Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 48
\l <;i.YSIN<;ASÍMINN KR: 22480 JtlBrflmibTnliiI) \l (il>VSIN(iASÍMINN KR: 22480 JWorj)unI)Tní>ií> SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 Fyrstu verulegu áhrif útflutningsbannsins: Áltil Kínafyrir 1250 millj. fæst ekki útskipað FYRIR skiimmu undirritarti íslonzka álfólaKÍd hf samninK við Kínverja um sölu á 5000 tonnum af áli til Kína að söluverðmæti um 1250 milljónir króna. Grískt flutnintcaskip átti aó koma til Straumsvíkur í lok na-stu viku til þess aó sækja þennan álfarm en vegna yfirvofandi útflutninRs- banns hefur verió hætt við að senda skipið hingað til lands í hili. — Við höfum látið kínverska sendiráðið vita af fyrirhutfuðu útflutninfísbanni verkalýðsfélag- anna og við vitum ekki betur en hætt hafi verið við að senda skipið hinf;að í bili, safíði Raf<nar Halldórssón forstjóri ísal í sam- tali við Mbl. í fjær. — Það kemur sér auðvitað mjöfc illa að fceta ekki afhent vöruna á umsömdum tíma vef{na út- flutninfjsbannsins ok allar svona aðfíerðir, sem geta sett markaði okkar erlendis í hætlu eru ákaf- lefía varhufíaverðar, safíði Ragnar Halldórsson. Kínverjar hafa á undanförnum árum keypt ál í stórum stíl. Fyrst keyptu þeir 2511 tonn árið 1972 of{ síðan hafa þeir keypt ál á hverju ári að undanskildu árinu 1976. Mest keyptu þeir árið 1975 eða 16,272 tonn. Alls hafa þeir keypt Nýtt áburdar- verd tilkynnt á mánudag NÝTT áburðarverð verður til- kynnt á morf{un, að því er Halldór E. Sifíurðsson landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Mbl. í f{ær. Ráðherra vildi ekki gefa upp hækkun áburðarverðs frá því sem gilti í fyrravor en Mbl. hefur fregnað að hækkunin verði á bilinu 30—35%. af Isal 37,127 tonn af áli og lætur nærri að söluverðmætið sé á tæpar 10,000 milljónir króna miðað við markaðsverð og gengi dagsins í dag. Nú síðast í frebrúar kom kínverskt skip til Straumsvíkur til að sækja 8000 tonna farm, sem Kínverjar höfðu fest kaup á að verðmæti tæpar 2000 milljónir króna. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við kínverska sendiráðið og fékk þar staðfest að hætt hefði verið við að senda gríska skipið Framhald á hls. 20 Stýrið var horfið þegar eigandinn ætlaði að aka af stað BIFREIÐAEIGANDA í Voga- hverfinu krossbrá þegar hann kom út í bíl sinn í gærmorgun og hugðist setjast undir stýri og aka á brott. Stýrishjólið var nefnilega horfið. Af ummerkjum mátti sjá að brotizt hafði verið inn í bílinn sem er Cortina, árgerð 1971, og stýrishjólið skrúfað af. Tjónið er tilfinnanlegt því þetta ver sérstakt leðurklætt sportstýri af fínustu gerð. Er lögreglunni fengur að upplýsingum, sem gætu orðið til þess að þjófnaðurinn upplýstist. Helgi Daníelsson lögreglu- maður sagði við Mbl. í gær að það hefði komið fyrir áður að hlutum væri stolið af og úr bílum, t.d. rafgeymi, drifi, vélarhlutum og ýmsu fleiru en hann vissi ekki til þess að stýrishjóli hefði verið stolið áður. Gamli góði söluturninn er nú aftur kominn f miðbæinn — á sam næst sinn uppraunalega stað og er af honum ba'jarprýði. enda auðsætt að mikil alúð hefur verið lögð við viðgerð og endurbætur á honum. (Ljósm. Friðþjófur) Velta loðnuverksmiðjanna á Suður og Sv-landi 3 mill- jörðum minni en í fyrra Ef loðnuverksmiðjur á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Akraness hefðu fengið svipað magn af loðnu og á s.l. ári. hefði velta þeirra að likindum orðum um 3000 millj. kr. meiri en hún var í vetur. A nýliðinni loðnuvertíð fengu loðnuverksmiðjur á þessu svæði um 130 þús. tonna minni afla cn í fyrra, en úr 130 þús. tonna afla má reikna með um 20 þús. tonna mjölnýtingu. auk þess sem verksmiðjurnar hefðu náð að nýta eitthvert lýsi. en erfitt er að reikna út lýsisnýtinguna. þar sem mjög misjafnt er hve mikið lýsi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: 9 fúndir um ýmsa þætti borgamiála á næstunni Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að efna til funda um hina ýmsu þadti horgarmála á næstunni. og er það gert til að gefa borgarbúum kost á að taka þátt í umræðum um borgarmál og setja fram hug- myndir sínar um lausn á þeim vandamálum. sem borgarstjórn fjallar um. Akveðið er að halda níu fundi og verða þeir opnir öllum almenningi, en fundirnir hefjast kl. 20.30 á kvöldin með stuttum framsöguerindum, en síðan verða frjálsar umræður. Fyrsti fundurinn verður hald- inn fimmtudaginn 13. apríl n.k. í Valhöll við Háaleitisbraut 1, kjallara. A þessum fundi verður fjallað um orkumál og veitu- stofnanir. Málshefjendur verða Sveinn Björnsson, varaborgar- fulltrúi, form. stjórnarnefndar veitustofnana, Þórður Þorbjarn- arson, borgarverkfræðingur, og Jónas Elíasson, prófessor. For- stöðumenn Hitaveitu, Raf- magnsveitu og Vatnsveitu mæta á fundinn. A fimmtudagskvöld verða einnig fundir um skipulags- og umhverfismál og málefni aldr- aðra. Fundurinn um skipulags- og umhverfismál verður haldinn að Langholtsvegi 124 (félags- heimili Sjálfstæðismanna í Langholti). Málshefjendur verða Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi, Elín Pálmadóttir, borgarfull- trúi, og Edgar Guðmundsson, verkfræðingur. Fjallað verður um málefni aldraðra í Valhöll, Háaleitis- braut 1, 1. hæð. Málshefjendur verða Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, Markús Örn Framhald á bls. 20 fæst úr loðnunni þegar hún er farin að ganga vestur með land- inu. Stundum er lýsisnýtingin því sem næst engin, en önnur ár getur lýsisnýtingin verið upp á nokkur prósent. Morgunblaðið hafði samband við nokkra af forráöamönnum verksmiðjanna á Suður- og Suövesturlandi fyrir helgina og bar þeim öllum saman um að verksmiðjurnar hefðu orðið fyrir miklum áföllum í vetur, ekki sízt þar sem flestar hverjar höfðu lagt út í mikla fjárfcstingu á s.l. ári til að vera betur búnar undir vertíðina í vetur. Eigendur verksmiðjanna ætla að koma saman til fundar nú á næstunni, þar sem fjallað verður um vandamál þeirra. Hundruða milljóna kr. áfall „Þetta er áfall upp á hundruð milljóna króna fyrir mínar verk- smiðjur," sagði Jónas Jónsson forstjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf. í Reykjavík, en verksmiðjurnar í Örfirisey og á Kletti tóku á þessari loðnuvertíð á móti tæpum 6 þúsund lestum en tóku í fyrra á móti rúmlega 32 þúsund lestum. „Þetta kemur sér afar illa,“ hélt Jónas áfram, „því við höfðum lagt út í 150 milljón króna fjárfestingu með því að koma upp geymurn og öðrum útbúnaði til að flytja mjölið laust. Við treystum á það að vertíðin í ár yrði a.m.k. meðalver- tíð en það hefur brugðizt hrapal- lega.“ Jónas sagði, að í þau 13 ár, sem vetrarloðnuveiðar hefðu verið stundaðar hér við land, hefði það einu sinni gerzt áður að loðnan hefði ekki gengið lengra en vestur að Portlandi og hefði þá sáralítið Framhald á bls. 33. Sudurnesjafélögin: Vilja adgerdir fleiri samtaka ÚTFLUTNINGSBANN var á dag- skrá fundar verkalýðsfélaga á Suðurnesjum í fyrrakvöld. en þessi félög hafa enn ekki boðað til aðgerða. Á þessum fundi var ákveðið að óska eftir fundi um útflutningsbannið innan 10 manna nefndar Alþýðusambands íslands. Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær, að beiðni hefði borizt frá félögunum á Suðurnesjum um fund og yrði sá fundur væntanlega haldinn á morgun, mánudag. Annað kvaðst Snorri ekki geta sagt um málið að svo stöddu. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað munu félögin á Suðurnesjum leggja á það áherzlu að fleiri samtök innan Alþýðusam- bandsins komi til skjalanna með aðgerðir en félögin ein innan Verkamannasambandsins, og gera það að tillögu sinni á fundi 10 manna nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.