Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 M0BÖ-dK(- . MniNU * ' « (I) CJféiL._____ GRANI göslari Gróöur setja þeir svona í þinni heimasveit? Nei, hér ögum viö aðeins hash-hunda, frú mín góð. Mælirinn fullur? ,MIKIL GJAFMILDI VIÐ FÆREYINGA ff Auðun Audunsson skl[isljíirí Islerulinjíum. l>e!r har,i a« IKIru fjárfesting i skipum ! , , IW*1 samflot me« Efna- smítijum til a« n.tl „Veidibann í Mendw tORara hajjsbandalaglnu o* f,sk. tiaiti þá kon ' var hneyksli tncðan þatl þjonaði (iraaniendtncutn staða um bta BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eins og venjulega þegar lesend- ur fá varnarviðfangsefni til úr- lausnar eru aðeins sýndar tvær hendur í fyrstu. Austur S. KG95 H. 64 T. 7 L. G86432 Suður S. D106 H. D1032 T. K54 L. K109 Vestur er gjafari og austur- vestur á hættu. ' Vestur verður sagnhafi í fimm spöðum eftir þessar sagnir. Vestur Norður Austur Suður 1 S 2 H 2 S 3 H 4 S 5 H pass. pass. 5 S allir pass. .$"'■... . $ 7585’'''''' <*” / $ C05PER - Það eru engin gluggatjöld 1 svefnherberginu? Lesendur sitja sem sé í suður og norður spilar út hjartaáttu. Vest- ur tekur drottninguna með ás og spilar lágu trompi. Norður er ekki með, lætur hjarta og kóngurinn fær slaginn. Tíglinum er spilað frá blindum og vestur fær á drottninguna. Hann tekur þá á tígulás og lætur hjartað frá blind- um en norður fylgir. Síðan tromp- ar hann hjarta með fimminu og frá blindum spilar hann laufi og við fáum á níuna. Fyrsti slagur varnarinnar og hvað skal nú gera? Það er alls ekki auðvelt að koma auga á einu vörnina, sem dugir i spili þessu. Þess vegna sleppi ég löngum útskýxingum. En sennilega er staðan þessu lík. Norður S. — H. KG T. G108 L. ÁD Vestur Austur S. Á8743 S. G9 H. — H. — T. 93 T.— L. — L. GG8643 Suður S. DIO H. 103 T. K L. KIO Okkur vantar tvo slagi og eina leiðin til að fá þá er að spila spaðadrottningu. Vörnin fær eftir það alltaf tvo slagi. Annaðhvort á spaða og tígul eða tvo tígulslagi. ,,Ég hefi lengi haldið að mér hendi vegna skrifa Auðuns Auð- unssonar skipstjóra um færeyska sjómenn, sem oft og viða hefur biasað við í fjölmiðlum, en nú er mælirinn fullur. Mér líka ekki þessar leiðinlegu árásarherferðir þínar á Færeyinga, sem eingöngu eru til að sverta færeyska sjó- menn í augum almennings á ís- landi. Mjög svo lúaleg aðferð en vonandi tekur enginn mark á þér, því að skrif þfn af þessu tagi eru mjög svo ósmekkleg eins og þegar þú heldúr fram að allar ófarir þinar og annarra sjómanna á ís- landi gagnvart fiskveiðum séu Færeyingum að kenna. Þvílík fjarstæða, ég veit að Fær- eyingar hafa verið þér þyrnir í augum vegna velgengni þeirra bæði í fyrra og nú, svo að þú ert búinn að gera þig að athlægi að fara með slík ósannindi því að þrátt fyrir skýrslur og yfirlýsing- ar sjálfs sjávarútvegsráðherra um hvað mikið Færeyingar hafa veitt hér við land heldur þú blákalt fram í Dagblaðinu mánud. 14. nóv. sl. þar sem þú segir að ,,á meðan Íslendingar settu veiði- bann á sína eigin togara leyfðu þeir Færeyingum að veiða hömlu- laust í friðuðum hólfum við ís- Iand“. Ja, maður líttu þér nær. Og enn segir þú: Og þar með hafa Færeyingar gert islenzka sjó- menn og verkafólk í landi at- vinnulaust; þvílíkt harmakvein. Svona vitleysu lætur enginn maður sér úm munn fara sem er með réttu ráði, en ævintýrin eru ekki alltaf lygi, því hér er það skipstjóri sem mælir svo og ætti hann að hafa vit í kollinum eða svo skyldi maður halda. Því að hvar er þetta atvinnuleysi sjó- manna og landmanna? Nú er há- setahlutur á síðasta ári 2.369.000 kr. en á þessu ári er hann hvorki nieira né minna en 3.909.000 kr. svo að ekki er þetta sannleikanum samkvæmt frekar en annað sem þú hefur látið þér um munn fara. Nei, það er ekki við neinn að sakast nema okkur sjálfa og þar ert þú ekki minnsti þátttakand- inn. Þú sérð baya flísina í auga bróður þins, en ekki bjálkann í þinu eigin auga. Ég ætla að gefa þér heilræði: Ha.‘ttu að ofsækja fære.vska sjó- menn í blöðunum þegar þeir eru ekki til staðar og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og hættu sjálfur að drepa smáfiskinn hér við land áður en þú ræðst á aðra. Að lokum þakka ég Matthíasi Bjarnasyni fyrir hans hug til fær- eyskra sjómanna og gagnvart fiskveiðisamningunum. Henrik Jóhannesson, Norðurgötu 20, Sandgerði." Ef Auðunn Auðunsson ,sér ástæðu til að svara þessu þá verð- ur því að sjálfsögðu ljáð rúm hér, en hér á eftir verður hins vegar horfið að öðrum málum: # Tækifærissinnar í umferdinni? „Alltaf fjölgar slysunum á götum úti. Bæði bílstjórar og gangandi virðast ekki fara nógu varlega í umferðinni og núna er svartasta skammdegið hjá okkur. Gangandi vegfarendur æða oft beint út á götuna án þeSs að láta ökumenn koma auga á sig eða gefa þeim tækifæri til að stöðva bifreið sin. Og ntargir ökumenn virðast álíta, aö gangandi maður eigi alls éngan rétt á því að kom- ast leiðar sinnar. Varöandi bílstjóra í umferð- inni, þá er sagan þar ekki betri. Þar vaða uppi alls konar tæki- HÚS MÁLVERKANNA 12 Carl Hendberg forstjóri sem orðið hefur fvrir margvíslegri reynsiu, en ann fjölskyldu sinni, lif- andi sem látinni, hugástum. Ilorrit Hendberg fjórða eiginkona hans. Emma Dahlgren prófessor í sagnfræði. Hefur verið utan lands um hríð. Susie Alhertsen Systir Dorrit Hendberg, haidin skefjalausum áhuga á fallegum fötum. eiturlyfj- um og peningum. Björn Jacobsen ungur maður sem málar mannamyndir. Morten Fris Christensen ungur maður sem leikur á píanó. Birgitte Lassen ung stúlka sem skrifar glæpasögur og hefur auga fyrir smámunum. um málverk Björns, píanóleik Mortens og stundum sátu þeir og vonuðust eftir að .sjá ein- ^hverja unga og hugljúfa stúlku ’sem slægist f hópinn. Þess vegna sátu þeir nú þarna saman og borðuðu kjöt- bollur og rauðkál „hjá Lúðvík“. Síðast hafði það verið skjald- bökusúpa með harðsoðnu eggi og einu sinni hakkað huff með lauk og brúnni sósu og gufu- soðnum kartöflum. Þeir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að allt væri þetta nánast sama tóbakið og reyndar skipti sáralitlu máli hvaða mat þeir fengju. Bragðið, framleiðslan, dúk- arnir, þurrkuðu blómin og kert- ið sem var að brenna niöur. — Og nú hef ég búið þar í þrjá mánuði og við höfum aldrei boðið heim fólki — og svo ailt í einu... Susie hallaði sér aftur og var sigri hrósandi á svip. — Já, ég ætti auðvitað ekki að segja það, en ég má þó að minnsta kosli gera mér mínar hugmundir... — Hugmyndir um hvað. Björn var að heila bjór i glas- ið sitt og horfði hugsandi á stúlkuna sem sat andspænis honum. — Það er ekki afmæli eða einhver hátíðisdagur... ekki þannig að maður þurfi að koma sparibúinn í kjól og hvítt... — Ég held þetta sé fagnaðar- veizla mér til heiðurs. Susie rétti sig upp og horfði stolt á þá. — Já, ég... Hún roðnaði eilftið f vöngum. — Af tilviljun varð mér litið f bankahókina hjá Dorrit frænku á dögunum — hún lá eiginlega á miðju boröi... og ég hélt í fyrstu að þetta væri mín bók, svo að ég gáði auðvit- að í hana... og þá höfðu veríð teknar út úr henni þrjú hundr- uð þúsund krónur. Sjáið þið ekki. hvað ég er að fara. .. kvöldverðarveizla mér tii heiðurs og... þrjú hundruð þúsund krónur. — Það hlýtur að minnsta kosti að verða meira f þann kvöldverð borið en þessar kjöt- Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi bollur sagði Morten glaðlega. — Kavfar og kampavfn. Ég fer að hlakka til. — Kjáninn þinn. Þaö þýðir einfaldlega að fortfðin er gleymd... og ég fæ ósk mfna uppfyllta. Fyrsta útborgun í tfzkubúðina sem mig dreymir um að opna, þar sem ég ætla að selja flottasta fatnað f heimi. — Gott að við eigum öll okk- ar drauma. Björn neri skeggið. — (Jtborgun í nokkra kjóla... o, já, þvf ekki það. — Fortíðin gleymd, Susie. Þú hefur aldrei sagt mér um þfna fróðlegu fortfð sem á að gleymast, sagði Morten. — Susie hefur verið... — Þökk fyrir, ég er einfær um að segja frá því. Ég skamm- ast mín að minnsta kosti ekki fyrir það, greip Susie fram f fyrir honum. — Ég vann á rannsóknastofu efnaverksmiðju Carls Hend- bergs þar sem varúðarráðstaf- anir voru skammarlega van- ræktar... og eftirlit var ‘ v staflega ekki til. Og me<' afleiðingum að ég hnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.