Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
Menachem Begin
Deilan um hver sé réttur
Israelsmanna og Araba er
kjarni deilnanna fyrir botni
Miðjarðarhafsins, og enginn
getur efast um að nýtt stríð —
og jafnvel ný strlð — verði
óhjákvæmileg afleiðing ef ekki
nást sættir um þetta atriði.
Þetta grundvailaratriði er
þungamiðja málsins, en um
þessar mundir er það
Menachem Begin sem öðrum
fremur hefur áhrif á friðar-
horfur í þessum heimshluta.
Um framtíð ísraels er að tefla
og jafnvel Gyðingasamfélagsins
í heiminum einnig.
Begin heldur þvi fram að
hann vilji ganga að samninga-
borðinu í Genf „án nokkurra
fyrirfram settra skilyrða".
Þetta er mótsagnakennt þegar
hann lýsir því yfir i sömu
andránni að það lengsta sem
hann sé fús til að teygja sig sé
að sleppa inniimun vestur-
bakka Jórdanar, og láta framtíð
þessa umdeilda landssvæðis
iiggja á milli hluta þar til deilur
hafi verið jafnaðar við þau
Arabaríki, sem þarna eigi land
að, það er Sýrland, Egyptaland
og Libanon.
Arabarfkin hafa öll sem eitt
vísað á bug þessari tillögu, og
sama er að segja um Bandarik-
in og öii aðildarriki Efnahags-
bandalagsins.
Aldrei vikið
hársbreidd
Sitji Begin fastur við sinn
keip er ekki hægt að koma auga
á neina lausn, hvað svo sem
vestrænir ráðamenn segja og
hvaða þrýstingi sem þeir reyna
að beita. Aldrei hafa farið sög-
ur af því að Begin hafi vikið
hársbreidd frá þeirri afstöðu
sem hann markaði sér kornung-
ur að árum.
Heimsmynd Begins mótaðist
einkum af tvenns konar
reynslu, sem auðvitað hefði
haft rik áhrif á hvern, sem er.
Umhverfið sem hann ólst upp I
Póllandi var Gyðingum afar
fjandsamiegt, þannig að ekki
fór hjá því að auðmýkingin
siaðist inn i Begin frá biautu
barnsbeini. Þegar fram liðu
stundir fór hann að berja frá
sér, en þá tóku við enn viður-
styggilegri og hroðalegri
ofsóknir en hann hafði átt að
venjast — ofsóknir og fjölda-
morð á sex milljónum Gyðinga i
heimsstyrjöldinni síðari.'
Einn nánast samstarfsmaður
Begins segir: „Langi menn til
að skilja Begiri þá verða þeir
fyrst að gera sér grein fyrir, að
aliar tilfinningar hans og
hugsanir mótast af gyðinga-
ofsóknunum og milljönamorð-
unum i heimsstyrjöldinni síð-
ari.“
Andstæðingar Begins i Israel
óttast að persónuleg reynsla
hans og þungbærar minninga’r
byrgi honum sýn þannig að
hann sé ekki fær um að meta af
raunsæi og hlutlægni mál, sem
hafa úrslitaþýðingu fyrir ísra-
elsríki framtiðarinnar, þannig
að hann gæti viljandi kallað
ósegjanlegar hörmungar yfir
þjóð sfna.
„Heimurinn hefur ekki
samú^. með sláturfé", hefur
Begin sagt
Föðurnum drekkt
Menachem Begin fæddist i
Brisk í Póllandi árið 1913. Fjöl-
skyldan var mjög hreintrúuð.
Faðir hans var ákafamaður og
mjög trúaður, og sonurinn tók
hann sér til fyrirmyndar í
flestu. Eitt sinn réðst hann að
hópi hermanna, sem voru i
þann veginn að skera skegg
Rabbfs, enda þótt augljóst væri
að við ofurefli væri að etja.
Afleiðingarnar urðu hýðing,
sem nærri gekk af honum dauð-
um. Báðir foreldrar Begins, svo
og bróðír hans, voru myrtir
ásamt flestum þorpsbúum i
Brisk I útrýmingaræði Hitlers.
Steinn var bundinn um háls
föðurins og honum varpað i
drekkingarhyl árinnar, sem
rann gegnum Brisk, hrópandi:
„Á degi hefndarinnar færð þú
makleg málagjöld, Andek,“ en
sá var alra*mdur harðstjóri i
Póllandi. Þegar þetta gerðist
var Begin orðinn fangi Rússa í
Síberíu.
Þegar Begin var 14 ára —
mjósleginn með gleraugu, dul-
ur i skapi, mjög trúaður og
fjarska kurteislegur í fram-
göngu, — komst hann í kynni
við hinn mikla Zíonistaleiðtoga
Vladimir Jabotinsky. Hann var
endurskoðunarsinni og andvíg-
ur stofnanaveldi. Endurskoð-
unarsinnar voru andvigir þeirri
grundvallarkenningu, sem
viðurkenndir leiðtogar Zionista
börðust fyrir, — þ.e. landvinn-
ingastefnunni, —1 endurskoð-
unarsinnarnir trúðu á land-
vinninga baráttuglaðra Gyð-
inga og aðeins þá ieið. Merki
þeirra var riffill yfir báðum
bökkum Jórdan-árinnar.
Þritugur var Begin orðinn
yfirmaður 70 þúsund manna
Betar-hreyfingarinnar i Pól-
landi, og sjálfsagður eftirmað-
ur Jabotinskys.
Snemma á ferli sinum lenti
Begin í andstöðu við Jabotinsky
vegna breytingar á grund-
vallarkenningu Betar. Þannig
vildi Begin að um ieið og félag-
arnir gengju 1 hreyfinguna
hétu þeir því að nota vopn, ekki
einungis í sjálfsvörn, heldur
einnig til að ná ættjörð Gyðinga
aftur á sitt vald. Þessu var
Jabotinsky algjörlega mótfall-
inn, og Begin hafði kenningu
hans um að „samvizka heimsins
væri með Gyðingum“ að háði og
spotti.
„Eg skil að þetta er þung-
bært,“ sagði Jabotinsky við
skjölstæðing sinn, „en örvænt-
ing af þeim sökum er hættuleg,
hurðarskellur, sem hvorki leið-
ir til nokkurs góðs né er nauð-
syniegur."
Hörmungar Gyðinga f styrj-
öldinni gerðu ekki annað en að
staðfesta kenningu Begins og
vantraust hans á „samvizku
heimsins".
Handtek
inn 1940
Skömmu eftir að Rússar her-
tóku Pólland árið 1940 var
vopnaður vörður sendur til að
handtaka Begin. Hann bað þá
að bíða meðan hann burstaði
skóna sfna, sækti Bibliuna sina
og kveddi eiginkonu sína. Að
þessu loknu óskaði hann eftir
þvf við verðina að þeir gengju á
undan honum út úr húsinu, svo
hann sem gestgjáfi gæti eins og
vera bæri fylgt gestum sínum
til dyra. Hann var dæmdur í
átta ára þrælkunarvinnu fyrir
að vera „hættulegur samfélag-
inu“.
Hann átti harða ævi er hann
vann um árs skeið við síberísku
járnbrautina við hlið harðsvír-
aðra glæpamanna en einntg
annarra pólitiskra fanga. Hann
skýrir frá þessari lífsreynslu
sinni 1 bókinni „Hvítar nætur“
og segist hafa lært á þessum
tlma, að hægt sé að þola nánast
hvað sem er. „Fyrsta lúsin er
viðbjóðslegt og ógnvekjandi
kvikindi, en sú hundraðasta er
nágranni, sem maður urnber."
Þegar Síkorsky og Stalin
undirrituðu samning sinn árið
1942 var Begin ásamt öllum
öðrum Pólverjum sem voru I
haldi hjá Rússum sleppt til að
þeir gætu gengið í her Anders
hershöfðingja. Glæpamennirn-
ir félagar hans sögðu. „Hann er
ekki Pólverji, hann er Gyðing-
ur.“
Begin kom til Miðaustur-
landa ásamt her Anders árið
1942 og honum var öfugt farið
en flestum öðrum pólskum gyð-
Með Alizu og Benjamín, syni þeirra, 1949.
Á framboðsfundi fyrir kosningarnar 1977.
ingum i þeim félagsskap. Þegar
hann nú var í fyrsta sinn kom-
inn til Palestínu. Hann neitaði
að yfirgefa her Anders, — það
bannaQi honum skylduræknin
og orðheldnin, hollustueiðinn
varð að halda, en brátt skipti
hann um skoðun — eða skipt
var um skoðun fyrir hann.
Begin tekur
við Irgun
Þegar hér var komið sögu var
neðanjarðarhreyfing Gyðinga,
Irgun, á sannkallaðri heljar-
þröm. Leiðtogi hennar Jabot-
insky var allur, þúsund félagar
voru gengnir i lið með Bretum
og þeir sem eftir voru voru
klofnir 1 ótal hópa, sem deildu
um hugmyndafræðilegar kenn-
ingar. Nú varð það hlutverk
Begins að taka við stjórninni og
sameina Irgun að nýju.
Hann markaði sér stefnu sem
grundvallaðist á tveimur aðal-
þáttum: Að eyðileggja orðstír
Breta og auðmýkja svo sem
unnt væri stjórn þeirra — og
hins vegar að búa til Imynd
hins „baráttuglaða Gyðings".
Hann hafði einungis á að skipa
600 liðsmönnum sem þurftu að
láta sér nægja 30 riffla og 60
skammbyssur, en með þetta eitt
á bak við sig lýsti Begin þvf yfir
1944 að „uppreisnin" væri haf-
in. Hann krafðist þess að þegar
í stað yrði komið á bráðabirgða-
stjórn Gyðinga í Palestlnu allri,
að því meðtöldu, sem nú er
konungdæmið Jórdania. Hann
gerði sér grein fyrir því að
hann var að krefjast mikilla
fórna af Gyðingum í ísrael, en
af ýmsum pólitiskum ástæðum
taldi hann það æskilegt að
mörgu leyti. Með því að neyða
Breta til að sýna af sér hörku,
sem þeir komust ekki hjá að
gera það sem þeir stóðu and-
spænis vopnuðu ofbeldi, var
hann sannfærður um að aðferð-
ir Irgun yrðu til þess að brjóta
niður siðferðisþrek „setuliðs-
ins“, auk þess sém kúgun af
hálfu Breta yrði til þess að
eggja Gyðinga aímennt til dáða.
Þessi hernaðartækni Begins
hafði þó ekki tilætluð áhrif.
Hún varð til þess að vekja jafn-
mikla andúð leiðtoga Gyðinga
og Breta. Ben-Gurion lýsti því
yfir, að Irgun væri helzti and-
stæðingur Gyðinga, og „Opin-
ber samtök Gyðinga“ — (the
Jewish Ageney) — Iýstu yfir:
„Baráttan gegn hryðjuverka-
mönnum hefur algjöran for-
gang í baráttu okkar.“
„Uppreisnin“ leiddi af sér
ríki, þar sem landamerkjaskipt-
ing markaðist af borgarastyrj-
öld. Haganah-hreyfingin (Ben-
Gurion) réðst gegn Irgunistum
af jafnmikilli hörku og Bretar
en með langtum betri árangri.
Þeir létu Breta hafa nöfn yfir
þúsund grunaðra félaga.
í felum
A þessum árum var Begin f
felum og það var ekki fyrr en
eftir stofnun Israelsrlkis í maí
1948 að hann kom fram I dags-
ljósið á ný.
Stefna Begins varð* tilefni
meiriháttar árekstra, og hann
tók ákvörðun um að láta hýða
brezka herforingja. „Hvi
ekki?“ spyr hann, „þegar þeir
auðmýktu okkar menn með þvf
að hýða þá.“ Eftir þá ráðningu
brá svo víð að Gyðingar voru
ekki hýddir.
Annað mál — miklu alvar-
legra — var ákvörðunin um að
hengja tvo brezka liðþjálfa eft-
ir aðvörun um að frekari heng-
ingar Gyðinga-Iiðsmanna yrði
hefnt. Begin heldur því fram að
þessi aðgerð hafi verið fullkom-
lega réttlætanleg — hún hafi
verið til þess ætluð að binda
endi á „gálgaharðstjórnina".
Aftökur Gyðinga voru stöðvað-
ar eftir að liðþjálfarnir voru
hengdir.