Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977
15
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga f Reykjavík fer fram dagana 19.—21. nóvember' n.k. 1
framboði í prófkjörinu eru 43 frambjóðendur. í því skyni að gefa væntanlegum kjósendum f prófkjörinu kost á að
kynnast í stórum dráttum sjónarmiðum og viðhorfum hinna einstöku frambjóðenda, hefur Morgunblaðið lagt
fyrir þá eina spurningu, sem er svohljóðandi: Hvert er viðhorf þitt til þjóðmálanna og starfa Alþingis?
I blaðinu í dag birtast svör 7 frambjóðenda við þessari spurningu, en 24 svör voru í blaðinu f gær. Væntir blaðið
þess, að þessi kynning á skoðunum frambjóðenda geti orðið kjósendum að gagni.
Með auknu fylgi Sjálfstæðisflokksins verður auðveld-
ara að hrinda hugsjónum flokksins í framkvæmd. Að
því ber að vinna.
Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar, þar sem
ákvarðanlr eru teknar um öll mikilvægustu mál, er
varða hag einstaklingsins og þjóðarinnar í heild.
Frumkvæði um úrlausn þeirra vandamála, sem upp
kunna að koma á hverjum tíma, að auðvitað að koma frá
Alþingi. Með lögum skal land byggja.
Æskilegt teldi ég, að þingmenn hefðu ákveðna við-
talstíma að staðaldri til þess að ræða við kjósendur sína
og kynna sér áhugamál þeirra og vandamál. Mun það
vafalaust auka gagnkvæma virðingu og traust.
Gunnar
Thoroddsen,
iðnaðarráð-
herra, 66 ára
Vfðimel 27.
Maki: Vala
Thoroddsen.
Um þjóðmál og störf Alþingis vil ég nefna eftirtalin
tlu aðtriði, sem ég legg áherzlu á:
1. Viðhorf mitt til islenzkra þjóðmála mótast af þeirri
frjálshyggju og félagsanda, sem sjálfstæðisstefnan
hrein og ómenguð ber I skauti sér. Víðsýn og þjóðleg
umbótastefna á grundvelli einstaklingsfrelsis og at-
vinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Stétt með stétt sé kjörorð I stað harðvítugrar stéttabar-
áttu.
2. I skipun Alþingis er rétti Reykjavíkur hallað. Þá
skekkju þarf að lagfæra og láta höfuðborgina fá þann
þingmannafjölda, sem henni ber.
3. Kjósendur þurfa að fá aukið valfrelsi, færi á að velja
ekki aðeins um flokka heldur um menn. Persónukjör
þarf því að auka.
4. Ein af þeim leiðum, sem verður að beita í viðureign
við verðbólguna, er full verðtrygging sparifjár ásamt
eðlilegum vöxtum. Það er réttlætismál, siðferðileg
skylda. Það mundi draga úr kaupum á erlendum vörum,
auka möguleika bankanna til útlána handa atvinnuveg-
unum, minnkalJensluna og stuðla að jafnvægi.
5. I skóla- og menntamálum er það mest aðkallandi að
endurbæta verkmenntun og tengja hana atvinnulífinu.
6. Það þarf að fylgja eftir hinni velheppnuðu iðnkynn-
ingu, efla íslenzkan iðnað á alla lund og tryggja honum
jafnrétti.
7. Áfram verður að halda sókninni til hagnýtingar
innlendra orkugjafa og spara þjóðinni þannig milljarða
í erlendum gjaldeyri.
8. Betur þarf að nota en nú er gert ýmis eldri verðmæti,
til dæmis gömul ibúðarhús, með því að hækka lán til
kaupa og endurbóta á þeim, og nýta þannig götur, skóla
og aðra aðstöðu, sem fyrir er.
9. Það á að flytja verkefni frá ríkinu i hendur Reykja-
vikurborgar og annarra sveitarfélaga og efla sjálfstjórn
þeirra.
10. Munum hið sigilda kjörorð Sjálfstæðismanna:
Gjör rétt,
þol eigi órétt.
Gunnlaugur
Snædal,
læknir
53 ára
Hvassaleiti 69.
Maki: Berta
Snædal.
Ibúar landsins, sem byggt hafa upp nútima þjóðlif og
mótað það, eru óhjákvæmilega sjálfir mótaðir af því.
Þótt landið og sjórinn umhverfis það séu gjöful á
stundum, er landið harðbýlt og hrjúft en sjórinn harð-
sóttur.
Island er ekki land fyrir Iiðleskjur.
Þjóðfélag, sem samanstendur af aðeins um 225 þús-
und þegnum, þarf sannarlega á öllu sinu að halda, ef
fullnægja á þeim kröfum, sem gerðar eru til lífskjara á
okkar tímum, en oft eru vanmetin. Okkur, sem nú lifum
í landinu, er engin vorkunn.
1 umræðum um þjóðmái gætir allt of mikils barlóms.
Deilur eru magnaðar jafnvel áður en sátta er leitað í
alvöru. Þótt frændrækni sé góð, er óþarfi að sækja hana
í verki til Sturlunga.
A Alþingi sitja fulltrúar kjörnir til fárra ára i senn.
Vafalaust vilja þeir allir vel þótt þá greini á um
markmið og leiðir. Okkur Islendingum hættir við að
vilja og reyna að framkvæma of margt i einu, þótt
fjárhagsleg geta sé ekki fyrir hendi. Þennan veikleika
má greina viða í þjóðfélaginu og einnig innan veggja
Alþingis. Of mikii verðmæti fara í súginn vegna ónógs
undirbúnings verkefna og of miklum tíma er eytt í
minniháttar málefni.
Að mínu mati verða Alþingi og stjórnvöld að gæta
þess meðal annars:
— Að varðveita þá lýðræðishefð, sem við höfum búið
við í landinu,
— Að vanda undirbúning verklegra framkvæmda,
svo að betur nýtist þeir fjármunir er til þeirra er varið,
— Að gæta hags þeirra, sem vegna aldurs eða sjúkleika
eiga við erfiðleika að búa.
Málefnalegar umræður og heiðarleiki eiga að vera
leiðarljós kjörinna fulltrúa á þingi.
Páll S.
Pálsson,
lögmaður
51 árs
Skildinganesi 28.
Maki: Guðrún
Stephensen.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitast við að gegna þýð-
ingarmiklu þjóðmálahlutverki í landi voru. Stuðnings-
menn flokksins eru að velta því fyrir sér þessa dagana,
hvaða menn eigi að skipa sæti á þingmannalista flokks-
ins í Reykjavík við næstu Alþingiskosningar, sem mál-
flytjendur hagsmuna og hugsjóna á löggjafarþinginu
næstu 4 árin.
Fyrirspurnin til frambjóðendanna á rétt á sér, þótt
rými til svars sé þröngur stakkur skorinn. Örfá þjóðmál
skulu nefnd.
Verðbólga, með vaxandi streitu og skorti á öryggis-
kennd hjá fólki er þjóðarmein, sem ráða verður bót á
með öllum tiltækum ráðum. Þetta margþvælda vanda-
mál er hverjum Islendingi kunnugt, en lausnin hefur
látið á sér standa. Stjórnmálaflokkar og stéttasamtök
verða að taka þarna höndum saman og stöðva öfugþró-
unina.
Útflutningsuppbætur á landbúnaðarVörur, sem fram-
leiddar eru með þrautbeit á uppblásnum afréttum, er
uggvænlegt uppátæki löggjafans, engum til góðs þegar
lengra lætur. Fölsuð umhyggja fyrir landbúnaðinum og
fjörráð við gróður landsins.
Iðnaðurinn, vaxtarbroddur islensks atvinnulífs, er í
hættu staddur á ýmsan hátt. Atvinnuöryggi flestra
landsmanna i framtíðinni er honum tengt. Tillögur
liggja nú fyrir frá samtökum iðnaðarins i landinu um
bráðabirgðalausn gegn þeim augljósa vanda, er islensk
iðnaðarframleiðsla stendur nú frammi fyrir. Tollvernd-
ín, sem aldrei var mikil, er af iðnaðinum tekin af of
mikilli skyndingu, nauðsynlegt rekstrarfé skorið við
nögl, og stóllinn settur fyrir dyrnar um öflun efnivöru
til samkeppnisstöðu við innflutta, fullunna vöru.
Dómsmálin hafa verið í brennidepli. Nokkur réttar-
bót þegar gerð í sakamálum. Skynsamlegri lausn á
jákvæðri hlið dómsmla, viðskiptahliðinni, einkamálun-
um svonefndu, var vísað frá um sinn á síðasta Alþingi.
Hæstiréttur er um þessar mundir ofhlaðinn störfum,
vegna gallaðrar dómaskipunar. Frumvarp til breytinga
liggur fyrir og þarf fram að ganga. Lögfræðileg aðstoð
við efnalítið fólk er sjálfsagt og brýnt réttlætismál, ekki
síður hérlendis en í öllum öðrum menningarlöndum.
1 Reykjavik eru flestar ibúðir i sjálfseign og tel ég
mikla hættu á þvi, að óeðlileg, sjálfvirk hækkun fast-
eignaskatts um hver áramót leiði til þess að tekjulitið
fólk, ungt og roskið, fái ekki haldið eignarráðum íbúða
sinna, nema spyrnt sé við fótum.
Greiðslufrestur á toll-
um gæti hugsanlega
lækkað vöruverð
*
Spurning hvort rekstur ríkissjóðs
þyldi breytingu yfir í nýtt kerfi
Svona fer þegar aðalbrautarrétturinn er ekki virtur.
metnaðarmál allra ökumanna
að virða aðalbrautarréttinn því
„þú nýtur hans i dag en ég á
morgun".
Á árinu 1976 mátti rekja
orsök árekstra í 572 tilfellum til
þess að hinn almenni um-
ferðarréttur var ekki virtur. í 1.
málsgr. 48. greinar umferðar-
laganna segir svo: „Þegar tveir
ökumenn stefna svo að leiðir
þeirra skerast, skal sá víkja,
sem hefur hinn á hægri hönd
Sá, sem kemur frá hægri, skal
þó gæta fyllstu varúðar."
Þó réttur þess, sem fær öku-
tæki sér á vinstri hönd, þar sem
almennur umferðarréttur gildir,
sé viðurkenndur, þá ættu öku-
menn að athuga vandlega þær
skyldur, sem umferðarlögin
leggja á þann, sem umferðar-
réttarins á ð njóta, eða eins og
segir i lögunum, „sá sem
kemur frá hægri, skal þó gæta
fyllstu varúðar".
Okumenn verða að gera sér
grein fyrir því, að víða hagar
svo til á gatnamótum, að illa
sést til umferðar úr hliðargöt-
um og því verða ökumenn að
hafa það í huga, að erfiðar
akstursaðstæður krefjast auk-
innar aðgæzlu, hvort sem
maður á réttinn eða ekki. Stór-
aukin umferð krefst aukinnar
aðgæzlu og hver vill ekki
heldur gefa eftir og sleppa við
tjón heldur en standa uppi með
stórskemmt farartæki og alla
þá erfiðleika, sem tjóninu eru
samfara, þó maður eigi jafnvel
rétt á bótum, því enn er við lýði
gamla máltækið sem segir:
„Betur er heilt en vel gróið."
„ÞAÐ hefur mestur tíminn farið í
að fjalla um gjaldfrest á tollum
enn sem komið er og við höfum
aðeins takmarkað rætt um efl-
ingu og endurskipulagningu toll-
gæzlunnar. En við munum fhuga
hana i næsta áfanga,“ sagði
Ásgeir Pétursson, sýslumaður, í
samtali við Mbl. í gær, en hann er
formaður nefndar, sem fjármála-
ráðherra skipaði f vor til að
endurskoða gildandi lög og reglur
um tollheimtu og tolleftirlit. 1
fjárlagaræðu sinni á Alþingi
sagði Matthías A. Mathiesen, fjár-
málaráðherra, að meðal þess sem
nefndinni hefði sérstaklega verið
falið að athuga væru ákvæði varð-
andi gjalddaga og greiðslufrest
tolla svo og fullnustu aðflutnings-
gjalda með sérstöku tiliiti til að
það fyrirkomulag geti leitt til
hagstæðari innkaupa og lækkaðs
vöruverðs. Sagði ráðherra stefnt
að þvi að nefndin skilaði áliti upp
úr áramótunum.
„Helztu kostirnir við gjald-
frest,“ sagði Ásgeir Pétursson,
„eru þeir, að hann flýtir tollaf-
greiðslu og með honum er hægt
að koma á einföldun á kerfinu og
spara mikla skriffinnsku, bæði
hjá innflytjendum og tollheimt-
unni. Þá er hugsanlegt að með
gjaldfresti verði unnt að koma
vörum fyrr á markað, þannig að
neytandinn fengi nýrri og betri
vöru. Þá ætti hann að minnka
skemmdir á vörum, þar sem
vörurnar þyrftu ekki að liggja
jafn lengi og nú í þröngum vöru-
geymslum. Það ætti svo aftur að
þýða minna geymslugjald og
lækkun á vátryggingum. Hugsan-
legt er að þetta siðasttalda geti ef
til vill haft áhrif til lækkunar á
vöruverði fyrir almenning og
einnig það, að innflytjendur ættu
möguleika á að gera hagstæðari
innkaup, til dæmis með magnaf-
slætti. En gjaldfrestur yrði engan
Framhald á bls 18.