Morgunblaðið - 02.12.1977, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.1977, Side 11
43 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUH 2. DESEMBER 197'7 r \T /■ « 1 r r • i Nyja-bioi FÉLAGIÐ Germanía og TónleikafélaK Háskólans sýna óperuk\ikmvnd eftir Töfraflautu Mozarts í Nýja Bíói á morgun klukkan 13.30. Mvnd þessi er í lit- um og' gerð í Hamhorgar- ámorgun óperunni að tilhlutan norð- ur-þýzka sjónvarpsins. Þekktir söngvarar eru í öllum hlutverkum. Christina Deutekom er í hlutverki næturdrottning- arinnar, Hans Scotin er — Aldarminning Framhald af bls. 38 stjóri var hann að vonum vinsæll hjá alþýðu manna, en öðrum var veitt sú staða 1921, enda var hann þá í hárðri stjórnarandstöðu á þingi. Þegar fyrstu togaravöku- lögin voru samþykkt, var það at- kvæði Benedikts Sveinssonar, sem réð úrslitum. Þá mælti hann af reisn og virðuleik úr forseta- stóli: ,,Mér hefur alltaf þótt gott að hvilast að loknu dagsverki og segi já,“ Það var áhrifaríkt, þetta eina orð, og vakti það mikinn fögnuð á áheyrendapöllum. Bæjarfulltrúi í Reykjavik var Benedikt 1914 — ’20. Hann lét þar mjög mikið til sín taka í veiga- miklum málum. Hann var aðstæð- ur því, að komið væri upp gasstöð í stað þess að virkja Elliðaárnar, en þegar svo þar kom að rafmagn skyldi leysa af hólmi gasið, vildi hann taka stórt spor og virkja Sogið, enda aðstæður þá orðnar allmjög breyttar. Árið 1930 keypti K.F.U.M. eignir Bernhöfts bakara, austan Lækjargötu. Benedikt taldi það nauðsyn, að opinberum byggingum væri ætlað rúm við austanverða Lækjargötu endilanga. Átti hann svo frum- kvæði að þvi, að ríkið keypti ekki einungis húseignina af K.F.U.M. heldur festi einnig kaup á öllum eignum við Skólastræti milli Bankastrætis og Amtmannsstigs undir „þjóðhýsi". Hann réð þvi einnig sem forseti, að fyrir það var tekið, að templarar stækkuðu húseign sína á lóð Alþingis milli Alþingishússins og Tjarnarinnar. Þess hefur áður verið getið i þessari grein, hve mjög Benedikt mat gildi Fiskifélags íslands. Hann sat jafnan Fiskiþing og var lengi fundarstjóri. Árið 1940 deildi hann hart á starfsemi félagsins og fékk kjörinn upgan mann, Davíð Ölafsson, í sæti fiski- málastjóra. Þá verður hér að geta þess fordæmis, sem Benedikt gaf í landhelgismálunum, þegar Sigurður skáld Sigúrðsson kom til Reykjavikur til fjársöfnunar, þegar Vestmanneyingar réðust að kaupa gamla Þór til björgunar- starfa og til gæzlu á miðunum. Benedikt gaf þúsund krónur, og rómaði Sigurður það jafnan, hve það framlag heföi veitt honuni drjúgt fulltingi og gott fordæmi viö útvegun framlaga. Þess er svo einnig vert að minnast, að vetur- inn 1912 — ’13 var Benedikt frummælandi þess í Stúdentafé- lagi Reykjavíkur, að stofnað yrði eimskipafélag, sem leyst fengi af hólmi hinn danska skipastól til flutninga að og frá íslandi. Hann gerðist svo einn af forystumönn- um að stofnun Eimskipafélags ís- lands, og þar kom, að Vestur- islendingar fólu honum aó fara með atkvæði þeirra á aðalfundum félagsins. Þótt Benedikt auðnaðist ekki að taka háskólapróf i íslenzkum fræðum, var hann samt gagnfróð- ur um íslenzka sögu, tungu og bókmenntir. Að beiðni Sigurðar Kristjánssonar tók hann að sér að sjá um endurútgáfur tslendinga- sagna. Hann vandaði mjög til þess starfs og ritaði formála, sem voru mjög merkir, en þó vió hæfi al- þýðu. Hann ritaði grein um út- gáfu Fornritafélagsins á Grettis- sögu og færói sterk rök aó þvi, að frumhöfundur hennar væri Sturla Þórðarson. Sigurður Nordal færði svo sönnur á að Benedikt hefði rétt fyrir sér. Þá vöktu og ærna athygli sumar skýringar Benedikts á vísum í is- lendingasögum. Hann ritaði margar forvitnilegar greinar um ævina, og athugun min á skrifum hans í Ingólfi, sem hann ritstýrði á ný 1913 — 15, virtust mér leiða í ljös, að þær væru að málfari og allri formun svo haglegar, að sumar þeirra gætu talizt til fagurra bókmennta. Ekki er enn getið allra þeirra starfa, sem Benedikt Sveinsson hafði á hendi um dagaria, og verður sitthvað út undan í þessari grein minni. En þvi bæti ég hér við það, sem áður hefur verið á drepið eóa um fjallað, aö hann var aðstoðarbókavöróur í Landsbóka- safni 1915 — ’16 og á ný 1931 — '41. Síðan var hann til sjötugs aðstoðarmaður i Þjóðskjalasafn- inu. Tvennt er enn, sem mér þykir hæfa að geta i þessari aldarminn- ingu hins virðulega þjóðskörungs. Stúdentafélag Reykjavíkur gleymdi ekki, þótt árin liðu, hve Benedikt Sveinsson hafði þar oft forystu um tillögur og ályktanir, sem höfðu verið því til vegs og gengis-og vakið þjöðarathygli. Að kvöldi 30. nóvembermánað- ar 1951 efndi félagið til mikils fagnaðar að Hótel Borg í minn- ingu 80 ára aldurs þess og starfs. Vakti það sérstaka athygli „aö á vegg gyllta salar Hótel Borgar var hvitur dúkur sveipaður um Itlut nokkurn", segir i ársriti félagsins. Bjarni Guðmundsson blaðafull- trúi flutti ræðu, þar sem honum fórust meðal annars þannig orð: „Hjónin Guðrún Pétursdóttir og Benedikt Sveinsson hafa viljaó sýna félaginu þann sóma að koma hér í kvöld og vera viðstödd. þeg- ar félagið minnist hins bláhvíta baráttufána sins. Þau hjón hafa fremur öðrum ástæðu til að minn- a.st hans með stoltum hug, þvi aö Sarastro æðsti prestur og Willian Workman er fugl- arinn Papageno. Edith Mathis fer með ‘hlutverk Paminu og Nicolai Gedda er Tamino konungssonur. Einnig fer Dietrich Fischer-Dieskau með eitt hlutverkanna. Rolf Lieberman hefur haft umsjá með gerð mynd- arinnar og hinn þekkti gamanleikari og háðfugl Peter Ustinov er leikstjóri. Sviðssetning Ingimars Bergmanns á Töfraflaut- unni er íslenzkum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunn, og verður eflaust forvitnilegt að bera þessar tvær myndir saman. Töfraflautan er einhver vinsælasta ópera sem til er. Söguþráðurinn er með miklum ævintýrablæ og lýsir sigri ljónsins yfir öfl- um myrkursins. Óperan er jafnt við hæfi barna og fullorðinna. Sýning myndarinnar tek- ur liðlega tvo og hálfan tíma. Aðgangur er öllum heimill og er hann jafn- framt ókeypis. Benedikt var aðalhvatamaðurinn að fánamálinu, bæði ir.nan félags- ins og utan, en Guðrún Péturs- dóttir saumaði með eigin hendi fyrsta fánann af þessari gerð sem til varð og síðan marga fleiri. Stú- dentar! Stúdentafélagiö minnist i kvöld sins gamla baráttufána, sem Einar kvað um: Meðan sumarsólir bræða svellin vetra um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún. Vér stöndum meðan hljómsveit- in leikur fánasöng íslands." Siðan segir: „Frú Guðrún Pétursdóttir svipti hjúpnum af bláhvíta fánan- um, sem á veggnum var, en gestir hylltu þau hjón, frú Guðrúnu og Benedikt. Síðan var fánasöngur- inn leikinn og menn hylltu blá- hvíta fánann og þjóófána islend- inga með rösklegu húrrahrópi. Athöfn þessi var mjög látlaus og virðuleg." Hin mikla þákkarskuld þjóðar- innar við Benedikt Sveinsson var viðurkennd á lýðveldishátiðinni 1944 með þvi að hátíðarnefndin fól honum að halda eina aóalræð- una á Þingvelli 17. júni, og vissu- lega hreif mál hans enn einu sinni, hvern þann, sem þarna var áheyrandi. „Aldrei hefur dýrlegri dagur risið yfir þjóð vora og land, síðan lýöveldi var fyrst stofnaó i ár- daga,“ mælti hann. Hann lýsti því, hvernig „leiðar nornir skópu oss langa þrá“ — unz fullt frelsi var loks endúrheimt á þessunt degi. Og minnugur vita fortíðar hvatti hann þjöó sína þannig: „Látum samhug þann og þjóö- areiningu, sem endurheimt hefur lýðveldi tslands, festa sannhelg- an þjóðaranda í brjósti vorrar frjálsu þjóðar, við einhuga leit sannleika, drengskapar og rétt- lætis. Höfnum sundrung og hleypidómum." Guömundur Gíslason Ilagalín FÉLAG VESTMANNAEYINGA SUÐURNESJUM Aðalfundur verður haldinn í Stapa (minni sal) föstudaginn 2. des. 1 977 kl. 8 30 Dagskrá 1 Venjuleg aðalfundarstörf 2. Myndasýningar frá starfi félagsins sl. fimm ár 3. Erling Ágústsson sýnir kvikmynd frá árshá- tíð félagsins 1975. 4. Kaffiveifingar og spjall. Allir Vestmannaeyingar og makar verið velkom- m Stjórnin Okkar landsþekktu bylgjuhuróir Framleiðum eftir máli. HURÐIR h.f., Skeifan 13 sími 81655. Ekkibara fyrir nnga fólkið Fœst ekki í apótekum iteinor Dreifing um Karnabæ simi 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.