Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 Skálateigsstráknum, bók Jóhannesar Helga um Þorleif Jónsson, er skipt í sex meginkafla og sextíu undirkafla. Nafnaskrá fylgir og eru sex hundruð menn nefndir til sögu. Bókin er ellefta frumsamda verk Jóhannesar og f jóróa ævisagan. Þorleifur Jónsson hefur alla tíð verið glerharður sjálfstæðis- maður og járnharður baráttumaður, ritstjóri bæjarmálablaða í Hafnarfirði um langt skeið, lögregluþjónn og næturvörður í Hafnarfirði, um hríð, átti sæti í bæjarstjórn í áratugi með rríeiru, sat í stjórn Fiskimálasjóðs í átján ár, útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði nokkur ár, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi, hægri hönd Geirs Zoega á stríðsárunum og er enn að vasast í útgerð, maður eldri en öldin okkar. Þorleifur Jónsson, faðir drottins smurða til Stóra-Núps presta- kalls, segir á einum stað og tilvitnunin er iýsandi fyrir manninn: „Ég mun deyja í friði og sátt við alla menn og sjálfan mig. Ég vil enga líkræðu. Engin má tala yfir mér í kirkju, ekki stakt orð. Ég hef lagt blátt bann við því. Ég veit hver ég er og hvert ég fer. En ég vil láta syngja mikið. Söngur fer vel í fólk og ég vil að menn séu glaðir og syngi af hjartans lyst til að fagna því að ég sé dauður og fái kaffi og konjak fyrir ómakið“. Morgunhlaðið hefur fengið leyfi útgefanda og höfundar til að birta fimm stutta kafla úr bókinni, auk formála Jóhannesar Helga. AÐFARARORÐ Hann birtist viÖ hliðið hjá mér einn hvassi'iðrisdag — eins og sá sem valdið hefur, einhveiskonar sambland af von Keitel marskálki og kinverskum mandarina, harðlextur og stuttur i spuna þegar hann kastaði á mig kveðju og hremmdi hönd mina, kalt kímið blik i augunum; tjúguskegg. Ég bauð honum i vinnustofu mina og vatt mér að tal- kerfinu út i ibúðarhúsið að panta kaffi yfrum til okkar. En hann stöðx’aði mig með valdsmannslegri handarhreyfingu: Fyrst vinnan, siðan kaffið. Þann hátt hef ég á. Ég átti von á að okkar fyrsti fundur yrði til skrafs og ráðagerða. En þessi áttrrrði maður var ekki á þeim buxunum. Hann vildi vyrja strax. Svo til allir samtiðarmenn minir eru daxiðir, tilkynnti hann mér xim leið og hann lagðist i leðurstólinn. — Og bráðum verð ég einnig dauður og allur er varinn góður, hló hann og tindi minnismiða upp úr vösum sinum. Ég hef goldið hverjum og einurn það sem hans er, vanda bundnum möhnum sem óvandabundnum, batti hann við. — Engar eicnir iþyngja mér. Ég er áhyggjulaus eins og barti. loksins alfrjáls maður eins og daginn sem ég faddist. Við skulum byrja. Ég seig niður i stólinn fyrir framan ritvélina. Og komu- maður, Þorleifur Jónsson frd Efri-Skálateigi, eldri en öldin okkar, stokkaði minnisblöðin og hóf að rekja mér lifshlaup sitt á jörðinni, svo klár i kollxnum að velfleslxr helmmgi yngrx menn mattxi vera fxillsamdir af. Hann kom oft, alltaf með minnxspunkta á reiðum hönd- um og varð aldrei orðfall, alltaf jafn stálsleginn, jafnvel þeg- ar sinadrátturinn var sýnilega að drepa hann. Ég hef aldrei kynnst ókvalráðari manni, aldrei jafn hrexn- skiptnum, aldrei islenskari manni. íslendxnga sem nú eru á dögum vantar ekki i bilx metra af rafknúnu raflarokkx og kveðskap sem verður til kringum nafla höfunda, ekki meira af þvi offsettprentaða hugarvili og sifri sem byrjað er að pumpa út i þjóðfélagið. ísland virð- ist vanta fleiri dœmi af mönnum sem háð hafa lifsbaráttu sem bragð er að og látið hana stœkka stg en ekki smcekka; hafist af sjálfum sér — og þora að segja það sem þeim býr i brjósti. — Þorleifxir Jónsson er einn slikra manna. Blekbóndinn frá Laxnesi hefur umritað eftirminnilega prentaðar og óprentaðar eevisögur liðinna manna. I þeim til- vikum hefur höfundur raunar óbundnar hendur um úr- vinnslu efnis. En lifandi menn af gerð Þorleifs eru jafngild- ur efniviður, og að minu mati heyrir það undir brýn þjóðþrif að bóka avi þeirra, einkxim nú þegar holskefla sefasýki i tali og tónum, runnin frá andlrgum sorphaugum fjarleegra stranda, fleeðir yfir Norðurlönd. Ef efnistökin og orðfeerið á minningunum koma ekki heim og saman við slálið x skapgerð Þorleifs Jónssonar, er vxð undirritaðan einan að sakast. Oliver Steinn átti htigmyndina að samantekt bókarinnar og kostaði samningu hennax. JÓHANNES HELGI. Menn úr Mjóafirði Gísli var úr Mjóafirði, faðir Ingvars Gfsiasonar alþingis- manns. Gísli lifir enn og býr i Hafnarfirði, dugnaðarþjarkur eins og obbinn af mönnum úr Mjóafirði; menn þaðan báru af, stórvaxnir og óhemju sterkir, skapmenn miklir — en prúðir f framgöngu. Brekkufólkið, Borgareyrarfölkið, Grundar- fólkið og bræðurnir frá Holti, Jón og Jóhann, Víumsfólkið — og ekki má gleyma Sveini al- þingismanni í Firði, hans hörkugreind. Yfirleitt var ekki annað en þrifnaðar- og myndar- fólk f Mjóafirði. Þjóðin veit hvaðan Vilhjálmur Hjálmars- son er. Hann er frá Brekku — af Pamfflsættinni. Jón pamffll var uppi á átjándu öld. Sonur hans var Hermann — sem bjó í Firði, var þar allsráðandi til sjós og lands. Vfumsfólkið dreifðist um allt Austurland — og firðirnir höfðu gott af. Mjófirðingar áttu góð bú og fallegt fé, voru útvegsbændur, reru — og þeir sem vita hve langur M jóafjörðurinn er skilja hjálparlaust að róðurinn út og inn hefur ekki verið á færi neinna aukvisa. Það þurfti sterka menn til — og þeir stælt- ust enn af árinni. A Seyðisfirði var tak, sem svo var kailað, járnklumpur minnir mig. Aðeins einn maður á Seyðisfirði gat látið vatna undir hann. Og einhverntlma er það að sex Mjófirðingar koma á báti, yngstur var Hans Vfum, þá átján ára. Komumönnum var sýnt takið — og þótti Iftið til koma. Hans Vium gekk fyrstur að þvf og lét vatna undir það, hinir tóku það upp f klof, þeir Hermann, Bensi, Sveinlaugur, Hávarður og Gfsli Lars Kristjánsson. Stebbi „grúði" Ég var ekki búinn að gera honum Stebba grúða alveg næg skil. Stefán Stefánsson var hans rétía nafn. Hann hófst úr lifrarbræðslu upp f kaup- mennsku í Nesbæ, ekki um- svifamikla — en drjúga — og við útgerð fékkst hann einnig. Stebbi átti tún fyrir ofan verslunarhúsið sitt, sem seinna varð læknisbústaður og stendur enn, hafði þar nokkrar kýr — og varði það fyrir fé með hundi af frönsku kyni. Bobb hét hundurinn, nokkuð svæsið dýr. Einu sinni sem oftar fer Stebbi Grúði f útreiðatúr inn í Háls ásamt Konráði og fleirum. Hundurinn er f förinni, og hann gerir sér lftið fyrir: hljóp i fé sem á vegi þeirra varð og beit lamb svo illa að það varð að sfátra því. Stebbi þurfti ekki aðeins að borga skaðabætur, heldur skikkaði hreppstjórinn hann til að láta skjóta hundinn. Þeim úrskurði varð hann að hlfta — og tók það sárt af því að honum þótti mjög vænt um hundinn. Stebbi var fljóthuga; ýmis- legt einkennilegt valt þess vegna út úr honum, og menn höfðu gaman af að hafa það eftir. Vorið eftir, hálfu ári eftir að Bobb var lógað, ryðst Stebbi grúði út á hlað eldsnemma morguns að stugga fé úr túninu góða þar sem kýrnar gengu, og þá kallaði hann hvellhátt: Erríd Bobb Bobb — eridd Bobb bftt’ann Bobb! Þorleifur Jónsson 25 ára Mundi svo eftir að Bobb var dauður og bætti þá við: Erríd, errfd Bobb — aftur- genginn Bobb — errfd Bobb — errid Bobb Bobb! Stebbi var alltaf að flýta sér, mátti aldrei við neinni töf, allt- af sveittur með harðan hatt aft- ur á hnakka. Hjá honum var stofustúlka sem Hefga hét, for- móðir þeirra Valdimarssona i Nesbæ, skipstjóranna. Hún giftist ekki — en lagði grund- völlinn að ættboganum með Andrési mótorista Runólfssyni, föður Kristins E. Andréssonar. Andrés var kvæntur, bjó í Breiðuvík í Reyðarfirði, var uppá kvenhöndina — og með honum eignaðist Helga barnið. Hún var lengi hjá Stefáni. Inn af búð hans var skrifstofuhola, og þyrfti hann út, gat hann hvort heldur var farið úr skrif- stofunni gegnum búðina eða gegnum forstofuna á íbúðinni. Einu sinni er Helga á fjórum fótum að skúra forstofuna og þá sviptir Stebbi upp hurðinni, sveittur með harða hattinn aft- ur á hnakka og þarf að komast út. Helga ætlar að rfsa á fætur og hleypa honum þannig fram hjá sér — en þá æpir Stebbi grúði: Kyrr, kyrr. Liggðu graf- kyrr Helga, mér liggur á! Klofaði svo yfir hana. Stundum var það að kaup- mönnum voru ekki útbærar einstaka vörutegundir, þær voru þá kannski að ganga til þurrðar og þá héldu þeir í þær handa vildarvinum. Einhvern- tíma var einhver að jagast f Stebba grúða að fá vöru sem var að þrjóta, en Stebbi vildi ekki láta hana lausa i fyrstu — en lætur svo undan vegna þrá- beiðni hins og gerir það svona: Jæja farðu f helviti og komdu með mér. Fór svo á undan út í pakkhús, rennsveittur undir harða hatt- inum. Kyndugur náungi Stebbi grúði — en ekkert illt í honum. Honum lá bara svona á í lifinu. Hann átti glæsilega og góða konu og fallegar dætur. Óli ráðherra- mágur og templararnir Ég átti og ritstýrði 1928—1931 vikublaðinu Brúin — bæjar- og þjóðmálablaði, stofnaði þar næst vikublaðið Hamar og ritstýrði því i mörg ár. Sfðasta veturinn sem ég var lögregluþjónn, 1929—30, var templarahúsið, Gúttó, eina sam- komuhúsið f Firðinum. Templ- ararnir réðu þar auðvitað lög- um og lofum, nokkrir framá- menn f þessum samtökum, þ.á m. Óli ráðherramágur kallaður, bróðir konu Hannesar Haf- stein. Templarar borga aldrei neitt sjálfir ótilneyddir, en hafa ágætt lag á þvf að láta aðra borga. Nú — Gúttó þurfti við- hald, það þurfti að klfna á það málningu við og við, dytta að þvf eins og gengur og gerist um hús. Það gátu templararnir sem best gert sjálfir — en nenntu þvf ekki. Brugðu þvi á það ráð f fjáröflunarskyni að halda skemmtanir í húsinu á laugar- dagskvöldum og öðrum tylli- dögum, auglýstu þennan fjanda sem skemmtanir fyrir templara og gesti þeirra til að þurfa ekki að borga skemmtanaskatt — og á þessum samkomurn upphóf- ust nú svæsnustu fyllirí sem menn höfðu orðið vitni að í Firðinum. Jafnvel kvenfólk fór Skála teigss trákurinn minningamiUa Þorleifs Jónssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.