Morgunblaðið - 27.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
47
Lotta litla og kisa
Einu sinni var lítil stúlka, sem var kölluð
Lotta, en hún heitir Lilja. Einu sinni var hún að
leika sér í sandkassanum heima hjá sér. Þá sá
hún kisu, sem var meidd á hægri framlöppinni.
Hún fór með hana inn til mömmu. Mamma
hennar sagði, hvar fannstu þessa kisu? Ég fann
hana hjá sandkassanum, sagði Lotta litla. Jæja,
sagði mamma hún er meidd á annarri fram-
löppinni, Lotta mín. Við skulum binda um
löppina á kisu greyinu. Já, mamma, það skulum
við gera. Mamma, má hún sofa hérna í nótt? Já,
hún kis.a litla má sofa hjá okkur í nótt. Eigum
við ekki að gefa kisu eitthvað að borða? Jú,
Lotta mín, hún fær fiskafgang frá því í kvöld og
svo á ég handa henni svolítinn mjólkursopa. Nú
er komið kvöld, Lotta mín. Farðu nú að sofa. Já,
mamma, en má kisa sofa hjá mér í rúminu? Já,
já kisa má sofa hjá þér. Góða nótt, mamma.
Góða nótt, vina mín.
Sólvegir Ásgeirsdóttir, 8 ára.
Til
gamans
Kennarinn: Segðu mér, Jón,
hvernig orðið maður er f fleir-
tölu.
Jón: Menn.
Kennarinn: Alveg rétt. En orðið
barn, hvernig er það f fleirtölu?
Jón: Tvfburar.
Tveir litlir drengir mættust úti á
götu. Annar sagði: „Ég er fimm
ára. Hvað ert þú gamall?“
„Veit það ekki,“ svaraði hinn.
„Veiztu það ekki? Hugsarðu
nokkurn tfma um stelpur?"
„Nei, það geri ég ekki.“
„Þá ertu fjögurra ára!“
„Er manni nokkurn tíma refsað
fyrir það, sem maður hefur ekki
gert?“ spurði ÓIi kennarann.
„Nei, það er aldrei gert,“ svaraði
kennarinn.
„Ég lærði ekki heima,“ bætti ÓIi
við.
Jólaföndur
Nú er kominn tími til að huga að jólaföndrinu með börnunum. Og
þeim þykir skemmtilegast, ef pabbi og mamma eða einhver fullorð-
inn sezt með þeim við iðjuna. Hreiðrið vel um ykkur og takið til það
sem þarf að nota áður en vinnan er hafin.
Álpappír eða mislitur pappír er góður efniviður í jólaskrautið, sem
við kynnum hér í dag. Bjöllurnar (A) má hengja á jólatréð eða í
glugga. Teiknaður er hringur, sem síðan er skipt í tvennt. Klippt út
og beygt, lím borið á samskeytin. Hengja má saman 2—3 eða fleiri
bjöllur með því að þræða bandi í gegn.
Loftskrautið (B) eða lengjurnar eru gerðar úr renningi, sem
brotinn er tvöfaldur eftir endilöngu. Síðan er klippt í hliðarnar til
skiptis, eins og sést á mynd 1. Þá er renningurinn opnaður og teygt
úr.
Jólafundur
verður fimmtudaginn 1. desember í Fellahelli
kl. 20.30. Fagmenn frá Alaska í Breiðholti
sýna, leiðbeina og kynna jólaskreytingar.
Allar konur velkomnar.
Fjallkonurnar.
Manstu í fyrra þegar komið var að jólum, og þú ætlaðir að skreyta heimilið,
jólaskrautið nægði ekki.
Það vantaði kúlur og fleira ó jólatréð, jólapappírinn
nægði ekki, og kortin voru of fó.
Áætlun þín um að gera þetta allt fullkomið fór út um þúfur.
Nú er aftur komið að jólunum, en þú hefur tímann fyrir þér í þetta sinn.
Hugmyndin þín að fallegri jólaskreytingu verður að veruleika
eftir eina ferð ó jólamarkað Pennans.
Dragðu það ekki til morguns.
c
Jólamarkaður
Hafharstrœti 17 — Hallarmúla 2
I VANTAR ÞIG VINNU (n) Wfl\ VANTAR ÞIG FÓLK í 1 ÞL' AK.I.YSIH l M ALLT 1 LAND ÞEGAR ÞÉ AIG- | LÝSIR I MORGLABI.AÐIM |