Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 5
37
að drekka í þessu húsi — sem
þó heyrði til undantekninga,
lögðust i sætu spænsku vinin.
Mér er minnisstætt að einu
sinni þurfti ég að keyra fimm
dauðadrukknar stúlkur frá
þessu húsi i tukthúsið i Reykja-
vik, stúlkur á aldrinum fimmt-
án til átján ára.
Templararnir lóssuðu svo-
kallaða gesti sina inn, létu þá
borga aðgangseyri — og höfðu
sig svo á brott, þegar þeir voru
búnir að lóssa fórnardýrin i
grenið. Einu sinni horfði ég á
eina fjóra slaga samtimis inn í
fylgd templara, framhjá Ola
ráðherramági, sem þá var dyra-
vörður og eldheitur templari.
Ég sagði við Öla:
Jæja ÖIi, þetta gengur glatt
hjá ykkur. Nú getið þið málað.
Já, svaraði Óli dræmt og
sneri sér frá mér.
Heldurðu Óli, spurði ég, að
þessi sem var að slaga inn núna
hafi verið templari eða gestur?
Þá rumdi í Óla — og hann
sneri í mig bakinu.
Ég fór heim og skrifaði í
Brúna, blað mitt, grein um
þennan ósóma undir fyrirsögn-
inni: Helgar tilgangurinn með-
alið?
Greinin? Hún gerði meira en
að spilla fyrir þessu samkomu-
haldi. Það var lagt niður. Ég
svipti templarana þar með
tekjum, og það er nokkuð sem
svona manntegund fyrirgefur
seint, ef hún fyrirgefur það
nokkurntíma. Templararnir
fyrirgáfu mér þetta aldrei.
Ekki áttu þeir þó allir óskilið
mál f því efni, sómamenn marg-
ir hverjir. Þegar ég bauð mig
fram til þings unnu þeir gegn
mér leynt og Ijóst, spöruðu sig
hvergi, jafnvel glerharðir
flokksmenn, felldu mig frá þin
mig, í annað skiptið með átta
atkvæða mun — frá uppbótar-
sæti, sóru þá og sárt við lögðu
að þeir skyldu aldrei — í drott-
ins nafni meira að segja — gera
þetta aftur — en þeir gerðu það
aftur næst og þar næst. Ég bauð
mig fram fjórum sinnum.
Taktu konu frá manni og
hann gleymir því og fær sér
aðra. Taktu fjárvon frá honum
— og hann gleymir þvi aldrei.
Með Kristján IX
á naflanum
Ég hóf lögreglustörfin sem
næturvörður. Starfaði sem
slíkur í eitt ár, að ég tók við
lögregluþjónsstarfinu, dag-
vörslunni, var þá orðinn vörður
laga og réttar, bar fyrst hjálm á
höfði, þar næst háa franska
húfu eins og frönsku herfor-
ingjarnir og gekk í skjólgóðri
treyju upp á háls, alsettri gyllt-
um hnöppum, borðar á öxlum.
Kylfu bar ég við belti og lét
handjárnin dingla þar í fyrstu
til sýnis og viðvörunar til við-
bótar kylfunni. Kylfa er ágæt
— en handjárn eru blátt áfram
ægilegt stöðutákn og gaf góða
raun. Járn er og verður járn.
Og á naflanum bar ég Kristján
kóngs nfunda; mynd hans var
upphleypt á beltissylgjunni,
koparskildi. Minnir að Andrés
heitinn í Asbúð hafi logið
sylgjuna út úr mér undir þvi
yfirskini að hann ætlaði að
setja hana á Þjóðminjasafnið.
Kannski hefur hann gert það.
Slá yfir herðar bar ég ekki. Á
íslandi þýðir ekki að bera slá,
varð þvi af þvi tignarmerki.
Það er fullhandhægt að þrifa i
slár og fella þannig i duftið
vörð laga og réttar — og eins er
handhægt að kasta slá yfir
hausinn á manni. Hægur eftir-
leikur það.
Ræktun lands
og lýðs
Ekki er hægt að skiljast svo
við Jóhannes Reykdal að ekki
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
sé nefndur eftirmaður hans i
Dverg, forystumaður fyrir-
tækisins i áratugi, Guðmundur
Einarsson, lærður trésmiður,
einstakur sómamaður og hug-
sjónamaður. Margar góðar hug-
myndir fékk hann um dagana
— en merkust var hugmyndin
að stofnun Hellisgerðis, skrúð-
garðsins i Firðinum. Guð-
mundur var burðarás okkar í
Málfundafélaginu Magna i ára-
tugi, einn af stofnéndum þess
ásamt mér og fleirum. Fjalla
um það merka félag seinna.
Hugmyndin að Hellisgerði og
framkvæmd hennar var eitt af-
kvæma ungmennafélagsandans
gamla — undir kjörorðunum:
Ræktun lands og lýðs.
Ungir menn i dag — sem ekki
virðast kunna annað mál en
mál kröfugerðar á hendur
öðrum — eru stundum að gera
grln að ungmennafélagsandan-
um. Ég segi við þá: Gerið svo
vel, gangið i Hellisgerði, dveljið
þar dagstund — og reynið siðan
að hlæja. Hætt við að ykkur
svelgdist á.
Fallíttar
Verðfallið? Það varð fljótlega
upp úr fyrra striði og stóð fram
til 1923. Spánarmarkaðurinn
brást. Verðið hraðféll — og
þeir sem ekki seldu, heldur
biðu i voninni um að verðið
hækkaði fljótlega, þeir guldu
afhroð. Og það voru langflestir;
sumir saltfiskkóngar urðu
gjaldþrota. Copeland fór
yfrum, Kveldúlfur rambaði, en
Einar Þorgilsson i Hafnarfirði
og Einar i Garðhúsum, þeir
héldu velli, þeir seldu á kostn-
aðarverði fremur en að taka
áhættuna.
Eins var með sildina. Þegar
þeir gátu fengið 99 krónur
danskar fyrir tunnuna Ásgeir
Pétursson, Oskar Halldórsson
og fleiri, þá sögðu þeir nei, við
viljum fá hundrað krónur, voru
þá komnir með vöruna til Dan-
merkur — i hitana og aðstöðu-
leysið þar, síld sem i besta falli
hefði verið hægt að varðveita
eitthvað heima á Siglufirði.
Þeir derruðu sig, slógu i borðið
og sögðu: hundrað krónur, ekki
krönunni minna.
Étið hana þá sjálfir, sögðu
viðsemjendur.
Það gátu þeir ekki. Og sildin
úldnaði i kjöllurum I Kaup-
mannahöfn og þeir máttu borga
tvær krónur per tunnu — fyrir
að láta aka sumarsild Islands
sem skít á danska akra.
En Ásgeir og Óskar náðu sér
aftur á strik — og þeir gerðu
meira en það. Þeir munu hafa
verið einu síldarfallittarnir
sem greiddu allar sínar skuldir
áður en þeir gáfu upp andann,
hverja krónu, hvern eyri.
Ég man eftir Oskari ýmist
forríkum eða sitjandi á
tröppum Utvegsbankans að
morgni dags að biða eftir að
opnað yrði, hafði þá silfurbúna
stafinn i hendi sér, átti þá tæp-
ast málungi matar.
Óskar gaf mér nokkur góð
ráð þegar ég fékkst litilsháttar
við sildarsöltun á Eskifirði sið-
ar á æfinni. Það voru góð ráð.
Númer eitt er að hráefnið sé
gott, jafnvei þótt borga þurfi
fyrir það miklu meira en gang-
verð, númer tvö rétt söltun
samkvæmt stifustu reglum,
snerta sildina aldrei meir, bara
pækla hana. Það má enginn
kostnaður falla á tunnuna eftir
að þú ert búinn að slá hana til,
bara skipa henni út.
Og selja hana frekar fyrir 99
krónur en ekki.
Nei, skellihló Óskar.
Hinir, sem ekki voru jafn-
kröfuharðir á hráefnið, þeir
urðu næstum vitstola á þvi að
þurfa að vera alltaf að opna
tunnurnar, henda svo og svo
miklu, umsalta hitt, henda svo
enn meiru uns tunnan var nær-
felt tóm.
LITIÐ VIÐ
í BLÓMAVAL
UM HELGINA
V____- ___
FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN
Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar
þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og mm
aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn -
ingalyklar, hálft stafabil til . -_ mm
leiðréttinga o.m.fl. áÉKHKtSs^mSSUSílí^Sk^-''
Rétt vél fyrir þann sem
hefur lítið pláss en mikil
verkefni.
Leitið nánari
upplýsinga.
m
Olympia
Irrternational
KJARAINI HF
skritstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140