Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRIL 1978 flfaregttiiWflKfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Aðalstræti 6, simi 1 01 00. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Eins og við mátti búast hafa sjómenn nú mót- mælt þeim dæmalausu áformum Verkamannasam- bands Islands að hvetja andstæðinga okkar í þremur þorskastríðum til þess að setja löndunarbann á íslenzk- an fisk í erlendum höfnum. I ályktun, sem stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér, segir: „Fundur í stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur haldinn 6.4. ‘78 mótmælir harðlega ummælum og ákvörðunum stjórnar Verkamannasam- bands Islands um að láta setja löndunarbann á íslenzk fiskiskip erlendis. Stjórn fé- lagsins felur starfsmönnum sínum að koma því á fram- færi við þá, sem ekki virðast til þekkja, að siglingar togara á erlenda markaði hafa tíðk- azt frá því að togaraútgerð hófst hér á landi. Hafa þær til þessa stöðvazt, þegar erlendir ofbeldismenn hafa ætlað að kúga íslenzka þjóð. Slíkar siglingar nú sem fyrr eru nauðsynlegar fyrir út- gerð skipa og skipshafnir til uppbótar á það þjónustu- starf, sem margir þeirra vinna. Jafnframt samþykkir fundurinn að gera þá kröfu til Sjómannasambands Is- lands, að það mótmæli öllum slíkum ráðstöfunum við Al- þjóðasamband flutninga- verkamanna, sem Sjómanna- samband íslands er aðili að og að það beiti sér gegn slíku gerræði. Skulu fulltrúar Sjó- mannafélags Reykjavíkur í stjórn Sjómannasambands Islands fylgja þessum mót- mælum eftir með fullum þunga.“ Þessi ályktun Sjómannafé- lags Reykjavíkur kemur eng- um á óvart. Hún lýsir áreið- anlega vel tilfinningum og afstöðu sjómanna til þeirra aðgerða, sem Verkamanna- samband íslands hefur boðað á næstunni. I þeim fyrirhug- uðu aðgerðum skera sig úr áform Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambands ís- lands, að leita nú fulltingis þeirra aðila í nágrannalönd- um okkar, sem ítrekað hafa beitt okkur kúgun og þving- unum, þegar við höfum fært út fiskveiðilögsögu okkar í því skyni að vernda lífshags- muni okkar. Frá því að íslenzk fiskveiðilögsaga var í fyrsta sinn færð út í 4 sjómílur og jafnan síðan í fiskveiðideilum okkar við Breta hafa þeir sett löndun- arbann á íslenzkan fisk í brezkum höfnum. Formlega séð hafa það ekki verið brezk stjórnvöld, sem að þessum aðgerðum hafa staðið, a.m.k. ekki í síðustu deilu, heldur verkalýðssamtökin í Bret- landi, sem hafa sett löndun- arbann á íslenzkan fisk. Tæpum fjórum árum eftir að við færðum fiskveiðilögsögu okkar út í 200 sjómílur, er nú fyrst lát á þessum kúgunar- aðferðum Breta í okkar garð. Aðeins eru nokkrar vikur liðnar síðan samningar tók- ust um löndun á íslenzkum fiski í Hull. Við höfum unnið sigur í fiskveiðideilunni og tryggt okkur óskoruð yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilög- sögu við landið. Tæplega er hægt að tala um, að erlendir togarar fiski nú á íslands- miðum. Þetta er stórkostleg- ur árangur. Við höfum jafn- framt tryggt okkur aðgang að fiskmörkuðum á megin- landi Evrópu og erum að komast inn á hinn mikilvæga fiskmarkað í Bretlandi. Þá bregður svo við, að fram á sjónarsviðið kemur Guð- mundur J. Guðmundsson og lýsir því yfir, að hann muni krefjast þess af þeim, sem í nær þrjá áratugi hafa reynt að kúga okkur í sjálfstæðis- baráttu okkar, að þeir beiti enn sömu kúgunaraðgerðum en í þetta sinn að kröfu íslenzkra verkalýðssamtaka! Þetta eru áform og aðfarir, sem öll íslenzka þjóðin mu n fordæma. Sjómenn munu áreiðanlega finna það, að í öllum byggðum landsins hafa þeir stuðning almennings í hörðum mótmælum gegn þessum forkastanlegu áform- um Guðmundar J. Guð- mundssonar og félaga hans. Löndunarbann á íslenzkum fiski í erlendum höfnum skipar sérstakan sess í sögu þjóðar okkar. Það er tákn um tilraunir stórþjóða til þess að kúga okkur í sjálfstæðisbar- áttu okkar og arðræna auð- lindir okkar! Um alla framtíð mun saga þjóðar okkar geyma en ekki gleyma þeim tilraunum og þeim aðferðum, sem beitt var gegn vanmátt- ugri smáþjóð. Nú ætla nokkrir verkalýðs- foringjar að skora á þessa sömu aðila að beita þessum sömu kúgunaraðferðum gegn íslendingum vegna deilna hér .innanlands um kaup og kjör. Guðmundur J. Guðmundsson og félagar hans ættu að biðja íslenzku þjóðina opinberlega afsökunar á því, að þeir skyldu láta sér til hugar koma að leita liðsinnis þeirra, sem reynt hafa að kúga okkur í sjálfstæðisbar- áttu okkar með kröfum um, að þeir endurtaki þrjátíu ára gamlar þvingunaraðgerðir. Þau verkalýðssamtök, sem að þessum áformum standa, eru á hættulegri braut. Verkalýðshreyfingin hefur notið vaxandi virðingar og trausts. En með áformum af því tagi, sem Sjómannafélag Reykjavíkur hefur nú mót- mælt er stefnt í það að eyðileggja það traust og þá tiltrú. Þar til annað kemur í ljós vill Morgunblaðið trúa því, að hér hafi verið um mistök að ræða og að Verka- mannasamband Islands muni falla frá þessum áformum. Það ætti að vera forsenda þess, að menn geti yfirleitt ræðst við um þau deilumál á vettvangi kjaramála, sem nú eru uppi. Sjómenn mótmæla áform- um Verkamannasambands um löndunarbann f Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<> Laugardagur 8. apríl^ ♦♦♦♦ ♦ J Heima og erlendis Islendingar eru fámenn þjóð on það er þeim því mikils virði að eiga góða fulltrúa erlendis. Þegar rætt var um það á árunum kringum 1930. höfðu ýmsir áhuga á því, að Danir færu áfram með utanríkis- mái íslands, því að'við myndum ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda uppi utanríkisþjónustu. Aðrir töldu óhæft annað en við önnuðumst þessa þjónustu sjálfir og bentu á að víða færu danskir ræðismenn með málefni Islands og hefðu margir þeirra lítinn skilning á þjóðernistilfinningu íslendinga og högum þeirra, notuðu m.a. aldrei íslenzka fána, sem þeir hefðu fæstir augum litið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnað- ur við samruna íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins 1929, benti Jón Þorláksson á þetta, og enda þótt hann teldi að Danir hefðu yfirleitt farið drengilega með íslenzk málefni eftir fullveldið 1918, benti hann á annmarka þess, að við værum svo háðir ræðis- mönnum Dana, sem raun bar vitni. Islendingar hafa síðan tekið utanríkismál sín í eigin hendur, góðu heilli og sent áhugasama og hæfa fulltrúa til margra landa, auk þes semvið höfum ræðismenn í fjölmörgum löndum og þekkja þeir land og þjóð af eigin reynslu, en eru að sjálfsögðu misjafnir eins og gengitr. Þá eru aðrir óformlegir fulltrúar Islands, ef svo mætti segja, sem hafa setzt að erlendis og verið öllum stundum með hugann við íslenzk málefni. Þeir vinna landi og þjóð mikið starf, efla samband útlendinga við Is- land, auka viðskiptatengsl og kynna andlega og veraldlega menningu okkar eftir föngum. Einn slíkra manna, Björn Björns- son í London, varð áttræður 6. apríl sl. Hann hefur búið ásamt konu sinni ágætri í Englandi áratugum saman, en samt er hugurinn öllum stundum heima á Fróni. Af því hefur Morgunblaðið einatt notið góðs. Björn er þjóð- ernissinnaður rómantíker og vill ekki heyra á annað minnzt en ísland hafi hlotið fullt sjálfstæði 1918. Björn Björnsson starfrækti á sínum tíma stærstu brauð- og kökugerð á íslandi, sem ber nafn föður hans, Björnsbakarí, og varð brautryðjandi í iðn sinni. Hann hóf einnig veitingarekstur í Hressingarskálanum, eins og gamlir Reykvíkingar muna, og setti skálinn og fagur trjágarður á baklóðinni við Austurstræti rómantískan svip á miðbæinn, þegar hann var upp á sitt bezta. Var garðurinn upplýstur á kvöldin og undi fólk sér þar vel við tónlist í fögru umhverfi. Þá var Austur- strætið umvafið þeirri hlýju birtu og skáldlegu fegurð, sem Tómas lýsir í samnefndu kvæði. Slíkur veitingastaður ber siðmenningu vott, eins og þeir vita, sem þekkja til kaffihúsalífs í erlendum stór- borgum. Á það má minna, að brezka stórskáldið og Islands- vinurinn, Auden, kunni vel að meta Hressó, eins og sjá má á Islandslýsingu hans. Nú skortir því miður mjög á þessa tegund menningi. • í þjóðlífi okkar og er það undariegt, svo mjög sem alls kyns skemmtanalíf hefur þanizt út og kjör manna ólíkt betri en áður var. Það má telja vafasamt, að þjóðinni fari að fjölga verulega aftur fyrr en rómantíkin nær tökum á þeim „ungu hjörtum", sem landið munu erfa. Þeir, sem öllum stundum reyna að hafa ofan af fyrir æskunni, virðast ekki þekkja hana nógu vel, því að hún er miklu rómantískari undir niðri en yfirborðið segir til um. I raun og veru bendir ýmislegt til, að ekki líði á löngu þar til rómantískt afturhvarf verður eitt af einkenn- um okkar sveiflukennda þjóðlífs. Annars manns er ástæða til að geta í þessu bréfi, Geirs H. Zoéga forstjóra, sem er nýlátinn. Geir var merkur forystumaður í ferða- málum og helgaði líf sitt því, sem hér hefur verið minnzt á: tengslum Islands við umheiminn og kynn- ingu lands og þjóðar. Sjálfstæði og reisn íslands var honum metnaðarmál, en hann var jafn- framt heimsborgari, sem vildi stækka þann glugga, sem snýr til umheimsins. Hann var eins og brezkur „séntilmaður" og sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann hélt uppi merkri landkynningu og rak eina merkustu ferðaskrifstofu landsins, sem Geir Zoéga stofnaði á sínum tíma. Hún var yfir 100 ára gömul og því merkur þáttur í sögu ferðamála hér á landi. Geir bar mikla umhyggju fyrir þessum merka arfi, sem hann tók við úr höndum frænda sinna og ræktaði með sóma. Undir stjórn hans naut ferðaskrifstofa Zoéga alla tíð mikillar virðingar, ekki síður en verið hafði fyrir hans daga, og bar þannig einnig vott siðmenningu síns tíma. Geir átti mikla drauma um þau æfintýri, sem hann sá við blasa í ferðamálum okkar, trúði á sérkenni landsins, fegurð þess og framtíð — og þá ekki síður menningu þess og möguleika. Sumir drauma hans voru of stórir fyrir samtíðina, en framtíðin á eftir að sjá ótrúlegustu drauma hans rætast, ef fer sem horfir. Geir H. Zoéga var umboðsmaður brezku ferðaskrifstofunnar Cooks, sem er heimsfræg fyrir góða þjónustu og áreiðanleika. Geir var ekki sízt stoltur af því, að ferðaskrifstofa hans skyldi hafa haft tengsl við Oooks svo lengi, sem raun bar vitni. Hann var stór í sniðum, horfði af háum sjónar- hóli — og sá mörgum öðrum lengra. Nú er skarð fyrir skildi og ekki að því hlaupið að fylla það rúm sem hugsjónamaðurinn Geir H. Zoéga skilur eftir sig. En starf hans á eftir að bera ávöxt, þótt hann sjálfur sé allur. Stórhugur lá í ættinni — og áfram mun hann vera leiðarljós þeim sem trúa á landið, fegurð þess og sérstöðu; trúa á einstæðan arf þess og menningu. Nú og þá Prédikarinn segir, að ekkert sé nýtt undir sólinni. Það má til sanns vegar færa, enda þótt við höfum upplifað ýmislegt á þessari öld, sem hefði þótt tíðindum sæta fyrr á tímum. En þegar gripið er niður í gömlum íslenzkum grein- um, þar sem rætt er um stjórnmál, verður maður oftast að viður- kenna, að prédikarinn hafði rétt fyrir sér. I stjórnmálum eða stjórnmálabaráttu er fátt nýtt undir sólinni. Eða hvað segja menn um þessa lýsingu á stjórn- málaástandinu hér á landi, getur hún ekki eins vel átt við nú um stundir og þegar hún var skrifuð — eða var hún kannski rituð í gær? Þarna stendur svart á hvítu, að „á sviði íslenzkra stjórnmála virðist allt verða dauflegra og eyðilegra ár frá ári. Þar ber það helzt til nýlundu og vekur lang- mest umtal og eftirtekt, ef einhver fengsæll þingmaður hremmir nýj- an bitling. Annars er allt með kyrrum kjörum: sömu mennirnir gefast upp við sömu málin ár eftir ár — hreyfa þeim ekki eða ganga frá þeim óútkljáðum, — sömu hrókaræður eru fluttar af sama konga-viti, sömu vindhöggin sleg- in, sömu hítirnar fylltar o.s.frv. Skal langt verða að bíða þess, að éltthvað breyti til? Það veit enginn, en hitt er víst, að óþolin- mæði hugsandi manna fer sívax- andi. Sumir eru jafnvel orðnir svo vondaufir um nokkurn bata, að þeir búast ekki við, að neitt liggi framundan annað en endalausir glapstigir, þar sem þjóðin muni fyrr eða síðar missa fótanna. Slíkt svartsýni kann að vísu að vera eðlilegt, en þó er það stórháskalegt, því að það lamar framsóknarvilja beztu manna og leggur umráðin fyrir framtíð landsins í skaut þeirra, sem sízt skyldi. Það tjáir ekki að láta hugfallast, þótt margt kunrti að hafa gengið öfugt og andsælis vor á meðal á hinum síðustu áratugum...“ Nei, þessi grein var ekki skrifuð í gær. Hún birtist í Verði, aðalmálgagni Ihaldsflokksins, 23. des. 1925 og var eins konar jólagjöf til þjóðarinnar þá. Hún er eftir Árna Pálsson og er upphaf for- síðugreinar, sem hann skrifaði til styrktar og stuðnings Ólafi Thors vini sínum, þegar hann fór fyrst í framboð í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og sigraði í kosningunum, sem fóru fram 9. janúar 1926. I þessari grein Árna Pálssonar er drepið á ýmsa hluti, sem hvíla nú á þeim Islendingum, sem mest hugsa um stjórnmál. Aftur á móti er augljóst, að við eigum ekki við nein ný vandamál að stríða, sem þjóðin hefur ekki áður þurft að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.