Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 „Faðir minn - presturinn” Þættir um þrettán þjóðkunna kennimenn KOMIN er út ný bók er nefnist menn og leiðtoga fslenzkrar „Faðir minn — presturinn", þætt- kirkju, skráðir af börnum þeirra. ir um þrettán þjððkunna kenni- — Hersteinn Pálsson bjó bókina Aldnir hafa orðið Ný bók eftir Erling Davíðsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt bókin Aidnir hafa orðið eftir Erling Davfðsson ritstjóra á Akureyri, en á bók þessa skráir hann frásagnir Guðlaugar Narfa- dóttur, Guðna Þórðarsonar, Hólm- steins Helgasonar, Snæbjargar Aðalmun'dardóttur, Stefáns Jasonarsonar, Þorleifs Ágústs- sonar og Þorkels Björnssonar. Á bókarkápu kynnir forlagið, sem er Skjaldborg h.f., þessa nýju bók Erlings Davíðssonar m.a. með þeim ábendingum, að í bókinni séu varðveittar ýmsar frásagnir eldra fólks og séu þær „fróð- leikur um þetta fólk, þótt engan veginn sé um ævisögur að ræða“. Þá er sagt, að viðmælendur Erlings séu úr óiíkum jarðvegi sprottnir „og vettvangur starfsins fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frásagnir þess spegla liðna tíma, sem í fljótu bragði virðast orðnir svo fjarlægir, vegna hinna öru breytinga á flestum sviðum hins daglega lifs á okkar öld. Hafa þær því sögulegt giidi. þótt þeim sé fyrst og fremst ætlað að þjóna hlutverki góðs gests eða sögu- manns frá fyrri tímum." Hér er um bókaflokk að ræða og að því er forlagið segir hefur honum verið vel tekið. Þetta er sjötta bindið i flokknum. til prentunar, en hann sá einnig um útgáfu bókarinnar „Faðir minn — læknirinn", 1974. I bókinni eru eftirtaldir þættir: Árni Jónsson eftir Gunnar Árnason. Sigtryggur Guðlaugsson eftir Hlyn Sigtryggsson, Þórarinn Þórarinsson eftir Þórarin Þórarinsson, Jón Finnsson eftir Jakob Jónsson, Haraldur Níels- son eftir Jónas H. Haralz, Stefán Baldvin Kristinsson eftir Sigriði Thorlacius, Friðrik Hallgrímsson eftir Hallgrím Fr. Hallgrímsson, Sigurbjörn A. Gislason eftir Láru Sigurbjörnsdóttur, Bjarni Jóns- son eftir Ágúst Bjarnason, Ás- mundur Guðmundsson eftir Tryggva Ásmundsson, Sigurgeir Sigurðsson eftir Pétur Sigurgeirs- son, Sveinn Víkingur Grímsson eftir Gunnar Sveinsson og Sigurð- ur Stefánsson eftir Ágúst Sigurðs- son. Bókin er 228 bls. aó stærð auk myndasíðna. — Utgefandi er Skuggsjá. — Ferðafélagið Framhald af bls. 43 skarðskástala 1953, við Kjal- veg 1961, á Valahnjúk í Þórs- mörk 1970, við Veiðivötn 1 973. Hefur Jón Viðis teiknað þær flestar. Nú er áformað að setja upp útsýnisskífu á Blá- hnjúk við Landmannalaugar í sumar og hefurÁgúst Böðvars- son teiknað hana. £ 5 deildir _______úti á landi Ferðafélagið er félag allra landsmanna, eru einkunnar- orð, sem Ferðafélag íslands tók snemma upp. Deíldir starfa á sjálfstæðum grundvelli innan F.í. Fyrsta deildin var stofnuð á Akureyri 1936. Hafa verið stofnaðar 9 deildir utan Reykja- vikur, en sumar lagst niður aftur. Eru nú starfandi 5 deild- ir, allar á Norður- og Austur- landi. Ferðafélag Húsavíkurvar stofnað 1939. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 1969 og starf- andi eru Ferðafélag Vopnfirð- inga og Ferðafélag Skagfirð- inga. Er mjög náið samband milli þeirra og F.í. og nú unnið að enn nánara samstarfi. 0 Kvöldvökur og myndasýningar Á vetrum heldur Ferðafélag Islands uppi kvöldvökum og myndasýningum. Kvöldvök- urnar eiga sér lengri sögu og voru strax mjög vinsælar. Fluttu þar oft erindi þjóðkunnir menn, visindamenn og rithöf- unar og sýndu stundum mynd- ir með. Vinsældir þessara kvöldvaka eru mjög vaxandi, svo mjög að erfitt er orðið um húsrými. Siðustu kvöldvöku sóttu 300 manns og urðu margir frá að hverfa. En miðað er við að hafa 3 kvöldvökur á vetri. Að auki eru svo mynda- sýningar, sem nefnast Eyva- kvöld. Eyjólfur Halldórsson byrjaði á þeim með þeim hætti að hann kallaði saman þá sem ferðuðust með honum, og sýndu menn myndir sinar. Nú er þetta orðinn reglulegur þátt- ur i starfsemi F.í. Eru mynda- sýningar einu sinni í mánuði i Lindarbæ og sækja þær venju- lega um 80 manns. Þykja þetta heimilisleg og skemmtileg kvöld. í tilefni afmælisins verða nú i næstu viku fyrirlestrar á hverju kvöldi i Lögbergi, sá fyrsti á mánudag, fluttur af Truls Kier- ult frá Naskaferðafélaginu og sýning á sögu félagsins og þró- un i ferðaútbúnaði verður opin í Norræna húsinu frá þvi kl. 5 á sunnudag. Efnt verður i dag til sam- komu í Norræna húsinu í tilefni afmælisins. Og gefið er út af- mælisrit um sögu félagsins, skrífað af dr. Haraldi Matthias- syni. Er það útgefið í 250 tölu- settum eintökum, en verður jafnframt prentað i árbók 1978 ^ Félagar 7300 talsins Félagatala i Ferðafélagi ís- lands hefur aukist jafnt og þétt þá hálfu öld, sem það hefur starfað. 63 gengu í félagið á stofnfundinum, en nú eru fé- lagar orðnir 7300 talsins. Stjórn félagsins hefur frá upphafi verið skipuð 1 0 mönn- um auk forseta. Fyrsti forseti var Jón Þorláksson frá 1 927 til 1929, þá Björn Ólafsson frá 1929—1933, Gunnlaugur Einarsson 1933—1935, Jón Eyþórsson 1935—1937 og 1959—1961, Geir G. Zoéga 1937—1959, Sigurður Jóhannsson 1961 —1976, Sigurður Þórarinsson 1976—1977 og Davið Ólafs- son frá 1 977 — Líklegt er að stofnend- urnir 63 hafi verið vonglaðir er þeir gengu út úr Kaupþingsaln- um og út í skammdegisrökkrið 27 nóvember 1927, segir Haraldur Matthíasson í lokaorð- um í afmælisritinu. En voninni fylgir óvissa. Enginn vissi hvernig yrði rennsli þessa litla lækjar, sem þeir höfðu allir sameiginlega hleypt af stað Enginn vissi hvort hann hyrfi niður í sandinn eða næði að vaxa. Flestir þessara manna eru nú horfnir, en nokkrir geta enn horft á vatnsrennslið heilir og hraustir, glatt sig yfir því að þeir höfðu átt þátt í upphafi þess og beint því í rétta átt Þeir geta fylgst með hvernig lækurinn hefur eflzt og er nú orðinn mikill og öflugur. E. Pá. Frábœrar teikmmynda sögur!! Hin£jögur irækitu Hin fjögur frækmi ogkappaksturinn og vofan, mikli ... • Fyrstu bækurnar í bóka- flokknum um hin fjögur fræknu og spennandi ævintýri þeirra. O í þessari bók taka þau þátt í æsispennandi kappakstri og ekki minnkar spennan þegar einn keppandinn ákveður að ryðja hinum smám saman úr vegi, svo hann geti sjálfur setió að verðlaunafénu. • Hin fjögur fræknu kynnast rosknum systrum, sem eru ný- búnar að kaupa sér hús, en fell- ur þar ekki blundur á brá sökum draugagangs. Þau ákveða að komast til botns í málinu og handsama helst vofuna, en áður en varir eru þau sjálf orðin fangar. Cætíó yhkar! Nú byrfar gamanió en þaó veróur hættulegt! Svalur og félagar Hrakfallaferd til Feluborgar... • Þeir félagar fara í leióangur til Feluborgar. f borginni hópast saman frægt fólk, en innan um leynast ýmsir, sem illa mega við því að verða frægir og allt í einu er Valur orðinn fangi hættulegra þjófa. ^Svalur og Valur eru ein- hverjar vinsælustu söguhetjur í heimi myndabókanna, enda fer saman að sögurnar eru bráð- fyndnar og vel teiknaðar. Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 gefur út bestu barna- og unglingabækurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.