Morgunblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 1
Föstudagur 2. desember Bls. 33 — 56 Þúsund þjala smiöur Ég er leikskepna og hefi þefinn af bráðinni í nasavængj- unum, segir Peter Ustinov. Hér er hann i fjórum hlut- verkum: 1954: í hlutverki Neros í sögukvikmyndinni Quo Vadis. 1968: Ustinov hnígur örmagna niður eftir að hafa stjórnað hljómleikum í Hot Millions. 1974: leynilög- reglumaður í dulargervi í myndinni „One of our Dino- saurs is Missing“ 1977: sem einfættur hermaður, sestur í helgan stein, i The last Remake of Beau Geste“. — HÆTTAN virt sjálfsævisögur er ekki svo iujög fólgin í því seni þar er skrifaó, heldur öllu fremur þvf sem ekki er þar, segir breski leikritahöfundurinn, og leikarinn Peter Ustinov í nvútkoniinni sjálfsævisögu sinni, seni hann nefnir „I)ear Me“ eða Hamingjan góða! Þessi orð tekur gagnrýnandi brezka hlaðsins Evening Stand- ard undir í ritdómi sfnum um bókina spyr í framhaldi af þvf, hvers vegna fyrirleitt sé verið að skrifa slíkar ævisögur? Peter Ustinov, sem alltaf virðist hafa gaman af því að leika sér eins og köttur að mús, var viðbúinn spurningunni. Hann kvaðst hafa viljað koma endurminningum sínum á blað áður en hann kæm- ist á þann aldur, að kollurinn á honum væri orðinn svo gaitómur að ekkert væri þar meira að finna. 56 ára gamall er hann þó nógu rogginn til áð ímynda sér að endurminningar hans séu þess virði að setja þær á prent. Ekki nóg með það, að hann sé nógu nákvæmur í frásögnum af því sem fyrir ber, (il að það skipti máli og veki áhuga. Ævisaga Peter Ustinovs er sögð á 170 blaðsíðum, þar sem hann byrjar á skemmtilegri frásögn af uppruna sínum, fæðingu og ævi- ferli, sem liður liölega áfram með gamansögum inn á ínilli, eins og honum er lagið. Fram undir það að hann leggur upp til Hollywood, til að kvikmynda Quo Vadis, en eftir það þykir frásögnin heldur tætingsleg og laus í reipunum. Peter Ustinov segir sjálfur að hann hafi komið undir í Len- ingrad, fæðst i London á árinu 1921 og vegið 12 merkur. Móðir hans var rússnesk. Faðir hans var um tima blaðafulltrúi þýska sendiráösins i London, sem vann siðan fyrir þýska fréttastofu. Ætt- feðurnir koma úr ýmsum áttum. Einn langafinn var óðalsbóndi af lágri aðalstign á bökkum Volgu. Annar hafði unnið samkeppni í orgelleik í Kirkju heilags Markús- ar I Feneyjum. Þriðji forfaðirinn var skólakennari í þorpi hundrað kilómetrum sunnan við ParíA Sá fjórði bjó skammt frá Basel og sá fimmti í Addis Ababa. Sjálfur ólst Peter upp f Bret- landi, gekk í skóla i Westminster með ýmsum frægum mönnum, svo sem Anthony Wedgewood Benn og syni Ribbentrops. Og drengurinn vann sér það til frægðar þar, að leka uþplýsingum um þennan skólafélaga sinn, son Ribbentrops, í blaðið Evening Standard. Hinir drengirnir virð- ast hafa kallaö hann Þjóðverja. Nú sýnist hann vera dæmigerður Breti, þrátt fyrir heimsflakk sitt og skírteini frá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna, sem nota má fyrir vegabréf ef vill. Og hann er reglulegur þúsund þjala smið- ur. Eftir að skólagöngu lauk, var hann óráðinn i hvað gera skyldi. Njósnari gat hann ekki orðið, eins og faðir hans lét sér detta i hug, andlitið á honum hefði þekkst úr í hvaða mannþröng sem var. 1 stað þess gerðist hann leikari við Paly- ers Theatre i London. Lék ekki einu sinni í almennilegum leikrit- um, heldur bara i söngleikjum, sagði faðir hans í kvörtunartón. En Peter var ánægður sjálfur. Peter l’stinov. Nitján ára gamall kvæntist hann jafnöldru sinni. Frásögn hans i ævisögunni af reynsluleysi unga mannsins af kynlifi vekur athygli og furðu. Hann segir lauslega frá konunum sínum þremur. Nokkurs bitur- leika gætir i stuttum frásögnum af fyrri hjónaböndunum tveimur og álíka stuttaralega innleiðir hann hjónaband númer þrjú, sem nú hefur staðið í 5 ár. Ljósm. 01. K. Mag. Kannski engin furða. Eftir að annað hjónaband hans för ut um þúfur eftir 17 ár, var honum gert að greiða konu sinni hálfa milljön dollara. Þá voru 4.20 svissneskir frankar í dollarnum, og svissneski dómstöllinn gerði ekki ráð fyrir gengisfalli dollarans. En næstum strax á eftir hækkaði gengi sviss- neska frankans svo að 2,40 frank- ar urðu i dollarnum, svo að hann varð að afla tvöfaldrar upphæðar- innar. Þetta varð óhjákvæmilega' til þess að hann varð að vera á sprettinum að afla tekna og taka að sér ýmis verkefni, sem hann hefði viljað vera laus við. Samt hefur hann spyrnt við fótum stöku sinnum. Þegar hann var beðinn um að lesa upp úr verkum Solzhenitsyns fyrir oliumilljóna- mæringa i Texas í hádeisverði, hafnaði hann boðinu — jafnvel þó i boði væru 25 þúsund dollarar i laun. Annað hjónaband sitt ræð- ir hann þvi litið, og getur ekki stillt sig um að vera dálitió napur í þeim fáu orðum sem hann hefur um það. í þvi hjónabandi fæddust hon- um samt þrjú börn, sem honum þykir mjög vænt um. Sú elzta, Pavla, starfar hjá Sinfóniuhljóm- sveitinni í Los Angeles og hefur þegar gert kvikmynd með Gene Wilder. Igor er við nám i lífeðlis- fræði i Parisarháskóla og högg- myndalist í Beaux-Arts listaskól- anum. Andrea i franska mennta- skólanum i Los Angeles. Elzta dóttir hans, Tamará, fæddist í fyrsta hjónabandinu. sem ekki var langlift, enda var hann 19 ára garnall og vissi ekkert um „heim fullorðinna", eins og hann orðar það. Fyrir fimm árum kvæntist Pet- er Ustinov einni af þessum gla'si- legu Parisarstúlkum, sem er imynd hinnar frönsku konu á vissum aldri. Hún heitir Helena. Þau kynntust fyrir mörgum árum á golfvellinum og hjónaband þeirra virðist farsælt. Þau haldast i 'hendur, á þann hátt sem tiðara er um ungt fólk. Uppáhalds dvarlarstaður þeirra er litið hús, sem þau eiga i Sviss, um 40 km frá flugvellinum i Genf. Um- hverfis húsíð eru vinviðartré, og úr vinberjum þeirra eru fram- leiddar 4000 flöskur af víni á ári. Um 400 þeirra fara i vínkjallara Peters Ustinovs, þar sem eru fyr- ir fín vin á borð við Chateau Latour og Riehbourg, ásamt minna þekktum en góðum vinum. Hússins gæta spænsk hjón. Tom- as keppir með knattspyrnuliði í fjórðu deild Sviss. Og I húsinu eru tveir gamlir fjárhundar að nafni Dorothy og William. Þarna er engin sérstakur íburður. Þegar Peter er þar, hringir síminn í sifellu. Hann segir sjálfur að hann heyri jafnan símann hringja áður en hann stingur lyklingum i skráargatið i ibúðinni þeirra I Paris. En hann á 58 feta snekkju, Niteheve (ekkert á rússnesku), byggð 1929, og bundin i höfn við Miðjaðarhafið. Og hann er mikið fyrir að aka góðum og dýrum bil- um. Peter Ustinov hefur vissulega nóg að starfa. í vegabréfinu hans stendur að hann sé „rithöfundur/leikari". — Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja annað og það hljömar vel, segir hann. 1 símaskránni í Sviss er hann kallaður „kvikmyndamaður“. Á slíkum stöðum er litið rúm fyrir starfsheiti og Peter Ustinov hefur of mörg störf til að koma þeim þar fvrir. Sumir kalla hann þúsund- þjalasmið með nokkurri gagn- rýni. — Liklega má segja að eg hafi hætt að vera ,,wunderkind“ eða undrabarn og sé orðinn að „touehe-a-tout". sá sem er með puttana i öllu. segir hann og reyn- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.