Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 33 — Velta Framhald af bls. 48 af loðnu borizt til Reykjavíkur. Þetta var árið 1970. Hann sagði að margar spurningar vöknuðu nú þegar þetta gerðist aftur, t.d. sú spurning hvort hinar miklu sumarioðnuveiðar hefðu kannski einhver áhrif á hegðun loðnunnar, allavega hefðu vindar verið mjög hagstæðir fyrir loðnuna til þess að ganga vestur með landinu. „Utgerð hefur dregizt svo mikið saman í Reykjavík að við höfum hyggt afkomu okkur að mestu á loðnunni en mun minna á bræðslu fiskúrgangs. Því verður áfallið ennþá meira," sagði Jónas. Hann sagði að lokum að engar tölur lægju enn fyrir um verð- mætatapið né það tekjutap, sem starfsmenn verksmiðjunnar hefðu orðið fyrir miðað við fyrri vertíðir. Það tap væri tilfinnanlegt fyrir starfsmennina. Þeir hefðu aðeins unnið venjulega dagvinnu að þessu sinni í stað þess að ganga vaktir eins og venjan væri á loðnuvertíð- um þegar bræðslurnar væru keyrðar allan sólarhringinn, en vaktavinnan gefur þeim mest í aðra hönd. Áfall fyrir verksmiðjuna, starfsmennina og bæjarfélagið „Það er óneitanlega mikið áfall fyrir verksmiðjuna, starfsmenn hennar og bæjarfélagið í heild þegar vertíðin þregzt okkur svona eins og raunin hefur orðið á,“ sagði Valdimar Indriðason fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf. á Akra- nesi í samtali við Mbl. Verksmiðj- an tók nú á móti 7 þúsund tonnum en í fyrra tók hún á móti rúmum 23 þús. tonnum. „Ég er nú ekki búinn að reikna það út hverju munar frá vertíðinni í fyrra þar sem ég eins og aðrir héldum í vonina um að vertíðin væri ekki búin. En það er víst óhætt að afskrifa hana úr þessu. Það er þó ljóst að verksmiðjan hefur orðið af miklum verðmætum og sömuleiðis starfsmenn hennar. Þetta kemur á versta tíma því við höfðum ráðizt í miklar fram- kvæmdir fyrir á annað hundrað milljónir til þess að vera betur í stakk búnir til að taka við loðnunni. Það voru sett upp ný sogkjarnatæki og gufuketill. Ég reikna með því að verksmiðjueig- endur suðvestanlands muni á næstunni ræða þetta alvarlega ástand sem upp er komið, því ljóst er að verksmiðjurnar þurfa á miklu fjármagni að halda til þess að halda rekstrinum gangandi eftir þetta áfall. En við erum bjartsýnir á það að framtíðin beri í skauti sér betri tíð en bjartsýnin gengur því miður ekki í bönkun- um,“ sagði Valdmar að lokum. Kemur á versta tíma „Þetta áfall kemur á versta tíma því verksmiðjan hefur ráðizt í miklar endurbætur og fram- kvæmdir, sem kostað hafa milljónatugi," sagði Árni Gíslason framkvæmdastjóri hjá Lýsi og mjöli hf í Hafnarfirði. Árni sagðist ekki sjá fyrir endann á þeim erfiðleikum, sem þessi misheppnaða loðnuvertíð suðvestanlands hefði í för með sér fyrir verksmiðjurnar. Þetta mál yrði að skoða í heild á næstunni en ljóst væri að verksmiðjurnar hefðu orðið fyrir stórkostlegu verðmætatapi og þá ekki síður starfsmenn þeirra, sem misst hafa af þeim tíma ársins, sem venjulega gefur mest í aðra hönd. Á nýlokinni vertíð tók Lýsi og mjöl á móti 3454 lestum af loðnu en í fyrra tók verksmiðjan á móti 14.534 lestum. Loðnan líka afurðaminni „Þessi loðnuvertíð olli okkur hálfgerðum vonbrigðum. Við feng- um nú 22.500 lestir á móti 34.500 lestum í fyrra. Þar við bætist að loðnan, sem við fengum, var miklu afurðaminni en á sl. ári. Nú fengum við aðeins 700 tonn af lýsi úr 22.500 tonnum, en 1800 tonn úr 34 þús. tonnum í fyrra," sagði Sigurður Einarsson hjá Fiskimjöl- verksmiðju Einars Sigurðssonar í Vestmannaeyjum. Sigurður sagðist vilja taka fram, að það væri ekki hægt að tala um slæmt ástand hjá verksmiðjunum í Vestmannaeyjum, miðað við það sem væri hjá verksmiðjunum á suðvesturhorninu, sem hefðu feng- ið litla sem enga loðnu. En sem dæmi um hve loðnan hefði komið í stuttan tíma til Eyja, mætti benda á að venjulega væri vinnslu- tími verksmiðjanna þar kringum 2 mánuðir, en að þessu sinni hefði hann aðeins verið 1 mánuður." BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefiö okkur upp bilategund, árgerö og litanúmer. Við afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. Laugavegi 178 simi 38000 IMLAR* LUGITE Karnabær HUCMDHLD Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald Fyrir 4 plötur 10% afsláttur og ókeypis buröargjald. Elvis Costello: This Year‘s Model Þessi frábæri Tölvufræöingur er nú einn vinsælasti og skemmti- legasti rokkari breta i dag. Ótrúlegt, segja sumir, en peir hafa Þá heldur ekki heyrt í honum. Billy Joel — The Stranger Billy Joel er oröinn stórstirni hér sem annarsstaðar enda á tónlist hans og textar eríndi til allra. Enn ein sending var aö koma og viljiröu vera vitur tryggiröu Þér ___________________eintak strax. MUNIO PLÖTUKYNNINGUNA í HOLLYWOOD í KVÖLD Genesis: Then There Were Only Three Þaö viröist ekki hafa áhrif, nema til góðs, aö meðlimum Genesis fækki, bví Þessi nýja plata Þeirra er ekki síður góö en allar hinar. l;noon town Wings: London Town Platan, sem Þú beiöst eftir meö svo mikílli eftirvæntingu er komin og ef Þú hugöist tryggja Þér eintak er eins gott að hafa hraðann á, Því fleiri eru um hituna. □ Debby Boone □ Rod Stewart - Elvis Costello) □ Warren Zeven □ John Miles — Rokk/ Pop - You light Up My Life □ Linda Ronstadt — Simple Dreams - Jesus Of Cool (vinur □ Lummurnar Gömlu og Góðu □ Spilverk þjóöanna — Sturla - Excitable Boy □ Bob Marley & Waiters — Kay Zaragon Rokk Þungt, Þróað □ Santana — □ Bethnal — □ Journey — □ Meat Loaf □ Dragon — Moon Flower Dangerous Times Infirnity — But Out Of Hell Dragon □ Judas Priest — Stained Glass □ Ted Mugent — Double Live Ganzo □ Cafe the Jaques — Round the Back (uppáhaldshljómsveit Phil Colling — Genesis) □ Frank Marvin & Mahagonu Rush — Live □ Jefferson Starship — Earth Disco/ Soul □ Ýmsir Góðir — Disco Fever □ Aðrir Góðir — Dynamite □ Isley Brothers — Showdown □ Heatwave — Central Heating □ Vicky Sue Robinson — Half & Half □ Chic — Chic □ Baccara — Baccara □ Rose Royce — In Full Bloom □ Earth Wind & Fire — AH‘n‘AII □ Ýmsir — Soul City Urvals Plötur Hits □ America — History Of □ Dobie Brothers — Best Of □ Linda Ronstadt — Greatest □ Chicago — Greatest Hits □ Carole King — Greatest Hits □ Elvis Presley — 40 Bestu Lögin (2 plötur verð aöeins kr. 4.900.-) □ Blood, Sweat & Tears □ Simon & Garfunkel - □ Saga popsins — All You Need Is L ~ □ Jim Croce — Greatest Hits □ Poco — Very Best Of □ Dave Clarck Five — 25 Thanking Hits □ Platters — 20 Greatest Hits □ George Baker Selection — Best Of □ Canned Heat — Best Of Greatest Hits □ Joe Walsh — So Far So Good Greatest Hits □ Eagles — Greatest Hits □ London Symphoni Classic Rock Orchestra □ Paul Simon — Greatest Hits □ Herman Hermits — Greatest Hits □ Ýmsir — Feelings Eins og pið sjáið pá eru plötuverslanir okkar í hinu heilbrigðasta \ ástandi, hvað varðar úrval a‘f nýjum, gömlum og góðum plötum. \ Það er ástæða til að kynna sér margar af \ Þeim plötum, sem á pessum lista eru, jafnvel Þó pú hafir hvorki barið \ augum plötuheiti né flytjendur. Við veitum allar tiltækar upplýsingar \ um leiö og pú leggur inn pöntun símleiðis. Eða pá að pú \ sendir listann í pósti og krossar við pær plötur, sem hugurinn girnist, sem við sendum svo samdægurs í póstkröfu. Kamabær, Hljómplötudeild Laugavegi 66 Austurstræti 22 28155 S 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.