Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 Kostir Reykjavíkur: Staðsetning framleiðslu á miðju mark- aðssvæðinu Atvinnumálastefna borgar- stjóra til að tryggja ríkjandi atvinnuöryggi til frambúðar Hér fcr á eftir kafli úr ræðu Markúsar Arnar Antonssonar, borgarfulltrúa, sem hann flutti f umræðu um fjárhagsáætlun borg- arinnar 1978: Undirtektir ólíkra hagsmunahópa Eins konar hefð hefur skapazt um það, að við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar í siðasta sinn á kjörtimabili, geri fulltrúar flokkanna grein fyrir helztu stefnumálum sinum fyrir væntanlegar kosningar með álykt- unartillögum um ólika mála- flokka borgarmála eða með tillög- um um einstakar fjárveitingar, sem þeir telja öðrum mikilvægari og eigi 'að gefa mynd af þeirri framkvæmdaröð, sem þeir vilja viðhafa. Að þessu sinni eru það atvinnu- mál öðrum málaflokkum fremur, sem áberandi eru á dagskrá borg- arstjórnarfundar við iokaaf- greiðslu fjárhagsáætlunar. Borg- arstjórinn hefur fyrir nokkru gert grein fyrir tillögum sínum i þeim efnum og athyglisvert er, hve undirtektir fulltrúa hinna ólíku hagsmunahópa hafa verið góðar og á það ekkert síður við um yfirlýsta pólitíska andstæð- inga borgarstjórans sem stjórn- málaleiðtoga hér i borgarstjórn en samherja hans. Atvinnumálatillögur borgar- stjóra marka tímamót á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, því að aldrei hefur jafnýtarleg stefnumótun verið framkvæmd á þessu sviði. Segja má, að i mörg horn hafi verið að lita við með- ferð borgarmálanna fram til þessa og vandleg íhugun um framtiðarhorfur reykviskra at- vinnugreina ekki verið eins knýj- andi og nú, enda æskilegast að afskipti borgaryfirvalda af þeim séu sem minnst. Hér hefur hins vegar í fyrsta skipti farið fram allsherjar skoðun á stöðu atvinnu- rekstursins í borginni og settar fram skipulegar tillögur um hvernig skuli að heildarmarkmið- um stefnt í framtíðinni með hlið- sjón af öllum einstökum þáttum þessa mikilvæga málaflokks. Atvinnumálatillögur borgar- stjórans eru ekki hrásoðnar og samhengislausar eins og mörg flaustursverkin minnihlutaflokk- anna, sem i orði kveðnu hafa átt að koma atvinnuuppbyggingu þessa borgarfélags að gagni. At- vinnumálaskýrslan, sem borgar- stjóri lét vinna í fyrra og birt var síðastliðið sumar, hefur verið til umræðu í borgarráði á mörgum fundum. Fulltrúar atvinnulífsins, bæði atvinnurekendur og laun- þegar hafa komið til fundar við borgarráð til viðræðna um efni skýrslunnar. Þeir hafa siðan haft hana til umsagnar og sett fram álit sitt og ábendingar skriflega. Ennfremur hefur farið fram sam- eiginlegur fundur með öllum þessum aðilum, þar sem skipzt var á skoðunum. Kostir við staðsetningu framleiðslu- fyrirtækja í Reykjavík Þegar atvinnumálaskýrslan var birt á siðastliðnu sumri gerðu talsmenn minnihlutaflokkanna hér i borgarstjórn tilraun til að þyrla upp moldviðri og telja Reykvíkingum trú um að hér væri allur atvinnurekstur kominn : vonarvöl og ekkert annað blasti við en hryggðarmynd atvinnu- leysis og hnignandi fyrirtækja. Reykvíkingar litu í kringum sig og vísuðu þessum staðlausu stað- hæfingum til föðurhúsanna. Full atvinna og gróskumiki! starfsemi þeirra myndarlegu fyrirtækja,- sem setja svip sinn á athafnalíf í höfuðborginni eru svo augljósar staðreyndir að slik leifturárás, sem andstæðingablöð okkar Sjálf- stæðismanna hófu i sumar, var fyrirfram dæmd til að mistakast. Svo öflugt er atvinnulif Reykja- víkur og svo ótvirætt forystuhlut- Reykjavfk var vagga togaraútgerðar á lslandi. Enn er sjósókn og fiskvinnsla veigamikill þáttur f atvinnulffi borgarbúa. Þó er það svo að Reykjavfkurhöfn fær aldrei fjárlagaframlög til stofnkostnaðar f fiski- höfninni, meðan allar aðrar hafnir á landinu fá 75% (u.þ.b. 60 hafnir) til 100% (landshafnir) stofnkostnaðar greidd úr úr rfkissjóði. Myndin sýnir starfsfólk f fiskiðjuveri f kaffihléi. verk borgarinnar, að borgarfull- trúar minnihlutans taka því sem sjálfsögðum hlut i tillöguflutn- ingi I borgarstjórninni nú. Þeir borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hitta nefnilega naglann á höfuðið í ályktunartillögu sinni um atvinnumálin, sem til umræðu er hér á fundinum, en þar leggja þeir áherzlu á, 0 að höfuðborgin sé stærsta markaðssvæði landsins, 0 að Reykjavikurhöfn sé helzta út- og innflutningshöfn landyns, 0 að Reykjavik bjóði upp á næga og ódýra varmaorku, 0 að hvergi sé raforkuöflun og dreifing öruggari. 0 að við Reykjavik séu ein beztu vatnsból landsins, 0 að Reykjavík sé miðstöð sam- gangna innanlands. Ekki neyðar- ráðstafanir heldur leið til að tryggja atvinnuöryggi til frambúðar Þetta er staða Reykjavíkurborg- ar í stuttu máli um þessar mundir Stuðningur við menningar- og áhugastarf borgaranna 85 milljón- ir króna til íþróttafélaga Reykjavíkurborg heldur uppi margþættu starfi á vegum Æsku- lýðsráðs s.s. félagsmiðstöðvum í einstökum borgarhverfum. Jafn- framt styður borgin myndarlega margs konar félags- og menning- arstarf á vegum félaga- og áhuga- aðila. Leikfélag Reykjavikur fær 100 m. kr. framlag á Ifðandi ári, Sinfóníuhljómsveitin 55 m. kr., fþróttafélög 85,5 m. kr., skáta- hreyfingin 14.5 m. kr. og KFUM og K 4 m. kr. svo dæmi séu nefnd. Hér fer á eftir brot úr ræðu Markúsar Arnar Antonssonar um þennan þátt í starfi borgarinnar: „Borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna hefur hlotið gagnrýni sumra fulltrúa minni- hlutaflokkanna fyrir að gera of lítið af þvi að styðja hið frjálsa og almenna félagsstarf, sem unnið er í ýmsum málaflokkum í borginni. Við það að fletta í gegn fjárhags- áætlun borgarinnar sést greini- lega hvað ásakanir af þessu tagi eru gjörsamlega út í hött. Reynd- ar verður það ekki í fljótu bragði ráðið af uppsetningu fjárhags- áætlunar hvað stuðningur borgar- innar við hin einstöku félagasam- tök er raunverulega mikill, af þvi að fjárveitingar til þeirra skiptast á milli gjaldaliða og annar stuðn- ingur kemur fram í aðstoð eða fyrirgreiðslu, sem ekki fellur undir styrkveitingar, en er inni- Borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju borgarleikhúsi. falinn á útgjaldabálkum stofnana borgarinnar. Af gjaldaliðum Æskulýðsráðs, sem heita Félagsmiðstöð i Breið- holtshverfi eða Félagsmiðstöð í Bústaðakirkju, verður til að mynda ekki strax ráðið hve geysi- leg þessi húsnæðisaðstaða hefur orðið ýmsum félögum, sem hana nota og eiga tilveru sína raun- verulega undir henni komna. I fljótfærni telja ýmsir, og þar á meðal borgarfulltrúar, að þær upphæðir, sem tilgreindar eru á þessum liðum séu til að halda gangandi einhverju ógnvekjandi skrifstofubákni æskulýðsráðs. Það er tfmi til kominn að menn kynni sér þau mál betur. Borgaryfirvöld hafa lagt sig fram um að efla hina frjálsu æskulýðsstarfsemi og munu á þessu ári verja til þess háum upp. hæðum. Ég nefni í því sambandi að samanlagt mun Skátahreyfing- in fá til ýmissa verkefna sinna 14,5 milljón króna styrk úr borg- arsjóði og KFUM og K. 4 milljónir vegna starfsemi i borginni. Fyrir nokkrum dögum mátti álykta af blaðafregnum að Reykjavíkurborg ætlaði i engu að sinna skákíþróttinni í fjárhags- áætlun þessa árs. Þegar þau tíð- indi voru birt hafði borgarráð þá þegar gert tillögu um 4,3 milljón króna fjárveitingu til taflfélaga í Reykjavík og Skákambands ís- lands, en síðan var bætt við 700 þúsundum til Skáksambandsins. Reykjavíkurborg mun á árinu veita rfflegt framlag til lista- og menningarstarfsemi eins og rekstur Leikfélags Reykjavikur með 100 milljón króna framlagi, til Sinfóníuhljómsveitar 55 millj- ónir auk lægri styrkja til aðila eins og kammersveita, brúðuleik- húss, ferðaleikhúss, lúðrasveitar og söngkóra, sem hyggja á utan- landsferðir eða hafa þegar borið hróður íslands til fjarlægra landa. Þannig er t.d. um Pólýfón- kórinn, sem fær 1 milljón króna framlag samkvæmt fyrirheit er borgarráð gaf áður en kórinn lagði upp í Italiuför sína í sumar. Til íþróttabandalags Reykjavik- ur, íþróttasambands Islands og Frjálsíþróttasambands er gert ráð fyrir samtals 85,5 milljón króna framlagi. Þannig mætti lengi telja og færa fram fleiri rök fyrir því, að þær fullyrðingar, sem fulltrúar minnihlutans viðhafa stundum um hirðuleysi eða virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart fram- taki einstaklinganna í félagsskap sinum, eiga ekki við nein rök að styðjast. Einn er sá þáttur í félagsstarf- semi í Reykjavík, sem dregur til sín þúsundir borgarbúa án þess að mörg orð séu um það höfð og lítilli auglýsingastarfsemi haldið uppi miðað við ýmsa aðra. Þar á ég við kirkjulegt starf i borginni, sem á^Iðustu árum hefur eflzt til muna vegna framtaks prestanna i Reykjavík og reyndar allra ald- ursflokka. Reykjavíkurborg mun á þessu ári veita styrk i fyrsta sinn til miðstöðvar fyrir safnaðar- starfið í Reykjavík, sem fyrirhug- að er að koma á laggirnar og einn- ig hefur framlag borgarinnar til kirkjubyggingarsjóðs verið aukið til muna á siðustu árum og er nú ráðgert 28 milljónir. Ég minntist á það við gerð fjárhagsáætlunar fyrir nokkrum árum að aðstoð borgarinnar við söfnuðina, sem stæðu í kirkjubyggingarfram- kvæmdum, hefði ekki aukizt i samræmi við verðbreytingar. Á þvi hefur orðið mikil breyting í rétta átt og er það fagnaðarefni." BORGARMAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.