Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 Frá konungsdansleiknum á sal Lærða skólans á þjóðhátíðinni 1874. Teikning Melton Prior. Eggin soðin í hver fyrir ferðamenn. íslandvmjndir nr London Illn- strated News frá síðnstn öld Eftirprentanir á gömlum Islandsmyndum eru töluvert eftirsóttar meðal almennings um þessar mundir og er það kannski ekki að undra, þvi að myndir af þessu tagi geta oft og einatt verðið býsna skemmtilegar og ásjálegar, sérstaklega þegar um góðar koparstungur hefur verið að ræða. Margir ferðamenn sem sóttu ísland heim t.d. á öldinni sem leið hafa verið töluvert listhagir teiknarar og þót.t íslenzka landslagið eigi mesta athygli þeirra, bregður á stundum fyrir í senn fróðlegum og kátlegum þjóðlífslýsingum i myndum þeirra. Myndir þessar birtust margar hverjar 'i erlendum blöðum og í ferðabókum. yjo mo\U«í) Þegar leiðangrar voru gerðir út af örkinni, t.d. frá Eng- landi á Viktoríutímabilinu, var maðurinn með rissblokk- ina jafn ómissandi i slíkar ferðir og Ijósmyndari er nú á timum. Þegar leiðangrarnir sneru aftur kepptust blöð og tímarit um að fá hjá leiðangursmönnum frásagnir þeirra og ferðasögur, og höfðu sérstaka menn til að gera koparstungur til prent- unar eftir rissmyndum teikn- arans. Liklega hefur þó ekkert erlent blað eða rit lagt slíka rækt við þessa tegund mynda og London Illustrated News, enda er i þv blaði að finna margar hnýsilegar Íslands- myndir. Það er Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, sá ivuomto K :v ö(y\OT\ VA 'AO V u s \p fróðleiksfúsi og bókhagi út- gefandi, sem hefur látið safna saman fyrir sig gömlum London Illustrated News og fengið ýmsar skemmtilegar myndir frá Islandi er birtust í blaðinu frá þvi á miðri síðustu öld og fram undir aldamót. Fyrsta myndin sem er að sjá að birtist í þessu fræga blaði er frá 18j5 og er ýkjumynd af Heklu gjósandi en i blaðinu er frásögn af þvi að Heklugos sé hafið og asican hafi borizt alla leið til Orkn- eyja. Nokkur grein er gerð fyrir eldfjallinu samkvæmt ferðabókarfrásögnum og vitnað til þess hversu heima- menn séu þess letjandi að erlendir menn gangi á fjallið. •v»y.«msö KS •unsvym so\>»\ Sagt er frá því að þegar franskur ferðamaður var hér á ferð seinnihluta 17. aldar hafi honum verið sagt að þarna um lægi leiðin til helvítis og sir Joseph Banks sögðu íslendingar að gæta sín á stóru og svörtu illfylgi er héldi sig við rætur Heklu. Liðlega tuttugu árum síðar birtast á ný myndir i London Illustrated News — að þessu sinni gerðar eftir teikningum J.R. Campbell kapteins frá Ashford i Kent, sem hann hafði rissað upp á ferð um ísland 1861. Þetfa eru allt landslagsmyndir — ein af Öræfajökli, önnur af Geysi, sú þriðja frá Hvítá í Borgar- firði, en tvær skemmtuleg- ustu myndirnar sýna annars vnvyyiv ViavsKvviwiijvóOu'vo vegar foss í ánni Kverná aústan Skóga, að því er segir i blaðinu og hins vegar hestaferð yfir Kapelluhraun. Allítarleg lýsing fylgir á öllum þessum stöðum. í júni 1870 og ágúst 1872 birtast enn landslagsmyndir frá íslandi — í fyrra sinni tvær myndir er sýna annars vegar Strokk í Haukadal og hins vegar Öxarárfoss, en í síðara skiptið eru birtar þrjár stórar myndir — ein mjög skemmtileg mynd frá Djúpavogi og tvær af Detti- fossi. Myndir þessar eru gerðar eftir teikningum Bar- ing-Gould í ferð hans um ísland 1862. Segir i skýring- um með myndunum að fram að ferð Baring-Gould hafi tilvist Dettifossar verið «jtsvsKm$m>Á ÍMMsij’öi) jmswsoú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.