Morgunblaðið - 09.04.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.04.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 Þegar nú stefnan er aö reyna að efla viðskipti íslands og Portúgals svo að báðir aðilar megi hafa gagn af því er og vert að íhuga hvað Portúgalar geta boðið okkur á móti öllum þessum saltfiski sem við seljum þeim og mætti þó vissulega vera meira af honum, alténd virðist sem framboð sé langt frá nægjan- legt. Áöur hefur verið fjallað um það í greinum frá Portúgal að þar megi gera góð kaup bæði í léttum vínum og púrtvinum og enda þótt umboðs- menn portúgalskra borðvína séu einhverra hluta vegna svo óvenju- lega hlédrægir menn að þeir geri ljtið að því að reyna að koma vörnunum á framfæri við veitinga- hús hér — utan örfárra rósavínsteg- unda — hefur þó aukizt sala á vínum- verulega, enda gæði þeirra að margra dómi með því bezta sem gerist. Skó og stígvél er hægt að fá hér frá Portúgal og þykja það gæðavörur, vefnaðarvörur af ýmsu tagi eru frambærilegar í meira lagi, og barnaföt og innflutningur á þessu öllu hefur nokkuð aukizt. En hefur þó ekki hrokkið nema skammt til að brúa það bil sem er á milli inn- og útflutnings landanna tveggja. Því er það að i heimsókn minni til Portúgals nú í marz nýbyrjuðum fannst gestgjöfum mín- um tilvalið að fleira væri kynnt sem mætti bjóða Islendingum. Krani frá Mague. Þessi getur lyft um 100 tonnum í 62 m hæð. gerðar upplýsingar fyrir okkur. Hann segir okkur að Mague hafi verið stofnað fyrir röskum 25 árum eða árið 1952 og hefur þó eflzt stórlega síðan og verkefnin marg- faldast. I fyrstu var farið hægt í sakirnar, en síðan hefur verið byggt viö verksmiðjuna og hún hefur fært út kvíarnar og auk þess að þarna í Alverca eru nú smíðaðar allar gerðir þungavinnuvéla, krana, lyftara, raf- ala, túrbína hefur fyrirtækið verk- efni erlendis líka. Þegar Mague tók til starfa unnu þar 60 starfsmenn, en sex árum síðar var hlutafjáreign stóraukin og unnið eftir mjög umfangsmikilli áætlun sem miðaði að örri uppbyggingu Mague. Sú áætlun stóðst og það svo glæsilega að nú vinna 1900 manns hjá Mague, þar af eru 135 verkfræð- ingar og tæknifræðingar og 1765 verkamenn. Mikið kapp er lagt á það af hálfu forystu fyrirtækisins að tækniþjálfa verkamennina, svo að fyrirtækið gæti jafnan haldið sér í takt við tímann. Nú taka byggingar fyrirtækisins í Alverca yfir um 127 þús. fermetra. Auk þess er fyrirtækið að reisa verksmiðju á bökkum Sadofljóts skammt frá Setúbal og hefur þar fengið til úthlutunar 330 þús. fermetra. Hefur nú verið tekin til notkunar um helmingur þessa flæm- is. HEIMSÓKN ÍPORTÚGAL 2. GREIN eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Meðal þeirra stórfyrirtækja sem Mague hefur unnið mikið fyrir á portúgölskum markaði eru skipa- smíðastöðvarnar Lisnave og Sete- nave, og D‘Avelar segir enda hið bezta samstarf þarna i millum. Siðan snúum við okkur að þroskaleikföngum Við kveðjum D'Avelar með virkt- Loki fyrir gufutúrbínu 250 megavatta. Þroskaleikfangshundur. Þungavinnuvélar og þroskaleikföng Við Maria Teresa byrjum hjá Mague. Það er gríðarmikið fyrirtæki sem framleiðir þungavinnuvélar, lyftikrana og allt sem nöfnum tjáir að nefna í því sambandi. Það er sól og sunnangola þegar við komum til Alverca, skammt fyrir utan Lissabon þar sem Mague hefur aðalbækistöðv- ar sínar og Rui Castel. Branco D'Avelar blaðafulltrúi tekur á móti okkur. Elskulegur maður í viðmóti og hefur undirbúið vel komu okkar. Hann lætur sýna okkur kvikmynd þar sem lýst er starfsemi Mague og hann hefur ennfremur látið taka saman í stóreflis möppu sérstaklega Frá aðalbækistöðvum Mague. Segja niá að meginframleiðsla Mague skiptist í þrennt: Þar eru lyfti- og flutningatæki, tæki og búnaður fyrir orkuver hvers konar og í þriðja lagi byggingar svo sem hús og brýr. í fyrirtæki á borð við Mague má geta nærri að mikið er lagt upp úr vandaðri undirbúningsvinnu og fyr- irtækið státar af því að hafa í vinnu hjá sér færustu og ágætustu sér- fræðinga í þeim greinum sem við á. Af þessum sökum hefur og Mague tekið þátt i alþjóðlegum útboðum víða um heim, þar sem fyrirtækið er samkeppnisfært í betra lagi. um og Senhor Pereira er tilbúinn að aka okkur á Vivunni á næsta stað. Það er FOC, sem er raunar tvískipt fyrirtæki, annað er í Lissabon og sérhæfir sig í gerð þroskaleikfanga og húsgagna fyrir skóla og dagheim- ili og hins vegar er fyrirtækið í Mafra þar sem framleidd eru húsgögn af almennari gerðum. Augu manna opnast æ betur fyrir mikilvægi þess að velja börnum skynsamlega leiktæki á unga aldri og hefur gerð þroskaleikfanga fleygt fram á síðustu árum víðs vegar. Portúgalar standa framarlega í gerð Sýnishorn af skóla og dagheimilishúsgögnum FOC. Nokkur sýnishorn af húsgögnum frá FOC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.