Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977
plfrgai Utgefandi ttWfkfeifr hf. Árvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
R itstjómarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi GarSar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla ASalstræti 6. simi 10100.
Auglýsingar ASalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1500.00 kr. í mánuSi innanlands.
t lausasölu 80.000 kr. eintakiS.
16
r
Aviðskiptaþingi, sem Verzl-
unarráð Islands efndi til fyrir
skömmu, var sérstaklega fjallað
um ástand og horfur í fslenzkum
fjármálum og er það út af fyrir
sig ekkert nýtt að það efni komi
til umræðu manna á meðal. Hitt
er óvenjulegra, að fram komi vel
undirbúnar, athyglisverðar til-
lögur til þess að ráða bót á þvf,
sem afiaga fer og stuðla þar með
að nýsköpun fslenzkra fjármála,
en um slfka nýsköpun fjallaði
þetta viðskiptaþing. t ályktun,
sem þingið sendi frá sér, er fyrst
vakin athygli á nokkrum óum-
deilanlegum staðreyndum um
ástandið f fjármálum fslenzku
þjóðarinnar eins og það er í dag.
Bent er á, að ef tslendingar
spöruðu svipað hlutfall tekna
sinna og var á árunum 1960—’64
mundu inneignir landsmanna f
bankakerfinu nema 55
milljörðum króna hærri fjárhæð
sem nú er, en það samsvarar um
einni milljón króna : hverja
fjögurra manna fjölskyldu f
landinu. Athygli er vakin á þvf,
að eigið fé f járfestingarsjóða
landsmanna hefur rýrnað um
20% árlega á síðustu þremur
árum og frekari 10% rýrnun sé
fyrirsjáanleg á þessu ári. Vakin
er athygli á þvf, að framlög til
lífeyrissjóða, sem nema um 10%
af launum starfsmanna, eyðast f
verðbólgunni og hætta sé á, að
lífeyrissjóðirnir geti ekki staðið
við raunhæfar greiðslur lífeyris
til félagsmanna sinna, þegar þar
að kemur. Sagt er, að fjárfesting
okkar, sem hefur numið allt að
þriðjungi af þjóðartekjum, skili
aðeins hálfum arði f samanburði
við aðrar þjóðir, og ef við næðum
sama arði af fjárfestingu og
Bandarfkjamenn gætum við
dregið úr henni um helming og
aukið einkaneyzlu um fjórðung.
Fullyrt er, að Iffskjör hér væru
nú um fjórðungi betri, ef engin
verðbólga hefði ríkt f landinu sl.
25 ár.
Viðskiptaþing leggur fram
ákveðnar tillögur til umbóta á
þessu ástandi og eru þær m.a. í
þvf fólgnar, að gjaldeyrisverzlun-
in verði gefin frjáls samhliða
raunhæfri gengisskráningu,
þannig að öllum landsmönnum
verði heimilt að eiga, kaupa og
selja erlendan gjaldeyri þegar
þeir óska. Ennfremur er lagt til,
að lánastofnunum og fyrirtækj-
um verði heimilað að bjóða
almenningi raunhæfa vexti af
lánum með eða án vfsitölu-
bindingar og að Iffeyrisjóðum
verði heimiluð raunhæf vfsitölu-
binding útlána og bent á, að þá
gætu þeir lánað sjóðfélögum
mestan hluta byggingarkostnaðar
til langs tfma og greitt eðlilegan
Iffeyri þegar þar að kemur. Þá
leggur viðskiptaþing til, að
skattalögum verði breytt til að
eyða áhrifum verðbólgunnar á
atvinnulffið og til að láns- og
áhættufé Ieiti f auknum mæli f
atvinnulffið, að aðgangur
atvinnulffsins að erlendu fjár-
magni verði rýmkaður eftir
almennum reglum án mismunun-
ar milli fyrirtækja og atvinnu-
vega og að aðgerðum verði beitt f
peningamálum og fjármálum
hins opinbera til að vinna bug á
verðbólgunni. Loks leggur
viðskiptaþing til, að afnumin
verði mismunun milli atvinnu-
vega og létt verði höftum af at-
vinnulffinu, þannig að innlend
atvinnustarfsemi búi við svipuð
starfsskilyrði og keppinautar
okkar erlendis.
Umræður á viðskiptaþingi og
þær tillögur, sem þar voru sam-
þykktar að lokum, beindust mjög
að því að auka frelsi á þeim
sviðum athafna og viðskiptalffs,
þar sem höft eru enn við lýði.
Þegar stefnan í vaxtamálum
hefur verið til umræðu hefur oft
komið fram það sjónarmið hjá
talsmönnum atvinnuveganna, að
atvinnufyrirtækin gætu ekki
greitt hærri vexti og að vaxta-
byrðin í dag væri f raun of mikil
fyrir atvinnufyrirtækin. En um-
ræður á viðskiptaþingi og tillögu-
gerð þess leiddi f Ijós, að sjónar-
mið atvinnuveganna eru nú mjög
breytt f þessum efnum og sú
skoðun var nokkuð almennt látin
f ljós, að f þvf væri fólginn meiri
sparnaður fyrir atvinnurekstur-
inn að eiga greiðan aðgang að
fjármagni, þótt vextir væru háir,
heldur en að búa við þau lánsfjár-
höft, sem nú eru við lýði, enda
þótt vextir væru lægri við þær
aðstæður. Þetta er mjög mikilvæg
stefnubreyting hjá talsmönnum
atvinnuveganna vegna þess, að
hún þýðir, að samstaða á að geta
tekizt um þá stefnu að frelsi rfki
á peningamarkaðinum, sem
annars staðar í viðskiptalffinu,
sem væntanlega mundi þýða
nokkru hærri vexti en um leið
yrði það hvatning fyrir sparifjár-
eigendur til þess að ávaxta fé sitt
með öðrum hætti en nú tfðkast,
þannig að meira sparifé yrði til f
landinu og þar með greiðari
aðgangur atvinnufyrirtækjanna
að lánsfé til rekstrar. Það er sam-
eiginlegt hagsmunamál sparifjár-
eigenda og atvinnuveganna, að
vextir séu það háir, að sparifjár-
eigendur hijóti eðlilegan arð af
fjármagni sínu og að atvinnu-
vegirnir geti gengið að fjármagn-
inu nokkuð vísu.
Oft er Ifka talað um það, að háir
vextir mundu gera ungu fólki
erfitt með að eignast þak yfir
höfuðið, en viðskiptaþing bendir
réttilega á, að raunhæf vfsitölu-
binding útlána á að skapa grund-
völl til miklu vfðtækari lánveit-
inga til húsbyggjenda til lengri
tfma. Það er þvf sama, hvort litið
er á vaxtamálin frá sjónarmiði
sparifjáreigenda, atvinnu-
veganna eða húsbyggjenda, öllum
er f raun f hag að frjálsræði rfki á
peningamarkaðinum, að ávöxtun
sparifjár verði með eðlilegum
hætti og að nægilegt lánsfjár-
magn sé fyrir hendi.
Þær breytingar f vaxtamálum,
sem Seðlabankinn beitti sér fyrir
sl. sumar, stefna f þessa átt, enda
þótt skrefið háfi ekki verið stigið
til fulls. Tillögur viðskiptaþings
um aukið frelsi f gjaldeyris-
verzlun eru einnig í samræmi við
þá stefnu, sem ríkisstjórnin
hefur boðað. Upplýst hefur verið,
að unnið er að tillögugerð um,
rýmkun á gjaldeyrisreglum. Það
er fyrst og fremst í þágu
almennings f landinu.
Þá er þriðji þáttur þeirrar
haftastefnu, sem enn er við lýði
ótalin, en það eru verðlagshöftin.
Eins og margsinnis hefur verið
rakið í Morgunblaðinu að undan-
förnu er alveg ljóst, að verðlags-
höft eru fyrst og fremst neytend-
um f óhag. Umræður um frelsi í
verðlagsmálum eiga ekki að bein-
ast að þvf að slíkt frelsi sé
nauðsynlegt fyrst og fremst
vegna verzlunarstéttarinnar,
heldur er það nauðsynlegt vegna
hagsmuna almennings í landinu.
Sú verðsamkeppni, sem nú þegar
er fyrir hendi í verzluninni hefur
sýnt og sannað, að verzlunarstétt-
inni er treystandi fyrir slfku
frelsi og að það stuðlar að lægra
vöruverði f raun, um leið og það
er Ifklegt til þess að bæta hag
verzlunarinnar. Svo almennur
vilji er nú fyrir því, að afnema
þau höft, sem rfkja á peninga-
markaðinum, í gjaldeyrismálum
og í verðlagsmálum, að full
ástæða er til þess fyrir ríkis-
stjórnina að beita sér fyrir auknu
frjálsræði á þessum sviðum.
Teflir við tíu
andstæðinga
blindandi
HELGI Ólafsson skák-
meistari kemur austur um
helgina og teflir fjöltefli.
M.a. teflir Helgi blindandi
við tíu andstæðinga sam-
tímis, en það mun vera
Islandsmet í blindskák.
Fyrsta fjölteflið verður á
Eskifirði föstudaginn 18.
nóvember. Teflt verður í
skólanum og hefst taflið kl.
20.30. Laugardaginn 19.
nóvember teflir Helgi
klukkufjöltefli á Norðfirði.
Teflt verður í barnaskólan-
um og hefst taflið kl. 2.
Sunnudaginn 20. nóvem-
ber teflir Helgi blindskák
við tíu andstæðinga sam-
tímis í skólanum á
Fáskrúðsfirði og hefst tafl-
ið kl. 3. Mánudaginn 21.
nóvember teflir Helgi
aftur blindandi við tíu and-
stæðinga og nú i Eiðaskóla.
Þriðjudaginn 22.
nóvember teflir Helgi fjöl-
tefli í skólanum á Egils-
stöðum og hefst taflið kl.
1 30 ———
Þakkir frá Tjalda-
nesheimilinu
F.h. vistpilta í Tjaldanesi leyfi
ég mér að færa Hilmari Garðars,
forstjóra Gamla biós, beztu
þakkir fyrir boð á kvikmynda-
sýningu þ. 11. þ.m.
Ég vil nota tækifærið og segja
frá því hér, að forstjóri Garnla
biós hefur undanfarin átta ár gert
piltunum hér glaðan dag
nokkrum sinnum á ári á þennan
hátt. Þessi hugulsemi hans er til
fyrirmyndar. Forstöðumaður.
Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm.:
„Við ættum að
vera þar fleiri”
(Kveðið á Kvennaári
1975 — á Lækjartorgi
„Þvi sé það I dag okkar áminning
að ætla hlut okkar meiri.
Fly kkjumst því konur sem flestar á þing
þar fámenni okkar er óvirðing.
Við ættum að vera þar fleiri.“
Prófkjör stjórnmála-
flokkanna hafa að undan-
förnu verið áberandi
þáttur í almennri um-
ræðu hér á landi. Sjálf-
stæðisflokkurinn varð
fyrstur íslenzkra stjórn-
málaflokka til að taka
upp prófkjör og var það í
beinu samræmi við lýð-
ræðislegar hugsjónir
flokksins um aukið frjáls-
ræði og aukna möguleika
hins almenna kjósanda
til að hafa áhrif á val
manna til framboðs. Það
varðar öllu, að hér sé að
málum staðið með
drengilegum og málefna-
legum hætti.
Landssamband sjálf-
stæðiskvenna vill fyrir
sitt leyti stuðla að því, að
vel megi til takast við
framkvæmd prófkjöra
við tvennar almennar
kosningar — til Alþingis
og sveitarstjórna, sem
framundan eru. Það vill
að sjálfsögðu leggja
áherzlu á, að hlutur
kvenna í framboðum
verði með eðlilegum
hætti — og stórlega auk-
inn frá því, er verið hefir
hingað til. Hefir sam-
bandið skrifað öllum
kjördæmisráðum og kjör-
nefndum flokksins til
hvatningar í þá átt. Þar
var og skírskotað til
kvenna sjálfra — að þær
létu ekki á sér standa, er
til þeirra væri leitað um
Sigurlaug Bjarnadóttir
framboð og á það bent, að
það samrýmdist ekki nú-
tíma viðhorfum, að kon-
ur stæðu utangarðs í
jafnmiklum mæli og
hingað til við umfjöllun
og ákvarðanir í íslenzk-
um þjóðmálum.
Um næstu helgi fer
fram prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins til al-
þingiskosninga hér í okk-
ar höfuðborg, stærsta
kjördami landsins. í kjöri
eru 43 frambjóðendur,
þar af 10 konur eða ná-
lægt einum fjórða hluta.
Hefir þátttaka kvenna í
prófkjöri aldrei verið
jafnmikil áður og er það
fagnaðarefni. í dag á
Sjálfstæðisflokkurinn
átta menn á Alþingi fyrir
Reykjavík, þar á meðal
aðeins eina konu. Minnt
skal á, að við prófkjör
árið 1971 náðu tvær kon-
ur kjöri með glæsibrag
og sú þriðja í næst efsta
varamannssæti. Það er
þvi ærin ástæða til að
hvetja Reykvíkinga nú
til að herða sóknina fyrir
auknum hlut kvenna í
þingliði Reykvíkinga. Við
verðum að ná upp þvi,
sem tapazt hefir — og
meira en það. Skal þá
ekki hvað sízt heitið á
reykvískar konur að
fylkja sér um þær ágætu
konur sem í framboði eru
í prófkjörinu nú. Þær eru
þar ekki „upp á punt“.
Þær hafa að sjálfsögðu
menntun, áhuga og
hæfni, fyllilega til jafns
við karlana, sem i kjöri
eru, til að vinna að al-
mennum málum á Al-
þingi. Við eigum í dag
þrjár konur á þingi — af
60 alþingismönnum eða
ein 5% — Á norska þjóð-
þinginu er hlutfall
kvenna 25%. Við eigum
langt í land til að ná því
marki. Þeim mun meiri
ástæða er til að herða
róðurinn nú.
Sigurlaug BjarnadAttir. forniaður
I.andssamhands sjálfstædiskvcnna.
Nýsköpun
íslenzkra fjármála