Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
53
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Járniðnaðarmenn
óskast nú þegar til starfa. Upplýsingar í
símum 92-3630, 92-7570 og 91-
431 75.
Skipasmiðjan h. f.
Ytri-Njarðvík.
Atvinna óskast
hálfan daginn. Get annast danskar og
enskar bréfaskriftir, einnig önnur skrif-
stofustörf. Tilboð merkt: „Starfskraftur
193 7" sendist Mbl.
Skrifstofustjórn —
Bókhald
Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða færan mann til að annast skrifstofu-
og bókhaldsdeild fyrirtækisins. Góðir
möguleikar og gott kaup. Tilboð sendist
Mbl fyrir föstudagskvöld merkt: „Fram-
tíðaratvinna — 4165".
Afgreiðslumaður
— eða kona
Óskum eftir að ráða starfskraft til al-
mennra afgreiðslustarfa í verzlun vorri.
Skriflegar umsóknir er greini frá aldri og
fyrri störfum sendist okkur fyrir 29.
nóvember. Uppl. ekki gefnar í síma.
Gunnar Ásgeirsson h. f..
Suðurlandsbraut 16.
Framkvæmda-
stofnun ríkisins
auglýsir hér með lausa stöðu við vélritun
og önnur skrifstofustörf.
Framkvæmdastofnun ríkisins.
lánadeild
Rauðarárstíg 31, Reykjavík.
Sími 25 133.
Fóstrur
Fóstrur óskast að leikskólanum Seljaborg
sem fyrst.
Upplýsingar gefur forstöðukona í síma
76680. ‘
Skrifstofustarf
Endurskoðunarskrifstofa óskar að ráða
starfskraft frá og með 1 janúar
1 978 til vélritunar o.fl Nokkur bókhalds-
kunnátta æskileg. Upplýsangar um
menntun og fyrri störf sendist Mbl
merkt: „E —5276".
Okkur vantar
fjölhæfan starfskraft til ýmissa starfa t.d.
við útstillingar og uppstillingar á vörum
og afgreiðslu og umsjón með lager Aldur
25 — 30 ára. Er þetta eitthvað fyrir yður?
Hafið þá samband við okkur i dag eftir kl.
2 og annað kvöld kl 6.30 — 8 að Lauga-
vegi 11,3. hæð
Gjafahúsið
1 Lausar stöður
* Sérfræðingur í
röntgengreiningu
Staða sérfræðings i röntgengreiningu við
Röntgendeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamn-
ingum Læknafélags Reykjavikur og
Reykjavikurborgar.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis við Röntgendeild
Borgarspítalans er laus til umsóknar
Laun samkvæmt kjarasamningum Lækna-
félags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir.
Reykjavík, 25. nóv. 1977.
Stjórn sjúkrastofnana
Reykja víkurborgar.
Starfskraftur
óskast i sérverslun í miðbænum. Vinnu-
tími 1 1 —4, ekki yngri en 30 ára. Um-
sóknir, sem greina fyrri störf, óskast send-
ar á afgr. Mbl. merkt: „KK — 1 936."
Ritari
Stofnun i miðborginni með umfangsmik-
inn verslunarrekstur óskar að ráða ritara
strax. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
góða vélritunar- og málakunnáttu. Góð
laun í boði fyrir hæfan starfskraft.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist Mbl. sem
fyrst merktar: „Ritari — 4161".
Hrafnista óskar að ráða
deildarstjóra
frá 1 jan. 1978.
Einnig óskast
hjúkrunar-
fræðingar
Fullt starf eða hluti úr starfi kemur til
greina.
Nánari uppl. veitir hjúkrunarforstjóri á
staðnum og i síma 38440
Stórt innflutnings-
fyrirtæki
í miðborginni vill ráða:
1 . FULLTRÚA í pöntunardeild sina.
Viðkomandi verður að hafa gott vald á
ensku og dönsku. Verslunarskólapróf eða
sambærileg menntun æskileg.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist Morgun-
blaðinu merkt „Fulltrúi 1818" fyrir þriðju-
daginn 6. desember 1977.
2. STARFSKRAFT til sendilsstarfa og
léttrar skrifstofuvinnu.
Umsóknir er tilgreini m.a. aldur, menntun
og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu
merkt: „Starfskraftur 1817" fyrir þriðju-
daginn 6. desember 1977
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi óskast
Iðnaðarhúsnæði
óskast
i
Óskum eftir tilboðum í leigu á 200 — 300
fm hreinlegu iðnaðarhúsnæði á Reykja-
víkursvæðinu fyrir viðskiptavin vorn.
Upplýsingar gefnar í síma 38590. Tilboð-
um sé skilað til undirritaðs fyrir 1. des.
Almenna verkfræðistofan hf.,
Fellsmúla 26. R.
Hjón með 3 börn,
7 ára, 2ja ára og 5 mán. óska að taka á
leigu ca. 4ra herb. ibúð í tví-, þrí- eða
fjórbýlishúsi (t.d. kjallari eða 1 hæð),
einhvers staðar í nágrenni Melaskóla,
vesturbæ. Vinsamlegast hringið í síma
14344
Hafnarfjörður
Húsnæði fyrir bilaviðgerðir ca. 80 —
1 00 fm óskast til leigu sem fyrst.
Árni Grétar Finnsson hrl.
Strandgötu 25,
Hafnarfirði.
Sími 5 1500.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu mér hlýhug og vináttu á áttræðis-
afmæli mínu þann 20 nóv s I
Sérstaklega þakka ég ykkur, börn mín og
barnabörn.
Karólina Árnadóttir,
Böðmóðsstöðum, Laugardal
þjónusta
Vöttur, sími 85220
Hreinsum kisil og önnur föst óhreinindi úr
baðkörum og vöskum. Hreinsum einnig
gólf- og veggflísar.
Föst verðtilboð.
Vöttur, sími 85220.
iðnrekendur —
Utgerðarmenn — Bændur
Notfærið ykkur nýjungar i islenzkum iðn-
aði. Látið heit-zinkhúða hlutina og forðist
tæringu og viðhald. Tæknilegar upplýs-
ingar um meðferð efnis og smíðahluta
veittar í tæknideild fyrirtækisins.
Stá/ver h / f
Funahöfða 17, sími 83444