Morgunblaðið - 04.12.1977, Side 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
„Lífið er aftur
orðið ævintýri"
Herbert von Karajan I'ýsir viðhorfum
sínum ti! tónlistarinnar — og Hfsins
f Þýzka blaðinu „Welt am Sonntag“ birtist 16. okt. s.l. viðtal, sem Felix Schmidt
hafði við hinn heimsfræga, þýzka hljómsveitarstjóra Herbert von Karajan. Það er
fyrsta viðtalið, sem hann hefur veitt blaðamanni um langt árabil. Þar ræðir hann
um hluti, sem hann hefur aldrei talað um opinberlega áður — um störf sfn og Iff
sitt, uppskurð og þotupróf, peninga, tónlist og Jóga. Herbert von Karajan er nú 69
ára gamall. Hálft ár leið, frá þvf er fyrsta samtalið fór fram, þangað til hann leyfði
með undirskrift sinni, að viðtalið mætti birta. Hér eru nokrir kaflar úr því:
Felix Schmidt: — Herra von
Karajan, eruö þér orðinn annar
maður?
von Karajan: — Hvernig eigið
þér við?
Schmidt: — Tónlistargagnrýn-
endur hafa oft rætt um það í
seinni tið og nú siðast í sambandi
við tónlistarhátiðina í Salzburg á
þessu ári, að hljómlist yðar hafi
náð nýrri vídd. Það hefur verið
rætt um dirfsku og meira að segja
hörku... Getið þér staðfest þetta?
von Karajan: Já, ég get staðfest
það. Og fyrir því eru margar or-
sakir. Fílharmóníusveitin í Berlín
og ég höfum náð eins langt og
hugsazt getur í samvinnu á sviði
tónlistar, og slíkt hefði alls ekki
verið hægt, ef ég stæði sem gesta-
stjórnandi fyrir framan hljóm-
sveit. Ég er aldrei meira en þrjár
vikur í burtu frá hljómsveitinni.
Við erum orðnir að mannlegu
samféfélagi, hljómsveitin er, ef
svo má segja, ein fjölskylda, og ég
er faðirinn.
Schmidt: En gagnrýnendur eru
ekki einungis hrifnir yfir þessari
fjölskylduhamingju og tónlistar-
árangri hennar. Þeir álíta, að hin
alvarlegu veikindi yðar, sem
gerðu lífshættulegan uppskurð
nauðsynlegan vegna brjóskloss í
hryggjalið, hafi breytt yður svo,
að tónlist yðar hljómi allt öðru-
vísi, þar gæti meiri festu og and-
ríkis. Hvernig hafa veikindin
breytt listamanninum Karajan?
von Karajan: Úr þessum erfiðu
veikindum hef ég sannarlega
komið sem nýr maður. Ég lít núna
á hlutina í allt öðru ljósi. Nú veit
ég, að heilbrigði er engan veginn
sjálfsagður hlutur, hver dagur er
heppni. Ég nýt þessa láns, ég nýt
hvers einasta dágs, hverrar ein-
ustu gjörðar, hvers brauðbita,
hvers augnabliks, er ég horfi út
um gluggann. Lifið er aftur orðið
ævintýri.
Schmidt: Herra von Karajan,
það er sagt, að þér hafið horfzt í
augu við dauðann?
von Karajan: Þér verðið að
spyrja skurðlæknana að því. Einn
þeirra sagði beinlínis við mig:
„Fimm dögum síðar hefði ég ekki
getað hjálpað yður neitt framar.
Þá hefðuð þér lamazt.“
Schmidt: Þér Iáguð í sjö vikur í
sjúkrahúsinu.
von Karajan: Já, og frá upphafi
hafði ég aðeins eitt i huga: Þú
verður að komast héðan út og það
eins fljótt og hægt er. Síðan byrj-
aði ég á leikfimiæfingum á þriðja
degi eftir uppskurðinn, svo að ég
veslaðist ekki alveg upp. Frá
fjórða degi gat ég lesið og hreyft
mig. En ég leið stöðugar kvalir.
Þvi að í viðbót við sársaukann
vegna uppskurðarins komu þján-
ingar út af sjö nýrnasteinum. Síð-
asti steinn þrjózkaðist við, þangað
til ég var kominn af spitalanum.
Ef einhver ætlar að segja mér, að
einn sársauki upphefji annan, þá
get ég sagt honum hið gagnstæða.
Og við slíkum sársauka dugir ekk-
ert í rauninni nema vinna og
náttúrulega jóga. Ég hef mikið
brotið heilann um sjálfan mig og
starfshætti mína. Á þessum vik-
um hef ég gengið í gegnum breyt-
ingaskeið. Ég hef fundið það, en
get ekki lýst því með orðum.
Schmidt: Sjáið þér sum tón-
skáld og tónverk í nýju ljósi
núna? Það er áberandi, hvað þér
hafið oft stjórnað Mozart upp á
síðkastið.
von Karajan: Já, það er rétt.
Við vinnum mjög mikið núna að
Mozart-sinfónium, sem eiga að
koma út á plötum á næsta ári, og
hinn nýi skilningur á Mozart hef-
ur einnig haft áhrif á óperuna.
Schmidt: í hverju er hann fólg-
inn nánast sagt?
von Karajan: Ég vil ekki ræða
það að svo komnu máli.
Schmidt: Eru það fleiri tón-
skáld en Mozart og verk þeirra,
sem þér iítið öðruvísi á eftir veik-
indi yðar?
von Karajan: Ég verð eiginlega
að segja: öll. Ég get ekki lýst því
öðruvísi en einfaldlega þannig:
Ánægjan, gleðin við að stjórna
hefur komizt á hærra stig, náð
nýrri vidd. Ég skal nefna dæmi:
Fyrir skömmu lukum við við
heildarupptöku á sinfóníum Beet-
hoven. Þegar þess er gætt, að ég
hafi stjórnað þessum verkum þeg-
ar nokkrum hundruð sinnum,
mætti ætla, að maður væri farinn
að sljóvgast fyrir þeim. Raunin
var hin gagnstæða. Hin stöðuga
sýslan við verk Beethovens hefur
aukið skilninginn á þeim öllum. Á
þessum dögum naut ég stórkost-
legrar gleði yfir því, að alveg ný
dýpt þessara verka opnaðist mér.
Maður kemst aldrei til botns í
Beethoven.
Schmidt: Þér sögðuð einu sinni
við kunningja yðar: „Ef þetta
skánar ekki með bakið á mér, þá
vil ég ekki lifa lengur.“
von Karajan: Það var vissulega
ekki hægt að þola þetta lengur. I
þrjú ár samfleýtt fann ég til stöð-
ugs sársauka. Þetta voru erfiðir
tímar.
Schmidt: Herra von Karajan, er
hægt að segja, að stíll yðar núna
eftir veikipdi yðar og allar kval-
irnar sé orðinn rólegri, heiðari og
andleg*i? ■ ^
von Karajan: Ekki rólegri, því
að með orðinu rólegur á maður
yfirleitt við slökun spennu. En
andlegri og bjartari að minnsta
kosti. Eins og ég hef þegar sagt:
Unun min af því að stjórna hefur
stórum aukizt, og ef til vill verða
áheyrendur varir við það —
hljómsveitin hefur vissulega
fundið það.
Schmidt: Svo virðist sem þér
sem nær sjötugur maður búið yfir
meiri orku en fyrir tiu árum. Það
er eins og þér séuð orðinn enn
meiri snillingur á almanakið og
séuð 20 stunda maður.
von Karajan: Yfir orkuskorti
get ég ekki kvartað, en almanak
vegna daglegra starfa minna þarf
ég ekki. Ég skipti vinnu minni
niður á árin fyrir fram, eins og ég
held, að ég geti sinnt henni bezt.
Sagan um Karajan, sem þeytist
um allan heiminn, af þvi að það sé
hvarvetna not fyrir hann, hefur
ef til vill verið sönn fyrir 25 árum,
en er það alls ekki núna. Ég þarf
ekki lengur að eltast við hvert
tilboð, nú geri ég tilboð. Ég þarf
að annast þrjá hátíðarleiki í Salz-
burg, á páskum, hvítasunnu og í
ágúst. Auk þess hef ég aftur tekið
að starfa fyrir Rikisóperuna i Vín.
Ef þér bætið svo við framleiðslu á
15 til 20 hljómplötum og þremur
tónlistarkvikmyndum, þá sjáið
þér, að maður hefur eiginlega
kappnóg að gera. En ég legg aftur
áherziu á það, að ég geri allt án
asa og láta, þessu er skipt niður á
árið allt. Ég hitti um daginn
starfsbróður minn úti á flugvelli.
Þegar hann sagði við mig: „Nú
verð ég að fara til Stokkhólms,
síðan verð ég að fara hingað og
þangað,“ sagði ég við hann: „Þeg-
ar þér verðið og viljið, þá verðió
þér afdráttarlaust að gera eitt:
Hætta störfum.“
Schimdt: Vinnið þér minna
núna en áður?
von Karajan: Alls ekki á nokk-
urn hátt. Ég hef meira að segja
komist að raun um það, að löng fri
henti mér alls ekki, þau fari illa
m'eð mig. Ég þarf mörg stutt frí —
tíu til fjórtán daga. Þá fer ég til
konu minnar og dætra — og út i
náttúruna. Þá get ég einbeitt mér
að öllu, sem í vændum er, — og ég
verð feginn, þegar allt fer i gang
aftur. Svo aó vinnan er mér engin
áreynsla yfirleitt. Eins og þér vit-
ið, fer ég snemma á fætur. Ég rís
úr rekkju kl. 6, vinn út af fyrir
mig frá kl. 7 til 10, undirbý sviðs-
setningar og upptökur. Takist
mér það vel, er allt annað, sem á
eftir kemur, einber ánægjan.
Schmidt: „Allt annað“ — það er
að segja æfingarnar með hljóm-
sveitinni?
von Karajan: Já.
Schmidt: Þér segið þetta svo
sannfærandi. Það er þó vitað, að
þér á þessum aldri séuð alveg eins
ástríðufullur og óþreytandi við
æfingarar eins og sem ungur mað-
ur.
von Karajan: Aðeins með einni
undantekningu: Hinn ungi maður
er enn ekki öruggur um sjálfan
sig. Hann veit ekki, hvernig
árangurinn verður. Hann verður
að berjast áfram. Hann verður oft
að kljást við hljómsveitina. Og
síðan kemur þessi ótti við það, að
hljómleikar gætu misheppnazt.
Það tekur á taugarnar. En núna
veit ég, hvaða mark ég hef, hvað
ég ætla mér, og uppsker ávexti 20
ára samstarfs við Fílharmóníu-
hljómsveitina í Berlin. Við þurf-
um ekki svo mikið að ræða lengur
um túlkum verks. Ég vissi það
þegar, er ég tók við hljómsveit-
inni, að það myndi taka mjög
langan tima, áður svo langt yrði
komizt. Þess vegna sagði ég við
borgarstjórnina í Berlín, að vildu
þeir fela mér stjórn hljómsveitar-
innar, þá gjarna til lífstíðar. Því
að ég vildi ekki, að eftir margra
ára kennslustarf myndi einhverj-
um borgarfulltrúa af einhverjum
ástæðum detta í hug að leyfa sér
að segja í gamni, að nú skyldum
við aftur ráða nýjan hljómsveitar-
stjóra.
Schmidt: Gætuð þér lýst því
með einhverjum dæmum, hvernig
þessi 20 ára þjálfun hefur geng-
ið?
von Karajan: Yfirleitt er það
svo, að þegar maður tekur við
hljómsveit sem gestahljómsveit-
arstjóri, þá eru hljómleikarnir
undirbúnir með þremur til fjór-
um æfingum. Það er því augljóst
mál, að auðvitað getur aldrei orð-
ið um fullkomna heflun að ræða.
En í mínu tilfelli, eftir að ég var
ráðinn ævilangt sem stjórnandi
hljómsveitarinnar, gerði ég mínar
eigin áætlanir, þvi að nú var ekki
um það að ræða að undirbúa ein-
staka hljómleika, heldur að vinna
að heildar verkefnaskrá hljóm-
sveitarinnar. Og þaó hefur verið
gert i 20 ár með óendanlega mik-
illi þolinmæði — og ég vil einnig
segja — af mikilii alúð og ánægju.
Og nú er það svo, að framleiðsla
mín á plötum og kvikmyndum og
hljómleikarnir fylgjast alveg að.
Það er því aldrei fullkomlega víst,
hvort verið sé að æfa sinfóníu
fyrir hljómleika eða vegna plötu-
upptöku. Og það auðveldar að
sjálfsögðu starfið geysilega og
veitir tækifæri til þess að nota
miklu lengri tíma til undirbún-
ings. Þegar við erum til dæmis að
æfa nýja sinfóniu, þá getur það
tekið heilt ár eða — eins og varð í
sambandi við sjöttu sinfóníu
Mahlers, sem við fluttum nýlega í
fyrsta sinn — eitt og hálft ár. Þá
er náttúrulega hægt að ná allt
öðrum árangri, en þegar
Damoklesarsverð vofir yfir manni
í formi ákveðinnar tímasetningar.
Mér finnst, að þaó sé eiginlega
mesti léttir, sem ég hef orðið fyrir
i starfi á síðustu 10 til 15 árum, að
vera laus við tímakúgun.
Schmidt: Herra von Karajan,
þér hafið ekki aðeins tekið upp
störf yðar að fullu á ný á hljóm-
listarsviðinu, heldur hafið þér aft-
ur orðið hinn gamli íþróttamáóur.
Þér gangið á skíðum, akir kapp-
akstursbílum, siglið á seglbátum
og fljúgið aftur. Þér hafið meira
aó segja nýlega lokið þotu-
flugmannsprófi. Atvinnuflugmaó-
urinn, sem kenndi yður á Mystere
10, var fullur aðdáunar. Hann
hefði, sagði hann, aldrei séð nokk-
urn mann, sem stjórnaði flugvéi
af jafnmiklu öryggi og nákvæmni.
Stjórn og öryggi, herra von
Karajan, eru það lífsreglur yðar?
von Karajan: Vissulega. Ég er á
móti öllu hálfkáki. Þess vegna hef
ég varið miklum tíma í þotu-
námið. Ég var I læri hjá Swiss-
Air, og siðan var í tvær vikur í
Bordeaux til að kynnast hinni
tækni Mystere 10. Ein vika fór
síðan í beinar flugæfingar. etta
var á sinn hátt andleg endurnýj-
un. Af þvi að ég lærði algerlega
nýja hluti, get ég einbeitt mér
miklu betur á eftir. Maður má
ekki ætlazt til of mikils af heila
sínum. Fyrir skömmu tókum við
aftur á dagskrá Haydn-sinfóniu,
sem við höfðum ekki leikið lengi.
Ég tók mér í hönd nótnabókina og
eftir fimm mínútur lagði ég hana
frá mér, af því að ég mundi hana
alla — þó að ég hefði ekki stjórn-
að henni í 28 ár. Fyrir sex eða sjö
árum hefði ég ekki getað það.
Hlutirnir 'hafa birzt í nýju ljósi
aftur, þvi að maður krefst miklu
meira af sjálfum ser. A Swiss-Air
námskeiðinu varð ég þess aftur
svo greinilega var, hversu mikil-
vægar þessar andlegu æfingar
eru — það verður að reikna allt út
fyrirfram. Ekkert er látið ráðast.
Mér er eminilla við allt, sem kem-
ur á óvænt. Á óvænt i þeim skiln-
ingi, að maður hafi ekki getað séð
það fyrir. Þess vegna er ég and-
stæða spilamanna. Ég sé ekkert
vit í þvi að bíða eftir því, að mér
verði gefið tækifæri. Ég vil held-
ur vinna mér það inn.
Sehmidt: Herra von Karajan,
gegnir hljómsveitarstjóri samfé-
lagslegu hlutverki?
von Karajan: Já, og reyndar
mjög merku. Litið á störf hljóm-
sveitarstjóra. Hann gerir það at-
vinnu sinnar vegna, sem milljónir
manna geta aóeins gert í takmörk-
uðum frítíma sínum: Að iðka tón-
list. Eg hef alltaf sagt við hljóm-
sveitina, gerið ykkur grein fyrir
því, að það er guðsgjöf að stunda
það að atvinnu sem öðrum mönn-
um er hið æðsta í lifinu: Að leika
á hljóðfæri. Og úr því að málum
er þannig háttaó, er það skylda
okkar að gera það eins vel og
nokkur kostur er. Við verður að
vinna verk, sem eru til fyrir-
myndar. Ef allirk tækju störf sín
jafnalvarlega og hljóðfæraleikar-
arnir i Fílharmóníuhljómsveit
Berlínar, væri annað vinnusið-
gæði ríkjandi hér hjá okkur. Mér