Morgunblaðið - 04.12.1977, Side 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
16 hlutu styrk úr
Menningarsjóði ís-
lands og Finnlands
STJÓRN Menningarsjóðs Islands
og Finnlands kom saman til fund-
ar 14. nóvember sl. í Abo i Finn-
landi til þess að ákveða úthlutun
styrkja úr sjóðnum. Umsóknar-
frestur var til 30. september sl. og
bárust alls 86 umsóknir, þar af 70
frá Finnlandi og 16 frá Islandi.
Úthiutað var samtals 52.500
finnskum mörkum, eða sem
svarar 2.6 milljónum króna og
hlutu eftirtaldir umsækjendur
styrki:
1. Einar Bragi, rithöfundur,
4.000 mörk, til að kanna verk
nokkurra sænsk-finnskra ljóð-
skálda, einkum eftirlátin ljóða-
handrit Gunnars Björiings í
háskólabókasafninu i Abo.
2. Haukur J. Gunnarsson, leik-
listarfræðingur, 4.000 mörk, til að
kynna sér finnska leiklist.
3. Sigfús Halldórsson, tónskáid
og listmálari, 2.000 mörk til
kynnisferðar til Finnlands.
4. Sveinn Asgeirsson, rit-
höfundur, 2.000 mörk, til Finn-
landsferðar til ritstarfa.
5. Greta Brotherus, blaða-
maður, 4.000 mörk, til að kynna
sér og skrifa um starfsemi
Norræna hússins í Reykjavik.
6. Barbara Helsingius, vísna-
söngkona, 3.000 mörk, til tón-
Ieikaferðar til Islands.
7. Terttu Hirvenoja, fil. mag.,
3.000 mörk, til að taka saman upp-
lýsingaefni um Island, ætlað
sænskukennurum í finnskum
skólum.
8. Lauri Kanerva, ljósmyndari,
4.000 mörk, til að ljúka gerð
myndaflokks um Island.
9. Raiku Kemppi, dagskrár-
stjóri, 3.000 mörk, til að kynna sér
íslenska leikhúslist, svo og leikrit
fyrir útvarp og sjónvarp.
10. Lauri Oliila, rektor, 3.000
■ mörk, til að kynna sér íslenska
1 skólakerfið og sérstaklega
menntun íslenzkra kennara.
11. Ulla Rantanen, myndlistar-
maður, 3.000 mörk, til að vinna að
undirbúningi sýningar á verkum
með efni úr islenzkri náttúru.
12. Olle Spring, ritstjóri, 3.000
mörk, til að kynna sér þátt
fjölmiðla í íslensku þjóðlifi.
13. Dansleikhúsið Raatikko,
5.600 mörk, til íslandsferðar með
sýningu á dansleiksýningunni
„Salka Valka“.
14. Anna Tauriala, barnabóka-
höfundur, 4.000 mörk, til Islands-
ferðar til að safna efni i barna-
bók.
15. Wasa-leikhúsið, 900 mörk,
ferðastyrkur til að bjóða tveimur
íslenzkum rithöfundum á Islands-
vikuna í Wasa.
16. Tauno Áikáá, organisti, og
Matti Tuloisela, söngvari, 4.000
mörk, til tónleikaferðar til Is-
lands.
Höfuðstóll sjóðsins er 450.000
finnsk mörk sem finnska þjóð-
þingið veitti í tilefni af því að
minnzt var 1100 ára afmælis
byggðar á tslandi sumarið 1974.
Stjórn sjóðsins skipa Ragnar
Meinander, deildarstjóri i finnska
menntamálaráðuneytinu, for-
maður, Juha Peura, fil. mag.,
Kristín Hallgrímsdóttir stjórnar-
ráðsfulltrúi og Kristín Þórarins-
dóttir Mántylá, en varamaður af
finnskri hálfu og ritari sjóðs-
stjórnar er Matti Gustafson,
fulltrúi.
(Fréttatilkynning frá mennta-
málaráðuneytinu).
Sleðaförin
mikla
endurútgefin
ISAFOLÐARPRENTSMIÐJA h.f.
hefur sent frá sér Ijósprentun
bókarinnar „Sleðaförin mikla“
eftir landkönnuðinn fræga Knud
Rasmussen, en þar segir hann frá
ferð á hundasleða um norðurslóð-
ir allt frá Grænlandi til Kyrra-
hafs. Er þetta fyrsta bók Knud
Rasmussens, sem gefin var út á
íslenzku, en hún kom fyrst út árið
1955.
Um bókina segir höfundur í
formálsorðum um Sleðaförina
miklu: „Ég hef ritað ýmis þekkt
og vísindaleg rit um þessa ferð
frá Grænlandi til Kyrrahafs, en í
„Sleðaförinni miklu“ hef ég leit-
azt við að þjappa frásögninni sam-
an og aðeins látið getið þess mikil-
vægast af því, er varóar ferðina
sjálfa og gólkið, sem ég kynntist.
— Með þakklæti viðurkenni ég,
hve mikilvægt mér var að ná á
þroskaárum mínum takmarki, er
ég hafði sett mér ungur. Því helga
ég æskulýðnum þessa bók.
Jón Helgason islenzkaði bókina.
Á bókarkápu segir m.a.: „Knud
Rasmussen og Vilhjálmur
Stefánsson eiga margt sameigin-
legt um starfshætti. Báðir una
þeir sér bezt hjá frumstæðum
þjóðum norðursins, báðir kanna
þeir ókunna stigu, taka upp
lifnaðarhætti náttúrubarnanna,
og rita alþýðlega og vísindalegar
ferðasögur um kjör og lífsvenjur
þessa fólks.
r
— I Japan . . .
Framhald af bis. 39
ir vinna langan vinnudag, og svo
fangan, að þeir hafa hreinlega
ekki tíma til þess að krækja sér í
maka! En forráðamenn fyrir-
tækja eru boðnir og búnir I því
efni eins og öðrum. Hafa ýmis
fyrirtæki stofnað til hjónabands-
miðlana. Bezt þvkir að sjálfsögðu,
að menn giftist „innan fyrirtækis-
ins“. Þá á fyrirtækið hjónin bæði
— og fær svo börnin í kaup-
bæti... —MARK MURRAY.
með svalandi og hressandi piparmyntubragði.
Nú kynnir Wrigley’s Dentokej með xylitol.
Xylitol er náttúrulegt sætiefni, sem notað
er í Dentokej til verndar tönnum þínum.
REYNDU DENTOKEJ í DAG.
ÞAÐ FÆST í NÆSTU BÚÐ.
dentokej
með xylitol,
Sérstaklega gert fyrir tennurnar.
WRIGLEY’S þekktustu tyggigúmmíframleiðendur heims.