Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1978 25 fclk í fréttum Ekki er alltsem sýnist + Poppsöngvaraparið David og Angie Bowie sem búið hafa saman í meira en fjögur ár hafa alltaf talað mikið um það hversu hamingjusöm þau væru. Þau höfðu hvort um sig mikið frjálsræði f hjðnabandinu og viðurkenndu að þau væru kyn- villt en það hefði engin áhrif á hjónabandshamingjuna og að sonur þeirra Zowie, væri mjög hrifinn af hinum mörgu vinum þeirra. En nú hefur komið f Ijós að ekki var allt sem sýnd- ist. Angie Bowie hefur reynt að svipta sig Iffi. Fyrst tók hún mikið af svefnpillum, en var bjargað á sfðustu stundu. Þá skar hún sig á púlsinn og þegar það dugði ekki henti hún sér út um glugga á heimili þeirra f Genf. En einnig þá var henni bjargað af vini hennar, hljóm- listarmanninum Keeth Paul, sem staddur var hjá henni. Ástæðuna segir Angie vera að hún geti ekki afborið tilhugs- unina um að David fái umráða- rétt yfir syni þeirra en David hefur farið fram á skilnað og segist munu berjast fyrir þvf að fá drenginn, sem nú er fimm ára. „Angie er ekki fær um að ala Zowie upp. Eg sótti hann til Genfar þegar ég frétti að hún hefði skilið hann eftir hjá barnfóstru um jólin,“ segir David Bowie sem um þessar mundir er f Þýskalandi við upptöku á nýrri kvikmynd. + Heyrst hefur að leikararnir Ursula Andress og Ryan O’Neal muni ganga í hjónaband áður en langt um Ifður. Þau hittust f Róm og það var ást við fyrstu sýn. Dóttir Ryans O’Neal sem ekki hefur alltaf verið ánægt með vinkonur föður síns er hæstánægð með ráðahaginn. i iff i_______r: + Jimmy Carter Bandaríki afor- seti hefur verið kjörinn best klæddi maður ársins í Ameríku. Anwar Sadat for- seti Egyptalands og söngvarinn Tony Benett voru einnig á list- anum yfir best klæddu menn ársins. + Hans Wayer, sem er þýskur konsúll f New York og gengur undir nafninu „hinn fagri“, hefur tilkynnt að hann vilji kvænast Jacqueline Onassis. „Við þekkj- umst vel, það var ást við annað augnatillit,” segir Hans Wayer. Jacqueline Onassis segir ekkert. Fjöltefli HEIMDALLUR He'imdallur efnir til fjölteflis í Sjálfstæðis- húsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, á morgun laugardag 28. janúar kl. 14.00 Jón L. Árnason unglingaheimsmeistari teflir fjölteflið Væntanlegur þátttakendur mæti með töfl í Valhöll kl 1 3.30 á laugardag Allir velkomnir. Jón L. Árnason UTBOÐ Tilboð óskast í byggingu annars áfanga 3ja fjölbýlishúsa að Valshólum 2, 4 og 6 í Breið- holti, alls 24 íbúðir. Annar áfangi felst í því að gera húsin tilbúin fyrir tréverk. Húsin eru nú fokheld. Útboðsgögn fást í skrifstofu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur Hagamel 4, frá og með 23. janúar 1978 gegn 20.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum verði skilað eigi síðar en kl. 11 .30, 6. febrúar 1 978 en þá verða tilboðin opnuð í viðurvist bjóðenda að Hagamel 4 Vers/unarmanna fé/ag Reykja víkur Umboðsmenn um land allt. I HANSPETERSENHF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.