Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Járniðnaðarmenn Járniðnaðarmenn og menn vanir járniðn- aði óskast. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. Arnarvogi. Sími 52850. Atvinnurekendur úti á landi Ung kona með verslunarskólamenntun óskar eftir starfi úti á landi. Er með góða starfsreynslu í skrifstofustörfum (unnið sjálfstætt) og hefur mjög góð meðmæli. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. des. merkt: „V — 1938." Afgreiðslustúlkur óskast kl. 1 —6 e.h. Getum bætt við okkur nú þegar 1 —2 röskum og ábyggilegum stúlkum, aldur 25 — 35 ára. Getur verið um framtíðaratvinnu að ræða fyrir áhugasamar stúlkur. Upplýsingar í dag eftir kl. 2 og annað kvöld kl 6.30 — 8 að Laugavegi 11,3. hæð. Gjafahúsið Skrifstofustarf Starfskraftur óskast á skrifstofu hjá stóru iðnfyrirtæki í Reykjavík í 5 — 6 mánuði, gæti hugsanlega orðið um framtíðarstarf að ræða. Starfið er fólgið í meðferð vörureikninga, verðútreikninga, útflutn- ingsskjala o.fl. Próf frá verslunarskóla er nauðsynlegt. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir þriðjudagskvöld 29. nóv. merkt: „Skrifstofustarf— 1935". Hagvangur hf. Ráðningarþjónusta óskar að ráða framleiðslustjóra í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið: framleiðir matvæli og er á höfuðborgarsvæðinu. í boði er: starf framleiðslustjóra, þ.e. eftirlit og umsjón með starfsfólki, vélum, framleiðsluvörum og fl. Góð vinnuað- staða og góð laun. Sjálfstætt starf sem hefst með þjálfun erlendis. Við /eitum: að duglegum starfsmanni, sem hefur stjórnunarhæfileika, getur tryggt bestu gæði vörunnar og tilbúinn að vinna að framleiðslunni með öðru starfs- fólki. Skriflegar umsóknir ásamt yfirliti um menntun, starfsferill, símanúmer heima og í vinnu og mögulega meðmælendur sendist fyrir 5. des. til Hagvangur hf. c/o Ólafur Örn Haraldsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjóðhagfræðiþjónusta Grensásvegur 13, Reykjavík, sími 83666. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Viðgerðarmaður óskast til starfa á bifreiðaverkstæði okkar í olíustöðinni við Skerjafjörð. Góð vinnuað- staða og mötuneyti á staðnum. Upplýs- ingar í Olíustöð okkar við Skerjafjörð, sími 1 1425. Olíufélagið Skeljungur hf. Ritari óskast til starfa. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Viðskiptaráðuneytið 25. nóvember 1977 Lausar stöður A skattstofu Reykjanesumdæmis eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar: 1 Staða háskólamenntaðs fulltrúa með lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun. 2. Staða skattendurskoðanda. Umsóknir berist undirrituðum að Strand- götu 8 —10, Hafnarfirði, fyrir 15. des. næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðbænum frá 1. jan. n.k. Hún skal vera dugleg og samvisku- söm á aldrinum 20 — 30 ára. Vinnutími frá 10.00 —18.00 daglega. Góð laun fyrir áhugasaman starfskraft. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 25 þ.m. merkt: „Aðstoð — 4342" Æskilegt er að mynd fylgi. Hagvangur hf. ráðningaþjónusta óskar að ráða eftirlits og framleiðslustjóra. Fyrirtækið: Bókaútgáfa á höfuðborgar- svæðinu. / boði er: starf sem felur í sér eftirlit og stjórn útgáfunnar, þ.e. prentun, bók- band, endanlegur frágangur til afgreiðslu og fleira. Við leitum að: manni sem er glöggur og röskur til vinnu og tilbúinn að vinna starf sitt af samviskusemi og ábyrgðartil- finningu, þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega Skriflegar umsóknir ásamt yfirliti um menntun, starfsferil, símanúmer heima og í vinnu og mögulega meðmælendur sendist fyrir 2. des. til Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Hagvangur hf. c/o Ólafur Örn Haraldsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjóðhagfræðiþjónusta Grensásvegur 13, Reykjavík, sími 83666. Farið verður með allar umsóknir sem algert trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Olafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu í Ólafsvík. Upplýsingar á afgreiðslu Morgunblaðsins í Reykjavík, sími 1 01 00 fttofgtittMiifc !§> Læknir óskast til starfa við fangelsin í Reykjavík. Um hlutastarf er að ræða, 2—3 hálfa daga í viku. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. nóvember 1977. Raftæknisvið Við óskum eftir að ráða starfsmann til sölu- og þjónustustarfa. Starfið er mjög fjölþætt og krefjandi og gæti hentað vel fyrir t.d. rafvélavirkja, er hefði sæmilegt vald á ensku og/eða norðurlandamáli. Fyrir áhugasaman og reglusaman mann er hér um að ræða góða framtíðarmögu- leika. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1 . des. nk. merkt. „R — 4341 ", RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á lyflækningadeild, (gervinýra). Staðan veitist frá 1 5. janúar nk. HJÚKRUNA RFRÆ Ð/NG UR óskast á Barnaspítala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. Kleppsspítali Staða FÉLAGSRÁÐGJAFA við áfengis- meðferðardeild spítalans er laus til um- sóknar. Starf AÐSTOÐARMANNS FÉLAGSRÁÐ- GJAFA er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun og nokkra vélrit- unarkunnáttu. Starfið er laust frá áramót- um. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu spítalans fyrir 1 5. desember. Upplýsingar um bæði störfin veitir yfir- félagsráðgjafi í síma 381 60 kl. 11 —12. Kópavogshæli ÞROSKAÞJÁLFI óskast til starfa á heimil- inu nú þegar. Hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðumaður hælis- ins, sími 41 500. Reykjavík, 25. nóvember 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.