rétt eftir að hann gerðist bar að mann á jeppabfl að því er gamla konan telur og einnig konu og veittu þau gömlu konunni aðstoð, en hún hafði lærbrotnað við fall- ið. Nauðsynlegt er fyrir slysa- rannsóknadeild lögreglunnar að ná tali af þessu fólki, og er það beðið að gefa sig fram við lögregl- una. ...svo það er eins gott að fara vel með þær. Nýi Palmolive uppþvotta- lögurinn varnar því að húðin þorni og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hverjum uppþvotti. Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir með þeim tilfmningar þínar, sorg og gleði. Farðu þess vegna vel með þær. I nýja Palmolive uppþvottaleginum er protein, sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hvert skipti, sem þú þværð upp. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða skínandi hreinir. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn með protein.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.