Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Iðnaðarstörf
Starfsmaður óskast til iðnaðarstarfa. Þarf
að geta stjórnað lyftara.
Uppl. hjá verkstjóra í síma 31 250.
Læknaritari
Sjúkrahúsið á Blönduósi óskar að ráða
læknaritara nú þegar. Laun samkvæmt
kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 95-
4206 eða í síma 95-4218, eftir kl. 1 7.
Skrifstofustarf
í Hafnarfirði
Umbjóðanda okkar vantar starfskraft.
Starfið er fólgið í launaútreikningum,
bókhaldi, vélritun, símavörzlu og öðrum
alhliða skrifstofustörfum. — Þarf að geta
hafið störf fljótlega. Uppl. veittar í síma
531 55 á skrifstofutíma í dag föstudag og
á mánudag.
Hyggir s. f., endurskoðunarstofa,
Guðmundur Óskarsson, Gylfi Gunnarsson
löggiltir endurskoðendur.
Laus staða
Staða lögreglumanns á Húsavík er laus til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5 des
1977.
Bæjarfógeti Húsavíkur
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Ólafsvík
Umboðsmaður óskast til að annast dreif-
ingu og innheimtu í Ólafsvík. Upplýsingar
á afgreiðslu Morgunblaðsins í Reykjavík,
sími 1 01 00
Verkstjóri
Verkstjóri óskast í nýtt frystihús á Austur-
landi. Þarf að geta hafið störf um áramót.
Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið
prófi frá Fiskvinnsluskólanum. Umsóknir
sendist starfsmannastjóra, sem gefur
nánari upplýsingar, fyrir 30. þ. mán.
SA MBA ND ÍSL. SA M VINNUFÉLA GA
Bifvélavirki
óskast
strax. Aðstoðum við útvegum húsnæðis
ef með þarf.
Malar- og steypistöðin h. f.,
Akureyri,
sími 96-21895.
Offset — Atvinna
Prentsmiðjan Grágás h.f. Keflavík, óskar
að ráða mann í filmu- og plötugerð. Uppl.
í prentsmiðjunni.
Verkamann
Óskum að ráða strax nokkra verkamenn
til afgreiðslu og verksmiðjustarfa.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
Jón Loftsson HF
Hringbraut 2 1.
Skrifstofustarf
Okkur vantar vanan starfsmann til vinnu
á bókhaldsvél. Vélritunarkunnátta nauð-
I synleg. Uppl. á skrifstofu okkar, en ekki í
síma.
Hans Petersen h. f., Skipho/ti 1 7.
raöaugiýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Auglýsing um
umsóknir um
starfslaun rithöfunda.
Hér með eru auglýst til umsóknar starfs-
laun fyrir árið 1978 úr Launasjóði rit-
höfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975
og reglugerð gefinni út af menntamála-
ráðuneytinu 9. júní 1 976.
Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir
rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt
er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir
þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í
samræmi við byrjunarlaun menntaskóla-
kennara skemmst til tveggja og lengst til
níu mánaða í senn.
Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfs-
laun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbind-
ur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi
meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð
fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum,
enda skulu þau einvörðungu veitt vegna
verka sem birst hafa næsta almanaksár á
undan.
Skrá um birt verk höfundar og verk, sem
hann vinnur nú að, skal fylgja umsókn-
inni.
Umsóknum ber að skila á sérstökum
eyðublöðum, sem fást í menntamálaráðu-
neytinu. Mikilvægt er að spurningum á
eyðublaðinu sé svarað og verður farið
með svörin sem trúnaðarmál.
Umsóknir skulu sendar fyrir 1 . janúar
1978 til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Reykjavík, 15. nóvember 197 7
Stjórn Launasjóðs rithöfunda.
Söluskattur
Hér með úrskurðast lögtak fyrir van-
greiddum söluskatti 3. ársfjórðungs
1977, svo og viðbótun söluskatts vegna
fyrri tímabila, sem á hafa verið lagðar í
Kópavogskaupstað. Fer lögtakið fram að
| liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa.
Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnu-
rekstrar þeirra söluskattsgreiðenda, sem
eigi hafa greitt ofangreindan söluskatt 3.
ársfjórðungs 1977 eða vegna eldri tíma-
bila. Verður stöðvun framkvæmd að liðnu
8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Rafmagnsgufuketill
Af sérstökum ástæðum er til sölu sjálfvirk-
ur ónotaður rafmagnsgufuketill ásamt til-
heyrandi fæðivatnsdælu og stýriskáp,
í sem er fulltengdur katlinum. Ketillinn er
396 kw 380 v Atú 8 kg/h 535.
Einnig er til sölu rafmagnsketill notaður
1 89 kw án rofabúnaðar 220/380 v.
Verksm. S.Í.S. Akureyri.
Upplýsingar í síma (96)21900.
Tilboð óskast
í smíði og uppsetningu útihurða og
einingaveggja í Borgartúni 6. Útboðs-
gögn fást afhent á Verkfræðistofu
Guðmundar G. Þórarinssonar Skipholti 1
gegn 20.000 — króna skilatryggingu.
Prjónakonur
Ullarvörumóttaka alla þriðjudaga og
fimmtudaga frá 9 — 1 1.30.
Benco,
Bolholti 4,
Sími 21945 og 84077.
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík. Gjaldheimtunnar, skiptarétt-
ar Reykjavikur, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram opin-
bert uppboð á bifreiðum, vinnuvélum o.fl., að Sólvallagötu
79, laugardag 1 9. nóvember 1 977 kl. 1 3.30.
Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki
uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Garðars Garðarssonar
hdl., Kristins Sigurjónssonar hrl., Inga R Helgasonar hrl.,
Sveins H. Valdimarssonar hrl., Jóns G. Briem hdI., Tómasar
Gunnarssonar hdl., Árna Guðjónssonar hrl., Jóns Kr. Sólnes
hdl., Theódórs S. Georgssonar hdl., Vilhjálms Þórhallssonar
hrl., Kristins Björnssonar hdl., Hauks Jónssonar hrl ,
Guðmundar Ólafs Guðmundssonar og innheimtumanns ríkis-
sjóðs, verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungarupp-
boði föstudaginn 25. nóvembér n.k. kl. 16, að Vatnsnesvegi
33, Keflavik:
Sjónvarpstæki, sófasett. frystikista. hægindastóll. þvottavél,
isskápur, og bifreiðarnar R-52219, R-51103, Ö-
2165, Ö-523. Ö-1986. 0-41 72, Ö-3205 og Ö-1383.
Uppboðshaldarinn í Keflavik,
Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu.
AKiKVSINíiA-
SÍMINN KK:
22480
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU