Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Það er mér sáluhjálpar- atriði að sigla með löndum Guðmundur Jakobsson Spjallað við Guðmund Jakobsson bókaútgefenda um héraðssögur Vestfjarða og f/eira í ti/efni tuttugu ára afmælis Ægisútgáfunnar „Þessi eilífi barlómur í bókaútgefendum er hreint kjaftæði, skal ég segja þér. Hvað hafa svo sem margir útgefendur farið á hausinn? Enginn á síð- ustu árum. Enginn. Enda get ég nú ekki annað séð en að umsvif þeirra, sem mest berja sér, séu sæmi- lega peningaleg. Nei, væni minn. Bókaútgáfa er góð atvinna, sem bezt sést á því að ég hef nú verið í tuttugu ár að reyna að komast á hausinn í þessu og mér hefur ekki tekizt það enn,“ segir Guðmundur Jakobsson, Ægisútgáfan, í samtali við Mbl., en nú eru 20 ár liðin, síðan Guðmundur fór að leggja stund á bókaútgáfu. „Það kom nú auðvitað ekki til af góðu að ég lagðist í bókaútgáfu,“ segir Guðmundur. „Ég var nú búinn að standa að ýmsu um ævina; sjómennsku, útgerð og verzlunarhokri og allt fór þetta á hausinn hjá mér, eins og vera ber. Nú svo var ég í byggingar- vinnu. Byggði öldubrjótinn í Bolungarvík, sem auð- vitað hrundi, þannig að ég varð að byggja hann upp aftur sumarið eftir. En í millitíðinni reisti ég félags- heimilið í Bolungarvík. Einhvern veginn átti ég altaf von á því að það hryndi líka og ég hefði öruggt ævistarf við að reisa félagsheimilið og öldubrjótinn á víxl, en auðvitað var þetta atvinnuöryggi frá manni tekið, eins og allt annað. Sennilega hef ég gengié of uppréttur á þessum árum, því ég lenti svo á Vífílsstöðum og var höggvinn. Síðan hef ég ekki verið nema brot af manni, en auðvitað tórað af talsverðri reisn.“ — En útgáfan . ..“ „Já. Það var nú þáverandi tengdasonur minn, Baldur Hólmgeirsson, sem var aðal- sprautan í því að koma mér af stað. Við byrjuðum með tíma- ritið Bezt og vinsælast 1953 og einhvern veginn fór þetta svo, að ég gaf út urmul af tímarit- um, sennilega ein sex eða átta tímarit á þessum árum. Ég var með Nýtt úrval, Skugga og hvað þetta nú hét allt saman. Og allt- af gekk dæmið upp hjá mér. Það þótti mér skuggaieg út- koma svo ég fór að reka prent- smiðju. En ég var alveg heillum horfinn, þvi þetta gekk prýði- lega. Ég þoldi svo þessa vel- gengni í ein tíu, tólf ár, en gafst þá upp á prentsmiðjurekstrin- um. Bókaútgáfu hélt ég hins vegar áfram, enda hefur mér gengió bezt að stýra henni þannig, að ég græddi ekki pen- inga. En það var nú svo sem ekki merkilega af stað farið á því sviði frekar en öðru. Það var 1957 að við bræðurrtir, — Ás- geir bróðir mínn var í þessu meó mér fysta kastið, gáfum út þýdda bók, Læknir til sjós. Ætli ég sé ekki á þessum tuttugu árum síðan búinn að gefa út 130—140 bækur, fyrir nú utan reyfarana og draslið, en ég gaf talsvert út af vasabrotsbókum hér áður fyrr. Tölunni á þeim ósköpum er ég löngu búinn að týna.“ — Þú talar eins og velgengni sé eitur í þinum beinum. „Ég hef aidrei haft gaman af þeim hlutum, sem ganga vel. Þá sjaldan ég hef lent í þeirri óhamingju að græða peninga, hef ég alltaf fyllst efasemdum um það, hver ætti þessa pen- inga í raun og veru. Og þær efasemdir eru mér einfaldlega um megn. Ég skal vera hreinskilinn við þig. Síðan ég fór í bókaútgáf- una af fullum krafti, þá hef ég tapað á henni einum tvisvar sinnum. Og mikið lifandi skelf- ing man ég þá tíma sem ham- ingjufull ár. Hins vegar lifi ég ekki á loftinu fremur en aðrir menn, þannig að ég hef neyðst til að haga mér svo, að endar næðu saman. En lengra vil ég heldur ekki ganga.“ — Nú heyrist manni af sam- þykktum útgefenda, að öllu meiri árangri sé ekki aó búast við í bókaútgáfunni, eins og að- stæður eru til hennar nú. „Blessaður vertu. Það er tóm vitleysa. Menn stórgræða á bókaútgáfu nú orðið. Það er meira að segja orðið svo mikið bíssnisbragð að henni að það er hreint óbragð, Þetta er orðin hrein kaupmennska og ekkert annað. En ég er svo lélegur kaup- maður, að ég er alveg hættur að ná í þessar nýtizku sölubækur. Ég skíl ekki þennan nýlittera- túr. Hef reyndar aldrei getaó gert mér ljóst, hvað væri bók- menntir og hvað ekki. Eg hafði svo sem höfunda hér áður fyrr, en það er sem betur fer liðin tíð. Stefáni Jónssyni glataði ég alveg i pólitikina og Jónasi Árnasyni í pólitík og leikrit. Og Ásgeir bróður missti ég í blaða- ruslið. Ég hef svo sem reynt að hlaupa upp eins og hinir og gefið út bækur mér til vansa. í fyrra gaf ég út Isadoru eftir Ericu nokkra Yong. Ég hljóp á bókinni á ensku og líkaði hún ekkert illa þótt opinská væri. En þegar hún var komín á ís- lenzku, þá fór hún að virka hálfónotalega á mig. Þetta ágerðist stöðugt, en sem betur fer seldist bókin ekki neitt, þannig að ég var nú ekkert að farast af áhyggjum. En hvað heldur þú? Tveimur dögum fyr- ir jól kemur þessi ofsa sölu- kippur í bókina. Þá varð ég hræddur. Fékk samvizkubit af öllu saman og gaf frá mér einkaréttinn á þessum skorin- orða höfundi. Svona er ég nú illa gerður. Ég er viss um það, að ég gæti verið með marga höfunda og rambað á það að stórgræða á bókaút- gáfu eins og aðrir. En ég á ekkert hjá Drottni, þannig að mér finnst ég ekki mega við því á gamalsaldri að vera að bekkj- ast eitthvað til við hann.“ — Mér liggur nú vió að spyrja, hvort þú teljir alla þina útgáfu þá til lítils? „Ég hef ekkert merkilegt gert, enda er það mér sálu- hjálparatriði að sigla með lönd- um. Þó er ekki alveg laust við það, að ég sé til dæmis svolitið mont- inn af ritsafninu mínu um Mennina í brúnni. Og nú er ég með annað í gangi; Afburða- menn og örlagavaldar. Fjórða bindið kemur út í ár og ég ætla að fara í það fimmta. Þannig get ég nú í fljótheitum tínt til tvo ágætishluti, sem ég þrátt fyrir allt hef orðið til að gefa út.“ — Og nú ert þú að fara af stað með héraðssögur Vest- fjarða. „Já. Þetta á- nú að vera hryggjarstykkið í útgáfunni minni. Það er lengi búið að stinga mig i augun, hað lítið hefur verið skrifað til að gera Vestfjörðum söguleg skil. Ég fékk svo þá hugmynd að reyna að koma út byggðasögu Vest- fjarða og nú er fyrsta bindið komið; Súgfirðingabók eftir Gunnar M. Magnúss. Það sem fyrir mér vakir er að til þessara bóka verði tínt flest það, sem máli skiptir, Eannig að nokkuð haldist í hendur fróðleikur og skemmtan. Þetta á svo auðvitað að gefa sæmilega heildarmynd af. þróun og lífsháttum i vest- firzkum byggðarlögum." — Er næsta bindi afráðið? „Já. Það verður Önfirðinga- bók, sem Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli ritar. Bárður Jakobsson vinnur að gerð ís- firðingabókar og svo ætla ég sjálfur að reyna að krafsa sam- an Bolungavíkurbók. Þetta er nú ákveðið, en ég er svona hálft í hvoru að hugsa um að gefa ekki upp andann fyrr en ég sé út úr sögu helzt allra þéttbýlis- staða á Vestfjörðum og um- hverfi þeirra." — Svo ællar þú að gefa út skipstjóra- og stýrimannatal. „Nú, já. Já, Reyndar ætla ég að gera það með góðra manna hjálp. Ég vonast nú til að þetta geti komið út á næsta ári; tvö bindi i stóru broti með kynningum á einum 2500 skipstjórnarmönn- um. Það er nú búið að gefa út allskonar manntöl hér á iandi; prestatal, lögfræðingatal, læknatal, verkfræðingatal og hvað þær heita nú aftur allar þessar háskólastéttir. En af ein- hverjum ástæðum hefur eng- inn séð ástæðu til að gefa út sjómannatal, enda þótt enginn væri nú háskólinn án þeirra. Einhvern veginn líður mér vel yfir þvi, að Ægisútgáfan skuli af öllum útgáfum i landinu verða til þess að standa að sjó- mannatali. Það er heima." — Nú hefur oft verið talað um jólabókaflóðið. . . „Já. Og ekki allt skynsamlegt. Jólabókaflóðið er nauðsynlegt. Það er lífið í bókaútgáfunni. Ég er viss um að yfir 90% bóksöl- unnar eru jólabókakaup. Bækurnar eru nefnilega gefn- ar. Þeir, sem kaupa bækur handa sjalfum sér, víða miklu fremur einhvern tíma og reyna að snapa bókina á fornsölu. Hins vegar koma jólin ekkert við ýmsar sérútgáfur, eins og til dæmis manntölin og þess hátt- ar. En hræddur er ég um, að ef ekkert væri jólabókaflóðið, þá væri bókaútgáfan á íslandi hvorki fugl né fiskur." - fj- Frá Súgandafirði, en Súgfirðingabók er fyrsta bókin f héraðssögum Vestf jarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.