Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977
13
Handgerðir lampar
úr ekta Capiz Á
2 Overlock saumar
2 Teygjusaumar
Beinn SAUMUR
□ Zi9 Za9
0] Hraðstopp
(3ja þrepa zig-zag)
Q Blindfaldur
] Sjálfvirkur
hnappagatasaumur
! Faldsaumur
Tölufótur
i Útsaumur
j Skeljasaumur
"] Fjölbreytt úrval fóta og
stýringar fylgja vélinni
ÁRMÚLA 23, R
SÍMI: 81733
Áttræður í dag:
Lýður Guðmundsson hrepp-
stjóri Litlu-Sandvík í Flóa
Suöurlandsundirlendið er sam-
felldasta gróöurlendi á íslandi.
Þar hefur um aldir verið blómleg-
ur búskapur. I Flóanum stóð
vagga stærstu verklegra fram-
kvæmda á íslandi, áður en vélræn
tækni líðandi stundar kom til sög-
unnar. Þar hefur lika verið gjör-
andi félagslegra hrifa á Suður-
landi um langt skeið. Þessa minn-
ist ég hér, sökum þess, að Lýður
Guðmundsson og áar hans, hafa
þar staðið í fylkingarbrjósti um
langt skeið, og verið i brautryðj-
endastarfi i mörgum þeim mál-
um, sem til mestra heilla og fram-
fara hafa horft.
Frægustu býlin í grennd ölfus-
ár í Sandvíkurhreppi niður með
ánni, eru Kaldaðarnes og Sand-
víkurbæirnir. Nöfn þessara bæja
eru runnin af nágrenni árinnar,
en nafnið Sandvík minnir mjög á
vestrænan uppruna, forsöguleg-
an. Það ber í sér minni þeirrar
sögu, er Islendingum Var meinað
að varðveita, en Sunnlendingar
hafa nokkur minni um í varð-
veizlu óbeinna sögulegra raka.
í Litlu Sandvik í Sandvíkur-
hreppi hefur búið sama ættin að
langfeðgatali á aðra öld. Það er
faðir Lýðs og afi. Nú er sonur
hans tekin við búinu að nokkru.
Lýður Guðmundsson hrepp-
stjori er fæddur í Litlu Sandvik
18. nóvember 1897. Foreldrar
hans voru: Guðmundur hrepp-
stjóri þar Þorvarðarson hrepp-
stjóra Guðmundssonar, og Sigrið-
ur Lýðsdóttir hreppstjóra i Hlið í
Gnjúpverjahreppi Guðmundsson-
ar. Þessar ættir eru alkunnar og
því óþarft að reka þær hér.
Lýður hreppstjori i Litlu Sand-
vík fór i Bændaskólann á Hvann-
eyri og útskrfiaðist þaðan árið
1923. Næstu árin van hann heima
á búi föður síns og stundaði einn-
ig vörubílaakstur um stund, aðal-
lega til Reykjavikur. Hann tók við
föðurleyfð sinni árið 1937 og hef-
ur búið þar síðan. Hann var
hreppstjóri í Sandvíkurhreppi ár-
ið 1939, og oddviti sveitar sinnar
árið 1946 og sýslunefndarmaður
sama ár. Magnús sýslumaður
Torfason, nefndi þá menn er
höfðu þessar trúnaðarstöður á
hendi i senn, þristjóra og þótti
honum slíkir vera miklir virð-
ingarmenn.
Lýður í Sandvík hefur gegnt
mörgum fleiri störfum fyrir sveit
sína, hérað og sýslu. Hann var
fyrsti formaður Nautgriparæktar-
sambands Arnessýslu og árið 1960
varð hann formaður Flóaáveitu-
félagsins. Flóamenn hafa löngum
verið frægir fyrir gott kúakyn, og
eru til þess margar sögur að svo
varð, jafnt þjóðsögur og kunnátta
i kynbót af raun og ætlun fram-
sýnna manna. I Sandvíkurhreppi
varð þetta af raun framsýns em-
bættismanns, Sigurðar Ólafssonar
sýslumanns í Kaldaðarnesi, og
hefur orðið i framkvæmd bænd-
anna á yfirstandandi öld ríkt til
nytja. Sagan er þarna skýr í rök-
um, en óljós í vitund og vilja
sumra.
Lýður Guðmundsson kvæntist
20. maí 1933 Aldisi Pálsdóttur
hreppstjóra í Hlíð, Lýðssonar.
Þau eru systkinabörn.
Ég hef þekkt Lýð í Litlu Sand-
vík frá þvi ég var barn, þó kunn-
ingsskapur hafi aldrei verið mjög
mikill. En hinsvegar hefur vin-
átta verið milli heimila okkar i
nokkra ættliði, og staðið föstum
rótum, jafnt skoðanalega, hug-
sjónalega, en þó fyrst og fremst i
framkvæmd félagsmála í hérað-
inu.
Það hefur verið staðreynd um
aldir, að Flóamenn hafa staðið
óvenjulega vel saman um félags-
mál sin innan sýslu, og mótað þau
og fest meira en aðrir sýslubúar.
Þetta er þýðingarmikið i raun
hinnar miklu sögu, á rök sín í
fyrstu heimildum í félagsskipun í
landinu. Það er i hreppaskipulag-
inu, En tveir af fjórum elztu
hreppum landsins, voru Kaldnes-
ingahreppur nú Sandvíku’rhrepp-
ur og Hraungerðishreppur. Fjall-
skil og fjallferðir urðu undirstaða
þessara félagsmála, ásamt
fátækraframfærslunni, en þau
fyrrnefndu eru elztu félagsmál,
sem rekja má samfleytt gegnum
söguna.
Guðmundur í Sandvík, faðir
Lýðs var mikill bóndi framsýnn
og mikill fjárgæzlumaður. Hann
reisti eitt fyrsta steinhús og nú-
tímalegri gerð í árneskri sveit, og
í það var fyrst lögð miðstöðvarhit-
un í sveit i Flóa. Hann var
ræktunarmaður góður og fylgdi •
hugsjónum Sigurðar Ölafssonar
sýslumanns í Kaldaðarnesi i bar-
áttunni fyrir auknum fram-
kvæmdum í landbúnaði í hverju
sem var. Myndarskapur var mikill
í Sandvík um hans daga, og á
stundum var vitnað til hans í fjar-
lægum sveitum, þegar rætt var
um afburðabónda í Flóanum.
Lýður Guðmundsson og Aldis
Pálsdóttir, kona hans, hafa haldið
uppi fullri reisn forfeðranna,
jafnt í búskap og myndarskap.
Þau hafa fylgt köllun líðandi
stundar i fullri vitund breyttra
tíma og nýrra hátta. Vélmenning
nútímans varð þar í túni til vegs
og auðs. Þegar fyrst var lagt raf-
magn í þorp og kaupsstaði í
Flóanum, var það lagt að Sandvík,
og var að því unnið að venjulegri
framsýni bændanna þar, og vakti
athygli annara bænda og jafn-
framt eftirvæntingu að fá notið
þess sama.
Lýður Guðmundsson kaus sér
ungur lífsstarf, starf bóndans.
Hann hóf búskap á miklum ör-
lagatímum í sögu sunnlenzks
landbúnaðar. Bændurnir þar
höfðu byggt upp skipuiag fram-
leiðslumála sinna af ríkum anda
hugsjóna og vilja framsýnustu
mannanna í Flóanum. Fram-
kvæmdirnar voru að bera ávöxt.
Flóaáveitan hafði þegar gert mik-
ið gagn. Lýður var hrifinn af
framkvæmdum hennar, og því
sem sigldi i kjölfar hennar í fram-
kvæmdum landbúnaðarmálanna í
Flóanum. Árið 1929 reistu Flóa-
menn stærsta mjólkurbú á
Norðurlöndum, Mjólkurbú Flóa-
Framhald á bls. 23
ROSV'V
hh
USUmU
Hamraborg 3, Kópavogi, sími 42011
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
l>l AIGLYSIH l M ALLT LAND ÞEGAR
Þl' AIGLYSIR I MORGLNBLAÐINL