Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
t
Maðurinn minn.
SVEND AGE SCHOUW.
lést í Kaupmannahöfn 21 þ.m.
Guðrún Ásmundsdóttir Schouw.
t
Móðir min og tengdamóðir,
UNA BENJAMÍNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 26,
Reykjavík.
lést að heimili sinu 25. þ.m.
Pálmi Sigurðsson. Hulda Helgadóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR SIGURÐSSON.
skipstjóri.
Lágholtsvegi 9.
andaðist i Borgaspitalanum föstudaginn 25. nóv
Ingveldur Dagbjartsdóttir,
GuSrún Einarsdóttir. GuSbjartur Einarsson
Sigurður Einarsson, Stefán Einarsson.
t
Útför móður okkar. tengdamóður. ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR GISSURARDÓTTUR
frá Glúfurholti,
verður gerð frá Fríkirkjunni i Reykjavik þriðjudaginn 29 nóvember kl
13 30
Gissur Simonarson Bryndis Guðmundsdóttir
Ingunn Simonardóttir Jóhann Björnsson
Margrét Símonardóttir Kjæmested Guðmundur Kjærnested
u ■ ... r*,___eui: v____________________________
Kristín Símonardóttir
Simon P. Simonarson
Gisli Kristjánsson
Elisabet Ólafia Sigurðardóttir
barnaböm og bamabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir.
SIGRÍÐUR J. MAGNÚSSON,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 28 nóv. kl. 3 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Menningar- og minningar-
sjóð kvenna.
Börn og tengdaböm
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
LÁRU JÓHANNSDÓTTUR,
Fremri-Fitjum.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki við Landspítal-
ann og sjúkrahúsinu á Hvammstanga
Systkini hinnar látnu.
t
Þökkum innilega samúð við andlát og útför móður okkar, fósturmóður,
ömmu og langömmu.
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Þingeyri.
Baldur Sigurjónsson
Pátur Sigurjónsson Jónina Jónsdóttir
Bragi Guðmundsson Elisabet Einarsdóttir
böm og barnabörn.
Móðir okkar. +
KRISTÍN EINARSDÓTTIR.
andaðist föstudaginn 25. nóvember á Elliheimilinu Grund.
Gústaf Ófeigsson.
Dagbjört Guðbrandsdóttir,
Einar Guðbrandsson,
Margrát Guðbrandsdóttir.
Sigrún Guðbrandsdóttir.
Móðir okkar. t ÓLAFÍA R. SIGURÞÓRSDÓTTIR.
Hrafnistu,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 nóvember kl. 3.
Blóm afbeðin Bömin.
Guðbjörg Grímsdóttir
Andersen — Minning
F. 9. janúar 1893.
D. 27. nóvember 1976.
Fyrir réttu ári siðan lést í
Landakotsspítala'elskuleg frænka
okkar, Guðbjörg Andersen, 83 ára
að aldri. Þó að svona langt sé liðið
síðan hún kvaddi þannan heim,
þá langar okkur samt til að minn-
ast hennar með örfáum orðum til
að þakka henni alla þá umhyggju
og tryggð er hún auðsýndi okkur
fram til hinstu stundar.
Guðbjörg var fædd að Kirkju-
bóli við Steingrimsfjörð 9. janúar
1893 og voru foreldrar hennar
sæmdarhjónin Grímur Benedikts-
son bóndi þar og kona hans Sig-
ríður Guðmundsdóttir. Guðbjörg
var 5. í röðinni af 12 börnum
þeirra hjóna, en eftir lifir ein
systir, Þorbjörg, gift Árna E.
Blandon, og búa þau að Þinghóls-
braut 43 í Kópavogi, og bræðurnir
Benedikt bóndi og fyrrverandi
hreppstjóri að Kirkjubóli, kvænt-
ur Ragnheiði Lýðsdóttur, og Guð-
jón bóndi að Miðdalsgröf í sömu
sveit, kvæntur Jónnýju Guð-
mundsdóttur.
18 ára gömul lagði Guðbjörg
leið sína til Reykjavíkur og stund-
aði þar nám við Verslunarskóla
íslands. Siðan lá leið hennar til
Danmerkur þar sem hún dvaldi
um tíma og lærði þá m.a. konfekt-
gerð og stundaði einnig nám við
hússtjórnarskóla.
Eftir heimkomuna réð hún sig
til verslunarstarfa hjá Jakobsen í
Austurstræti og vann þar í mörg
ár.
Guðbjörg giftist 27. júni 1925
Axel Andersen klæðskerameist-
ara, glæsilegum heiðursmanni og
bjuggu þau í farsælu hjónabandi í
nær 50 ár, eða þar til Axel lést 18.
janúar 1975. Hafði hann þá átt við
langvarandi vanheilsu að stríða
og var síðast rúmliggjandi. Vakti
Guðbjörg yfir honum og hjúkraði
með ást og umhyggju uns yfir
lauk og veitti honum sjálf hinstu
þjónustu er augu hans lokuðust
og hann hvarf úr þessum heimi.
Eina kjördóttur eignuðust þau
Guðbjörg og Axel, Ásu Andersen,
og tvær dótturdætur, Guðbjörgu
Ásu, sem ólst að nokkru upp hjá
afa og ömmu og Regínu 12 ára og
voru þær báðar afa og ömmu
mjög kærar. Guðbjörg Ása er gift
Stefáni Magnússyni og eiga þau
eina dóttur, Vilborgu á 3. ári, og
eins og að líkum lætur var hún
sólargeisli langömmu sinnar sið-
ustu ævistundirnar.
Þegar móðir okkar Ingunn,
yngsta barn Kirkjubólshjónanna,
kom til Reykjavíkur, styrktust
bönd þeirra systranna meira en
áður var og þegar foreldrar okkar
giftu sig bláfátæk af öðru en ást i
allsleysinu árið 1935 þá gera þau
Guðbjörg og Axel þeim daginn að
enn ógleymanlegri hátíð með þvi
að slá upp veisluborði að afstað-
inni athöfn.
Slíku verður aldrei gleyfnt og
þau gleymast heldur aldrei jóla-
boðin sem þau héldu ávallt á 2.
dag jóla meðan kraftar og heilsa
entust. í barnsminni okkar eru
þessi boð ævintýri likust. Fallega
heimilið þeirra skreytt i tilefni
hátíðarinnar, borðin svignuðu
undan veitingunum og allir nutu
sín hið besta, ungir sem aldnir.
Hin síðari ár einkenndust þessi
jólaboð af sameiginlegri ánægju-
stund nánustu ættingja og vina,
fulorðinna, sem ornuðu sér við yl
heimilishlýjunnar og minningu
liðinna tíma.
Guðbjörg var mikil mannkosta-
kona og fóru þar saman gáfur og
góðvild, geislandi lífsfjör og
dugnaður. Hún var mjög félags-
lynd og var virkur þátttakandi i
ýmsum menningar- og góðgerða-
félögum og voru t.d. bæði Thor-
valdssensfélagið og Kvenfélag
Neskirkju búin að gera hana að
heiðursfélaga sinum. Hún fylgd-
ist alla tíð vel með þvi sem efst
var á baugi hverju sinni, bæði í
landsmálum og þá ekki síður inn-
an fjölskyldunnar. Þær voru ekki
fáar gjafirnar og blómin sem hún
sendi heim til ættingja og vina á
ýmsum tímamótum i lífi þeirra til
að samgleðjast eða samhryggjast.
Með þessum siðbúnu línum vilj-
um við þakka elskulegri frænku
okkar innilega fyrir alla hennar
órofa tryggð og umhyggju sem
hefur umvafið okkur alla tíð og
kom ef til vill best í ljós er við
heimsóttum hana á banabeð áður
en vitund hvarf. Þá spurði hún
um hvern einstakan fjölskyldu-
meðlim, gladdist yfir þvi að allt
virtist í besta lagi og bað brosandi
fyrir kveðjur.
Slikri konu var gott að kynnast
og við þökkum henni allar sam-
verustundirnar sem við hörmum
að urðu ekki fleiri. Nú iifir hún á
ljóssins strönd þar sem áður farn-
ir ástv inir gleðjast yfir því að
hafa hana á meðal sín.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigga, Palia og Bára.
Jónína Helga Friðríks-
dóttir — Kveðja
F. 29. nóvember 1907
D. 14. nóvember 1977
Aðfaranótt 14. nóvember lést að
heimili sýnu húsfreyjan Jónína
H. Friðriksdóttir, Grenimel 31
Reykjavik.
Hún lagðist til hvílu, að þvi ei
virtist heilbrigð að kvöldi, en var
liðið lík að morgni. Eftir stendui
ástvina- og vinahópur og spyr:
Hvers vegna?
Skáldið Jóhannes úr Kötlum
sagði:
Vor sál er svo rfk af trausti og trú
að traudla mun bregðast huggun sú,
þó ævin sem elding þjóti
Guðs eilffð blasir oss móti.
Þeir eru margir sem eiga um
sárt að binda við lát frú Jónínu
Friðriksdóttur. Allir þreyttir, all-
ir sjúkir, mæddir, áttu vísa þína
líkn og fró. Hún var óvenjulega
umhyggjusöm við sjúka og þá sem
báru skarðan hlut frá borði, og
ævilangt þakklát þeim sem sýndu
skilning öllum þeim sem byrðar
báru. íslensk gestrisni var rikur
þáttur i fari húsbændanna á
Grenimel 31, þau tileinkuðu sér
orð Hallgríms Jónssonar:
1 samfylgd skaltu vera
sem sólargeisli hlýr
við ylinn er góðum glatt.
Með öðrum ok að bera
er öllum fengur dýr.
1 verkinu þú verðlaun finnur.
Fyrir tæpum 50 árum bast Jón-
ina vináttuböndum við föður
t
Innílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
KRISTJÁNS S. ELÍASSONAR.
Njálsgötu 102.
Kristin Geirsdóttir,
börn. tengdabóm og barnabörn.
minn og stjúpmóður, sú vinátta
styrktist í reynslueldi áranna. Ég
og börn min sendum úr fjarlægð
samúðarkveðjur eiginmanni
hennar, Guðmundi Magnússyni,
syni, fóstursyni og fjölskyldum
þeirra og biðjum þeim öllum
styrks í þessu þunga reiðarslagi.
Ekki síst ömmubörnunum 8, sem
öll hafa misst svo óumræðilega
mikið, þó sum skilji ekki ennþá
hve ófyllt skaróið í ástvinahópn-
um er stórt, nöfnurnar hennar
báðar vona ég aó erfi fórnarlund
og mannkosti ömmu sinnar. Mun
það reynast gott veganesi út í
lífið. Að eigin ósk var Jónian sál-
uga jörðuð í kyrrþey 23. nóvem-
ber að viðstöddum stórum hópi
ástvina og vina.
Drottin gefi dánum ró,
hinum likn sem lifa.
Guðbjörg S. Gunnlaugsdóttir.
t
Móðir okkar. tengdamóðir. amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDÍNA INGVADÓTTIR.
Hverfisgötu 121,
frá Snæfoksstöðum,
Grimsnesi,
verður jarðsungin frá Frikirkjunni mánudaginn 28 nóvember kl. 1.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeir sem vildu minnast hennar,
vinsamlegast látið Lamaða og fatlaða eða Barnaspitala Hringsins njóta
þess.
Fyrir hönd dætra, tengdasona, barnabarna og barnabarnabarna,
Ingibjörg og Þórdis Gestsdætur.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera 1 sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.