Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
1700 manns gengu á Esju í sumar é vegum F.j.
Elsta sæluhús Ferðafélagsins i Hvitámesi var reist 1930. og gert upp i sumar.
Ferðafélag íslands er 50 ára í dag, stofnað 27.
nóvember 1927. Hugmyndina að stofnun félagsins
mun Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra í
Kaupmannahöfn og síðar forseti, hafa átt. En helsti
hvatamaður þess var Björn Ólafsson, stórkaupmað-
ur, sem var mikill áhugamaður um ferðalög og
stundaði gönguferðir með félögum sínum Tryggva
Magnússyni, Helga frá Brennu o.fl. sem nefndu
sinn óformlega hóp „Nafnlausa félagið". Átta
menn boðuðu til stofnfundarins í Kaupþingsalnum.
Auk Björns þeir Níels P. Dungal, Einar Pétursson,
Haraldur Árnason, Jón Þorláksson, sem var fyrsti
forseti F.Í., Skúli Skúlason, Tryggvi Magnússon,
Stefán Stefánsson, Valtýr Stefánsson, Helgi Jóns-
son frá Brennu og Geir G. Zoéga.
Davið Ólafsson, núverandi
forseti F. I., benti fréttamanni
Mbl., er hann átti viðtal við
hann og fleiri stjórnarmenn í
tilefni afmælisins, á setningu
úr ræðu Björns á fyrsta fundin-
um, þar sem hann tilgreindi
markmið félagsins. Björn
sagði: ,,Við viljum stofna þetta
félag fyrst og fremst til þess að
hjálpa íslendingum til að kynn-
ast sinu eigin landi, örva þá til
þess að gera það og greiða fyrir
að það takist."
Og hvernig hefur það tekist?
var þá eðlileg spurning, sem
lögð var fyrir Davíð og stjórnar-
mennina Böðvar Pétursson,
Grétar Eiríksson, Pál Jónsson
og Tómas Einarsson, sem
þarna voru viðstaddir, ásamt
framkvæmdastjóranum Þór-
unni Lárusdóttur.
— Furðu vel, var svarið.
Starfið, sem hefur miðað að því
að gefa fólki kost á að kynnast
landinu og njóta þess, hefur
aðallega skipst i þrjá þætti,
útgáfu Árbókanna og landa-
korta, byggingu sæluhúsa og
skipulagningu á ferðalögum.
Árbækurnar ein
besta landiýsingin
— Á fyrsta ári var byrjað á
því að gefa út Árbók, sem
fjallaði um Þjórsárdal og þá
strax mörkuð sú stefna að ár-
bækur skyldu vera landslags-
lýsingar og inn i þær fléttuð
saga þess svæðis, sem um var
skrifað. Hefur ekki komið til
tals að gera breytingu þar á
eftir 50 ár. Eitt af frumskilyrð-
um þess að geta haft ánægju af
að ferðast um landið var raunar
að geta kynnst þvi af bók.
Þessar 50 Árbækur eru nú ein-
hver besta lýsing, sem fáanleg
er af landinu og ómissandi
þeim, sem hér ferðast. Allar
bækurnar 50 eru fáanlegar í
frumútgáfu eða Ijósprenti, og
alltaf eftirsóttar.
Jafnframt þvi sem þessi
frumvinna að lýsa landi og
sögu hefur verið unnið á mörg-
um svæðum, hefur annar þátt-
ur ekki ómerkur flotið með,
þ.e. nafngift. í Kerlingarfjöllum
voru t.d. fyrir Loðmundur og
Ögmundur, en þegar ferðafé-
lagarnir Steinþór Sigurðsson,
Jón Eyþórsson, Þorsteinn
Jósepsson, Einar Pálsson o.fl.
gengu um svæðið, gáfu þeir
mörgum öðrum stöðum nöfn
og mun Jón Eyþórsson hafa
verið þar drýgstur. Sama var
að segja um Tindfjöllin, þar
sem svo til engin örnefni voru
fyrir, en þar munu Guðmundur
frá Miðdal og hans félagar hafa
verið drýgstir. Og þegar Har-
aldur Matthíasson og Jón Ey-
þórsson fóru um Bárðargötu, í
tilefni þess að Haraldur skrifaði
Árbókina, þá urðu til mörg
nöfn, sem lifa á þeim slóðum.
— Mörg voru þessi nöfn
hljómfögur og sérkennileg,
enda orðhagir menn sem stóðu
að þeim. Má þar nefna Horn-
klofa, Búa, Ásgrindur, Sindra,
Ými og Ýmu í Tindafjöllum og
Röðul, Fannborg, Snækollu,
Mæni og Hött í Kerlingarfjöll-
um.
Þessi þáttur í landkynningu
er ekki svo lítill. þvi ..landslag
væri lítils virði, ef það héti ekki
neitt."
— Árbækur munu halda
áfram að koma út með sama
hætti, enda ávallt hægt að end-
urbæta þær, að því er Ferðafé-
lagsmenn sögðu. Næsta bók,
sem nú er að fara í prentun,
fjallar um Suður-Þingeyjarsýslu
austan Skjálfandafljóts, skrifuð
af Jóni Skaftasyni sem fyrr
skrifaði árbókina um Þingeyjar-
sýslu vestan fljótsins. Mývatns-
sveit verður þar sleppt, ena
óljóst hvernig sú lýsing þarf að
verða Mývatnssveit er raunar
efni i heila bók, hvort sem þar
verða breytingar eða ekki, eins
og Páll Jónsson, ritstjóri Árbók-
ar sagði. Ábók 1979 mun
væntanlega fjalla um Öræfa-
sveit. Hana skrifar Sigurður
Björnsson á Kvískerjum.
Jón Þorléksson,
forseti 1927 — 1929
Gunnlaugur Einarsson,
forseti 1933 — 1935
Jón Eyþórsson.
forseti 1935 — 1937
1961 og 1959 —
0 Fyrsta sæluhúsið
í Hvítárnesi
— Annar þáttur í landkynn-
ingu Ferðafélagsins er bygging
sæluhúsanna, sem hófst mjög
fljótlega Fyrsta sæluhúsið reis
1930 í Hvítárnesi við Hvítár-
vatn. Jón Víðis teiknaði það,
eine og flest siðari sæluhús
félagsins, en byggingarmeist-
ari var Jakob Thorarensen,
skáld, að því er Grétar Eiriks-
son sagði Þurfti að flytja bygg-
ingarefni á hestum og á báti
yfir Hvitá. Húsið kostaði 7876
krónur og 83 ára i peningum.
Þar af gaf Vikublaðið Fálkinn
1 000 krónur, sem var meira en
árgjöld félagsmanna í 3 ár.
Si