Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 \
Albert Guðmundsson:
Hvers vegna
breytti ég
ákvörðun?
Svar við fjölda fyrirspurna
Upphafleg ákvörðun Alberts
Guðmundssonar, alþingis-
manns um að gefa ekki kost á
sér til þingframboðs og síðan sú
ákvörðum hans að gefa kost á
sér á ný hefur vakið nokkrar
umræður á opinberum vett-
vangi. Morgunblaðið hefur ósk-
að eftir því við Albert
Guðmundsson, að hann gerði
frekari grein fyrir afstöðu sinni
og fer svar hans hér á eftir:
Margir hafa spurt mig, hvers
vegna ég hafi „hætt við að
hætta“ (eins og það hefur verið
orðað) afskiptum af stjórnmál-
um, bæði á vettvangi þjóð- og
borgarmála, þrátt fyrir yfir-
Albert Guðmundsson alþingis-
maður.
lýsta ákvörðun mina í þeim
málum. Svar mitt er:
1) Ég vil taka skýrt fram að
fyrri ákvörðun mín var tekin
með margra mánaða fyrirvara
og var vinum mínum og fjöl-
skyldu löngu kunn.
2) Tvisvar, með viku milli-
bili, svaraði ég formanni kjör-
nefndar ákveðið, að ég myndi
ekki gefa kost á mér til fram-
boðs í nafni flokksins, þótt að
ég héldi áfram að starfa innan
hans.
3) Jóhann Hafstein, fyrrum
formaður Sjálfstæðisflokksins,
ræddi siðan þessa ákvörðun
mína við mig — og bað mig að
huga vel að röksemdum, sem
hann hafði til mála að Ieggja en
verða ekki hér raktar.
4) í millitíðinni bárust mér
fjölmargar áskoranir frá stuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins um að ég gæfi kost á mér til
framboðs. Kjörnefnd flokksins
og formaður hennar settu fram
itrekaðar óskir um !>að sama.
5) Ef eitthvað eitt hefur,
öðru framar, haft áhrif á endur-
skoðun afstöðu og nýja ákvörð-
un af minni hálfu, þá var það
ósk Jóhanns Hafstein, fyrrver-
andi formanns flokksins, ásamt
þeim rökum sem máli hans
fylgdu. Þetta reið baggamun-
inn, til viðbótar þeim fjölda-
áskorunum sem mér bárust eft-
ir ýmsum leiðum úr öllum átt-
um.
6) Um leið og ég þakka öll-
um, sem hvatt hafa mig til
áframhaldandi stjórnmála-
starfa, harma ég raddir þess
efnis, að fyrri afstaða mín hafi
verið „leikaraskapur“, sem
jafnvel mætti flokka undir
óheiðarlega kosningabaráttu
eða auglýsingastarfsemi. Við
þá, sem slikar raddir hafa
heyrt, vil ég í einlægni segja, að
svo var alls ekki, þó að atvik
leiddu til breyttrar afstöðu.
7) Að lokum vil ég að höfund-
um umræddra getsaka í minn
garð sé ljóst, að ég veit hvaðan
köldu andar til mín, þótt þeir
kjósi að koma ekki framan að
mér í dagsbirtu. Öll verðum við
að vera reiðubúin til þess að
láta hagsmuni flokksins sitja í
fyrirrúmi.
Nýjar Þórbergs-útgáfur
NÝLEGA komu út hjá Máli og
menningu þrjár nýjar bækur i
safni Ritverka Þórbergs Þórðar-
sonar: Rauða hættan og Ýmisleg-
ar ritgerðir í tveimur bindum.
Sigfús Daðason hefur búið þessar
bækur til prentunar.
Rauða hættan var fyrst gefin út
Ennfremur er nýkomin út Ævi-
saga Árn: prófasts Þórarinssonar
sem Þórbergur Þórðarson færði í
letur, 3. útgáfa i þremur bindum.
Ævisaga séra Árna er mynd-
skreytt að þessu sinni og henni
fylgir rækileg nafnaskrá. Frá-
sagnir hafa einnig verið gefnar út
í nýrri útgáfu, en inn i þá útgáfu
hefur verið felld frásögnin í Unu-
húsi, sem kom út í bókarformi
1962, og Þrjú þúsund þrjú hundr-
uð og sjötíu og níu dagar úr lífi
mínu. Er það með lokið útgáfu
Ritverka Þórbergs Þórðarsonar í
þrettán bindum á vegum Máls og
menningar. Öll bindin eru nú fá-
anleg og verða seld með sérstök-
um afslætti í tilefni fertugsaf-
mælis Máls og menningar. Þessi
kjör gilda ef keypt er fyrir 1.
desember næstkomandi.
Þá hefur Heimskringla gefið út
bókina Sambandsmál á Alþingi
1918—1940. Bókin hefur að
geyma brot úr þingræðum um
sambandsmálin á fyrrgreindu
tímabili. Haraldur Jóhannsson
hefur séð um útgáfuna og ritað
ítarlegan inngang. Bókin er í
kiljuformi.
haustið 1935, á kostnað Sovétvina-
félagsins. Sú bók var ferðasaga
höfundar frá för hans til Sovét-
ríkjanna og er nú löngu uppseld.
Jafnframt hafa verið prentaðar i
þessari útgáfu aðrar ritgerðir
Þórbergs sem varða Sovétríkin:
Rómantík Rauðu hættunnar,
Henging min, í grasgarði for-
heimskunarinnar, Samherjar
Hitlers, Móralskir mælikvarðar,
Til austurheims vil ég halda, Guð
hjálpi islendingum, Bréf til Ragn-
ars Ölafssonar og Nýr heimur i
sköpun.
Ýmislegar ritgerðir er safn
fimmtíu og tveggja ritgerða eftir
Þórberg Þórðarson. Margar þess-
ara ritgerða hafa ekki fyrr komið
út í bókarformi. Með þessari út-
gáfu er megnið af blaða- og tíma-
ritagreinum Þórbergs komið út í
bókum.
Kindur hrakti
undan veðri í sjó
Reyðarfirði, 17. nóvember
SLÁTRUN hófst í sláturhúsi
KHB Reyðarfirði 13. september
og lauk 3. nóvember. Alls var
slátrað 22.145 kindum. Meðal-
þungi dilka var 14,45 kg. Um 60
manns unnu við sláturhúsið.
í óveðrinu sem gekk hér yfir
laugardaginn 15. nóvember
hrakti i sjó undan veðri kindur
sem bóndinn á Kollaleiru átti, og
missti hann þar tíu ungar ær.
Einnig vantar bóndann 10 kindur
af fjalli, 6 ær og 14 lömb.
Á laugardaginn var hér
norðvestanátt, 8—9 vindstig og
snjókoma.
— Gréta
Kristján Hjaltason, Hannes Gissurarson og Skafti Harðarson. Myndin er tekin á blaðamannafundi um
mánaðamótin, er þeir kynntu stofnun samtaka sinna.
Árangursrík fundahöld
um samvinnu vesturlanda
ugir og skemmtilegir. nema hvað
þeir félagar sögðust hafa orðið fyrir
vonbrigðum með málflutning and-
stæðinga sinna. herstöðvaandstæð
inga, sem gðfust jafnan upp við
málefnalegan málflutning, en töluðu
þess í stað um tilfinningaleg sjónar-
mið málsins Sagði Hannes Gissur-
arson, að taugaveiklun herstöðva-
andstæðinga vegna þessarar nýju
hreyfingar speglaðist bezt í upp-
spunaskrifum Þjóðviljans í því sam
bandi sögðust þeir félagar aðeins
vilja skora á fólk. sem sækja fund-
ina, sjá og heyra, hvað þar færi
fram, vildi það heyra sannleikann
um málflutning þeirra
í næstu viku hafa verið ráðgerðir
þrír fundir, í fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og í Flensborg í Hafnarfirði
Þeir félagar sögðu. að málflutn-
ingi þeirra hefði verið tekið mjög vel
Framhald af bls. 21
NÝLEGA stofnuðu nokkrir ungir
menn samtök undir kjörorðinu
„Samvinna vesturlanda, sókn til
frelsis" og hafa þeir þegar gefið út
blað, sem ber það heiti, en enn-
fremur hafa þeir efnt til funda-
halda í skólum, þar sem utanrikis-
mál hafa verið til umræðu.
Morgunblaðið ræddi í gær við þá
Hannes Gissurarson, Kristján
Hjaltason og Skafta Harðarson og
spurði þá, hvernig starf þeirra á
þessum vettvangi hefði gengið.
Þeir félagar létu vel af viðtökun-
um, sem þeir hefðu hlotið Viðtökur
við blaðinu hafa verið mjög góðar
að þeirra sögn, en dreifing er nú
langt komin til flestallra framhalds-
skólanemenda Næsta verkefni er
síðan að dreifa blaðinu innan Há-
skóla íslands og út um land og i
kaupstöðum landsins
Þegar hafa þeir félagar gengizt
fyrir þemur fundum, í Mennta-
samvinna
vesturlanda
SÓKN TIL
FRELSIS
Barmnierkid, sem út kemur eft-
ir næstu mánaðamót.
skólanum í Reykjavik. Mennta-
skólanum við Hamrahlið og í
Menntaskólanum á ísafirði Hafa
fundir þessir verið mjög fjölsóttir og
að sögn þeirra þremenninga munu
fundirnir vera með fjölmennustu
málfundum. sem haldnir hafa verið i
skólunum Fundirnir hafa verið fjör-
Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur:
ísland árið
Llfskjör bezt í Evrópu.
Fiskstofnarnir komnir í há-
marksstærð. Nýtizkulegasti
fiskiskipafloti í heimi aó afköst-
um í jafnvægi viö hagkvæmasta
aflamagn. Útflutningur skipa
hafinn í stórum stíi. Allur afli
fullunninn.
Iónaður (framleiðslu-, þjón-
ustu- og fiskiðnaður) er aðalat-
vinnuvegur landsmanna. Iðnað-
arvörur helmingur útflutnings.
Jarðefnaiðnaður byggður á inn-
lendri orku ein þekktasta fram-
leiðslugrein íslendinga.
Orkubúskapurinn byggist að
mestu leyti á innlendum orku-
gjöfum. Orka ódýrust á öllum
Vesturlöndum.
Landbúnaðarframleiðslan
miðast nú alfarið við innan-
landsneyzlu. Bændur i landinu
eru 2500. Allar niðurgreiðslur
úr sögunni.
Verzlun og viðskipti algjör-
lega frjáls, verðlagshöft úr sög-
unni. Hagstæðar verzlunarjöfn-
ur. Gjaldeyrishöft úr sögunni.
islenzka krónan sterkur gjald-
2000
miðill. Verðbólga komin í lág-
mark.
Samgöngur á landi fara að
mestu leyti fram á þjóðvegum
með varanlegu slitlagi.
Svona mætti áfram halda.
Mikill meiri hluti núlifandi ís-
lendinga niunu lifa næstu alda-
mót. Það eru 22 ár þangað til.
Frumskilyrði þess að þessum
markmiðum verði náð er, að
kjördæmadreifing þingmanna
yerði lýðræðislegri og i réttu
hlutfalli við búsetu lands-
manna og þar með atvinnu-
skiptingu. Núverandi kerfi
Sveinn Björnsson
heldur okkur í sjálfheldu og
stendur í vegi fyrir eðlilegum
og æskilegum markmiðum i
þjóðmálum.
Eg er i engum vafa um, að
Iandsmenn geta notið beztu lífs-
kjara á jarðarkringlunni, ef við
kunnum að notfæra okkur gæði
þessa gjöfula lands og virkja í
þeirri sókn okkar dugmikla og
velmennt«ða unga fólk.
Stundatvrfiðleikar okkar i
efnahagsmöhim. sem að mestu
leyti eru heimatilbúnir vegna
skakkra jrá&tskra ákvarðana i
f.j árf est mgWJoál u m og yfir-
skipulagningar 4 öllum sviðum,
eiga að verða okkur hvatning
til nýrra dáða. Þetta er unnt.
Þetta sýndi viðreisnarstjórnin
á sinum fyrstu árum.
Eina stjórnmálaaflið, sem
þetta getur er Sjálfstæðisflokk-
urinn. Setjum markið hátt. Ger-
um tsland að fyrirmynd ann-
arra þjóða um velrekna at-
vinnuvegi. Þá kemur hagsæld
einstaklinganna af sjálfu sér.