Morgunblaðið - 18.11.1977, Page 25

Morgunblaðið - 18.11.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 25 fclk í fréttum Lífið er harður skóli + Lffið hefur reynsl þeim harður skóli, þess- um tveimur, drottningunni og drengnum. Síðast liðið ár hefur verið þeim báðum erfitt, hollensku drottningunni Júlfönu og hinum 12 ára gamla Bouke Wobbes frá Hoogkerk f Hollandi. Bouke hefur beðið dauða sfns f næstum tvö ár. Læknarnir segja að það sé kraftaverk að hann er enn á Iffi. Þeir hafa gefist upp við að lækna heilasjúkdóm þann er hann þjáist af og drengurinn og foreldrar hans bfða bara eftir hinu óumflýjanlega. Líf Júlfönu drottningar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Og það eru fáir sem hafa veitt henni jafn innilegar móttökur og Bouke litli. Vfst er Júlfana drottning ein af rfkustu kon- um f heimi, ef ekki sú rikasta og hún getur veitt sér allann þann lúxus sem auðæfi henn- ar og staða leyfa. En það er ekki sama og gleði, ást og örvggi. Og það hefur verið Iftið af þessu þrennu f Iffi drottningarinnar sfð- ustu árin. Eiginmaður hennar Bernhard prins, var eins og kunnugt er bendlaður við Lockheed- hneykslið. Þ.e.a.s., honum var borið á brýn að hafa þegið mútur frá Lockheed- flugvélaverksmiðjunum. En ekki nóg með það, heldur var þvf slegið upp á forsfðum dagblaðanna að stóran hluta af þessum „illa fengnu peningum" hafi prinsinn notað til að kaupa lúxusfbúð f Parfs handa hjákonu sinni og nfu ára gömlu barni þeirra. Drottningin hefur vitað um þetta „Parfsarævintýri" manns sfns f mörg ár en nú þegar allur heimurinn veit um það verður enn erfiðara að afbera það. En þar með er ekki upptalið það sem þessi 68 ára gamli þjóðhöfðingi hefur mátt þola. öðru hvoru hafa verið uppi um það háværar raddir að það væri best fyrir drottninguna að segja af sér og láta dóttur sfna, erfðaprinsessuna taka við völdum. Það er erfitt fyrir manneskju sem f 29 ár hefur reynt að gera sitt besta í hinu erfiða hlutverki sfnu sem drottning að þola slfkt. Þau hafa átt erfiða daga bæði drottningin og drengurinn. Og þá örstuttu stund sem þau héldust f hendur og lögðu kinn við kinn mættu þau bæði þeirri hlýju og vinscmd sem flestum okkar finnst svo sjálfsögð. Fyrir þeim var þetta gleðistund sem hlýjaðí inn að hjartarótum. Júlfana drottning á 17 barnabörn. En samt er hol- lenska drottningin þekkt fvrir að stansa þegar hún mætir börnum. Móðir Boukes segir drottningunni að ekkert sé hægt að gera til að lækna drenginn hennar. Hann bfði aðeins dauðans. Skyndilega beygði drottningin sig niður og faðmaði drenginn að sér. „Þá rísa hárin ” + Yul Brynner segist ekkert hafa á móti blaða- mönnum sem vilja taka viðtöl við hann, en segir að það séu bara þessar heimskulegu spurningar þeirra sem fari í taugarn- ar á sér. „Spurningin sem mér leiðist mest er þessi: Hvernig finnst þér Telly Savalas? Ég lét krúnuraka mig löngu áður en honum datt það i hug og ég kæri mig ekki um að láta líkja okkur saman. Þegar blaða- mennirnir spyrja mig um Savalas, fær það hárin til að rísa á mínu sköllótta höfði,“ segir Yul Brynn- er. Rod Stewart — Foot Loose and Fancy Free Doobie Brothers — Living on the Fault Line Bread — The sound of Bread Roy Wood — Super Active Wixxo Camonflage — A Disco Symphony Wishbone Ash — Front Page News Chris Spedding — Hurt Genesis — Seiconds out Linda Ronstadt — Simple Dreams Leo Sayer — Thunder in my Heart Robin Trower — In City Dreams Bo Hansson — Music inspired by Watership down Centle Giant — The Missing piece Santana — Moonflower David Bowie —Heroes Darryl Hall, John Oates — Beuty on a Back Street Chicago — Chicago XI David Essex — Gold and Ivory Golden Earing — Live Jess Roden — The Player not the Game Van Der Graaf — The Quiet Zone The Pleasure Dome Sutherland Brothers and Quiver — Down to Earth Ný plata með Queen Ný plata með Rod Stewart Létt tónlist SuSur Amerísk tónlist Kvikmynda tónlist Kórlög Negra-tónlist Samkvæmisdansar Harmoniku-tónlist Hammond-píanó tónlist Country tónlist Þjóðlög frá ýmsum löndum Jazz M.a. úrval af plötum með Chick Corea Keith Jarrett Arild Andersen Jan Garbarek Oscar Peterson Benny Goodman Djando Reinhardt o.fl. o.fl. íslenzkar plötur Mannakorn — í gegnum Tíðina Olafur Þórðarson — j Morgunsárið Rió — Fólk og einnig allar aðrar fáanlegar islenzk- ar plötur. Auk þessa, LANDSINS MESTA ÚRVAL AF KLASSISKRI TÓNLIST Opið til hádegis laugardag að Laugavegi 24. FALKIN N ðurlandsbraut 8 — Laugavegi 24 og Vesturveri B4670 s. 18670 s. 12110

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.