Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977
11
BANKASTRATI
14275
fLllEL!
50
O
sS
50.
48
II
LAUGAVEGUR
3i-21599
FLAUELSMUSSUR
MARGIR LITIR
MARGAR GERÐIR
byggingamaður, en er sölumaður
að atvinnu, býr í Kópavogi, Gylfi,
fulltrúi hjá Flugleiðum, býr i
Hafnarfirði, og Hildigunnur,
simamær, býr í Reykjavík.
Þau Adolf og Helga eiga marga
vini. Þau eiga vel búið heimili;
þar hefur jafnan verið gestkvæmt
og það er ánægjulegt að heim-
sækja þau. Við hjónin óskum
þeim hjartanlega til hamingju
með þessi merku tímamót i lifi
húsbóndans, og óskum þeim alls
góðs i framtíðinni.
B.G.
mikill að færinu gat hann gefið
nokkurn tíma.
Strax og togaraútgerð hófst á
Patreksfirði upp úr 1920 fór hann
háseti á togara og var þar mjög
liðtækur maður.
Hann fór á Loftskeytaskólann í
Reykjavík og tók þaðan próf, og
gerðist síðan loftskeytamaður,
sem varð hans aðalstarf.
Jóhann Pétursson var fyrsti
togaraskipstjóri hjá Verslun Ó.
Jóhannesson á Patreksfirði, sem
rak togaraútgerðina, og með hon-
um byrjaði Adolf sína veru á tog-
urum. Eftir það sigldi Adolf með
Jóhanni, fyrst sem háseti og siðan
loftskeytamaður öll þau ár, sem
Jóhann var skipstjóri frá Patreks-
firði. Samstarf þeirra var mjög
gott og þeir mátu hvor annan mik-
ils.
Þegar Adolf hætti sjómennsku
lagði hann fyrir sig verzlunar-
störf. Hann rak á timabili mat-
vöruverslun á Patreksfirði í sam-
eign með svila sínum Gísla
Bjarnasyni. En eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur vann hann
um tíma í versluninni Kjöt og
fiskur, en siðan hefur hann unnið
i mörg ár sem afgreiðslumaður
hjá J. Þorláksson og Norðmann.
Adolf er mikið ljúfmenni í allri
framkomu, jafnan glaður í vina-
hópi. Hann kann vel að taka þátt í
gleðskap, enda þótt hann sé alger
reglumaður á vin. Hins vegar
kann hann vel að taka tappa úr
flösku og veita öðrum.
Hrókurinn
kominn út
„HRÓKURINN", fréttablað Tafl-
félags Reykjavfkur, er nýkominn
út og er hér um að ræða 1. tölu-
blað 4. árgangs.
Blaðið er mjög stórt og vandað,
alls 108 blaðsíður, og er í þvi
fjöldi greina og mynda. Segir í
blaðinu frá helztu skákviðburðum
síðuslu missera. Ólafur H. Ólafs-
son er ritstjóri blaðsins. Á forsíðu
Hróksins er litmynd af hinum
nýja heimsmeistara unglinga í
skák, Jóni L. Arnasyni, en hann
er einmitt félagi í Taflfélagi
Reykjavíkur.
Sjötugur:
Adolf Hallgrímsson
Aðalfundur Landssam-
bands stangveiðifélaga
LANDSSAMBAND stangveiðifél-
aga hélt sinn 27. aðalfund um s.l.
helgi í Borgarnesi. Alls sátu átta-
tíu fulltrúar frá 29 aðildarfélög-
um fundinn. Fundurinn hófst á
því að fundarmenn minntust
Friðriks Þórðarsonar forstjóra úr
Borgarnesi, eins stofnanda sam-
bandsins, en hann sat i stjórn
sambandsins í 19 ár.
Karl Ómar Jónsson var einróma
endurkjörinn formaður en aðrir í
stjórn voru kosnir Jón Hjartar-
son, Friðrik Sigfússon, Bergur
Arnbjörnsson, Birgir J. Jóhanns-
son, Sicgurður I. Sigurðsson, Rós-
ar Eggertsson og Matthias Einars-
son.
I dag er Adolf Hallgrímsson
loftskeytamaður sjötugur. Hann
er fæddur á Vatneyri vió Patreks-
fjörð 18. nóv. 1907. Foreldrar
hans voru Hallgrimur Guðmunds-
son, forstöðumaður járnsmíða-
verkstæðisins á Vatneyri, ættaður
úr Biskupstungum, og kona hans
Halldóra Guðbrandsdóttir frá
Patreksfirði.
Adolf fór snemma að vinna fyr-
ir sér. Að loknu barnaskólanámi
við fermingaraldur byrjaði hann
að stunda sjóróðra á opnum vél-
bátum og síðan á minni þilskip-
um. Hann var matsveinn á 9 smá-
lesta bát á handfæraveiðum, þar
sem var 10 manna áhöfn, og leysti
það starf vel af hendi, enda þótt
dugnaðurinn og ákafinn væri það
Eiginkona Adolfs er Helga Guð-
mundsdóttir, Þórðarsonar frá
Patreksfirði.
Þau eignuðust fimm mannvæn-
leg börn, þrjá syni og tvær dætur.
Einn sonanna og aðra dótturina
misstu þau börn að aldri, en hin
eru: Hilmar lærður bifreiðayfir-